Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BÆKUR F r æ ð i r i t BRENNUÖLDIN Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum, eftir Ólínu Þor- varðardóttur. Reykjavík. Háskóla- útgáfan, 2000.444 bls. BRENN UÖLDIN er þverfaglegt rannsóknarrit um 17. öldina þar sem nýttar eru aðferðir ýmissa fræðigreina „á borð við bók- menntafræði, sagnfræði, þjóð- fræði, menningar- og félagssögu" (sbr. kápu). Markmið rannsóknar- innar er fyrst og fremst að „kanna hvort eða á hvern hátt alþýðuvið- horf og lærð hugmyndafræði náðu að skapa skilyrði fyrir þau galdra- mál sem hér voru háð fyrir dóm- stólum" (bls. 13). Hér er komið inn á athyglisvert viðfangsefni í hugar- farssögu sem mjög hefur vafist fyr- ir sérfræðingum í sögu árnýaldar. Hvar liggja skilin á milli yfir- stéttarmenningar annars vegar og alþýðu- og þjóðmenningar hins vegar? Eins og í öðrum rannsókn- um á fortíðinni er vandamálið ekki síst tengt heimildaforðanum. Flest- ir eru á þeirri skoðun að ekki séu til neinar heimildir sem hægt er að kalla „þjóðlegar“, jafnvel eftir að prentmiðlar komu til sögunnar. Lesefni sem naut mikillar út- breiðslu varð að einhverju leyti að taka mið af smekk og viðhorfum al- mennings, en hugmyndalegt for- ræði (hegemoni) kom frá yfirstétt- inni og þess sér stað í alþýðlegu lesefni síðari alda. Meðal þeirra sem reynt hafa að glíma við þennan heimildavanda er breski sagnfræðingurinn Peter Burke. Hann hefur skilgreint mun- inn á yfirstéttarmenningu og al- þýðumenningu svo að til hafi verið tveir menningarstraumar í Evrópu á árnýöld, hin lærða hefð yfirstétt- ar og hin alþýðlega hefð sem kenna mætti við þjóðmenningu. Munur- inn á þeim felist einkum í því að hin lærða hefð var lokuð og óaðgengi- leg öllum nema fámennum hópi, en allir voru hluti af þjóðmenningunni (Peter Burke, Popular Culture in Early Modern Europe, New York, 1978, bls. 28 og áfr.). Rit lærdóms- manna eru mótuð af því sem al- þýðan sagði og hugsaði á sama tíma, en vandinn liggur í því að meta hvernig. Þess finnast dæmi að menntaðir höfundar noti alþýð- legan efnivið í ritum sem þó eru samin í öðrum tilgangi. Boðskapur menntamanna sem ætlaður var al- þýðu, t.d. predikanir, varð einnig að taka mið af þeim heimi sem fólk þekkti. Þá hafa sagnfræðingar nýtt sér upplýsingar sem koma fram í skjölum sem aflað var í öðrum til- gangi, t.d. dómskjölum rannsókn- arréttarins, sem heimildir um hug- arfar alþýðu. Þá er einkum Galdrar, yfír- stétt og alþýða Ólína Þorvarðardóttir staldrað við það sem virðist koma skrásetjurum á óvart og er þá síður litað af þehra túlkun á orðum sveitafólksins. Hér skipta íkono- grafískar heimildir einnig máli. Táknmyndir og skreytingar í kirkjum voru ætlað- ar almenningi, til að meðtaka boðskap trúarinnar. Að lok- um má svo nýta al- þýðlegar afurðir seinni tíma (t.d. þjóðsögur) eða önn- ur samfélög (t.d. gegnum rannsóknir mannfræðinga) sem samanburðarefni til að ákveða hvað sé „þjóðlegt" í eldri textum. í þessu riti er einkum stuðst við hið síðastnefnda og þjóðsagnaefni 19. aldai- notað til að nálgast hugarheim alþýðu á 17. öld. Þetta er ekki fráleit nálgun ef sett- ir eru ákveðnir fyrirvarar, sem Ól- ína gerir skilmerkilega. Hún varar við því að líta á þjóðsögur Jóns Árnasonar „sem algildan mæli- kvarða á alþýðuviðhorf og aldar- anda (síst af öllu 17du aldar): Þær eru úrval efnis sem safnendur og skrásetjarar (ekki síst Jón Arnason sjálfur) hafa valið að eigin smekk; viðfangsefni vel lesinna nítjándu aldar manna sem fæstir heyrðu til hinni svo kölluðu alþýðu en höfðu löngun til þess að (ef ekki upphefja, þá að minnsta kosti) viðhalda munnmenntum hennar. Með allt þetta í huga ber að lesa þessar sög- ur og leggja út af þeim“ (bls. 225- 26). Þegar þessi fyrirvari er hafður í huga vekur nokkra furðu að Ólína skuli styðjast jafn einhliða við safn- ið og raun ber vitni. Lítið af eldra efni er notað til samanburðar ann- að en sögur sem Ami Magnússon og nokkrir aðrir handritasafnarar viðuðu að sér um 1700. Þær eru sagðar „bjartsýnar sögur, lausar við beyg — enda fjandanum lýst sem orðheldnum lítilmagna and- spænis prestinum sem hefur visku og þekkingu á sínu valdi. [...] Bent hefur verið á að sú birtingarmynd djöfulsins sé alþýðleg hugmynda- fræði er stangist á við hina kirkju- legu hugmyndafræði“ (bls. 250). Vera má að þessi erlenda speki eigi einnig við um ísland, en þá þyrfti fyrst að huga að hlut skrásetjara. Árni Magnússon var t.d. kunnur andstæðingur galdratrúar og hefur líklega ekki viljað gera mikið úr makt myrkranna. Það er ekki gert, heldur eru rannsóknir erlendra fræðimanna fyrirvaralaust heim- færðar upp á Island. Ólína telur að sögur af Sæmundi séu erkitýpa sagna um aðra lærða kunnáttumenn og af- staða almennings til galdurs virðist „annars vegar hafa ráðist af því hvort kunnáttan var nýtt til góðs eða ills og hins vegar af því hvar galdra- mennirnir stóðu í þjóðfé- lagsstiganum" (bls. 283). Undir þetta má taka. Hins vegar gerir hún ráð fyrir því, líkt og Einar Ólafur Sveinsson áður, að mikil hvörf verði í þróun íslenskra galdra- sagna á 17. og 18. öld og ,,[s]ú aðdáun sem greina má í sögum af klerkum og kunn- áttumönnum lýtur í lægra haldi fyrir óhugnaði og skelfingu sem einkennir margar yngri sagnir af galdraiðju og ónafngreindu galdra- hyski“ (bls. 285). Fyrir þessari tímabilaskiptingu eru hins vegar ekki önnur rök en þau að þær fáu sagnir frá 17. öld sem varðveist hafa í safni Áma Magnússonar séu dæmigerðar fyrir ALLAR sögur sem sagðar voru um 1700, en ekki áhugamál safnaranna. Sögur sem minna á þær verða svo að afurð tíðaranda 17. aldar, en óhugnan- legri sögur yngri og heimildir um annað hugarfar. Rökin fyrir að deila ólíkum sög- um og sögnum þannig niður í tíma eru veigalítil, en á grundvelli þeirra er ályktað að hugarfarsbreytingar hafi átt sér stað sem verði „ekki túlkaðar öðruvísi en svo að jafn- vægið, sem upphaflega má greina í sögum af nafnþekktum galdra- mönnum, hafi raskast í kjölfar galdrafársins,_ þegar kirkjan guðaði á glugga og Islendingar urðu hálf ráðalausir" (bls. 311). Kirkjan er tröllið sem kemur heilbrigðri og sáttri alþýðu á íslandi úr jafnvægi svo að til verða „óttarlegar mann- haturssögur“ á 18. og 19. öld. Þess- ar ályktanir eru dregnar af sögum úr safni Jóns Árnasonar sem allar eru skráðar um svipað leyti, en samanburður við örfáar sögur úr safni Árna Magnússonar er notað- ur til að koma með miklar alhæf- ingar um þróun hugarfars. Þetta eru athyglisverðir loftfimleikar, en lesandans er að meta hvort höfund- urinn þyi'fti ekki að sníða sér traustara öryggisnet. Rök höfundar fyrir því að djöf- ullinn hafi verið „óboðinn gestur" í íslenskri sagnahefð hvíla á veikum grunni, því að menn hafi séð hann fyrir sér í ýmsum gervum en ekki haft neina fasta mynd af honum (bls. 301-3). Hér mætti draga þver- öfuga ályktun, að hugmyndir um djöfulinn séu ekki mótaðar af lærðri orðræðu og af þeim sökum ekki mjög skýrar. Ólína kemst á traustari grund- völl við að taka samtímaheimildir til samanburðar, enda eru þjóðsög- ur einar og sér ekki sérlega traust- ar heimildir um hugarfar fyrri alda. Því kemur nokkuð á óvart hve ríka tilhneigingu hún hefur til að hampa heimildagildi þjóðsagna á kostnað samtímaheimilda. Hún hafnar því að líta á málskjöl sem „hlutlausari eða áreiðanlegri heimildir en munnmæli og þjóðtrú" og gengur jafnvel skrefinu lengra og telur þau dæmi um „þöggun þjóðmenningar" (bls. 320). Enda þótt dómabækur séu að sjálfsögðu mótaðar af við- horfum þeirra sem dæma áttu er þó full ástæða til að ætla að þær endurspegli að einhverju leyti al- mennt hugarfar. Enda kemur ým- islegt forvitnilegt í Ijós við mat Ól- ínu á þeim (bls. 185-96) og er það meðal þess sem mér þótti merki- legast í bókinni. Umfjöllun um galdrabækur er hins vegar of stutt til þess að mynda raunhæfan sam- anburð við þjóðsagnaefnið, þrátt fyrir athyglisverða tilburði í þá átt (bls. 216-18). Enn skortir því ítar- legar rannsóknir á íslenskum galdrabókum, en vonandi verður umfjöllun Ólínu um þær til að eggja einhvem til dáða. í ljósi þess hversu spennandi við- fangsefni er hér um að ræða er ein- kennilegt hve mikla áherslu höf- undurinn leggur á sparðatíning af ýmsu tagi sem hún nefnir „sagn- fræði“ (bls. 317-19). Örlar þar á þeirri skoðun, sem algeng er meðal fólks sem ekki er sagnfræðimenn- tað, að sagnfræðin felist einkum í því að leiðrétta léttvægar stað- reyndir, í þessu tilviki um brennu- mál. Er þar oft teygður þunnur þráður. Miklum stafnaburði er t.d. beitt til að fjölga konum sem brenndar voru fyrir galdra úr einni í fjórar. Er þá bætt við máli frá 14. öld sem getur þó engan veginn haft mikil tengsl við brennuöldina sem félagslegt og menningarsögulegt fyrirbæri, óljósri tilvísun í brennu frá 1580 og dómi fyrir barnsmorð frá 1608. Ekki skil ég hvers vegna lagt er í slíka talnaleikfimi, því meginniðurstaða fyrri fræðimanna stendur óhögguð, að galdramál gegn konum voru fátíð. Þá leggur höfundur mikla áherslu á að fjölga galdramálum úr 120 í 134 en þar munar ekki miklu, einkum þar sem víða er um túlkunaratriði að ræða. Eðlilegt hefði verið að spyrja sig hver þjóðfélagsstaða sakborninga í galdramálum hafi verið en það er þó ekki gert að neinu ráði, einungis fullyrt að það hafi fyrst og fremst verið „óbreyttir almúgamenn" sem sakfelldir hafi verið fyrir galdur á íslandi (bls. 191). Ekki er þó tekið fram hver grundvöllurinn sé fyrir þeirri flokkun og hjálpar annars gagnlegt ágrip um galdramál (bls. 337-91) lítið í því tilviki, þar sem ekki koma fram nægilegar upplýs- ingar um sakborninga til að meta þjóðfélagsstöðu þeirra. Hér hefði ítarlegri rannsókn á dómabókum verið gagnleg. Ef telja ætti alla aðra en presta og embættismenn til almúga tilheyrðu nánast allir ís- lendingar þeim hópi. Dæmin sem Ólína tekur um almúgamenn, af Kirkjubólsfeðgum og Ara Pálssyni (bls. 150), benda raunar til þess að hún aðhyllist slíka flokkun. Hreppstjórinn Ari Pálsson er að vísu „ekki dæmigerður almúga- maður“ (bls. 170), og er það ekki of- mælt. Fátt virðist geta raskað við- leitni höfundar í að stilla vondum klerkum og embættismönnum upp gegn konum og almúga og þar eiga blæbrigði illa heima. T.d. heldur hún ekki áfram með ágæta um- ræðu um níð, róg og rykti sem vopn þeirra sem ekki hafa formleg völd (bls. 190). Einnig hefði mátt spyrja sig: Var umtalsverður munur á hugarfari presta landsins sem margir voru „illa menntaðir11 (bls. 117) eða sak- borninga sem oft voru „læsir og hagmæltir" (bls. 192)? Niðurstaða bókarinnar markar því ekki mikil tímamót, lúterskum rétttrúnaði er kennt um galdrafárið en alþýðan vendilega sýknuð. Hún var „fast- heldin á sín eigin gildi og veitti við- nám þeim hugmyndastraumum sem kii'kjan hratt af stað“ (bls. 321). En bókin er læsileg og mun eflaust verða mörgum lesendum bæði til fróðleiks og ánægju. Ekki hirði ég um að rekja dæmi um óná- kvæmni og villur í tilvísunum og heimildaskrá sem trufluðu ritdóm- ara, enda á slíkt naumast erindi við almenna lesendur. Að fenginni reynslu má hins vegar vara menn við því að treysta nafna- og atriðis- orðaskrá ritsins. Lítið gagn er að slíkum skrám, ef þær eru ekki unn- ar almennilega. Sverrir Jakobsson Leikfélag fslands Æfa Björninn í Iðnó í IÐNÓ standa nú yfir æfingar á Birninum, „brandara í einum þætti“ að sögn höfundarins, hins rússneska Antons Tsékovs sem fæddur var árið 1860 og lést 1904. Leikendur eru Ólafur Darri Ólafs- son, María Pálsdóttir og Júltus Brjánsson. Leiksljéri er Stefán Jónsson, Ieikmynd hannar Rann- veig Gylfadóttir og um tónlist sér Krisfján Eldjárn. Að sögn leiksljór- ans er Bjöminn ætlaður sem hádeg- isleikrit, stuttur gamanþáttur sem lífgar upp á sumarstemmninguna í Iðnó. Þar segir frá ekkju sem hefur lokað sig af frá umheiminum og hyggst syrgja eiginmanninn til ævi- loka. Þá ber að garði landeiganda sem vill innheimta gamla skuld. Ekkjan neitar að borga og hann neitar að fara, orðaskipti þeirra vaxa upp í gríðarlega rimmu og að lokum skorar hann ekkjufrúna á hólm. En á milli þeirra hefur kvikn- að neisti sem ekki verður svo auð- veldlega slökktur og endirinn er óvæntur. Fmmsýning í Iðnó er fyr- irhuguð 22.júní. Myndbönd í LÍ í TENGSLUM við sýninguna Nýr heimur - stafrænar sýnir eru myndbandsssýningar kl. 12 og kl. 15 í þeimhluta sýningarinanr sem nefnist, íslensk og erlend mynd- bönd. í dag, sunnudag, verður sýnt verk eftir Bill Viola: „I do Not know what it is I am like“. Sýningunni Nýr heimur - Staf- rænar sýnir lýkur 18. júní. Leikarar og leikstjóri Bjarnarins í Iðnó. Morgunblaðið/Ásdls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.