Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Framkvæmdir að hefjast við endurbygglngu og umtalsverða stækkun Hótel Búða á Snæfellsnesi * I sumar verður lokað á Hótel Búðum vegna ^ framkvæmda og þegar opnað verður næsta sumar verður hótelið orðið um þrisvar sinn- um stærra. Birna Anna Björnsdóttir ræddi við Viktor Heiðdal Sveins- son hótelstjóra sem segir að þrátt fyrir miklar breytingar verði allt kapp lagt á að halda þeim gamla og hlýlega sjarma sem Búðir eru þekktar fyrir. OTAL ferðalangar bæði ís- lenskir og erlendir eiga minningar sem tengjast Búðum á Snæfellsnesi, enda eiga Hótel Búðir sér 50 ára litríka sögu. Gamla rauða húsið sem kúrir milli jaðars Búðahrauns og Búðavíkur hefur verið svið margra ævintýra og er nú komið að því aðstækka og endurbyggja þetta svið. Viktor Heiðdal Sveinsson sem hefur verið hótelstjóri á Búðum í sjö ár segir endurbyggingu hótels- ins hafa verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Nú sé komið að því að framkvæmdir hefjist af fullum krafti og verður því lokað í allt sumar. Þegar hóteiið verður opnað aftur . næsta sumar verður það orðið meira en þrisvar sinnum stærra en nú. Herbergi verða um 50 talsins, öll rúmgóð með sér baðherbergi og búin nútímaþægindum á borð við síma, hljómflutningstæki, sjónvarp myndbandstæki og tölvusímalínu. Jafnframt verða engin tvö her- bergi eins og segir Viktor að mikið verði lagt upp úr því að hvert her- bergi fái að hafa sinn sérstaka sjarma, í þeim anda sem Búðir eru þekktar fyrir. Veitingasalurinn verður stækk- aður töluvert frá því sem nú er og með breytingunum verður einung- is framreiddur kvöldverður þar en garðskáli verður byggður við hót- elið þar sem borinn verður fram ' morgunverður, hádegisverður og síðdegiskaffí. Einnig verður sér- stakur salur, sem rúmar 80 manns, fyrir einkaveislur, ráðstefnur og annað og líkamsræktarsalur, nudd- stofa og nuddpottur verða á jarð- hæð. Þá verður útbúið tveggja hæða bóka- og grúskherbergi sem kallast Kortaherbergið og að sögn Viktors er því ætlað að vera hjarta hússins. Stemmningin kemur líklega úr hrauninu og frá jöklinum Aðspurður segist Viktor ekki óttast að sá sérstaki og hlýlegi sjarmi sem hótelið er þekkt fyrir hverfi þegar því verði breytt í ’ stórt glæsihótel. „Þetta eru náttúrulega fyrstu viðbrögð allra sem heyra af þess- um hugmyndum og þetta sat líka lengi vel í mér. En um leið veit ég að ef engu hefði verið breytt hefði fólk orðið óánægt með stöðnunina. Það er náttúrlega efst á stefnu- skránni að viðhalda Búðum og Búðastemmningunni, enda tel ég mig ekki þess umkominn að breyta henni. Ég fann hana ekki upp og ekki heldur fólkið sem var þarna á undan mér. Stemmningin er bara /i þama og hefur alltaf verið. Kannski kemur hún úr hrauninu, gullna sandinum eða frá jöklinum. En auðvitað eigum við eftir að gera allt sem í okkar valdi stendur til að viðhalda gamla sjarmanum sem einkennir hótelið og ég mun reyna að halda í mitt besta starfs- fólk sem þekkir staðinn og and- i rúmsloftið vel.“ Líkamaræktaraalur á jarðtueðl Kartaherbergiö. Megín gtetiálman. Aíts líerÖarámtegaSÖ herbergi eftir Htn-kkun. Partgarðurínn tneð kryddjurtum fyrír ehlhúmð. Sérmdur á annarri heeð,fyrtr etoútmxMur, fyrirlerttra, námskeið ráðstefnur. Oarðxkáli þar mm framreiddur verifur Á Oamla Sandhdtskútrið tnorgun- og hádegimxrður frá 1836 hgfur vertð bmtt uuk þem að Igóna nem kvintum og það sUekkað kaffihúa yfir daginn. nokkuð, en mun að ððru teytí hatda sérkennum tdnum ag reimdeika. Saekkun á vettíngasötum. Farmtamdtan áerá tveímur tueðum, atls um 60 fermetrar með stórum avOtum. Mynd/Ingólfur Björgvinsson I hótelinu skal búa galdur leikhússins Morgunblaðið/Golli Búðakirkja Búið er að pakka öllum hús- gögnum og munum hótelsins vand- lega niður og segir Viktor að þess verði vel gætt að ekkert glatist og að allt fái sinn stað þegar opnað verður aftur. Allir nýir munir og húsgögn verði í sama anda og stíl og áður og segir hann að mikil al- úð verði lögð í að innrétta og búa hótelið, enda sé þeim kappsmál að halda í allt það sem gerði gamla hótelið sérstakt. „Við munum leyfa okkur óhefð- bundnar lausnir í sambandi við innréttingar og húsgögn og af því leiðir að engin tvö herbergi verða eins. Auðvitað mun fólk sjá miklar breytingar og kannski mun allt þetta sem er nýtt verða meira áberandi í fyrstu. En svo mun fólk vonandi smátt og smátt uppgötva að innan um það nýja er líka allt þetta gamla.“ Skemmtilegri sérvisku þjónað Viktor segir að auk þess sem lagt verði kapp á að nýja hótelið verði eins konar framlenging af því gamla, verði vissulega boðið upp á margar nýjungar í aðbúnaði og þjónustu. Við undirbúninginn hefði að mörgu leyti verið litið til þess sem kallast á ensku „country inn“ og „quaint hotel“. Slík hótel séu til Kortaherbergið Viktor segir að Kortaherberginu sé ætlað að vera hjarta hússins. Þar verði gott safn bdka og tðlv- ur og hægt að ieita uppiýsinga um sem flest á mörgum tungu- málum. Hann segir þetta her- bergi hugsað fyrir landkönnuð- inn sem býr innra með öllum, en þarna fái hann tækifæri til að ferðast um heiminn og leita upp- lýsinga með því að fletta í bókum, skoða landabréf eða vefsíður. dæmis algeng í Norður-Ameríku en þar sé stílað inn á að bjóða upp á afslöppun og ánægjustundir fyrir fólk sem ferðast mikið, til dæmis vegna vinnu sinnar, og líti þar af leiðandi á hótel sem svefnstað sem tengist vinnunni. Hann segir þessi sveitahótel almennt mjög vel búin og fín án þess þó að þau séu að keppa að því að ná einhverjum skilgreindum stöðlum. Þau séu yf- irleitt í minni kantinum og geti þar af leiðandi þjónað skemmtilegri sérvisku af ýmsu tagi. „Þetta snýst náttúrulega fyrst og fremst um að gera fólk ánægt og láta því líða vel. Reynsla okkar af Búðum er sú að hótel er að vissu leyti eins og leikhús og við viljum að galdur leikhússins fái að búa í hótelinu og snerta allt það sem þar fer fram, hvort sem um er að ræða matinn, þjónustuna eða annað. Fólk kemur að heiman og vill sjá eitthvað nýtt og öðruvísi. Þess vegna á hótelherbergið ekki bara að vera herbergi, þar á að vera eitthvað sem tendrar fólk og heill- ar. Fólk á að finna að það sé laust við hið venjulega, hið dagsdaglega, sama hvaðan það kemur. Þess vegna nýtur fólk vistarinnar betur ef það staldrar aðeins lengur við. Við segjum gjarnan að ein nótt sé viðkoma og tvær nætur séu minnsta eining af dvöl.“ Ferðamenn sem eru að leita að meira en hinu hefðbundna Viktor segist viss um að góður jarðvegur sé fyrir hótel af þessu tagi hér á landi. „Það eru margir erlendir ferða- menn sem koma hingað og vilja upplifa það besta. Þeir ferðamenn sem kjósa að koma hingað er oft efnameira fólk sem er að leita að einhverju meira en hinu hefð- bundna, enda býður Island fólki upp á óvenjulega upplifun. Bæði er landið sjálft mikilfenglegt og fram- andi og einnig hafa ferðamenn sem koma hingað tækifæri til að gera margt óvenjulegt, eins og að fara í jöklaferðir, hvalaskoðun, hesta- ferðir og siglingar. En við verðum líka að þora að bjóða upp á eitt- hvað meira, stærra og betra í sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.