Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 25 „Þegar sveitar- stjórnir huga ekki að því að ná unga fólk- inu heim yfír sumarið með því að bjóða því störf við hæfí, eru þær einnig búnar að missa það af svæðinu til frambúðar.“ um landsbyggðarinnar sé hversu óduglegir menn eru að koma sér á framfæri og bíði þess að verkefnin komi til þeirra. Tekur þú undir þessa skoðun? „Ég hugsa að talsvert sé til í þessu. Það tengist því að ekki er mjög mikil menntun eftir í fámennustu sveitar- félögunum og þau hafa einangrast dálítið í gegnum tíðina af þeim sök- um. Ég tel að það sem helst hrjái landsbyggðina sé skortur á frum- kvæði, frumkvöðlum og fjármagni. Ég hef verið í sambandi við mörg sveitarfélög og almennur vilji er til að gera eitthvað í málunum en menn eru oft ekki nægilega hugmyndaríkir. Fái þeir tilbúinn pakka á borðið eru þeir oft mjög jákvæðir. Einnig hafa marg- ir sveitarstjórnarmenn komið auga á það að menningartengd ferðaþjón- usta sem byggist á sérstöðu svæðis- ins sé leið landsbyggðarinnar til að auka gæði í ferðaþjónustu. Hluti vandans innan sveitanna er að daglegt amstur virðist vera nóg og verkefnum fjölgar stöðugt en fólkinu ekkert. Sömuleiðis vinna sumar sveitarstjómir í nokkurs konar sjálf- boðavinnu eða að menn era jafnvel þar af illri nauðsyn. Á landsbyggðinni eru menn orðnir allt í öllu og hafa hreinlega ekki tíma fyrir nýjungar, en einnig er of um að ræða skort á stefnumörkun og hugsun til framtíð- ar.“ Sérsöfnin hafa vakið athygli Eittafverkefnum Sögusmiðjunnar hefur verið að gera úttekt á söfnum á landsbyggðinni og segir Jón að staða þeirra sé tvískipt. Annars vegar séu þau eins og steinrunnin tröll, þ.e. stöðnuð og lítil hugmyndavinna í gangi þrátt fyrir að miklir möguleik- ar séu fyrir hendi. Ástæðuna telur hann að sums staðar megi rekja til víxlverkunar lítils fjármagns og lítils skilinings heimafyrir. Það valdi því að h'tið sé gert sem leiði af sér fáa gesti og þá verður enn minna fjármagn til og þannig viðhaldist hringrásin. Hins vegar eru söfn þar sem mikil hugmyndaríki ræður ferðum og á það jafnvel við um ákveðin landsvæði. „Uppgangur sanfnanna er sjálfsagt einstaklingsbundinn að einhverju leyti, en þó virðast sérsöfnin eða mai-gar nýju sýninganna höfða til ferðalanga. Sem dæmi má nefna Vesturfarasetrið á Hofsósi og Njálu- sýninguna en báðar njóta mikiis stuðnings eða hafa afbragðs fram- takssama eldhuga sem leiða þau áfram. Einnig er Ijóst, að víða úti á landi sárvantar fræðimenn og sam- vinna ferðaþjónustunnar og fræði- mannanna þyrfti að vera mun meiri. Sama á við um fræðimenn og söfnin. Síðast en ekki síst vantar samstarfsvettvang milli þessara þriggja aðila, þ.e. ferðaþjónustu, fræðimanna og menningarstofnana til þess að samspilið geti orðið virki- lega kröftugt og haft keðjuverkandi áhrif í gæðamálum og allri uppbygg- ingu.“ Fleiri akademiur út á land Jón er einn af fjörutíu sjálfstætt starfandi fræðimönnum í Reykjavík- urAkademíunni, þar sem sjálfstætt starfandi fræðimenn hafa aðsetur og vinna bæði að sjálfstæðum verkefn- um sem og samstaifsverkefnum í nafni Akademíunnar. Stærstu verkefnin sem Jón er að vinna að um þessar mundir er hand- bók um menningartengda ferðaþjón- ustu og stórt rannsóknarverkefni um þjóðtrú bama, en að því kemur fjöldi þjóðfræðinga, listamanna og grunn- skólakennara. „Rannsóknarverkefn- ið er tvenns konar, annars vegar ætl- um við að gefa út bók, setja upp sýningu og vef um þetta efni, sem höfða á til bamanna. Hins vegar er fræðileg rannsókn þjóðfræðinga á barnamenningu. Gert er ráð fyrir að verkefnið standi yfir næstu þrjú ár. Handbókina byrjuðum við að skrifa 1998 og verður hún væntan- lega gefin út á næsta ári. Við nýtum okkur óhemju miklar erlendar rann- sóknir um hvemig standa eigi að ferðaþjónustu til þess að hún nýtist fólki og byggðalögum á sem jákvæð- astan hátt. Þessu verkefni tengjast síðan ýmis önnur smærri verkefni, þannig að alltaf er nóg um að vera.“ _-Með tilkomu ReykjavikurAka- demíunnar hafa fræðimenn orðið sýnilegri almenningi að mörgu leyti. Væri ekki hægt að setja upp svipaðar akademíur víðar um landið? „Ég er sannfærður um að það væri hægt og hvet fræðimenn eindregið til að hópa sig saman eða mynda ein- hvers konar samstarfsvettvang. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt félagslega íyrir þá að hittast og skipt- ast á skoðunum. Mér iitist frábær- lega á að hafa akademíu í hverri sveit og tengja þær saman í landsakadem- íu. Best væri ef við gætum stofnað akademíu líka í Svíþjóð, Noregi og Danmörku og tengt saman í svipaðan vettvang, þar sem menn væra sjálf- stætt starfandi," segir Jón. Hann tekur ennfremur -fram að hugmyndir verði til þar sem nokkrir koma saman og þá sé bara eftir að koma þeim á framfæri. Hann nefnir sem dæmi, að tengslamyndunin í ReykjavíkurAkademíunni hafi verið fjölbreytt innan hópsins og í hverri viku haldi einhver fræðimannanna kynningu á hugmyndum sínum, verk- efnum eða grein sem hann er að vinna að og tekur við gagnrýni eða nýjum hugmyndum frá viðstöddum. „Þannig reynum við að styrkja þessa þverfaglegu nálgun og finnum það gríðarlega vel hvað fjörlegar viðræð- ur ýta undir hugmyndaflug," segh- hann. Fyrirmyndarsveitarfélag -Heldwðu að sveitarfélög ættu að fara út íþað að laða til sín fræðimenn eins og sum eru að gera í sambandi við kennara? „Ég held að það væri stórsniðugt. Mér finnst sveitarfélög vera helst til feimin að taka upp á nýjungum eða að skapa sér sérstöðu í mannlífinu. Ég myndi vilja sjá þau taka meðvitaða ákvörðun um að verða til íyrirmynd- ar á einhveiju sviði, auk þess að halda dampi á sem flestum sviðum. Það gæti eflaust orðið mikil og góð vörn í byggðaþróuninni.“ -Nú hefur þú skoðað ferðamennskuna töluvert. Telw þú að hún styrki byggðirnar það mikið að sveitarfélög ættu mai'kvisst að vinna að því að efla hana? „Já, ég tel að þetta sé ein mikilvæg- asta atvinnugreinin í augnablikinu sem menn hafa til að efla byggðina. Aðeins era nokkur ár síðan ferða- menn fóru að flykkjast til Reykjavík- ur yfir veturinn. Ég sé enga ástæðu til annars en þeir fari að sækjast í kyrrð og ró landsbyggðarinnar yfir vetrarmánuðina og vera einir með sjálfum sér eða jafnvel í vetrarævin- týri, útivist og að reyna á sig.“ -Nýjasta lausnarorðið fyrir at- vinnulífá landsbyggðinni virðist vera fjar- og gagnavinnsla. Telwþú að of mikil trú sé áþessum þáttum? „Mér hefur aldrei fallið í geð þegar eitthvað eitt á að bjarga öllu. Það hlýtm- alltaf að þurfa marga sam- verkandi þætti til að snúa vörn í sókn og þá er sama hvort um er að ræða ferðamálafulltrúa, atvinnuþróunarfé- lög eða fjarvinnslu. Ég er einnig dá- lítið hræddur um að verkefnin í mörgum fjarvinnslustöðvunum verði þess eðlis að launin verði lág og muni að mestu leyti felast í auðveldri hand- avinnu eins og innslætti upplýsinga og afgreiðslu gagna. Það væri mjög óæskilegt.“ Jón tekur fram að auðvitað geti sveitarfélögin ekki gert allt, en það sem þau taki sér fyrir hendui- eigi þau að gera vel. í hans huga eiga sveitar- félögin að leggja áherslu á góða skóla, mannlíf og menningu og síðan að byggja upp ferðaþjónustu sem at- vinnugrein framtíðarinnar. Hann segist reyndar ákaflega undrandi á því að ekkert sveitarfélag hafi sett sér það markmið að verða fjölskyldu- vænt til dæmis með tilliti til þess að byggja upp framúrskarandi skóla með frábæram kennuram. „Fjölskylduvænt samfélag held ég að væri eitthvað sem sveitarfélög gætu stefnt að til að laða til sín gott fólk,“ segir hann. FreistaMdi borgir9 f MMheit sol og fraMiOHdi lÖMd Fer&aœvintyri arsins gerast í haust Sérler&ir fyrirfar- og gullkortkafa Visa St. Pétursborg Damakus Luxor Cancún 2.-8. okt. 9.-16. ok. 16.-23. okt. 13.-21. nóv. 20.-28. nóv. Borgarsmellir fyrir alla VisaUortUafa Búdapest Prag Hamborg Vín 2.-5. nóv. 9.-12. nóv. 16.-19. nóv. 23.-27. nóv. 30. nóv.-4.des. A.&rarfe**&,r Ríó de Janeiro 6.-14. nov. SeV.Ha Nyi fer6abœklÍMgurÍHN segir ollo sögiina Kynnið ykkur þessi freistandi ferðaævintýri í nýja sérferðabæklingnum sem fylgdi með Morgunblaðinu á föstudaginn. Fa&u MpplýsÍMgar og bóka&u fer& ó vvww* urvalut$yna is ÚRVAL-IJTSÝN Lágmúla 4: sími 585 4000, grænrnúmér: 800 6300, Kringlan: sími 585 4070, HaTnaHÍf8írsTmT565 2366, Keflavík: sfmi 4211353, Akureyri: sfmi 462 5000, Selfoss: sími 482 1666 • og hjá umboðsmönnum um iand allt. www.urvalutsyn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.