Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR11. JÚNÍ 2000 49 ÍDAG ÁRA afmæli. Nk. 1UU þriðjudag 13. júní verður hundrað ára Ingi- björg Narfadóttir, Hóf- gerði 20, Kópavogi. I tilefni afmælisins býður hún ætt- ingjum, vensiafólki og vin- um til afmælisfagnaðar í safnaðarheimili Kársnes- sóknar, Borgum, milli kl. 17 og 20 á afmælisdaginn. Árnað heilla n ÁRA afmæli. Á I 0 morgun, mánudag- inn 12. júní, verður sjötíu og fímm ára Auður Eiríksdótt- ir, Langholtsvegi 122, Reylqavík. Ættingjar og vinir eru hvattir til að fá sér bíltúr og heilsa upp á afmæl- isbarnið og þiggja veitingar að Hótel Eldborg, Laugar- gerðisskóla, 50 km vestan Borgarness, á afmælisdag- inn kl. 16-19. I7A ÁRA afmæli. í dag, ■ U sunnudaginn 11. júní, verður sjötugur Sæ- mundur Eyland Sigur- björnsson, Skölastíg 7, Stykkishólmi. Af því tilefni munu Sæmundur og böm hans taka á móti vinum og vandamönnum í verkalýðs- húsi Stykkishólms á afmæl- isdaginn milli kl. 15.30 og 18. SKÁK llntsjóii llel}{i Áss Grétarsson Svartur á leik. GULLBRÚÐKAUP. í dag, sunnudaginn 11. júní, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Helga Pálsdóttir og Ingólfur Guðnason, Borgarhóli, Kjós. Þau eru stödd erlendis. MEÐFYLGJANDI staða kom upp í síðustu og úrslitaumferð ofurmótsins í Sarajevo sem lauk fyrir skömmu. Garry Kasparov (2851) stýrði svörtu mönn- unum og varð að bera sig- ur úr býtum gegn arm- enska/tékkneska stór- meistaranum Sergei Movsesian (2668) til þess að tryggja sér fyrsta sætið óskipt. Eins og svo oft áð- ur sýndi hann hver valdið hefur og eftir 25...Bxe4! var kóngsstaða hvíts í rjúkandi rúst þar sem ekki gekk upp að þiggja bisk- upsfórnina: 26.dxe4 Be5+ 27. Rd4 [27.Rc3 Rxc3 og svartur vinnur ; 27.Kbl Dc2 mát] 27....Bxd4 + 28. Hxd4 Dxcl+ 29.Hxcl Hxcl mát. 26.g6 Bxhl 27.Dxhl Bxb4 28.gxf7+ Kf8 29.Dg2 Hb8! 30.Bb2 Rxb2 31.Rd4 Rxdl 32. Rxe6+ Kxf7 og hvítur gafst upp þar sem staðan hans er vonlaus bæði eftir 33. Rxc7 Bc3+ og 33.Dxg7+ Kxe6 34.Dxc7 Bc3 + . LJOÐABROT SORG Heim til að bjarga þér hleypti ég skeið og hirti’ ekki um storminn né æginn. Skein þá öll Esjan svo skínandi, breið, nema skuggi stóð rétt yfir bæinn. Frá skipinu samt ég grunlaus gekk, - en glugginn stóð opinn, og nálin hékk, - og glaumnum ég gleymdi þann daginn. Gekk ég að sænginni. Sofandi lá hinn sólfagri kvennanna blómi. Omaði rödd mér í eyrunum þá frá eilífum heimslaga dómi: Ó, maður, þú brýtur ei dauðans dyr. Dauðinn ei svarar þér, hvers sem þú spyr, nema með helklukkuhljómi. Gekk ég að sænginni, signdi þitt lík, mitt sætasta, ljómandi yndi. Ljós mitt var dáið - oglífsvonin rík liðin sem fokstrá í vindi. - Trú þú ei, maður, á hamingjuhjól, heiðríka daga né skínandi sól, þótt leiki þér gjörvallt í lyndi. Matthías Jochumsson. ORÐABÓKIN Frá toppi til táar í Mbl. 28. maí sl. var fróð- leg frásögn um eyjuna Puerto Rico í Karíbahafi. Þar segir, að blaða- maðurinn, sem heimsótti eyjuna, hafi ferðazt „um regnskógana sem þekja eyjuna frá toppi til táar“. Heldur þykir mér þetta rislítið orðalag, enda tal- aði Ari fróði, þegar hann í Islendingabók sinni lýsti Islandi, um landið milli fjalls og fjöru. Hljóta menn að finna mikinn mun á þessu orðalagi Ara og svo hinu flatneskju- lega orðalagi nútíma- mannsins. Auk þess á þetta danskættaða orða- lag engan veginn heima í landslagslýsingu. Það er haft um mannlýsingu og helzt um fatnað manna. „Hann var vel klæddur frá toppi til táar“ er oft sagt í almennu máli. Hitt er svo annað mál, að hér má einnig finna annað orðalag á íslenzku og að mínum dómi mun fallegra. Þó segjum við, að maðurinn (eða konan) hafi verið í nýjum fötum „frá hvirfli til ilja“. Eins og flestir munu vita, er hvirfillinn „efsti hluti höf- uðkúpunnar", en ilin „gangflöturinn neðan á fætinum", eins og skýrt er í orðabókum. Að sjálf- sögðu hefði það orðalag ekki hentað í ofan- greindri frásögn og raun- ar ekki heldur orðalagið, sem valið var. Þá er í reynd vart annað eftir en tala um „regnskógana sem þekja eyjuna frá fjöru til fjalls". Ég vona, að lesendur geti verið mér sammála um þá orðalagsbreytingu. - J.A.J. STJÖRNUSPÁ eftir Frances llrake TVÍBURAR Afmælisbarn dagsins: Polinmæði og þrautseigja eru þín aðalsmerki ogskila þér langt, hvert svo sem verkefnið er. Hrútur (21. mars -19. apríl) Það er nauðsynlegt að taka til- lit til hagsmuna annarra, þeg- ar mál, sem margir eiga aðild að, eru til lykta leidd. Hinn gullni meðalvegur er til. Naut (20. apríl - 20. maí) Það getur lífgað upp á til- breytingarlaust verk að fá skemmtilegan samstarfs- mann til liðs við sig.\ Leggðu líka þitt af mörkum svo allt gangi upp.W Tvíburar . (21.maí-20.júni) AA Svo lengi lærir sem lifir. Drífðu þig nú á fyrirlestur eða eitthvað, sem vekur áhuga þinn og þú munt uppskera ríkulega i nýjum hugmyndum. Krabbi (21. júní-22. júlí) Nú mega fjölskyldumálin ekki sitja á hakanum lengur. Finndu leið til þess að þú getir einbeitt þér að því að koma skikki á hlutina, hvað sem það kostar. Ljón (23.júh'-22. ágúst) Það getur alltaf verið gefandi að kynnast mönnum og mál- efnum, þótt ekki væri nema bara til að forðast stöðnun. Haltu huganum opnum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) ®SL Fjármálin þurfa að vera í stöðugri endurskoðun. Það er sjálfsagt að velta vandlega fyrir sér hverri krónu utan daglegra heimilisútgjalda. Vog xrx (23.sept.-22.okt.) Þessi dagur á að geta orðið hinn ánægjulegasti í alla staði, ef þú gætir þess að virða rétt annarra til orðs og æðis. Ný bók myndi gleðja hugann. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Sum mál eru þannig vaxin, að það þarf hreinlega að setja á pappír kosti þeirra og galla til þess að heildarmyndin blasi við. Taktu þann tíma sem þú þarft. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) AO Það getur reynzt ánægjulegt að hitta vinufélagana annars staðar og utan vinnutímans. Gættu þess þó að sum mál er alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) 4ðP Þú verður upp fyrir haus í vinnu í dag. Megnið af verk- efnunum eru hlutir, sem þú hefur dregið á langinn, en get- ur ekki lengur. Drífðu þá af. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) kM Reyndu að skoða hugmyndir annarra með opnum huga og kannaðu vandlega, hvort þú getir ekki eitthvað af þeim lært. Forstokkun hugans er hreint böl. Kvartbuxur — stuttbuxur Stærðir 36—48 Bikini frá 38-48, skálastærð BogC Ath. Lokað á laugardögum í sumar. rt, t ú/x/i//ioe/N, aleitisbraut 68, sími 553 3305. Hársnyrtistofan HÁR CLASS Skeifunni 7 VILLI ÞOR HÁRSNYRTIR Tímapantanir í síma 553 8222 —i .e\ j er komin á netið Netuppboð KauptorgJs Victoria Antik Grensásvegi 14 ♦ sími 568 6076 Matsveinar! Viltu öðlast réttindi? Erum að innrita í tveggja anna nám fyrir matsveina. Námið veitir réttindi til starfa á fiski- og flutningaskipum. Nánari upplýsingar veitir kennslustjóri hótel- og matvælagreina á skrifstofutíma milli kl. 9.00 og 15.00 til 15. júní næstkomandi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) >%■*> Það er affærasælast að tala hreint út um hlutina svo enginn velkist í vafa um skoðanir þínar og afstöðu til manna og mál- efna. Þá verða engin eftirmál. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af pessu tagi eru ekki byggðar a traustum grunni vísindaiegra staðreynda. HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI v/Digranesveg • 200 Kópavogur Sími 544 5530 • Fax 554 3961 • Netfang mk@ismennt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.