Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR11. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Spánverjar þykja afar
sigurstranglegir í C-
riðli Evrópukeppninnar
í Hollandi og Belgíu, og
um þá er talað sem lík-
lega Evrópumeistara.
Reiknað er með því að
Júgóslavía og Noregur
bítist um annað sætið en
fæstir eiga von á að
Slóvenar geri miklar
rósir í keppninni. Viðir
Sigurðsson skoðaði liðin
fjögur sem skipa C-
riðilinn og komst að því
t
Spánn
Þjálfari: Jose Antonio Camacho
Leikmaður
Staða Lið
Leikir/mörk
1 Santiago Canizares Ma Valencia 22
2 Michel Salgado V Real Madrid 12
3 Agustin Aranzabal V Real Sociedad 15
4 Josep Guardiola M Barcelona 34/4
5 Abelardo Fernandez V Barcelona 44/3
6 Fernando Hierro V Real Madrid 69/23
7 Ivan Helguera M Real Madrid 4
8 Fran Gonzales M La Coruna 12/2
9 Pedro Munitis s Santander 8/1
10 Raul s Real Madrid 31/16
11 Alfonso Perez s Real Betis 32/8
12 Sergi Barjuan V Barcelona 44/1
13 Iker Casillas Ma Real Madrid 0
14 Gerard M Valencia 0
15 Vincente Engonga M Real Mallorca 11/1
16 Gaizka Mendieta M Valencia 11/1
17 Joseba Exteberria S Athletic Bilbao 24/6
18 Paco Jemez V Real Zaragoza 12
19 Juan Velasco V Celta Vigo 3
20 Ismael Urzaiz s Athletic Bilbao 15/8
21 Juan Carlos Valeron M Atletico Madrid 10
22 Jose Molina Ma Atletico Madrid 7
Noregur
Þjálfari: Nils Johan Semb
Staða Lið
Leikir/mörk
1 Thomas Myhre Ma Everton 8
2 Andre Bergdolmo V Rosenborg 22
3 Bjorn Otto Bragstad V Rosenborg 9
4 Henning Berg V Man. Utd. 70/8
5 Trond Andersen M Wimbledon 7
6 Roar Strand M Rosenborg 22/4
7 Erik Mykland M Panathinaikos 70/2
8 Stale Solbakken M Alaborg 56/9
9 Tore Andre Flo S Chelsea 46/21
10 Kjetil Rekdal M Valencia 82/17
11 Bent Skammelsrud M Rosenborg 34/6
12 Frode Olsen Ma Stabæk 13
13 Morten Bakke Ma Molde 1
14 Vegard Heggem V Liverpool 16/1
15 John Arne Riise M Mónakó 4/1
16 Dan Eggen V Alaves 17/2
17 John Carew S Rosenborg 11/2
18 Steffen Iversen S Tottenham 14/4
19 Eirik Bakke M Leeds 3
20 Ole Gunnar Solskjær S Man. Utd. 29/13
21 Vidar Riseth V Celtic 24/2
22 Stig Inge Björnebye V Liverpool 70/1
Er loksins komið
að Spánveijum?
Reuters
Spánverjinn Raul Gonzalez , til vinstri, þótti eðlilegt að bregða
sér á reiðhjól þegar hann var kominn tii Hollands. Tekur hann
hjólhestaspymur á EM?
að Spánverjar glíma
helst við það vandamál
að halda væntingum í
skefjum.
SPÁNVERJUM hefur oft verið
spáð góðu gengi á stórmótum
undanfarin ár en þeir hafa sjaldnast
staðið undir væntingum. Eftir sigur
í Evrópukeppninni árið 1964 hafa
þeir aðeins einu sinni komist nærri
því að leika það eftir; árið 1984 þeg-
ar þeir biðu lægri hlut fyrir Frökk-
um í úrslitaleik í París. Ófarir þeirra
í lokakeppni HM í Frakklandi 1998
eru mönnum enn í fersku minni en
þar komust Spánverjar ekki áfram
úr riðlakeppninni.
En bjartsýnin meðal spænskra
knattspyrnuáhugamanna er mikil
og það er engin furða. Real Madrid,
Valencia og Barcelona náðu frábær-
um árangri í meistaradeild Evrópu í
vetur og frá þessum félögum eru ell-
efu leikmenn í hópi Spánverja. Ein-
mitt sú ástæða gæti þó unnið gegn
liðinu því þessir leikmenn eiga að
baki um og yfir 60 leiki á nýliðnu
tímabili.
Gengi Spánverja undir stjórn
Jose Antonio Camacho hefur verið
magnað en hann tók við eftir skell
gegn Kýpur, 3:2, í fyrsta leik undan-
keppninnar. í 17 leikjum frá þeim
tíma hefur spænska liðið skorað 54
mörk gegn 9 og aðeins tapað einu
sinni, gegn Argentínu í vináttuleik.
Camacho breytti áherslum í leik
liðsins en forveri hans, Javier Clem-
ente, þótti fullvarkár. Camacho vill
spila djarft og leika skemmtilegan
sóknarleik, og það hefur tekist með
afbrigðum vel. Spyrjið bara Austur-
ríkismenn sem töpuðu 9:0 í Valencia
og Kýpurbúa sem lágu 8:0 í Bad-
ajoz.
Camacho byggir lið sitt í kringum
fjóra lykilmenn. í markinu stendur
Santiago Canizares, vörninni stjóm-
ar fyrirliðinn Femando Hierro, á
miðjunni er hinn öílugi Pep Guard-
iola og frammi er Raul Gonzalez -
maðurinn sem gæti hæglega orðið
stórstjama keppninnar ef Spánverj-
ar ná alla leið. í kringum þá er stór
hópur sterkra leikmanna á besta
aldri með mikla alþjóðlega reynslu.
Camacho er mjög varkár í öllum
ummælum og hans helsta vandamál
í upphafi keppninnar er að halda
sínum mönnum á jörðinni.
Boskov ætlar sér
sigur í keppninni
Hinn 68 ára gamli Vujadin Bosk-
ov, elsti þjálfarinn í úrslitakeppni
EM, er með sín markmið á hreinu.
Hann ætlar að leiða Júgóslavíu til
Evrópumeistaratitils og telur sig
eiga góða möguleika á því. „Við eig-
um fleiri leikmenn á heimsmæli-
kvarða en aðrar Evrópuþjóðir og
getum sigrað hvaða lið sem er, hve-
nær sem er,“ sagði Boskov í upphafi
æfingaferðar til Austurlanda á dög-
unum, þar sem lið hans lék afleit-
lega.
Júgóslavar eiga vissulega marga
snjalla leikmenn en fáir taka undir
það með Boskov að þeir séu líklegir
til að fara alla leið í keppninni. Það
sem helst gæti staðið þeim fyrir
þrifum er hár meðalaldur liðsins en
flestir lykilmanna eru um eða yfir
þrítugt. En þeir munu leggja sig alla
fram og vel það, enda þjóðarstoltið á
þeim bænum meira en gengur og
gerist, og margir þeirra upplifðu þá
kvöl að vera útilokaðir frá keppni á
EM 1992 og 1996 og HM 1994 vegna
stríðsástandsins á Balkanskaga.
Þeir líta á keppnina í ár sem síðasta
tækifæri sitt til að slá í gegn.
Júgóslavar geta skorað mörk,
með Predrag Mijatovic, Darko Kov-
acevic og Savo Milosevic sem val-
kosti í fremstu víglínu. Hinn 35 ára
gamli Dragan Stojkovic kemur frá
Japan til að stjórna miðjuspilinu,
með góðri aðstoð frá hinum vinnu-
sama Vladimir Jugovic, og vörnina
bindur saman jaxlinn Sinisa Mihajl-
ovic en vinstri fótinn hans óttast all-
ir markverðir vegna ótrúlegrar
skothörku og nákvæmni í auka-
spymum. Júgóslavar hafa áhyggjur
af markvörslunni, Alexander Kocic
handarbrotnaði í vikunni og Ivica
Kralj, sem væntanlega tekur stöðu
hans, þykir fullmistækur.
Júgóslavar hafa burði til að fara
áfram úr riðlinum og gætu hæglega
unnið hann ef allt gengur upp. Þeir
eru með eitt þeirra liða sem geta lát-
ið að sér kveða á EM án þess þó að
teljast til líklegustu sigurvegara.
Norðmenn ekki alveg
eins leiðinlegir og áður
Norðmenn hafa á undanförnum
áratug upplifað sitt mesta blóma-
skeið í knattspyrnunni og hafa fest
sig í sessi sem ein af tíu efstu þjóð-
unum á styrkleikalista FIFA. Eftir
slæma byrjun í EM unnu þeir sinn
riðil á sannfærandi hátt og lögðu
meðal annars Slóvena, mótherja
sína í keppninni, í tvígang, 4:0 og
2:1.
Norðmenn komust í lokakeppni
HM 1994 og 1998 en áunnu sér litlar
vinsældir fyrir sína leiðinlegu knatt-
spyrnu sem byggðist á varnarleik og
löngum sendingum. Egil Olsen,
þjálfari liðsins, vann samkvæmt
þeirri kenningu að stuðningsmenn-
irnir vildu frekar sjá leiðinlegt jafn-
tefli en skemmtilegan tapleik. Arf-
taki hans, Nils Johan Semb, hefur
þróað liðið inn á aðeins jákvæðari
brautir en sem fyrr byggir það á
vinnusemi, varnarleik og skyndi-
sóknum. Þar er treyst á að Tore
Andre Flo og Ole Gunnar Solskjær
skori mörkin sem til þarf og Henn-
ing Berg haldi vörninni saman. Það
veldur þó Semb áhyggjum að Berg
er tæpur vegna meiðsla.
Norðmenn mæta í keppnina fullir
sjálfstrausts eftir sigra á ítölum og
Slóvökum á lokasprettinum. Þá
státa þeir af því að hafa ekki tapað
leik á útivelli í tvö ár og vonast eftir
því að það komi þeim til góða á EM.
Semb telur raunhæft að stefna á
átta liða úrslitin og á von á hörðum
slag við Júgóslava um annað sætið.
Norðmenn geta sigrað alla á góðum
degi og þá skortir ekki sjálfstraustið
eftir árangur undanfarinna ára.
Engar væntingar og engin
pressa á Slóvenum
Slóvenía er yngsta og minnsta
þjóðin sem á fulltrúa á EM og liðið
er talið það ólíklegasta til afreka af
öllum 16 í keppninni. Slóvenar laum-
uðust inn um bakdyrnar á síðustu
stundu þegar þeir skelltu Ukraínu-
mönnum í aukaleikjum um EM-sæti
og þátttaka þeirra í Hollandi og
Belgíu er hápunkturinn í knatt-
spyrnusögu landsins sem fékk sjálf-
stæði frá Júgóslavíu árið 1991.
Á Júgóslavíutímanum var knatt-
spyrna ekki efst á baugi í Slóveníu,
skíðakappar og körfuboltamenn
voru oftar í sviðsljósinu. En
framfarirnar í landinu hafa verið
stórstígar á undanförnum árum og
Slóvenar sýndu það í æfingaleik
gegn Frökkum í París að þeir eru
sýnd veiði en ekki gefin. Þar náðu
þeir 2:0-forystu í byrjun en máttu
þó þola 3:2-tap að lokum gegn
heimsmeisturunum.
Enginn slóvensku leikmannanna
hefur getið sér alþjóðlega frægð,
helst að sóknarmaðurinn Zlatko
Zahovic hafi gert vart við sig en
hann skoraði 10 mörk í undan-
keppninni. Margir þeirra sem leika
erlendis eru ekki fastamenn í sínum
liðum og því í takmarkaðri leikæf-
ingu.
En Srecko Katanec, sem er 37 ára
og yngstur þjálfaranna á EM,
hyggst ekki leggjast í vöm þrátt
fyrir hrakspár. „Við ætlum ekki að
vera fallbyssufóður fyrir stóru liðin
og ætlum ekki að hírast á eigin vall-
arhelmingi. Við munum spila eins
djarft og við getum og komum von-
andi einhverjum í opna skjöldu. Til
okkar eru engar væntingar gerðar,
við höfum engu að tapa og á okkur
er því minna álag en öðrum liðum,“
segir Katanec. Nái lið hans í stig
verður það talið vonum framar.
Júgóslavía ■—
' Þjálfari: Vujadin Boskov WtKKKKM
Leikmaður Staða Lið Leikir/mörk
1 Alexsandar Kocic Ma Red Star 16
2 Ivan Dudic V Benfica 0
3 Goran Djorovic V Celta Vigo 4
4 Slavisa Jokanovic M La Coruna 49/8
5 Miroslav Djukic V Valencia 36/1
6 Dejan Stankovic M Lazio 17/6
7 Vladimir Jugovic M Inter Milan 33/3
8 Predrag Mijatovic S Fiorentina 46/22
9 Savo Milosevic S Real Zaragoza 41/20
10 Dragan Stojkovic M Nagoya Grampus 75/15
11 Sinisa Mihajlovic V Lazio 44/6
12 Zeljko Cicovic Ma Eindhoven 2
13 Slobodan Komljenovic V Kaiserslautern 16/2
14 Nisa Saveljic V Bordeaux 9/1
15 Goran Bunjevcevic M FK Crvena 2
16 Dejan Govedarica M RKC Waalwijk 24/1
17 Ljubinko Drulovic S FC Porto 26/2
18 Darko Kovacevic S Juventus 32/5
19 Jovan Stankovic V Reai Mallorca 5
20 Mateja Kezman s Partizan Belgrad 0
21 Albert Nadj M Real Oviedo 30/3
22 Ivica Kralj Ma Eindhoven 31
) bloven Þjálfari: Srecko H ® Leikmaður Staða ía j| latanec ■
Lið Leikir/mörk
1 Marko Simeunovic Ma NK Maribor 24
2 Spasoje Bulajic V FC Köln 8/1
3 Zeljko Milinovic V Linz 15/1
4 Darko Milanic V Sturm Graz 39
5 Marinko Galic V NK Maribor 46
6 Aleksander Knavs V Innsbruck 20/1
7 Djoni Novak M Sedan Ardennes 46/2
8 Ales Ceh M GAK Graz 48/1
9 Saso Udovic S LASK Linz 35/15
10 Zlatko Zahovic M Olympiakos 45/21
11 Miran Pavlin M Freiburg 22/2
12 Mladen Dabanovic Ma Lokeren 10
13 Mladen Rudonja S St Truidense 35
14 Saso Gajser M Anderlecht 5/1
15 Rudi Istenic M Uerdingen 17
16 Anton Zlogar M Gorica 1
17 Ermin Siljak S Servette 18/4
18 Milenko Acimovic M Crvena 19/4
19 Amir Karic M Maribor 23/1
20 Milan Osteric S Alicante 19/5
21 Zoran Pavlovic M Dinamo Zagreb 3
22 Dejan Nemec Ma NK Mura 0