Morgunblaðið - 11.06.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 11.06.2000, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKSFLUTNINGUR £rá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins hefur verið áhyggjuefni margra um árabil, ekki síst þar sem aðallega er um fólk á þrítugsaldri að ræða. Samkvæmt rannsókn sem Stefán Ólafsson pró- fessor hefur gert á búsetuskilyrðum eru þessir flutningar úr takt við bú- setuóskir landsmanna. Ýmislegt hefur verið gert í áranna rás til að freista þess að sporna við þessari þróun og fyrir ári var meðal annars samþykkt þingsályktunartil- laga um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1999-2001. Helstu áhersluþættir eru nýsköpun í atvinnulífinu, mennt- un, þekking og menning, jöfnun lífskjara og bætt samkeppnisstaða og að síðustu bætt umgengni við landið. En stefnumörkun ein og sér er ekki nóg heldur verður framkvæmd að fylgja í kjölfarið og skiptir þá frum- kvæði einstaklinga og sveitarfélaga ekki síst máli. Jón Jónsson þjóðfræðingur er einn þeirra sem hafa á undanfomum ára- tug unnið að ýmsum verkefnum sem tengjast uppbyggingu landsbyggðar- innar, enda segir hann að þjóðfræðin gefi mjög gott tækifæri til að tengja saman menningariega uppbyggingu, miðlun á fræðunum og byggðastefnu. Áhuga Jóns á þjóð- og sagnfræði má rekja allt til bamæsku. Innan við fermingu hafði hann lesið þjóðsögur Jóns Árnasonar, allar „Aldimar", Is- lendingasögumar auk ýmissa ann- arra rita. Því kom kannski ekki á óvart, að hann valdi þjóðfræði þegar kom að háskólanámi og bætti síðan við sig sagnfræði. Lítill áhugi sveitarstjóraa? Jón er ættaður af Ströndum, nánar tiltekið frá bænum Steinadal og þekkir það frá 13 ára aldri að sækja heimavistarskóla á vetuma og í fá- breytt atvinnulíf í heimabyggð á sumrin. Hann undrast þann litla áhuga sem sveitarstjómir sýna ungu fólki sem fer að heiman tíl náms. Bætir við, að h'till vandi sé að fylgjast með því hvað það er að læra og vera vakandi fyrir því að leita til þeirra þegar verkefni skapast í sveitunum, hvort sem um er að ræða iðnaðar- menn, fræðimenn eða aðra. Yfirleitt sé nóg af verkefnum en of lítið hugað að því að tengja þetta tvennt saman. Hann bendir á, að stöðugt sé rætt um, að atvinnulíf á landsbyggðinni sé alltof einhæft, einkum á svæðum þar sem sauðfjárrækt og sjósókn hafi verið einu atvinnuvegimir. Oft vilji brenna við þegar farið sé út í aðgerðir að einkum sé hugað að störfum fyrir 30 ára og eldri. „Það hlýtur að vera einna mikilvægast fyrir jákvæða byggðaþróun á þessum stöðum að halda í unga fólkið sem farið er að heiman til að sækja sér menntun. Á Ströndum búa til dæmis ekki nema tæplega 900 manns í allri sýslunni, en fjölbreytni í atvinnulífinu hlýtur samt að vera mikiivæg þar eins og annars staðar. Ungt fólk sem er að læra til dæmis sagnfræði í Háskólanum hef- ur ekki beinlínis áhuga á að koma heim yfir sumartímann til að vinna í fiski eða við afgreiðslustörf. Þegar sveitarstjómir huga ekki að því að ná unga fólkinu heim yfir sumarið með því að bjóða þvi störf við hæfi, era þær einnig búnar að missa það af svæðinu til frambúðar." Góður stökkpallur út í atvinnulífið Fyrir tveimur ámm stofnaði Jón Sögusmiðjuna, sem hefur aðsetur í ReykjavíkurAkademíunni. Sögu- smiðjan tekur að sér ýmiss konar verkefni tengd sögu og þjóðmenn- ingu og er að sögn Jóns eins konar regnhlíf utan um unga þjóðfræðinga og ungt fólk í sagnfræði, íslenskum bókmenntafræðum og fleiri fræðig- reinum. Starfsemin hefur hlaðið utan á sig frá stofnun og störfuðu þar 12 manns síðastliðið sumar við alls kyns verk- efni en sex manns yfir vetrartímann. Sögusmiðjan tekur ýmist við beiðn- um um verkefni, og er þá settur sam- an hópur fólks sem vinnur sameigin- lega að verkefninu, eða að hugmyndir eru útfærðar og þá ýmist fjármagn- aðar með rannsóknarstyrkjum eða að þær eru seldar. Jón segir að þessi reynsla sé mjög góður stökkpallur út í atvinnulífið íyrir hugmyndaríkt ungt fólk, sem er ■ Morgunblaðið/Kristinn Jón Jónsson þjóðfræðingur telur að sveitarstjórnir eigi að finna og úthluta verkefnum til ungs fólks úr sveitinni sem farið hefur að lieiman til náms. Ládeyða á landsbyggðinni? Almennur vilji er innan sveitarstjórna til að bregðast við flutningi fólks frá lands- byggðinni en oft sjá menn ekki trén fyrir skóginum. Jón Jónsson þjóðfræðingur hefur unnið að verkefnum tengdum lands- byggðinni og segir hann í samtali við Hildi Friðriksdóttur að víða sé skortur á frumkvæði, frumkvöðlum og fjármagni. tílbúið að leggja á sig einhverja vinnu. Einstaka sveitarfélag hefur leitið til Sögusmiðjunnar um verk- efni, en Jón tekur fram að ekkert þýði að bíða við símann heldur verði menn að grípa á lofti hugmyndir og útfæra þær eða hreinlega að búa til nýjar. Dæmi um slíkt er Galdrasýningin á Ströndum, sem er hugmynd Jóns en hönnuður sýningarinnar er Ami Páll Jóhannsson. Fyrsti áfangi hennar verður opnaður á Hólmavík á Jóns- messunni fostudagskvöldið 23. júní með góðum stuðningi opinberra aðila. Opnunarhátíðin er á dagskrá Reykja- víkur - Menningarborgar Evrópu ár- ið 2000. „Jónsmessa er magísk nótt, þá fljóta óskasteinar upp í tjömum þar sem þeir em og allflestar lækn- ingajurtir hafa aukið vægi og eins all- ir náttúmsteinar. Margt furðulegt gerist þessa nótt,“ segir Jón sposkur á svip þegar hann er spurður um opn- unardaginn. Hann segir að eitt meginmarkmið sýningarinnar sé að styrkja byggð á svæðinu. Reynslan sýni að þar sem markvisst hafi verið unnið að menn- ingartengdri ferðaþjónustu hafi ferðamannastraumur aukist vem- lega. Því megi gera ráð fyrir að marg- feldisáhrif í verslun og þjónustu verði veraleg á Ströndum. Varanleg minja- og munasýning „Þótt 17. aldar sagan sé ekki bein- línis falleg teljum við nauðsynlegt að miðla frásögnum af þessu tímabili, meðal annars til þess að læra af því. Við fengum gamalt pakkhús frá Kaupfélaginu í Hólmavík, sem við er- um búin að gera upp og þar verður yf- irlitssýning um þjóðtrúna, þjóðsög- umar og galdratímabilið. Þetta er varanleg minja- og muna- sýning, sem á eftir að standa í ára- tugi, en að sjálfsögðu ætlum við að halda henni lifandi og breyta henni regluiega eftir því sem hún þenst út. Á næstu áram verður sýningin byggð upp á fjóram stöð- um í sýslunni, þannig að menn ferðast eftir nokkurs v konar galdra- slóð þegar þeir heimsækja Strandimar. Þá er byijað í Hrútafirði og farið norður eftir allri sýslunni að Trékyllisvík.“ Fjölgun starfa á svæðinu -Hvað með heimamenn? Er ekki mikilvægt að þeir taki virkan þátt í svona uppbyggingu? „Jú, það er nauðsynlegt til þess að starfsemin gangi. Hugmyndinni var strax tekið vel af heimamönnum og fljótlega voru þeir farnir að vinna að henni af fullum krafti, bæði iðnaðar- menn og fræðimenn að norðan. Við geram ráð fyrir að söfnin skapi með tímanum 4-6 sumarstörf fyrir ungt fólk af svæðinu fyrir utan eina stöðu forstöðumanns eða fræðimanns. Nú er búið að stofna sjálfseignarstofnun um galdrasýninguna, sem heitir Strandagaldur. Það er menningar- stofnun sem ætlar að beita sér fyrir því að halda sýningunni áfram og jafhvel huga að fleirl menningarverkefnum á svæðinu.“ - Á markaðstorgi gagna- og fjar- vinnsluvefs Byggðastofnunar á Netinu er get- um leitt að því að eitt af vandamál- Galdrar á Ströndum GALDRASÝNINGIN á Ströndum, sem opnuð verður á Jóns- messu í sumar er eitt af þeim verkefnum sem Jón Jónsson þjóðfræðingur hefur unnið að. I tengslum við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur Sögusmiðjan, fyrirtæki Jóns, útbúið Vestljarðavef (www.aka- demia.is/vestfirdir). Þar má meðal annars lesa eftirfarndi: „Það hefur ætíð loðað við Strandamenn að þeir viti lengra en nef sér, og að sumir þeirra séu rammgöldróttir. Um þetta ber vitni mikill sagnaarfur sem segir frá göldrum Strandamanna og Hornstrendinga, allt fram undir siðustu aldamót. Galdrafárið á 17. öld varð raunar aldrei jafnmagnað hér á landi eins og sums staðar sunnar i álfunni, en Vestfirðir urðu langtum verst úti. Af þeim ríflega 20 sem luku ævi sinni á bálinu á íslandi voru 17 úr þessum landshluta. I Ámeshreppi bar mjög á ofsóknum og árið 1654 voru þrír menn brenndir á báli fyrir galdra í Trékyllisvík. Þeir voru sakaðir um að bera ábyrgð á undarlegum sjúkleika kvenna, sem mest bar á í Ámeskirkju, og játuðu reyndar á sig ýmsar fleiri syndir. Fleiri galdramál komu upp í sýslunni fyrr á öldinni og 1690 var Klem- Hauskúpa scm er hiuli af leik- mynd og handrit frá 17. öld eru að- eins sýnishorn af þeim gripum sem eru á Galdrasýningunni. Ljósmynd/ímynd cns nokkur Bjarnason í Steingrímsfirði á Ströndum dæmdur á bálið fyrir galdra síðastur íslendinga. Konungur mildaði reyndar dóm hans í ævil- anga útlegð. Að auki bjó sýslumaðurinn Þorleifur Kortsson í héraðinu, á Bæ í Hrútafírði, en hann er í sögubókum sagður hafa verið cinna ötulastur þeirra manna sem kappkostuðu að koma mönnum á bálið. En hver veit nema hulunni verði svipt af sögufólsun síðustu tveggja alda á Galdrasýn- ingu á Ströndum, og Þorleifur færður úr hópi misyndismanna þjóðarinn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.