Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 43 VALGERÐUR AXELSDÓTTIR + Marela Valgerð- ur Axelsdóttir fæddist; í austurbæn- um í Reykjavík 6. október 1931. Hún lést á Líknardeild Landspítalans Kópavogi hinn 31. maí síðastliðinn. Val- gerður var einka- barn Axels S. Þórð- arsonar, vöru- bflstjóra, er fæddist í Reykjavík 6. júní 1906, d. 23. aprfl 1973 og Ingibjargar Auðbergsdóttur, er fædd var að Stritlu (síðar Dals- mynni) í Biskupstungum 29. júní 1913. Ingibjörg lifir einkadóttur sína, í hárri elli, og dvelur á Dval- arheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík. Eiginmaður Valgerðar var Magnús Agústsson, loftskeyta- maður, f. 8. september 1927 í Rcykjavík, sonur hjónanna Ágúst- ar Pálmasonar og Sigríðar Jóns- dóttur. Börn Valgerðar og Magnúsar eru: 1) Axel Magnússon, rafvirki, f. 13. ágúst 1955. Fyrri kona Axels var Benidikta Helga Gísladóttir, f. 5. júní 1961 og áttu þau þrjá syni. Elsti sonur þeirra er Axel Sigurð- ur Axelsson er var alinn upp hjá afa sinum og ömmu, Valgerði. Anton Már Axelsson en hann á dóttur með Kolbrúnu Ólafsdóttur er heitir Alda Karen Antonsdótt- ir. Þriðji sonur Axels og Benidiktu er Viktor Borgfjörð Axelsson er dvelur hjá föður sínum. Þau Axel og Benidikta skildu. Seinni kona Axels er Inger Petersen frá Suð- vestur-Jótlandi, f. 15. febrúar 1965 og eiga þau tvö börn, Jörgen Thor og Marelu Valgerði alnöfnu ömmu sinnar. 2) Magnús Valur Magnússon, vélvirki, f. 25. júlí 1956. Hann átti dóttur með Ágústu Ólafsdóttur sem heitir Ásbjörg ísabella Magnús- dóttir. Ásbjörg á tvö börn, Elísabetu Rós og Daníel Roberto Daníelsbörn. Eigin- kona Magnúsar Vals er Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir f. 3. maí 1954. Áður átti Þórunn son, Matt- hías Pál Imsland en synir Þórunn- ar og Magnúsar eru Magnús Þór og Andri Már. 3) Ingibjörg Ágústa Magnúsdóttir, f. 18. ágúst 1958. Ingibjörg er gift Guðjóni Am- björnssyni, rafverktaka, f. 20. jan- úar 1948. Þeirra synir eru: Arn- bjöm Guðjónsson, Valgarð Guðjónsson, Ásgeir Guðjónsson og Magnús Guðjónsson. 4) Auð- bergur Már Magnússon, flugum- ferðarstjóri, f. 23. desember 1963, en sambýliskona hans er Edith Þórðardóttir, f. 3. janúar 1965. 5) Sigurður Marel Magnússon, raf- eindavirki, f. 27. janúar 1966. Sig- urður er kvæntur Helmu Gunnarsdóttur, f. 27. febrúar 1967. Þeirra börn eru: Tómas Freyr, Herdís Vala, Gunnar Steinn og Hilmar Máni (Sigurðar- börn). Valgerður vann í Iþrótta- húsinu við Strandgötuna í Hafnar- firði í 27 ár en heimili Valgerðar og Magnúsar var lengst af á Hringbraut 69 þar í bæ. Útför Valgerðar var gerð frá Kapellunni í Kirkjugarðinum í Hafnarfirði hinn 9. júní síðastlið- inn í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Amma okkar Valgerður Axels- dóttir lést miðvikudaginn 31 maí. Við kveðjum hana með fáeinum orðum. Elsku Vala amma, nú ert þú frjáls frá öllum þjáningum og sjúkdómn- um sem hafði heltekið þig. Þú ert farin og kemur ekki aftur, því miður. Þú stóðst þig svo vel og varst svo sterk þrátt fyrir að þú varst mikið veik. Það var alltaf gott að koma heim til þín og afa, og þrátt fyrir að þú værir sjúk bauðst þú alltaf til veislu þegar við komum. Við vonum að þú hafir það gott á himnum og að þú sért hjá honum langafa sem þú saknaðir svo mikið. Takk fyrir allar stundir sem við áttum saman, elsku amma, við söknum þín. Elsku Maggi afi og Ingibjörg langamma, við vottum ykkur inni- lega og megi Guð gæta ykkar á þess- um erfiðu tímum. Blessuð sé minning Völu ömmu okkar. Matthías Páll, Magnús Þór, og Andri Már Þvílíkt áfall. Hún Vala, eins og flestir kölluðu hana, er látin. Þvílíkur missir fyrir fjölskyldu hennar og alla sem hana þekktu. Ég kynntist Völu og manni hennar Magnúsi Ágústs- syni (Magga) árið 1975, þá 15 ára gömul. Þá fór ég að vera með og seinna giftist elsta syni þein-a, Axel Magnússyni. Fljótlega eftir að við fórum að vera saman flutti ég inn á heimili þeirra hjóna. Þar var oft fjör- ið mikið, því fyrir á heimilinu voru fimm börn þeirra hjóna, sem öll bjuggu heima, og þrátt fyrir allan barnahópinn var mér tekið opnum örmum. Svo 26. maí 1976 fæddist fyrsta barnabarnið, Axel Sigurður. Vala hefði ekki getað verið ánægð- ari, hún var svo hrifin af litla ömm- ustráknum og eins og gefur að skilja þarf 16 ára móðir mikinn stuðning og hjálp. Þar var Vala til að leiða mig í gegnum allt sem til þurfti. Og þau bæði, Vala og Maggi, veittu okkur allan þann stuðning sem við þurft- um. Þegar Axel litli var rúmlega tveggja ára fluttum við og fórum að búa. Arið 1980 fæddist sonur okkar Anton og 1981 kom Viktor í heiminn. Axel saknaði alltaf ömmu og afa og var hjá þeim um hverja helgi og öll sumur. Þegar við hjónin slitum sam- vistir 1986 fór sonur okkar, Axel, og bjó upp frá því hjá ömmu sinni og afa. Hafa þau reynst honum afskap- lega vel og gert allt fyrir hann sem þau geta og stundum meira en það. Bæði ég og pabbi hans fluttum af landi brott, þrátt fyrir það sáu þau hjón til þess að við gætum fylgst með og verið hluti af flestu í lífi hans. Ég verð þeim ævinlega þakklát fyrir það. Vala var alltaf mjög stolt af börnum sínum og barnabörnum, sem er orðinn nokkuð stór hópur. Þrátt fyrir að vera alltaf í fullri vinnu hafði hún alltaf tíma til að hugsa um fjölskyldu sína, sem var henni svo kær. Eg hitti Völu um síðustu jól, ég vissi að hún var veik en gerði mér enga grein fyrir að svona stutt væri eftir. Missirinn er mikill fyrir alla að- standendur, sérstaklega fyrir Magga, enda hef ég sjaldan séð eins samhent og samrýnd hjón og þau tvö. Elsku Vala, Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Maggi, Ingibjörg, börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur. Um leið og ég þakka liðna tíð sendi ég ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið góðan guð að styrkja ykkur í sorginni. Benidikta H. Gísladóttir. Tíminn sem Völu vinkonu var út- hlutaður í þessu jarðneska lífi er lið- inn. Hún hefur fengið hvíldina. Vala var gift Magnúsi æskuvini mannsins míns Jóns, sem nú er látinn. Mér er í fersku minni þegar ég sá Völu fyrst. Jón hafði boðið mér á síð- kjólaball á gamlárskvöld árið 1955, sem loftskeytamenn stóðu fyrir. Maggi var loftskeytamaður og Jón ætlaði að fara með þeim Völu. Úti var grenjandi stórhrið og varla fært á milli staða. Við hittum þau á heimili Ingibjargar og Axels, foreldra Völu. Hún var glæsileg stúlka, hávaxin, dökkhærð með svolítið liðað hár, klædd hálfsíðum gulum kjól og bauð af sér svo góðan þokka. Við Vala náð- um strax saman og áttum í raun margt sameiginlegt. Vala var einbirni. Hún giftist traustum og mætum manni, sem átti stóra fjölskyldu. Hluti hennar bjó á Hringbraut 38 í Hafnarfirði og þar hófu þau sinn búskap og bjuggu þar í fjóra áratugi. Maggi og Vala eignuð- ust fimm börn og áttu miklu barna- láni að fagna. Börnin hafa erft marga góða eiginleika foreldra sinna, svo sem dugnað og hjartahlýju. Þau ólu einnig upp að mestu leyti elsta bamabarn sitt. Barnabörnin eru orðin sextán og langömmubörnin þrjú. Vala var stjórnsöm, ákveðin og dugleg. Hún stjórnaði sinni stóru fjölskyldu með styrkri hendi. Hún var alltaf til taks fyrir börn sín, barnabörn og ekki síst fyrir fyrir móðui' sína, hvenær sem Ingibjörg þurfti á aðstoð að halda. Hún var ávallt reiðubúin til aðstoðar við mig í veikindum Jóns og veitti mér mikinn styrk. Við Vala störfuðum saman í Lion- essuklúbbnum Kaldá um fimm ára skeið. Á þessum tíma, sem voru fyrstu ár klúbbsins, var aðallega afl- að peninga með hreingerningum fyr- ir félagasamtök, útbúnar veislur og margt annað. Vala lá ekki á liði sínu þar frekar en annars staðar. Við tók- um einnig þátt í starfi eiginmanna okkar í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar, sóttum konukvöld, árshátíðir og fór- um með í sumarferðir klúbbanna. Við hjónin og Maggi og Vala ferð- uðumst talsvert saman, stuttar ferð- ir og langar, útilegur i austur og vestur og síðast hringinn í kringum landið. Það sem stendur þó upp úr er ferð sem við fórum til Evrópu 1985. Við flugum til Kaupmannahafnar og ókum þaðan suður til Italíu og kom- um víða við á leiðinni. Austurríki var uppáhaldslandið. Ég gríp niður í dagbókina mína úr ferðinni; „Við vorum komin til Vínar og gistum í litlum bæ utan við borgina. Þetta var á laugardegi. Þegar við höfðum kom- ið okkur fyrir lögðum við af stað aft- ur. Við sáum margt prúðbúið fólk, það fór allt í sömu átt. Okkur lék for- vitni á að vita hvað þarna var á seyði og eltum. Komum við þá að stórum skemmtigarði, fjölmenn hljómsveit á palli lék fyrir dansi. Þarna var fjöldi fólks á öllum aldri að dansa og skemmta sér. Við settumst við borð, fengum okkur léttar veitingar og snúning. Við keyptum rauðar rósir við innganginn og þegar við fórum útbýttum við Vala þeim til hljóð- færaleikaranna, við mikla lukku við- staddra, veifuðum og héldum svo áfram á vit ævintýranna". Oftar en ekki hafði Vala frum- kvæðið að samverustundum okkar. Hún hringdi og sagðist alveg vera að koðna niður, hvort við ættum ekki að gera eitthvað. Það var alltaf gaman að sækja þau hjón heim, veitingar ætíð höfðinglegar og ekki spillti fé- lagsskapurinn. Síðasta ferð okkar fjórmenning- anna var stutt en ánægjuleg eins og Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvai' og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. alltaf. Við fórum í Heiðmörk. Eftir að hafa fengið okkur kaffisopa og meðlæti, lögðumst við í laut og nut- um náttúrunnar og fuglasöngsins. Þetta var yndisleg stund. Stuttu eftir jarðarför Jóns greind- ist Vala með krabbamein. Hún tók þessum fréttum með miklu æðru- leysi og bjartsýni. Undanfarið ár var erfitt fyrir Völu og mikið mæddi á fjölskyldu hennar, sérstaklega Ingu einkadótturinni, en þau hjálpuðust öll að og umvöfðu hana hlýju og kær- leika. Vala hélt glæsileika sínum og reisn til hinstu stundar. Núna hefur húmað að hjá fjöl- skyldunni. Það birtir að vísu upp aft- ur, en það verður öðruvísi birta. Ekkert verður eins og áður, en allt er þetta liður í þroskaferli okkar. Það er huggun harmi gegn að geta yljað sér við dýrmætar minningar um yndislega konu, sem gaf svo mik- ið af sjálfri sér. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Völu og átt vináttu hennar. Góðir vinir og góð fjölskylda er það sem gefur líftnu gildi. Ást- vinum hennar öllum sendi ég hlýjar kveðjur. Ég kveð hana með kveðj- unni sem við notuðum svo oft: „Við sjáumst“. Blessuð sé minning Valgerðar Ax- elsdóttur. Margrét Jóhannsdóttur Það var hópur áhugasamra kvenna sem stóð að stofnun Lionessuklúbbsins Kaldár, sem nú er Lionsklúbburinn Kaldá. Þessar konur voru fullar vilja til þess að láta gott af sér leiða og tilbúnar að starfa í anda Lionshreyfingarinnar að góð- um málefnum. Ein þessara stofnfé- laga var Valgerður Áxelsdóttir. Með henni á stofnfundinn kom dóttir hennar Ingibjörg Magnúsdóttir. Það vakti strax eftirtekt okkar félaganna hve gott samband var á milli þeirra mæðgna. Við skynjuðum að ekki var einungis um mæðgnasamband að ræða heldur ríkti og náin vinátta á milli þeirra Valgerðar og Ingibjarg- ar. Valgerður hætti um skeið í klúbbnum, en kom aftur og starfaði í klúbbnum að svo miklu leyti sení’'' hún gat vegna vinnu sinnar. Val- gerður var hógvær kona sem gott var að tala við, en jafnframt hrein- skilin og réttsýn. Það var mikið áfall fyrir Valgerði og fjölskyldu hennar þegar hún greindist með krabba- mein, en þá kom hinn andlegi styrk- ur hennar fram á jákvæðan hátt. Hún átti stóra og umhyggjusama fjölskyldu sem stóð með henni og veitti henni styrk og hlýju. Ekki kvartaði hún yfir hlutskipti sínu heldur lagði hún til atlögu við hinn þunga dóm og gekkst undir erfiðar^. ( meðferðir af einstöku hugrekki og bjartsýni. Ef spurt var um líðan hennar vildi hún sem minnst um tala og sneri umræðunni fljótt yfir á aðr- ar brautir. Þrátt fyrir erfið veikindi sótti Valgerður þrjá fundi klúbbsins sl. vetur. M.a. mætti hún ásamt dótt- ur sinni Ingibjörgu á fund sem hald- inn var á Hrafnistu þann 11. apríl sl. Okkur félögunum var ljóst að Val- gerður var helsjúk, en fundum að hún naut þess engu að síður að eyða þessu kvöldi með okkur. Styrkur hennar og hugrekki voru aðdáunar- verð og vakti okkur félagana enn frekar til umhugsunar um hvað það er sem raunverulega skiptir máli í lífinu. Það er erfitt að sjá á eftir góð- um félaga, en við í Lionsklúbbnunf" Kaldá viljum þakka Valgerði Axels- dóttur fyrir liðnar samverustundir og vinnu í þágu klúbbsins. Þá vottum við eiginmanni Valgerðar, Magnúsi Ágústssyni og ástvinum öllum okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Fyrir hönd Lionsldúbbsins Kald- ár. Guðrún Benediktsdóttir formaður. EIGNA íf- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL:9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/ FjaHalind 111- Kópavogi OPIÐ HÚS FRÁ KL. 14-16 Nýkomið í sölu 202 fm parhús á tveimur hæðum með innb. 30 fm bílskúr á þessum eftirsótta stað. Húsið er að mestu leyti fullbúið. Vandaðar eikarinnrétt- ingar og mikil lofthæð á efri hæð. Vel staðsett eign með góðu útsýni. Opið svæði fyrir framan. Ahv. húsbr. 7,7 Verð 18,7 millj. millj. % HÚSIÐ VERÐUR TIL SÝNIS í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 14- 16 VERIÐ VELKOMIN I^^IsteIgEamIðstöðI^^^ SKIPHOLTI 50B • SÍMI 552 6000 - FAX 552 6005 Iff5 Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali Opið virka daga frá kl. 8-12 og 13-17 SKIPHOLT - GOTUHÆÐ Til sölu áhugavert 175 fm húsnæði í þessu vinsæla husi við Skipholt. Mögulegt að selja húsnæðið í tvennu lagi. Góð staðsetning. Verð 21,0 m. 9165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.