Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 23 Fyrsti útskriftarhópurinn úr Söngskólanum ásamt skólastjóranum. F.v. Dóra Reyndal, Valgerður J. Gunnarsdóttir, Elisabet F. Eiríksdóttir, Hrönn Hafliðadóttir, Ásrún Davíðsdóttir, Sigrún Andrésdóttir og Katrín Sigurðardóttir. Garðar Cortes í Oþello í óperunni í Helsinki. húsið og allt var sett á fullt. Kennar- ar og nemendur skólans héldu mið- næturskemmtanir í Háskólabíói, sem nefndust "Hvað er svo glatt" og urðu ákaflega vinsælar. Þar sungu okkar bestu söngvarar, eins og Guðrún Á. Símonar, Þuríður Pálsdóttir, Guð- mundur Jónsson og Magnús Jóns- son, auk kórs Söngskólans. Við rök- uðum inn peningum fyrir húsinu. Síðan sungum við á Naustinu, Hótel Sögu og alls staðar þar sem fólk vildi hlusta á okkur. Fyrir utan þetta gáf- um við kennararnir allir ein mánað- arlaun í hússjóðinn. Þetta gekk mun betur en mig hafði dreymt um. Aður en við hófum þessa söfnun hafði ég farið í Landsbankann og fengið vilyrði hjá Jónasi Haralz fyrir tuttugu milljóna króna láni upp í húsið. Þegar upp var staðið og við fengum afhent afsal og lykla að hús- inu mættu sendiherra Noregs á Is- landi og Jónas Haralz báðir. Jónas hélt ræðu og sagðist aldrei hafa kynnst öðru eins athafnafólki; af þeim tuttugu milljónum sem við hefðum haft leyfi fyrir í Landsbank- anum hefðum við aðeins nýtt átta og mættum koma hvenær sem er til að ná í hinar tólf.“ Kirkja keypt og flygillinn á hafnarbakkanum Tveimur árum seinna var farið að þrengja nokkuð að Söngskólanum á Hverflsgötu. Skólinn hafði engan tónleikasal. „Þá var til sölu gamla Fíladelfíukirkjan hérna beint á móti Söngskólanum,“ segir Garðar. „Við ákváðum að kaupa hana. Hún kostaði 30 milljónir. Ég hringdi auðvitað í Jónas og spurði hvort ég gæti fengið 30 milljóna króna lán. Hann spurði hvenær ég þyrfti á peningunum að halda. Ég sagðist þurfa þá í eftirmiðdaginn og hann sagði: „Komdu klukkan þrjú.“ Síðan héldum við fleiri skemmtanir, sem nefndust "Góðra vina fundir," til að borga það hús. Við héldum líka kökubas- ara og flóamarkaði, þar sem bæði nemendur og kennarar voru óþreytandi við að baka og koma með fót sem þeir voru hættir að nota til að selja. Svo fengum við flygil alveg fyrir tilviljun. Þetta var flygill sem hafði orðið innlyksa niðri á hafnarbakka. Einhver hafði pantað hann en ekki náð í hann. Við keyptum þennan flygil fyrir andvirði plötu sem við gáfum út og hét „Á hátíðarstund“. Nú áttum við hús, kirkju og flygil og vorum stofnuð með forsetabréfi." En orkuboltinn Garðar Cortes lét sér ekki nægja að stofna og reka söngskóla. Hann stjómaði líka karlakómum Fóstbræðmm, sem vakti hann til meðvitundar um hvað við Islend- ingar ættum mikið af frábæmm söngvumm; þetta væri fjársjóður sem yrði að virkja. Fóst- bræður, ásamt Þjóðleikhúskórnum, urðu til að ýta undir drauminn hans um söngskóla. Enn- fremur kenndi Garðar ensku og tónlist í Rétt- arholtsskóla og fór auðvitað sínar eigin leiðir þar, eins og annars staðar. Hluti af enskunám- inu var í söngleikjatextum. Hann lét krakkana syngja lögin og glósa texta þeirra og auðvitað var svo sett upp sýning í skólanum, þar sem hann fékk Carl Billich til að spila undir og Hennýju Hermanns til að semja dansa. íslenska óperan Svo kom íslenska óperan. „Já, ég var búinn að ákveða að ópem skyld- um við hafa og hún skyldi verða í Gamla bíói. Ég var búinn að fara margar ferðir þangað, setjast niður og sjá að þetta var eina húsið. Það höfðu engar óperasýningar verið hér í langan tíma. Það var ekkert að gerast í Þjóðleikhús- inu, sem þó bar skylda, samkvæmt lögum, til að vera með eina ópemsýningu á ári.“ Hér þagnar Garðar um stund áður en hann heldur áfram og segir: „Veistu það, ég held að mesti smánar- bletturinn í íslensku menn- ingarlífí hljóti að vera sú staðreynd að íslenskir söngvarar skuli ekki geta lifað af list sinni. Það jaðri við mannréttindabrot gegn þeim sem gera sönginn að lífsstarfi sínu. Allir aðrir sviðslistamenn á íslandi, eiga möguleika á starfsör- yggi; allir nema söngvarar. Þeir verða að vera bílstjór- ar, skrifstofumenn, kenn- arar, verkfræðingar til að geta sungið. Sumir hafa kjark til að fara til útlanda og þar starfa tugir söngvara sem við emm búin að ala upp og mennta en fáum ekki að njóta.“ En nú ert þú farinn frá ópemnni. Hvers vegna hættirðu eftir tuttugu ár þar sem óperastjóri? „Mér fannst kominn tími til að fá ferskt blóð inn í ís- lensku óperuna; fá ein- hvern sem hefði ítök niður í stjórnunarkerflð, ein- hvern sem þekkti leiðirnar jafnvel enn betur en ég. Ég var viss um að það hlyti að vera happadrjúgt. Ég átti líka margt ógert í Söng- skólanum og get nú, ósk- iptur, einbeitt mér að því að stjórna óperukómum sem er kapítuli út af íyrir sig og efni í annað viðtal.“ I Ijósi þeirra atbm-ða sem hafa átt sér stað í ís- lensku ópemnni í vetur hlýtur maður þó að spyrja hvort ekki hafl verið mistök að þú skyldir gefa hana frá þér. „Nei. Þetta er allt í gerjun. Þetta er ung listastofnun sem er að fara í gegnum nýtt þroskaskeið en það gerist auðvitað ekkert þótt fundnar séu nýjar leiðir nema til séu peningar. Operan hefur alltaf verið fjársvelt. Þegar við vorum með stórsýningarnar, sem ég veit að vom mjög góðar, settum við okkur í skuldir. Ef við hefðum ekki sett okkur í skuldir væri slóðin sem við emm búin að leggja ekki til. Það var ákveðið að leggja mikið í allar þessar sýningar til að gera þær sem glæsilegastar og fá þannig fólk til að vilja koma í ópemna. En þar kom auðvitað að við skulduðum meira en við gátum borgað. Þá var það með hjálp góðra manna í stjómkerfinu að hlaupið var undir bagga með okkur. En svo komu nýir herrar sem settu okkur strangar reglur um að íslenska óperan fengi tiltekna fjárhæð - sem var þó aðeins hluti af því sem við þurftum hveiju sinni. Skilyrðið fyrir- fjárveitingnni var að ef við fæmm út fyrir þau fjárhagsmörk sem okkur vom sett yrði fjár- veitingin tekin af okkur. Við máttum aldrei skulda, aldrei taka lán, þannig að verkefnin gátu ekki orðið í þeim anda sem hugsjónin var í gír fyrir.“ Listrænn metnaður „Það er ekki hægt að reka listastofnun án peninga. Allt sem ég hef gert í Islensku óper- unni - og margir af félögum mínum, meðal ann- ars Ólöf Kolbrún og söngvarar í kórnum - hef ég gert fyrir lágmarksþóknun - og í mörg ár gaf ég vinnuna mína þar. í staðinn ætlaðist ég eflaust til að samsvarandi hjálp myndi koma úr stjómkerfinu. Það rekur sig ekkert ráðuneyti innan þess ramma sem kveðið er á um í fjárlögum. Þau fara öll yfir og fá þá aukafjárveitingu. Hvers vegna er þá ætlast til að listastofnun reki sig innan þessara marka? Ef við fáum það fjár- magn sem við nauðsynlega þurfum, skulum við halda okkur innan marka en ef við fáum helm- inginn getum við ekkert gert af viti. Þá getum við ekki uppfyllt þann listræna metnað sem við setjum oldcur. Samningurinn við stjómvöld kveður á um- tvær stórar sýningar á ári. Við þurfum stöðugt að gefa skýrslu um hvað við eram að gera, hvað við höfum verið að gera og hvað við ætlum að gera - sem er allt í lagi, því ráðuneytið setti tugi milljóna á ári í Is- lensku ópemna og átti því rétt á að fylgjast með málum. En okkur var gert að setja upp tvær stórar sýningar fyrir peninga sem dugðu fyrir einni og ráðuneytið vildi ákveða hvað væri viðunandi sem stórar sýningar. Uppsetning á ópem kostar 22-25 milljónir, bara fram að framsýningu. Eftir það vomm við komin í samkeppni um miðasölu og miðaverð við hin leikhúsin. Kvöldkostnaður á sýningu er um ellefu hundmð þúsund en í kassann fáum við kannski, þegar best lætur, níu hundmð þúsund. Síðan bætist við að hin leikhúsin bjóða alls kyns af- sláttarmiða, jafnvel tvo miða á verði eins, og við getum engan veginn keppt við það. Það er ein- faldlega ekki hægt..“ Ekki bara konfektmolar Er þá íslenska óperan búin að vera? „Nei. Það er núna verið að breyta skipulagi hennar. Stjórn íslensku óperannar og stjóm Styrktarfélags Islensku ópemnnar em að sam- einast. í nýju stjóminni verða tveir frá Styrkt- arfélaginu og síðan verða þrír fulltrúar frá stærstu styrktaraðilum hennar, sem em fyrir- tæki hér í borginni. Nú á þetta að vera á upp- leið, peningalega séð. Bjami Daníelsson, sem nú er óperastjóri, er mjög duglegur maður og ég treysti því að hann fái svigrúm og fjár- magn.“ Er þá engin svartsýni í þér hvað varðar framtíð íslensku ópemnnar? „Tja... Ef ég vissi að íslenska óperan fengi bara það fjármagn sem hún nauðsynlega þarf væri engin svartsýni í mér. En þar sem ég sé ekki að nægilegir peningar séu í augsýn hef ég áhyggjur - eins og ég hafði alltaf öll þau ár sem ég starfaði í íslensku óperanni. Þetta snýst allt um peninga og hvemig þeir sem fá þá til ráð- stöfunar nýta þá.“ íslenska óperan hefur síðustu árin legið und- ir ámæli fyrir að vera ekki með sýningar fyrir fjöldann. Hvernig svarar þú því? „Tilgangur Islensku óperannar er ekki bara að sýna konfektmolana. Hlutverk hennar er líka að kenna okkur að meta annars konar tón- list. Hins vegar lifa öll ópemhús í heiminum á því að sýna perlurnar og konfektmolana; nýlist- in fylgir með. Þetta er staðreynd í lífinu sem ekkert ópemhús í heiminum hefur komst fram- hjá.“ Hvorki þverslaufur né klapplið Það er fremur erfitt að halda sig við efnið, þegar rætt er við Garðar Cortes, sem á sér for- tíð sem óperasöngvari, ópemstjóri, kórstjóri, Söngskólastjóri, söngkennari og hljómsveitar- stjóri, svo fátt eitt sé talið, því það em ótal hlut- ir sem forvitnilegt væri að fá að vita. En nú er það nýi geisladiskurinn þar sem hann syngur átján dægurperlur. Nightingale Song, People, Unforgettable, Bachelor blues (I will never marry...), Autumn leaves, Little green apples, Underbart ár kort, She was beautiful, What are you doing, Two sleepy people, The near- ness of you, Thank you for the music, That lucky old Sun, Ég veit þú kemur, Emily, Chestnuts roasting, Stardust og It might as well be Spring. Til að fylgja diskinum eftir ætla þeir Garðar og Robert Sund að troða upp á Sól- oni Islandusi að kvöldi 15. júní en ekki vill Garðar kalla það tónleika. „Þetta er eins konar uppistand,“ segir hann. „Við komum þangað milli hálfníu og níu, ég sest á stólinn íyrir framan statífið og Robert við píanóið. Það verða hvorki þverslaufur né klapplið." Nú ertu búinn að láta æði marga drauma rætast í lífinu; söngnámið, Söngskólann, óperu- hús og dægurperlusöng. Áttu enn einhverja drauma eftir? „Já, mig langar ennþá til að verða prestur!"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.