Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk UJELL, I LEAKNEP A LOT IN 5CMOOL TOPAY..I LEARNEP ALL ABOUT TRAN5PORTATION 7"----------- Jæja, ég læröi heilmikið í skólanum í dag.. Ég læröi allt um samgöngur. & BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Notar þú bílbelti? Margir hafa farið flatt á því að gera það ekki Bílbeltin tryggja að við hendumst ekki út úr bfln- um við veltu. En þau tryggja líka að við hendumst ekki í rúðuna við árekstur. 75 kg maður kastast í rúðu og mælaborð með 5 tonna krafti við árekstur á 70 km hraða. Frá ungum ök- umönnum í öku- skólaSjóvá- Almennra á Sel- fossi og Isafírði: VIÐ ERUM tveir hópai- sem sóttu umferðarskóla Sj óvár-Almennra fyrir unga öku- menn í mars og byrjun apríl. Við veltum fyrir okkur mikilvægum þætti er snertir öryggi okkar í umferð- inni. Notkun bíl- belta. Við vitum að flest banaslys í umferðinni 1998 mátti rekja til þess að ekki voru notuð bílbelti og þar á eftir var ölvun við akstur. Því viljum við benda ykkur, kæru jafnaldrar, á nokkrar staðreyndir um bílbelti. Við veltum því fyrir okkur af hverju fólk notar ekki bílbeltin. Sumir telja þau óþægileg eða finnst ekki taka því að spenna þau því vega- lengdin sé svo stutt sem þeir eru að fara. Aðrir gleyma að spenna þau eða hreinlega nenna því ekki. Það hugsar ekki út í að það geti lent í slysi. „Það kemur ekkert fyrir mig.“ Þessi hópur gerir sér ekki grein fyrir gildi þeirra. Við erum sannfærð um að þau geti bjargað lífi okkar ef við lendum í slysi. Þetta er okkar öryggi og þeim sem þykir vænt um okkur vilja ör- ugglega að við notum þau svo meiri líkur séu á að við komum heil heim. Við teljum að lögreglan þurfi að vera meira á verði og sekta fólk sem ekki notar þau. Sumir bílar eru með búnað sem tryggja að fólk noti belt- in. Ef einhver er í vafa um gildi belt- anna ætti viðkomandi að prófa „veltibílinn“ sem við fengum að prófa. Þar reynir á beltin. Við túum því að með því að hafa nóga fræðslu og upplýsingar um gildi belta megi auka notkun þeirra. Við erum líka viss um að bílbeltanotkun sé „vana- bindandi“. Með kveðju frá ungum ökumönn- um í ökuskóla Sjóvár-Almennra á Selfossi og ísafirði í apríl. EINAR GUÐMUNDSSON, forvarnafulltrúi Sjóvár-Almennra. Tveir ráðherrar mega skammast sín Frá Sigurði Lárussyni: NÝLEGAlét Karl Sigurbjörnsson biskup þung orð falla á opinberum vettvangi, sem fóru fyrir brjóstið á forsætisráðherra og menntamála- ráðherra. Forsætisráðherra setti kvöldið eftir ofan í við biskupinn á mjög ósmekklegan hátt og það í Rík- isútvarpinu. Menntamálaráðherra bætti um betur nokkru síðar og taldi að prestar og biskup ættu ekki að skipta sér af þjóðmálum. Þeirra verksvið væri í kirkjunni og að tala og hugsa um boðun kristin- dómsins. Ummæli biskups fannst mér orð í tíma töluð. Eg er þeirrar skoðunar að fátt eða ekkert sé þeim óviðkom- andi á sviði þjóðmálanna. Eg tel mig sæmilega kristinn og var sammála því sem biskupinn sagði. Mér ofbýð- ur sú peningagræðgi sem nú gegnsýrir allt þjóðlífið og sá óréttur sem sýndur var í síðustu kjarasamn- ingum þegar öryrkjar og aðrir fá- tækir ellilífeyrisþegar fengu 0,9% hækkun þó að verkalýðsforingjamir og flestir þingmenn hafi látið þá skoðun í ljós að nauðsynlegt væri að rétta hlut þeirra. Þessi hækkun hef- ur aðeins komið á bætur í apríl. En hvað fékk hinn venjulegi laun- þegi? Mér er sagt að það hafi verið 3,5-6% auk ýmissa fríðinda. Ef þetta er rangt biðst ég afsökunar. En eitt er víst, að það var miklu hærra en 0,9%. Nýlega var sagt frá því í frétt- um að samkvæmt könnun væru 4% landsmanna undir fátæktarmörkum eins og kallað er. Þetta eru um 11- 12% þjóðarinnar. En það er ánægju- legt að frétta að ríkið hefur getað borgað stórlega niður skuldir sínar nú síðustu árin. Hitt fannst mér ekki jafn nauðsynlegt að haft var eftir fjármálaráðherranum að ráðgert væri að greiða 5 milljarða á þessu ári í lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna. Ég minnist þess ekki að hann væri í neinum kröggum. Þetta sýnir best að það hefði verið hægt að greiða Heilbrigðis- og Tryggingaráðuneyt- inu þessa 5 milljarða og nota þann pening til þess að styrkja öryrkja, fá- tæka eillilífeyrisþega og trálega fleiri sem standa höllum fæti. Ég trái því ekki að ríkisstarfsmenn séu verr settir en aðrir starfshópar. Nei, þetta er stefna ríkisstjórna frá 1990. Þeir ríku skulu verða ríkir en þeir fá- tæku fátækari. , SIGURÐUR LÁRUSSON, Árskógum 20b, Egilsstöðum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.