Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FRA UPPL Y SIN GAB YLTIN GU TIL ÞEKKINGARÞ JÓÐFÉLAGS Þekking, tákn tímans Fyrir þremur til fjórum áratugum þegar upplýsingatækni fór að hafa áhrif í bókasafns- og upplýsinga- fræði, var um að ræða rafvæðingu á upplýsingum, um hvar útgefna þekk- ingu þess tíma var að finna. Upplýs- ingar um það eru birtar í bókaskrám á pappír eða rafrænu formi. Þar er að finna upplýsingar um hvað birt hefur verið á tilteknu efnissviði á tilteknu tímabili, á tilteknum tungumálum eða landsvæðum. Upplýsingabyltingin fólst í því að jafnframt birtingu á pappír og í spjaldskrám voru skrár gerðar aðgengilegar á rafrænu formi, en skrár á því formi ganga einnig undir heitinu bókfræðigagnasöfn. Upplýsingar í rafrænu skránum eru nýrri, fljótlegra er að leita í þeim og tæknin gerir fjaraðgang mögulegan. Skrá þarf ekki lengur að vera til á staðnum til þess að vera aðgengileg til leitar. Áður voru niðurstöður leitar upplýsingar um hvað hafði komið út, hvar það hafði birst og í sumum til- vikum hjá hvaða bókasafni eða upp- lýsingamiðstöð var hægt að fá ritin. Um var að ræða tilvísun á þekkingu sem aðallega var birt á pappírsmið- lum og í minna mæli á örfilmum, fisj- um, í kvikmyndum og öðrum slíkum miðlum. Utvegun ritverka var kostn- aðarsöm og tímafrek væru þau ekki til á bókasafni þess sem leitaði. Á upplýsingaöld hafði skjótur og auð- veldur aðgangur að upplýsingum áhrif á rekstur jafnt á bókasöfnum ,sem á öðrum vettvangi. Nú eru breyttir tímar. Aðgangur fæst í æ ríkari mæli að útgefinni þekkingu í rafrænum bókum og tím- aritum. Niðurstöður leitar í bókfræðigagnasafni gefa til kynna hvaða rit eru fáanleg rafræn. Notandi smellir á auðkennisorð eða aðgangs- reit til þess að fá verkin í heild á skjá- inn. I sumum tilvikum er tiltekin þekking aðeins birt á rafrænu formi og fuUvíst má telja að birting á raf- rænum miðlum eingöngu muni auk- ast til muna í framtíðinni. Þessi þróun er mislangt komin eftir efnissviðum. Lengst er hún komin á sviðum þar sem mikið liggur við að hafa aðgang að því allra nýjasta tafarlaust. Nafngiftin þekkingarþjóðfélag ber 'þó ekki nafn af því hve auðvelt er tæknilega að nálgast nýja þekkingu, hún er fremur til komin vegna mikilvægi þekk- ingar nú á tímum. Hér er átt er við þekkingu sem birt er í útgáfumiðlum og þekk- ingu sem til er í fyrir- tækjum og stofnunum meðal starfsmanna. Þá þekkingu er leitast við að beisla með þekking- arstjórn, stjóm á því hvemig þekking berst um íyrirtæki eða stofn- un þannig að hún verði að sem mestu gagni. Jafnframt er stefnt að því að halda eftir, á raf- rænu formi, nýtilegri þekkingu sem til hefur orðið hjá starfsfólki þegar það hættir störfum. Bókasöfn, gáttir að þekkingn Á stóram rannsóknarbókasöfnum var áður miðað við að eiga allt á safn- inu sjálfu, sem hugsanlegt var talið að gæti nýst einhvem tíma. Eftir seinni heimsstyrjöld þegar útgáfa stórjókst og verð útgáfurita hækkaði mjög bragðu bókasöfn á það ráð að hafa samvinnu um aðföng. Það sem til var á einu safni var lánað á annað gegn greiðslu umsýslu- og sendingar- kostnaðar. Þá var miðað við að geta boðið upp á efnið þótt það væri ekki allt til á staðnum með því að útvega það sem á vantaði frá samstarfssöfn- um eða þeim söfnum sem sérhæfðu sig í millisafnalánum. Einnig vora gerðir samningar milli bókasafna um bein afnot notenda eins bókasafns á efni annars bókasafns á því safni án þess að til kæmu millisafnalán. Auk samnýtingar er nú miðað við að hafa sumt í hefðbundinni pappírsútgáfu og annað í áskrift að aðgangi að raf- rænni útgáfu á upplýsingum og þekk- ingu. Rafræni aðgangurinn kemur að nokkra leyti í stað millisafnalána sem enn era þó mikið notuð. Breyttur rekstur bókasafna Rekstur bókasafna er að breytast. Allt virðist benda til þess að í framtíð- inni muni bókasöfn og aðrir aðilar hafa samstarf um að kaupa áskrift að aðgangi að rafrænu efni sem mikið er notað til lengri tíma, a.m.k. til árs, í stórum einingum. Auk þess verður væntanlega samið um tiltekinn að- gang að smáum eining- um, svo sem tímarits- grein, kafla eða blaðsíðu í bók, mynd, töflu eða grafi, í rafræn- um þekkingarsöfnum sem lítið era notuð, beint frá forlögum og dreifingaraðilum um Lýðnetið. Hugsanlega verður greitt fyrir þennan takmarkaða að- gang fyrirfram sam- kvæmt þjónustusamn- ingi eða jafnóðum með rafrænni greiðslu. Þeg- ar þekkist að boðið er upp á skammtímaað- gang að rafrænum bók- fræðigagnasöfnum og útgáfuritum. Gjaldskrár rafrænna bókfræði- gagnasafna sem ekki era í ársáskrift á föstu verði era iðulega miðaðar við tiltekið tímagjald ásamt greiðslu fyr- ir magn notkunar auk annarra gjaldaliða. Samanborið við kostnað notkunar þegar keyptur er aðgangur á föstu verði fyrir marga notendur til ársins er það verð hátt fyrir hverja notkun. Meta þarf fyrir hvert gagna- safn hvort ódýrara er að taka árs- áskrift eða greiða sérstaklega fyrir hveija notkun. Samningar stofnunar um tiltekið verð fyrir lágmarksnot miða að því að tryggja aðgang á lægra verði en þegar keypt er í smá- sölu eftir hendinni. Breytt störf bókasafnsfræðinga Störf bókasafnsfræðinga era einn- ig að breytast, þeir verða að verja miklum tíma í að fylgjast með hvern- ig rafræna útgáfan er markaðssett, hvaða lög gilda og hvaða skilningur ríkir á leyfilegri notkun þess sem kaupa á tU að geta valið hagkvæm- ustu leið og kaupeiningu miðað við þarfir hveiju sinni. Mun betur þarf að fylgjast með notkun en áður var tU þess að hafa forsendur fyrir ákvarðanatöku um að hverju á að semja um fullan aðgang á föstu verði og að hverju takmarkaðan eða engan aðgang. Bókasafnsfræð- ingar munu í auknum mæli vinna að söfnun tölulegra gagna um notkun safnkosts. Þeir munu taka þátt í mót- un staðla til notkunar við vistun og heimtur rafrænna upplýsinga og þekkingar. Þeir munu í auknum mæli starfa hjá forlögum og upplýsinga- veitum við að skipuleggja aðgangs- leiðir að þekkingu í rafrænni útgáfu. Breyttir notkunar- möguleikar notenda Breyttir útgáfuhættir og breyttir notkunarmöguleikar útgáfurita hafa einnig áhrif á notendur. Við undir- búning og skipulag verkefna verða þeir sem stunda rannsóknir að gera ráð fyrir að kaup á aðgangi og afnot- um á þekkingu verði æ kostnaðar- samari liður. Sérstaklega á það við þegar unnið er á sviðum þar sem ekki hefur verið talið hagkvæmt á bóka- safni notanda að kaupa áskrift á föstu verði vegna of hás kostnaðar miðað við notkun. Treysta má því að þekkingin fáist á bókasöfnum en ekki að hún verði að kostnaðarlausu eða jafn „ódýr“ og verið hefur. Nýjungagirni, afl framfara Að mörgu leyti standa íslendingar vel að vígi. Skilyrði þess að þjóðir geti nýtt sér rafræna þekkingu era m.a. að þær séu tæknivæddar og vel menntaðar. Menntunarstig er hátt og tæknivæðing mikil hér á landi. Það stafar að hluta til af nýjungagimi, sem vissulega er kostur á tímum örra breytinga, þegar allt veltur á því að geta tileinkað sér nýjungar strax. Þjóðinni er ekkert að vanbúnaði að hafa samband út um allan heim og ná í nýjustu þekkingu, gögn og upplýs- ingar frá vinnustað, bókasöfnum um allt land og í mörgum tilvikum að heiman. Málið er hins vegar ekki svo einfalt. Kostnaður við aðgang að þekkingu eykst í réttu hlutfalli við aukið mikilvægi hennar í þjóðfélag- inu. Kostnaðaraukning frá lokum síð- ari heimsstyijaldar er gífurleg og nær bæði til aðgangs að þekkingu í rafrænni útgáfu og þekkingar sem birt er á hefðbundnum miðlum eins og pappír. Það sem skilur á milli hefð- bundinnar útgáfu og rafrænnar er að aldagamlar hefðir ríkja um sölu og leyfilega notkun þekkingar á papp- írsmiðlum. Reglur og hefðir um sölu og leyfileg not á aðgangi að þekkingu í rafrænni útgáfu era hins vegar í mótun, þær hafa tekið miklum breyt- ingum undanfarin ár. Blikur á lofti, aðgangur örþjóða að rafrænni þekkingu Sala á rafrænni útgáfu á þekkingu hefur í sumum tilvikum miðast við svo stórar einingar í notkun eða magni talið, að hvorki einstök bóka- söfn hér á landi né þjóðin í heild gæti keypt aðgang. Þá er um að ræða eins konar heildsölu þar sem seldur er að- Þótt íslenska þjóðin sé örsmá er þörfín á að hafa aðgang að allri þekkingu sem út er gef- in á hverjum tíma vegna atvinnu og tómstunda, segir Stefanfa Julíus- dóttir, sú sama og með- al stórþjóða. gangur að mörgum bókfræðigagna- söfnum og rafrænum útgáfuritum fyrir margar stofnanir eða heilar þjóðir. Dæmi era um að fleiri smá- þjóðir taki sig saman um kaup á að- gangi til að spara kostnað. Að því er einnig hagræði fyrir seljanda. Eftir því sem færri og stærri einingar era seldar þarf færri sölumenn, sem þýð- ir lægri kostnað við sölu, tengingar og aðra þjónustu sem þessu fylgir. Þróun rafrænna greiðsluaðferða fylgja nýir möguleikar um gjaldtöku. Nú era dæmi þess að aðgangur að rafrænum ritum sé í boði í mjög smá- um einingum og í mislangan tíma. Þannig er hægt að hafa aðgang að til- teknum tímaritsgreinum, tímarits- heftum eða tímaritaflokkum um sama efni í rafrænni útgáfu talið í sól- arhringum eða vikum. Þá er um að ræða eins konar smásölu til einstakl- inga sem greidd er rafrænt með greiðslukorti. Þessi aðgangur er sam- bærilegur við staka leit í bókfræði- gagnasöfnum, sem ekki era í árs- áskrift á föstu verði. í smásölu er verð á keyptri einingu að sjálfsögðu dýrari en þegar verslað er í stóram einingum til langtíma nota hvort sem um er að ræða bókfræðigagnasöfn eða heildartexta rita. Þegar um er að ræða rafræn útgáfurit er verðið þó tiltölulega sanngjamt miðað við verð á millisafnalánum með hraði. Taka verður með í reikninginn að rafrænn aðgangur er samstundis. Ekki þarf að bíða svo dögum skiptir eins og þegar venjuleg millisafnalán á pappfr eru pöntuð. Kaup á rafrænum að- gangi munu í auknum mæli leysa millisafnalán af hólmi. Verð á aðgangi að þekkingu miðast í sumum tilvikum við aðstæður í lönd- um þar sem fyrirtæki á sviði þekking- armiðlunar hafa aðsetur. Nefna má Bandaríkin sem dæmi um slíkt. Þar í landi virðist af ýmsum ástæðum vera hægt að selja þekkingu til heilbrigðis- þjónustu á mun hærra verði en hægt er að kaupa hana á hér á landi miðað við fjárveitingar. Það er nauðsynlegt að koma eigendum afnotaréttar Lykill að framtíöinni! Nám í grunndeild Innritun á haustönn árið 2000 stendur yfir í Hótel- og matvælaskólanum til 15. júní Kennsla hefst 23. ágúst Upplýsingar gefur kennslustjóri hótel- og matvæla greina milli kl. 8.00 og 15.00 HÓTEL- OG MATVÆLASKÓUNN MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI v/Digranesveg • 200 Kópavogur Sími 544 5530 • Fax 554 3961 • Netfang mk@ismennt.is Stefanía Júlíusdóttir þekkingar og fyrirtækja á sviði þekk- ingarmiðlunar í skilning um að vör- una er ekki hægt að selja á sama verði alls staðar í heiminum. Afar mikilvægt er fyrir okkur Is- lendinga að taka þátt í samningavið- ræðum og prófunum á notkun á með- an söluhættir era að mótast og seljendur að leita leiða við markaðs- setningu, til að hafa áhrif á viðmið við aðgengi. Með þeim hætti eru meiri líkur á að í framtíðinni muni Islend- ingar hafa aðgang að nauðsynlegu efni á sanngjörnu verði, á þann hátt sem okkur hentar best. Það skiptir einnig máli fyrir þá sem selja aðgang að þekkingu í rafrænni útgáfu að átta sig á að þeir verða að hafa í boði nógu litlar sölueiningar til þess að örþjóðir eins og íslendingar geti keypt að- gang. Örþjóðum fer fjölgandi. Þegn- ar þeirra hafa þörf á jafnyfirgrips- miklum aðgangi að þekkingu og upplýsingum og þegnar stærri þjóða, þó heildarnotkun sé lítil. Ólík lög og hefðir Sérstök ástæða er til að nefna að lög um ýmis afnot m.a. rétt til aírita- töku (copy right) era mismunandi milli landa, það sem leyft er í einu landi er ekki leyft í því næsta. Einnig era hefðir og lög um rétt höfunda (intellectual property right) mismun- andi milli landa. Þá era notkunar- hefðir á safnkosti bókasafna mismun- andi. Það sem fellur undir sanngjama notkun (fair use) í einu landi þykir óhæfa í því næsta. Hér á landi ríkir sú hefð að allir safngestir á bókasöfnum sem rekin era fyrir al- mannafé hafi afnot af því sem þar er í boði. Utan Norðurlandanna ríkja aðrar hefðir, eftir því sem þeirri er þetta ritar er kunnugt. Vestanhafs þykir það ekki tiltökumál að semja um rafrænan aðgang sem aðeins sumir safngestir mega nýta sér. Þar er það ekki sjálfgefið að allir safn- gestir hafi jafnan aðgang að safn- kosti. Lög sem lögð era til grandvall- ar við samninga um áskriftir að rafrænum ritum era yfirleitt lög sem gilda í landi seljanda. Þeir sem kaupa efni til bókasafna, sérstaklega að- gang að rafrænu efni, verða því að gæta þess vel að kynna sér hvað er leyfilegt og hvað ekki samkvæmt þeim lögum sem samningur miðar við. Þess ber einnig að gæta að ákvæði íslenskra laga um persónu- vernd gilda aðeins á Islandi. Þau ná ekki til gagnasafna sem staðsett era erlendis og leitað er í um Lýðnetið. Þegar notandi skráir sig hjá tiltekinni upplýsingaveitu í Bandaríkjunum sem veitir aðgang að gagnasöfnum sem aðrir reka er tekið fram að upp- lýsingaveitan taki ekki ábyrgð á söfn- un og notkun persónuupplýsinga þegar leitað er í gagnasöfnum þriðja aðila. Notandinn verður að gefa til kynna að hann geri sér grein fyrir þýðingu þessa og að hann samþykki það þegar hann skráir sig hjá upp- lýsingaveitu þessari. Samningar um aðgang að rafrænni útgáfu á sviði heilbrigðisvísinda Höfundur þessarar greinar hefur tvisvar samið um aðgang að upplýs- ingum og þekkingu í rafrænni útgáfu. I fyrra skiptið fóra samningar fram á vegum Landlæknisembættisins. Þá var samið við fyrirtækið Ovid um fjölnotaaðgang að bókfræðigagna- safninu Medline fyrir starfsmenn Landlæknisembættisins, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, Tryggingastofnunar ríkisins, starfs- fólk lítilla heilbrigðisstofnana, heilsu- gæslustöðva, sjúkrahúsa og rann- sóknastofnana. Skilyrði var að stofnanimar væra ekki era reknar í hagnaðarskyni. Á þeim tíma var efninu dreift á geisladiskum sem vora sendir til Bókasafns Landspítalans. Tölvudeild spítalans sá um að gera efnið að- gengilegt um netþjón. Þeir aðilar hér á landi fyrir utan Landspítalann sem keyptu aðgang að efninu hjá Ovid fengu leyfi til þess að nýta netþjóns- aðgang Landspítalans gegn kostnað- arverði, fyrir tilstilli fyrrverandi for- stöðumanns Bókasafns Landspítalans, sem var brautryðj- andi á þessu sviði. Með því að semja um fjölnotaaðgang var hægt að fá mun lægra verð og veita þannig mun fleiram aðgang en annars hefði verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.