Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 11
Morgunblaðiö/Arnaldur Halldórsson
Stofninn er enn á uppleið
Annað atriðið er að við höfum
kannski ekki náð að meta nægilega
vel breytingu á samsetningu netaveið-
iflotans, sem tekui- stærsta fiskinn. í
gögnum okkar sjáum við að það koma
færri stórir fiskar í netin, en við mát-
um í fyrra. Þetta má rekja til breyt-
inga á möskvastærð sem okkur hefur
ef til vill ekki tekizt að kortleggja
nógu vel. Sé íjöldi þessa stóra fisks
rangt metinn, getur skekkjan komið
tiitölulega fljótt út í stofnstærðar-
mati.“
Kom þetta ykkur á óvart?
„En þó svo að við höfum verið að
spá því að stofninn ætti að stækka
með tilteknum hætti með núverandi
veiðistefhu og enda vonandi á næstu
árum í 350.000 tonna ársafla, getum
við ekki búizt við því að þetta sé alltaf
beint upp á við. Stofninn hefúr vaxið
ár frá ári og aílinn farið úr 155.000
tonnum á fiskveiðiárinu 1995/1996
samkvæmt aflareglunni í 250.000 á
síðasta ári. Þá kemur þetta bakslag.
Það eru mikiar væntingar í gangi og
það er ástæðan fyrir vonbrigðum
manna nú, en ekki síður það að menn
hafa lagt mikið á sig í niðurskurðin-
um. En með þessum aðgerðum á síð-
ustu árum höfum við bægt frá yfir-
vofandi hættu á hruni þorskstofnsins.
Stofninn er ennþá á uppleið. Þetta er
ekki þannig bakslag að einhver hætta
sé á ferðinni.
Slakur hrygningarstofn hefur með-
al annars leitt til lélegrar nýliðunar í
10 ár. Með uppbyggingu stofnsins
hafa komið þrír meðalsterkir eða
sterkir árgangar 1997, 1998 og 1999,
sem er algjörlega forsenda þess að við
getum farið að auka aflaheimildir eitt-
hvað á næstu árum. Sá bati, sem við
höfum verið að sjá að undanfömu, er
fyrst og fremst vegna þess að hver
fiskur hefur verið að gefa meira af
sér. Fiskurinn hefur fengið að vaxa.
Það er aðalástæðan fyrir þeim vexti
þorskstofiisins, sem átt hefur sér stað.
Héðan í frá þurfa að koma inn nýir
sterkir árgangar. Þrír slíkir eru á leið
inn og við verðum að halda ró okkar,
leyfa þeim að vaxa úr þangi, í stað
þess að veiða fiskinn sem smáfisk. I
því tilefni má nefna árganga frá 1983
og 1984, sem voru gríðarlega stórir en
þeir voru veiddir sem smáfiskur og
skiluðu sér illa inn í hrygningarstofn-
inn.“
Úttekt eriendra aðila
Er það rétt að þið hafið fengið er-
lenda sérfræðinga tii að fara yfir nið-
urstöður ykkar áður en þær voru
kynntar?
„Þegar vísbendingar um ofmat lágu
fyrir, var ljóst að skýra þyrfti stöðuna
enda miklar væntingar í gangi. Við
fórum auðvitað yfir öll okkar gögn og
útreikninga innan húss. Síðan ákváð-
um við jafnframt að fá erlenda aðila til
að skoða þetta gagnrýnmn augum og
sjá hvort komizt yrði að svipaðri nið-
urstöðu og gjaman að fá tillögu að
endurbótum á aðferðum okkar. Það
er mikilvægt að vera stöðugt í endur-
nýjun og gagnrýnin umræða um að-
ferðir er nauðsynleg sé ætlunin að ná
árangri. Því er mjög eðlilegt að menn
séu að spyrja spuminga, þegar svona
tíðindi berast. Eins er mikilvægt að
heyram við ákveðnar skoðanir í þjóð-
félaginu, sem eiga við rök að styðjast
og við höfum ekki hugsað nægilega
vel um, að við tökum á máiinu og
rannsökum það til hlítar.
Niðurstöður úttektar erlendu sér-
fræðinganna liggja ekki fyrir í endan-
legu formi enn, en við vonumst til að
svo verði á næstu vikum og teljum að
þær geti styrkt starf okkar.“
Hann virðist nokkuð
vel á sig kominn
Þú segir að fiskfriðun hafi byggt
upp þorskstofninn. Það era nokkiraði-
lar, sem eru algjörlega á öndverðum
meiði og segja að of h'tið hafi verið
veitt. Það verði að „grisja“. Er það
röng fiskifræði?
„Það er ekki hægt að afgreiða slík-
ar skoðanir með þeim hætti. Grand-
völlur grisjunarstefnunnar er sá, að
þegar of mikið er orðið af fiski í sjón-
um verði samkeppnin svo hörð að
ekki verði til nóg æti og fiskurinn vaxi
ekki. Þetta er ekkert órökrétt, en til
þess að við förum að taka mið af slíkri
tillögu að stefnumörkun, verðum við
að sjá þessa hluti vera að ske í náttúr-
unni. Við reynum að fylgjast með
þyngd og vexti þorsksins og gerum
það með margvíslegum hætti. Við
skoðum í magann á þorskinum, ald-
ursgreinum og mælum lengd og
þyngd mismunandi aldurshópa. I
stuttu máli má segja að þorskstofninn
sé ekki nærri nógu stór í dag til að við
séum komnir á þetta stig. Við sjáum
ekkert í gögnum okkar, sem bendir til
þess að hann hafi eklti nóg að éta.
Hann virðist nokkuð vel á sig kominn.
Þetta er atriði, sem við teljum sjálf-
sagt að fylgjast með, en höfúm ekki
séð ástæðu til að bregðast neitt sér-
staklega við og allra sízt með stífri
sókn.
Fjölbreytileikinn mikilvægur
Við erum einnig stöðugt að sjá það
betur og betur að ijölbreytileikinn í
þorskstofriinum er kannski eitt það
mikilvægasta í vexti hans og viðgangi.
Þó hrygningin virðist vera langmikil-
vægust við suðvesturhom landsins, er
þorskurinn að hrygna allt í kringum
landið. Við höfum tilgátur um það að í
sumum árum geti þessi smáeininga-
hrygning verið mjög mikilvæg. Verði
stofninn veiddur langt niður og jafn-
Forstjórinn ogfískimaðurinn.
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, segirað
fullt tlllit sé tekið til fiskifræði sjó-
mannsins, enda hefurhann einn
siíkan sér til halds og trausts á
skrifstofu sinni. Þess mð geta að
móðir Jóhanns bjó til þann stutta
með ýsuna.
vel gengið af litlum stofneiningum
dauðum, er vá fyrir dyram. Svarið er
að hafa veiðiálagið lítið og ganga ekki
of nærri þessum einingum.
Annað er það sem mælir gegn
harðri veiðistefnu. Sé stofninn veidd-
ur stíft fækkar stórfiskinum. Hrygn-
ingarrannsóknir Guðrúnar Marteins-
dóttur og samstarfsfólks hennar
benda eindregið til þess að stærstu
hygnumar hrygni yfir miklu lengri
tíma en smærri hrygnumar, margfalt
fleiri hrognum og mun lífvænlegri
seiðum en þær litlu. Verði stofninn
fiskaður niður tapast þessar stóru,
fijósömu skepnur úr stofninum, fjöl-
breytileikinn minnkar og möguleikinn
á því að klakið heppnist minnkar
veralega. Þetta atriði mælir því líka
gegn grisjunarkenningunni."
Misjöfn skilyröi
Frá því snemma á síðustu öld og
allt fram til 1970 vora veidd 400.000 til
500.000 tonn af þorski árlega í óheftri
veiði. Þetta geldc þá, af hveiju ekki
nú. Af hveiju bara 200.000 til 250.000
tonn?
„Það er sennilega ekkert eitt svar
við þessu. En þegar við skoðum veiði-
söguna er hún til þess að læra af. Það
er lærdómsríkt að bera saman tímabil
og bera saman aðstæður til þess að
skilningurinn aukist. Maður má hins
vegar ekki gera ráð fyrir því að að-
stæður í dag verði eins og þær voru
fyrir nokkrum áratugum. Allir þessir
þættir era að breytast, bæði umhverf-
ið og þróun lífríkisins. Þetta er allt á
fleygiferð. Það er tvennt, sem liggur
fyrir. Á tímabilinu 1920 til 1965 er
hlýtt skeið í Norður-Atlantshafi og
sldlyrði fyrir þorsk á íslandsmiðum
og við Grænland góð. Upp úr 1965
koma hafísárin með tilheyrandi kulda
og mjög slæmum skilyrðum, sem
meðal annars leiddi til þess að
rauðátustofninn norðan og austan við
ísland hrandi. Það stuðlaði að hrani
síldarstofiianna ásamt ofveiðinni.
Þama urðu gífurlegar umhverfis-
breytingar sem höfðu mjög neikvæð
áhrif á vöxt og viðgang fiskistofna.
Eftir 1970 hafa skilyrðin hins vegar
verið breytileg. Síðustu 30 ár hafa því
verið mjög ólík áranum þar á undan.
Þetta er grundvallaratriði, sem menn
verða að huga að við samanburð og
athugun á þróun veiða á öldinni sem
leið.
í öðra lagi er að nefna það að séu
þessi aflaár skoðuð era það örfáh- ár-
gangar, sem bera uppi þessa miklu
veiði. Almennt talað var veiðin ekkd
sjálfbær. Það var í raun tekið allt of
mikið úr stofninum árlega. Það sem
gerði þetta hins vegar mögulegt var
gífurlega mikil nýliðun frá Grænlandi.
Á þessu hlýviðrisskeiði vora skilyrði
mjög góð við Grænland. Seiði rak frá
íslandi til Grænlands. Þar ólst þorsk-
urinn upp og kom síðan sem hrygn-
ingarfiskur tii Islands. Sum árin var
fiskurinn frá Grænlandi meira en
helmingurinn af nýliðuninni í al-
stærstu árgöngum sem mældir hafa
verið við ísland. Eftir 1970 era það ör-
fá ár, sem göngur hafa komið frá
Grænlandi og aðeins í litlum mæli
miðað við það, sem áður var. Nú er
enginn þorskur við Grænland sem
heitið getur.
Veiðar á uppsjávarfiski geta skipt
sköpum
í þriðja lagi erum við að veiða upp-
sjávarfisk, síld og loðnu í griðarlegu
magni síðastliðin 50 ár. Ég vil ekki
útiloka það að það hafi einhver áhrif á
afrakstursgetu sumra botnfiskstofna
eins og þorsksins. Loðnan er fæða
þorsksins og hvaða áhrif hefur það
haft að eftir 1970 föram við að veiða á
aðra milljón tonna af loðnu í góðum
árum? Það er reyndar gert ráð fyrir
því að megnið af þeirri loðnu, sem við
erum að veiða, drepist eftir hrygn-
ingu, engu að síðui- er þetta spuming,
sem við verðum að spyrja okkur.
Síðastliðna hálfa öld höfum við ver-
ið að veiða á aðra miiljón tonna af
uppsjávarfiski og núna síðustu árin
hefúr aflinn verið eitthvað rétt undir
tveimur milljónum tonna. Á fjTstu
áratugum aldarinnar voram við að-
eins að taka út úr kerfinu tvö til þijú
hundrað þúsund tonn í heiidina. Þó
við eigum að vera að bera hlutina
saman og spekúlera í þeim getum við
ekki gengið út frá því að þeir séu sam-
anburðarhæfir.
Við munum væntanlega hugsa um
það í vaxandi mæli hvort þessar miklu
og stórtæku veiðar í dag séu viðsjár-
verðar að einhverju leyti. Föram við
þannig um fiskimiðin að fiskurinn fái
aldrei frið? Eram við að hafa áhrif á
möguleika hans með hinum mikla
flota okkar? Þó ekki sé ástæða til að
vera með upphrópanir held ég að
þetta sé mál, sem við verðum að huga
að í framtíðinni."
Þorskurinn er langlrf skepna
Það hafa heyrzt þær raddir að
Hafrannsóknastofnun sé of sein að
bregðast við og fyrir vikið höfum við
misst af mögulegum aflatoppum. Er
eitthvað til í því?
„Þá er væntanlega verið að tala um
þorskinn, sem er í raun langlíf
skepna. Hann þolir slæm skilyrði og
lítið æti í tiltölulega langan tíma. Ég
held ekki að rannsóknaraðferðir okk-
ar hafi leitt til þess að við höfum verið
að missa af einhveiju. Þorskurinn
heldur sig áfram í sjónum og vex, þótt
hann sé ekki veiddur fyrr en síðar.
Hins vegar held ég að það hljóti að
vera okkur kappsmál að vera nær
rauntíma í ráðgjöfinni. Þar eram við
að bæta okkur líka, en eigum eflaust
tök á því að gera ennþá betur. Núna
er fiskveiðiráðgjöf okkar, sem kynnt
er í maí árið 2000 fyrir næsta
fiskveiðiár, er hefst fyrsta september,
byggð að miklu leyti á stofnmælingu
botnfiska í marz síðastliðnum, en við
höfum ekki nákvæm gögn um áætlaða
aflasamsetningu árið 2000. Það er
margt sem þarf að gera til að þetta
gangi allt upp. Það er mikið af sýnum
sem þarf að fá í hús, við þurfrnn að al-
dursgreina og það er ekkert einfalt
máL Það þarf því margt fólk að koma
að þessu og það er vissulega takmark-
andi þáttur. Auðvitað reynum við að
flýta þessum hlutum eins og við get-
um.
Sjómaðurinn þarf ekki á sama
gagnabanka að halda til að komast að
sinni niðurstöðu. Ekki era gerðar
sömu kröfúr til hans og okkar sem
formlega ráðgjöf veitum. Því getur
hann sett fram ákveðnar skoðnir áður
en við getum merkt það í gögnum
okkar. Að því leytinu er hann fyrri til,
en heildarmyndin er kannski ekki eins
áreiðanleg og hún verður hjá okkur.“
Afli umfram tillögur
Því hefur verið haldið fram að bein
tengsl séu á miili stöðu þorskstofhsins
og kvótakerfisins. Það er ýmist sagt
að það sé kvótakerfinu að þakka að
þorskstofninn sé á uppleið eða það sé
kvótakerfinu að kenna að fiskistofnar
skuli ekki standa betur en raun ber
vitni. Gengur þetta upp?
„í skýrslu Hafrannsóknastofnunar
er tafla yfir það hvað stofnunin hefúr
lagt til sem hámarksafla, hve mikið
stjómvöld hafa ákveðið að veiða megi
og hve mikið hefúr verið veitt. Þessi
tafla nær yfir tímabilið frá 1984. Ekki
var nú alltaf farið eftir tillögum okkar
til að byija með. Aflamarkið var
hærra en við töldum ráðlegt í mörg
ár. Ég segi ekki að tillögur okkar séu
eitthvað heilagar. Stjómmálamenn
verða að taka tillit til ýmissa annarra
þátta og það er fúllkomlega eðlilegt.
Niðurstaðan er engu að síður sú að
um áratuga skeið var aflinn langt um-
fram tiUögur okkar um hámarksafla.
Leyfilegur afli var umfram það sem
við ráðlögðum, en endanlegur afli var
líka umfram það sem stjómvöld höfðu
heimUað. Þetta hefur gjörbreytzt með
setningu aflareglunnar og breyting-
um á kvótakerfinu síðustu árin. Það
eru ekki eins mörg göt í kerfinu nú og
áður. HeimUdir tfl veiða á sóknar-
marki var stærst þeirra, en einnig
vora þætth- eins og mUUfærslur afla-
heimilda mUU ára og mUU tegunda
auk lítt heftrar veiði smábáta. Þessi
sveigjanleiki kerfisins gerði veiði-
stjóm í einstökum fisktegundum ekki
nógu markvissa. Sé aflaregla fram-
kvæmd ætti þetta að ganga nokkuð
vel, ef virkt eftirUt fylgir.
Okkar hlutverk á að vera mat á af-
rakstursgetu stofnanna. Ef stjómvöld
kjósa annað veiðistjómunarkerfi til að
að takmarka aflann er það ekkert at-
riði sem við höfum sérstaka skoðun á,
ef tryggt er að aflinn verði ekki meiri
en ákveðið hefur verið. Þegar aflar-
eglan var sett á ákváðu stjómvöld tU-
tekna langtíma nýtingarstefnu sem
tryggði lágmarks Ukur á hrani stofns-
ins og tryggði langtíma hagkvæmni í
nýtingu stofnsms í efnahagslegu tUUti.
Sumir telja að þetta sé of hátt hlutfaU,
jafnvel þó lfkur á hrani séu Utlar. Það
sé æskUegt að hafa hlutfaUið lægra,
því þá verði ódýrara að sækja fiskinn.
Þetta er nýtingarstefnan sem stjóm-
völd ákváðu fyrir 5 árum síðan, en áð-
ur var Hafrannsóknastofnun að taka
afstöðu til þess með sínum tfllögum
um aflamark hvort byggja ætti stofn-
inn upp hratt eða hægt. SUkar
ákvarðanir geta haft alvarlegar póU-
tískar og efnahagslegar afleiðingar og
þær eiga að vera í höndum stjóm-
málamanna. Með aflareglunni er fest í
sessi vel ígranduð langtímastefna,
sem tryggir góða nýtingu stofnsins og
stjómmálamenn hafa tæki til að
tryggja stöðugleika í atvinnugrein-
inni.“
Getur verið að breyta
þurfi aflareglunni
Finnst þér koma til greina að
hverfa frá aflareglunni, tU dæmis í eitt
ár til að koma í veg fyrir tímabundna
efnahagslega erfiðleika?
„Það er ákvörðun stjómvalda
hvemig þau vUja nýta sér þá vitn-
eskju sem fyrir Uggur. Hafrannsókna-
stofnun mælti með þessari aflareglu á
sínum tíma. Það var jafnframt tekið
fram að rétt væri eftir 5 ár að skoða
hvemig hún hefði reynzt. Það er mjög
eðUlegt, en ég held að það væri aftur-
för að hætta að nýta stofninn með
langtímasjónarmið í huga. Það getur
hins vegar vel verið að það þurfi að
bæta aflaregluna með einhverjum
hætti. Hún þarf bæði að uppfyUa þau
líffræðUegu markmið, sem menn
settu sér í upphafi og gefa efnahags-
legan ábata. Það getur verið að sveifl-
ur í þessari aflareglu séu
óskynsamlegar af hagkvæmnisástæð-
um. Að reglan taki of mikið mið af
sveiflum í stofnmati miUi ára.
Það er grandvallaratriði í aUri þess-
ari umræðu að menn ræði hlutina af
skynsemi og komi með ábendingar og
málefnalega gagmýni í okkar garð
svo við getum bætt okkur. Það er
ipjög mitólvægt. Svo teljum við
grundvallaratriði að stjómvöld haldi
áfram að styrkja rannsóknastarfsem-
ina. Verkefnin era mörg og í raun og
veru má kosta miklu meiru til haf- og
fiskirannsókna á þessu landi. Við er-
um aUtaf að tæknivæðast betur og
betur og krafan um nákvæmni eykst
vegna þess að við erum aUtaf að fær-
ast nær því marki sem við megum
fara að í nýtingu fiskistofnanna. Við
þurfum að hafa svörin nákvæm, ef
okkur á að famast vel og það geram
við eingöngu með eflingu rannsókna,"
segir Jóhann Sigurjónsson.