Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðaratkvæðagreiðsla Dana um aðild að EMU 28. september Reuters Romano Prodi, forseti framkvæmdastjómar Evrópusambandsins, með Evrópufánann í Róm. Hann er ekki sammála Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, um það að unnt sé að segja skilið við myntbandalagið eftir að hafa gengið í það. Hvað ef Dan- ir segja nei? Fjölmiðlafólk hefur tilhneigingu til að spá í hlutina hvort sem þeir eru líklegir eða ekki. En það er í raun möguleiki að Danir hafni aðild að EMU í þjóðarat- kvæðagreiðslunni í haust og því veltir Sigrún Davíðs- ddttir fyrir sér hverjar afleiðingarnar geti orðið. DANSKIR stjómmálamenn, hallir undir aðild Dana að Efnahags- og myntsambandi Evrópu, EMU, dansa línudans þessa mánuðina fyrir framan landa sína. Þeir freista þess bæði að tala fólk á sitt band, en hins vegar að gæta þess að hræða engan. Verkefnið er verulega erfítt. Og það verður ekki auðveld- ara þegar leiðtogar Evrópusambandsins eins og Romano Prodi koma og segja landsmönnum eitthvað allt annað en innlendir stjómmála- menn halda að fólki. Síðla vetrar þegar Poul Nymp Rasmussen forsætisráðherra boðaði til þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild 28. september hafði verið meirihluti fyrir aðild um langa hríð. En eftir til- kynningu Nymps leið ekki á löngu að málin tækju aðra stefnu og síðan hafa skoðanakann- anir sýnt vaxandi andstöðu. í öðmm Evrópulöndum fylgjast margir með dönsku sviptivindunum af áhuga, ekki síst í löndum er bíða aðildar að Evrópusambandinu, ESB. Sem stendur sýna flestar skoðanakann- anir að þeir EMU-neikvæðu era fleiri en þeir EMU-jákvæðu. Skoðanakönnun Gallup nýlega sýndi að 46 prósent vora á móti aðild, 42 pró- sent með. Að vera með en geta hætt að vera með Poul Nyrap Rasmussen forsætisráðherra hefur freistað ýmissa útlegginga á því hvað að- ild að EMU muni þýða fyrir Dani. Hann hefur meðal annars reynt að róa menn með því að það sé hægt að vera með en segja sig svo úr EMU. Það sé því ekki verið að taka ákvörðun, sem bindi Dani að eilífu, þó ákvörðunin sé vissulega alvarleg. Það hvarflar þó að ýmsum að hér sé á borð borin heimaprjónuð skýring, sem aðeins henti heima fyrir og sé ekki gild í útlöndum. Sú skoð- un styrktist nýlega er Romano Prodi formaður framkvæmdastjómar ESB kom í örskotsheim- sókn til Kaupmannahafnar. Er blaðamenn bára undir hann þennan skilning Nyraps svaraði hann snarlega að einu sinni, með ávallt með. Að- ild að EMU væri ekki afturkallanleg og gæti ekki annað. Upp úr þessu svari spratt smáfjölmiðlatitr- ingur í Danmörku. Það er auðvelt að ímynda sér ákafan skilaboðastrauminn sem hefur legið frá skrifstofu forsætisráðherra til skrifstofu Prodi þessar klukkustundimar, en á endanum barst frekari skýring frá Prodi. Ekkert væri því til fyrirstöðu að skilningur Nyrups væri réttur, en Maastricht-sáttmálinn, sem er ramminn um EMU, gerði einfaldlega ekki ráð fyrir að þeir, sem einu sinni væra komnir inn, færa út aftur. Hugmyndafomleifafræði í stað umræðu Þetta er ekki í fyrsta skipti að leiðtogar ESB eða erlendir stjómmálaleiðtogar koma með yf- irlýsingar í Danmörku, sem danskir ESB- stuðningsmenn taka andköf yfir. Uppsprettan era þau óheppilegu loforð, sem danskir stjóm- málamenn gáfu löndum sínum 1972, þegar þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópu- samstarfinu var fyrir stafni. Þá hömraðu danskir stjómmálamenn sífellt á að samstarfið snerist aðeins um efnahags- og tollamál. Eftir því sem samstarfið hefur tekið skýrari stefnu í átt að pólitísku samstarfi hefur orðið erfiðara að halda þessum danska sérskilningi til streitu. Öll umræðan snýst því ekki aðeins um hvað sé fyrir höndum, heldur hvemig það, sem augljóslega sé fyrir höndum, falli að því sem hefur verið sagt af dönskum stjórnmálamönn- um allt frá 1972. Þessi sérstaka tegund hug- myndafomleifafræði gerir umræðuna afar sér- staka. Þessi hugmyndafomleifafræði gerir einnig að verkum að Danir eru á einhvern hátt alltaf að máta sig inn í ESB og spyija sig hvort þeir vilji í raun vera þar. Einn ágætur stjómmálamaður tók einhvem tímann svo til orða að það mætti líta á Evrópusamstarfið sem hjónaband. í venjulegu hjónabandi væri það óþolandi að ann- ar makinn hæfi hvem dag á því að ræða það við hinn makann hvort hann ætlaði sér að halda áfram að vera giftur í dag eða hvort þau hjóna- kornin ættu kannski bara að skilja. Sama væri í sambandi Dana og ESB. Danir gætu ekki í sífellu verið að velta því fyrir sér hvort þeir ættu kannski bara að fara. Heima fyrir draga Danir á eftir sér fæturna varðandi ESB þó danskir stjómmálamenn og embættis- menn vinni þar af miklu kappi. Þriðji kosturinn er ekki til En hvað gerist ef Danir láta nú efahyggjuna ráða og segja skýrt og klárt „Nei“ við EMU- aðild rétt eins og þeir höfnuðu Maastricht-sátt- málanum 1992? Það er erfitt að spá, en það má hugsanlega nálgast svarið með því að athuga hvað gerðLst 1992. Fyrir þá atkvæðagreiðslu kvörtuðu margir yfir hræðsluáróðri stuðnings- manna aðildar. Dönum var sagt að efnahagnum væri stefnt í tvísýnu. Efnahagur Dana á þessum tíma var ekki góð- ur og atvinnuleysið áleitið vandamál, en það var ekki hægt að sjá að ástandið versnaði við Nei-ið fræga. Síðan hefur hagur Dana snarbatnað eins og annarra og stendur nú með eindæma blóma. í þetta skiptið er mun minna gert að því að draga upp ógnarmyndir. Nýlega benti Nyrap á að enginn munur væri á þeirri þjóðrembings- legu afstöðu sem kæmi fram í andstöðu vinstri vængsins og þeirra yst á hægri vængnum. Þetta vakti mikla athygli, því þessir ystu væng- ir í litrófi stjómmálanna vilja ógjaman líkjast hvor öðram. Nyrap og aðrir EMU-stuðningsmenn reyna frekar að höfða til Evróputilfinningar Dana, til- finningar um að vera hluti Evrópu, en sú tilfinn- ing er í daufara lagi í Danmörku. Og Danir hafa almennt litla trú á að vera þeirra á bónuðu gólf- unum, eins og salirnir, þar sem ákvarðanir era teknar kallast á dönsku, hafi í raun áhrif. Ef nei-ið verður orðið að staðreynd að morgni 29. september gerist varla neitt sam- stundis. EMÚ-hollir stjómmálamenn munu vísast verða í þungu áfalli. Eftir nei-ið 1992 var hægt að bjóða Dönum útþynnta útgáfu Maast- richt, meðal annars án myntsambandsins. En það er tæpast hægt að bjóða útþynnta útgáfu EMU. Þar era kostirnir tæplega nema annað hvort eða. Þó almenningur ætti vart eftir að finna fyrir áhrifum um langa hríð munu danskir stjóm- málamenn og embættismenn finna rækilega fyrir því á vettvangi ESB að landar þeirra virð- ast svo fráhverfir sambandinu. Það verður enn erfiðara fyrir samstarfsaðilana í ESB að taka Dani að fullu alvarlega. I fljótu bragði má segja að höfnun Dana á Maastricht hafi ekki haft nein sérstök áhrif nema helst á stöðu þeirra sjálfra í ESB. En það má draga þá ályktun í efa. Bæði Danir og Bret- ar höfðu þegar við gerð Maastricht tekið fram að þeir áskildu sér rétt til að taka ekki þátt í þriðja stigi EMU, sameiginlegri mynt. Þessar tvær þjóðir vora því þegar búnar að áskilja sér rétt til að ijúfa þá grandvallarstefnu í Evrópu- samstarfinu að allar aðildarþjóðirnar þyrftu að vera með í öllu, sem væri þar ákveðið. Vamagli Dana stafaði af því að danskir stjómmálamenn á þessum tíma áttuðu sig á EMU-tortryggni landa sinna og óttuðust að Maastricht yrði hafnað vegna þessa. Þegar kom að atkvæðagreiðslunni dugði þessi yfirlýsing þó ekld tíl. Úr varð að Danir og Evrópubandalagið, sem þá var, hönnuðu sérsamning fyrir Danina um að þeir þyrftu hvorki að taka þátt í myntsamband- inu, lögreglusamstarfi, hernaðarsamstarfi né ákvæðum um borgararéttindi í ESB. Þegar Svíar gerðust aðilar að ESB 1995 tóku þeir sér það bessaleyfi að gangast ekki undir ákvæði Maastricht-sáttmálans um EMU, þó nýju aðildarlöndin hefðu fengið að vita að ekki stæði annað í boði en sáttmálinn í heild. Hér vora Svíar þó væntanlega fremur að taka sér það til fyrirmyndar að Bretar og Danir höfðu þegar ákveðið að vera stikkfrí frá EMU áður en Maastricht var samþykkt fremur en að höfnun Dana 1992 hefði áhrif. Getur haft áhrif í Svíþjóð Það er alltaf erfitt að meta hvort ákvarðanir í einu landi hafi áhrif í öðra. Anna Lind utanríkis- ráðherra Svía sagði í viðtali við Jyllands-Posten í vikunni að vaxandi andstaða Dana væri mjög áhyggjusamleg fyrir Svía. Margir álíta að höfn- un Dana muni drepa umræðu um sænska þjóð- aratkvæðagreiðslu á dreif um óákveðinn tíma. Á ferð um Slóveníu og Lettland nýlega mátti glögglega heyra að í þessum löndum, sem von- ast eftir aðild að ESB sem allra fyrst fylgjast menn af athygli með framvindunni í Danmörku. Athyglin beinist ekki síst að því hvað gerist ef Danir segja nei. Er hugsanlegt að fá að vera með og hafna samt einstökum sviðum, rétt eins og krakkar sem tína rúsínurnar úr jólakökunni? Það er óneitanlega áhugavert að velta því fyrir sér að þjóðir eins og Bretar og Danir hafa feng- ið svigrúm til að rækta sérþarfir sínar í ESB. Það liggur í loftinu að nýju aðildarlöndin eigi ekki slíkra kosta völ. En sú staðreynd að ESB hefur þegar neyðst til að hverfa frá stefnunni um eitt fyrir alla hlýtur að hafa áhrif á hug- myndir í þeim löndum, sem bíða aðildar. Framan af má gera ráð fyrir að hugsunin í þeim löndum hafi verið að því fyiT sem aðild fengist því betra og til þess væri miklu fórnandi. Eftir því sem aðildin dregst gæti dregið úr þessari hugsun. Ef Danir segja nei mun það eitt ekki hafa afgerandi skyndiáhrif. En ef höfnun veikir þeirra eigin stöðu mun hún vísast ýta undir vangaveltur um að velja og hafna, sem þegar era á kreiki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.