Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Sji Morgunblaðið/Bjöm Amarson Sigurður Sigurðarson framkvæmdastjóri Jöklaferða ásamt samstarfskonum sínum Guðránu Ólöfu Björgvinsdóttur t.v. og Guðrúnu Jónsdóttur t.h. SÓKNARFÆRIN ERU ALLSSTAÐAR VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Sigurður Sigurðarson framkværadasfgdri Jöklaferða er fæddur í Stykkishólmi 25. apríl 1956. Hann er þó nánast Reykvíkingur, enda búið þar megnið af ævinni. Sigurður varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1977 og lauk námi frá Norges Markedshöyskole 1987. Sigurður starfaði í fyrstu við blaða- mennsku, frá árinu 1977, fyrst við Vísi, en síðan sem lausapenni. Hann gaf út ferðamálatímaritið Áfanga um fimm ára skeið, frá 1980-85. Fékk hann m.a. fjölmiðlaverðlaun Ferðamálaráðs árið 1984 fyrir útgáfuna. Síðan var Sigurður markaðsstjóri hjá Fínull árin 1987-89, starfaði síðan við bókhald og markaðsráðgjöf til ár- sins 1998, er hann réð sig til Jöklaferða. Sigurður á þijú börn, Heiðrúnu Sjöfn, 18 ára, Grétar Sigfínn, 17 ára og Bjarka Rúnar, 9 ára. Eiginkona Sigurðar er Inga Jóna Halldórsdóttir fram- kvæmdasljóri stjórnsýslusviðs sveitarfélags Hornaijarðar. eftir Guiimund Guðjónsson. ÖKLAFERÐIR á Höfn í Homafirði er eitt af stærstu fyrirtækjum í ferðaþjónustu á íslandi. Eins og nafnið gef- ur til kynna þá er megináherslan á ferðir á jökla, enda ekki leitað langt yfir skammt með stærsta jökul Evrópu við bæjardyrnar. Jöklaferðir hafa átt misjöfnu gengi að fagna í gegn um árin, en nú em horfur æ betri. „Ég sótti einfaldlega um starfíð hjá Jöklaferðum, þegar Tryggvi Arnason, sem var framkvæmda- stjóri, hætti,“ segir Sigurður þegar hann var spurður um tildrög þess að hann réðst til þessa starfs. „Þeir hafa líklega ekki átt skárri kost en mig, en þó verð ég að segja að þótt ég sé fæddur í Hólminum þá hef ég verið höfuðborgarmaður svo lengi að ég hugsaði með mér oftsinnis þegar ég leit í kring um mig eftir starfi, að ég myndi aldrei flytja út á landsbyggð- ina. Þess vegna þurfti ég að hugsa mig vel um þegar ég sótti um þetta starf, að ég tala nú ekki um þegar Ijóst var að ég kom til greina. En ég verð að segja, að allur kvíði var óþarfur, allur ótti út í hött. Höfn er alveg ótrúlega góður staður að búa á. Þegar fjölmiðlar era að flytja fréttir af barlómi, atvinnuleysi og vesöld í sjávarplássum í landinu, ekki síst hér á austanverðu landinu, þá á ekkert af því við hér á Höfn í Hornafirði. Hér er uppbygging, atvinna, gott mann- líf, menning, bjartsýni og raunar allt sem prýtt getur góðan stað. Vonandi get ég bara verið hér sem lengst,“ segir Sigurður. Breyttar áherslur Sigurður segir að Jöklaferðir séu merkilegt fyrirtæki og forveri hans í starfi afar hugmyndaríkur og dríf- andi maður. Hins vegar hafi rekstur fyrirtækisins verið erfiður. „Tryggvi lagði línur sem er enn farið eftir í stóram dráttum, t.d. lagði hann granninn að ferðaáætlun Jöklaferða. Það sem ég hef gert er að skerpa þessar áherslur og bæta við eigin hugmyndum. Starfsemi Jöklaferða byggist á nokkram atriðum. I fyrsta lagi er um að ræða ferðir á Vatnajök- ul á vélsleðum, snjóbílum og jeppum. I öðra lagi er um að ræða skipulag- nHingu ferða í tengslum við ferðir á Vatnajökul og siglingu á Jökulsár- lóni. I þriðja lagi er um að ræða skipulagningu ferða í Austur-Skafta- fellssýslu fyrir einstaklinga og hópa og er þá um samstarf að ræða milli Jöklaferða og nokkurra aðila í ferða- þjónustu á svæðinu, t.d. Austurleið SBS hf„ Flugfélag íslands, Ferða- þjónustuna við Jökulsárlón, Guð- brand Jóhannsson, sem sér um ferð- ir í Lónsöræfi, Hótel Skaftafell, gistihúsið Smyrlabjörgum, Sigurð Bjarnason, sem sér um ferðir í Ing- ólfshöfða, Meðalfell, sem rekur or- lofshús á landnámsjörðinni Meðal- felli, Hótel Vatnajökul og fleiri og fleiri sem of langt mál er að telja upp. Segja má að tromp Jöklaferða sé rekstur þjónustumiðstöðvarinnar Jöklasels, þar sem við rekum úrvals- gott veitingahús með vínveitinga- leyfi. Veitingahúsið hefur fengið mikið hrós, en kokkurinn okkar, Hafdís Gunnarsdóttir, hefur sérhæft sig í ýmsum sjávarréttum. Alla daga er boðið upp á hlaðborð í hádeginu og hópum er boðið upp á það utan- dyra þegar veður leyfir. En það er ekki bara veitingahúsið sem trekkir, aðalaðdráttarafl Jöklaferða er rútu- ferð með leiðsögn frá Höfn. Komið er við á flugvellinum, því daglega kem- ur fjöldi manns í dagsferð frá Reykjavík. Frá flugvellinum er ekið upp í Jöklasel, sem er í 840 metra hæð við rætur Skálafellsjökuls. Þar er farið í jöklaferð, annaðhvort á vélsleða eða snjóbílum. Jöklaferðir eiga 20 vélsleða og 2 snjóbíla og geta flutt tæplega hundrað manns út á jökul á klukkustund. Síðan er boðið upp á hádegisverð í Jöklaseli og því næst ekið niður á láglendi á ný og vestur að Jökulsárlóni þar sem farið er í siglingu. Að siglingu lokinni er ekið til baka á flugvöllinn og síðan til Hafnar. Þetta er rétt rúmlega átta stunda ferð og mikið um að vera í henni. í júlí og ágúst er boðið upp á sams konar dagsferðir frá Klaustri og Skaftafelli." Nýjungar? „Já, það era ýmsar nýjungar og er þar líklega helst að nefna að við bjóð- um nú upp á ferðir íyrir göngufólk í Lónsöræfi. Við tökum við fólkinu á Höfn, ökum því upp í Jöklasel, föram með það í snjóbíl yfir Vatnajökul að Eyjabakkajökli og þaðan gengur fólkið niður Lónsöræfin á eins löng- um tíma og það kærir sig um, gistir í tjöldum eða skálum. Við Ulakamb tekur rúta á móti fólkinu og flytur það til Hafnar á ný. Ég vil einnig gjarnan nefna gönguskíðaferðir yfir Vatnajökul sem við bjóðum í sam- vinnu við ferðafélagið Útivist." Batnandi gengi Sigurður talaði um að rekstur Jöklaferða hefði lengi verið þungur, en lifnað hefði yfir honum í seinni tíð. „Já, það er ekkert launungarmál að reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár. Jöklaferðir hf. hætti rekstri á síðasta ári. Rekstrarfélag Jöklaferða ehf. keypti þá reksturinn og hefur rekið fyrirtækið síðan. Eig- endur era Flugfélag íslands, Aust- urleið SBS hf„ Sveitarfélagið Horna- fjörður, Gísli Jónsson hf. og Meðalfell ehf. Stjórnarformaður fyr- irtækisins er Sturlaugur Þorsteins- son, fyrrverandi bæjarstjóri á Homafirði. Jöklaferðir velta um 70 milljónum á ári. Reksturinn hefur verið þungur, því lítil starfsemi hefur verið á vet- urna. Þetta hefur þó verið að þokast upp á við, því árið 1998 var veltan 60 milljónir og viðskiptavinir 7.000. I fyrra vora viðskiptavinirnir orðnir 8.000 og segja má að ef okkur tekst að ná fjöldanum upp í 10.000 þá er reksturinn gulltryggður." Er það hægt og hvernig þá? „Já, það er alveg öragglega hægt, á því er ekki nokkur vafi og við höf- um alla burði til að taka á móti 2.000 fleiri gestum en hingað til. Þó þeir væra fleiri. Ég held að lykillinn að því sé að nýta vetrarmánuðina, frá október til apríl. Það er ekki aðeins í þágu Jöklaferða að auka ferðamannastrauminn, það myndi skipta sveitarfélagið allt miklu máli. Hingað til hefur veturinn að mestu Vond veður, lemjandi brim á sandi í hríðar- byl, slíkt er ógleyman- legt þeim sem aldrei hafa upplifað það. ís- land er ekki síður fal- legt að vetrarlagi. farið í markaðsstarf. Við höfum kynnt það sem við bjóðum upp á hjá ferðaskrifstofum sem selja ferðir til Islands erlendis og beðið svo eftir sumrinu, lepjandi dauðann úr skel. Markaðsstarf er ekki eitthvað sem gerist á einum degi og í því liggur einn megin vandi ferðaþjónustunnar. Við höfum notið krafta Jóns Gunnars Borgþórssonar markaðsráðgjafa hjá Útflutningsráði og fengið þar dýr- mætar tillögur. Við erum farin að sjá árangur." Þú talaðir um sölu erlendis, eru þið einungis með útlendinga? „Nei, alls ekki. Útlendingar eru stór hluti viðskiptavina okkar og í fyrra tókum við á móti fólki af 30 þjóðemum. Hingað kom fólk frá Hong Kong, Singapore, Taívan, Kína, Kamerún, Grikklandi og víðar. Hlutföll hafa þó verið að breytast, vaxandi fjöldi Islendinga kemur til okkar. Þeir hafa verið tæplega tutt- ugu prósent gesta okkar til þessa, en fer fjölgandi. Af erlendu þjóðemun- um era það Bretar, Þjóðverjar, Frakkar, Spánverjar og Hollending- ar sem eiga flesta fulltrúana. Það er eftirtektarvert að við fáum fáa Norð- urlandabúa. Þeir virðast sækja suð- ur í hitann, en þeir sem búa í heita loftslaginu sækja hingað í kuldann." En hvað getið þið boðið ferða- mönnum upp á yfir veturinn ? „Islenska veturinn. Jökulinn og fjörana. Flestir sem hingað koma era annaðhvort að láta draum rætast eða hafa ekki hugmynd um við hveiju er að búast. Vond veður, lemj- andi brim á sandi í hríðarbyl, slíkt er ógleymanlegt þeim sem aldrei hafa upplifað það. ísland er ekki síður fal- legt að vetrarlagi. Veður era vissu- lega vályndari en það má nýta sér slíkt í ferðaþjónustu. Þetta snýst allt um vana menn, góða þjónustu og öfl- ugri markaðssókn.“ Hvar liggja sóknarfærin ? „Það er mikilvægt að staðsetja sig í markaðsstarfinu og hafa það þann- ig sem markvissast. Kynning erlend- is þarf að vera meiri, við þurfum að herða snörarnar sem lagðar era fyrir lausaumferð, finna einstaklinga og hópa sem hafa áhuga á því að breyta til og gera eitthvað ólíkt öllu öðra. Við eram með öfluga kynningu á Netinu sem fær fjölda heimsókna. Innlendi markaðurinn er kannski sá sem býður upp á mestu möguleik- ana. Eins og ég sagði þá er hlutdeild Islendinga um 20%. Þetta er sá markaður sem næstur okkur liggur og hann hefur sýnt sig vera sveigjan- legur. Þarna era gríðarlegir mögu- leikar á ferðinni.“ Þú telur því að bjart sé framund- an? „ Já, það hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur. Það má margt bet- ur fara í ferðaþjónustu hér á landi, ekki síst hvað snýr að hinu opinbera. Það hefur hins vegar verið að breyt- ast til batnaðar og þar sem menn töl- uðu bara áður og létu þar við sitja þá fylgja nú stundum verkin með. Áður var ferðaþjónusta nánast homreka og álitið að að henni stæðu einhverjir sem nenntu ekki að vinna og vildu bara leika sér. Nú vildu flestir stjórnmálamenn Lilju kveðið hafa. Hvað okkur hjá Jöklaferðum varðar, þá veit ég ekki hvort það á heima í svona virðulegu viðtali, en við höfum gert okkar skammt af mistökum í gegn um tíðina og því miður hafa þau stundum bitnað á viðskiptavinunum. En til þess era mistökin að læra af þeim og þar sem frammistaða fyrir- tækis á borð við Jöklaferðir dæmist af því hvort viðskiptavinurinn kveð- ur með bros á vör og með góðar minningar, þá hljótum við að kapp- kosta að þjónustan sé í hæsta gæða- flokki og mistök séu geymd en ekki gleymd. Þetta hefur gengið vel hjá okkur og ég man raunar ekki eftir því að hafa áður verið í starfi þar sem nánast allir kveðja mann með bros á vör.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.