Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 35 Mynd/Gunnar Karlsson Á efri myndinni sést elsti hluti Hótel Búða, Sandholtshús- ið, en hluti jarðhæðar þess er talinn vera frá árinu 1836. Frá því að hútelið var stofnað árið 1947 hefur verið byggt við gamla Sandholtshúsið á marga vegu. Neðri myndin er tölvumynd sem sýnir hvernig nýja hót- Sandholtshúsið elbyggingin mun koma til með að líta út. Sandholtshúsið verður stækkað og endurbyggt að miklu leyti en um leið verður leitast við að halda sérkennum þess og stfl, svo sem valmþakinu, og einnig verður sömu stærðarhlutföllum haldið. Þess verður gætt að láta Sandholtshúsið halda stöðu sinni sem höfuðbygging Búða. Morgunblaðið/Golli Viktor Heiðdal Sveinsson, hótelstjóri á Búðum. bandi við þjónustu og aðbúnað.“ Viktor segist telja þetta mikil- vægt, sérstaklega í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur uppi í fjöldamörg ár um að einn helsti vaxtabroddur atvinnulífsins hér sé á sviði ferðamála. „Það eru allir að tala um hversu mikla möguleika við eigum á þess- um vettvangi, við erum að breyta áformum um virkjanir út frá þeim verðmætum sem fólgin eru í land- inu og meginþorri þjóðarinnar tel- ur það rétt. Við erum að tala um að hægt sé að fá mun meiri fjár- muni úr ferðabransanum en stór- iðju, en svo eru engir peningar settir í hann.“ Tekið mið af hótelum í Reykjavík og úti um heim Viktor segir ljóst að hótel á ís- landi séu í tveimur gæðaflokkum og að greinileg skipting sé á milli höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar hvað það varðar. „Við erum með Reykjavíkurhót- elin sem eru mörg mjög fín og kosta jafnvel um 15.000 krónur nóttin eða meira. Svo höfum við landsbyggðarhótelin sem eru nán- ast öll í verðflokknum 6.000 til 8.000 krónur nóttin. Viðmiðin inn- an hótelbransans á íslandi hafa alltaf verið næsta hótel á Islandi. Þegar farið er út á land er yfir- leitt það sama í boði alls staðar, en við teljum okkur reyndar alltaf hafa reynt að standa fyrir annað. Það sem við ætlum að gera núna er að leyfa okkur að miða við hótel í Reykjavík og hótel annars stað- ar í heiminum. Verðið verður því svipað og á þeim hótelum og þá munum við náttúr- lega veita alla þá þjónustu sem ætlast er til af hóteli í þeim verðflokki." Hann bendir einnig á að hingað til hafi um helmingur gesta á Búðum verið Islend- ingar sem sé mjög hátt hlutfall miðað við önnur hótel úti á landi. Einnig sé hærra hlutfall ein- staklinga meðal út- lendra gesta og minna um hópa en almennt gerist á hótelum á lands- byggðinni. Gestirnir eiga hlutdeild í Búð- um að ógleymdum vættunum Viktor segir það vissulega kunna að hljóma mótsagnakennt að verið sé að byggja hótel sem uppfylli ströngustu gæðakröfur en sé samt ætlað að halda sjarma lítils sveita- hótels. „Auðvitað verður kannski svolít- ið erfitt að ná að halda þessum gamla karakter og skrýtna sjarma en eitthvað leggst okkur til með það. Ég er viss um að það tekst með vilja okkar sem stöndum að þessu.“ Viktor segir að ekki megi gleym- ast að Hótel Búðir sé að miklu leyti þeir gestir sem komi þangað og í raun sé það ekki eign neins eins, heldur margra. Gestirnir eigi þannig stóra hlut- deild í Búðum, að ógleymdum vættunum í hrauninu sem umfram aðra eigi heiðurinn af hinni sér- stöku Búðastemmningu og þeim galdri sem þeir sem dvalið hafa á Búðum til lengri eða skemmri tíma hafi flestir fengið að upplifa og skynja. Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans hf. Aðalfundur Aðalfundur Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans hf. verður haldinn miðvikudaginn 21. júní 2000, kl. 16.30, Hafnarstræti 5, 4. hæð. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár. 3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar. 4. Tillaga um breytingu á 5. gr. samþykkta félagsins varðandi heimild stjórnar til hækkunar á hlutafé um allt að 2.000.000.000 kr. til viðbótar við núverandi heimild, þannig að heildarhlutafé félagsins verði allt að 5.000.000.000 kr. Útboðsgengi og greiðslukjör skulu ráðast af virði eigna, skuldbindingum sjóðsins og markaðsaðstæðum á hlutabréfamarkaði. Markmið með hlutafjárhækkuninni er að afla félaginu fjár til fjárfestinga í hlutabréfum og öðrum framseljanlegum verðbréfum samkvæmt fjárfestingarstefnu félagsins. Lagt ertil að hluthafar víki frá áskriftarrétti sinum vegna hækkunarinnar og að heimildin gildi til ársloka 2005. 5. Heimild félagsins til kaupa á eigin hlutabréfum. 6. Kosning stjórnar. 7. Kosning endurskoðanda. 8. Tekin ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðanda. 9. Önnur mál. 10. Erindi um hugbúnaðariðnaðinn á (slandi. BLNAÐARBANKINN VERÐBRÉF byggir á trausti Handboltinn á Netinu vg) mbl.is -AÍ.Í.WF CiTTMy/AÆf NYT7~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.