Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Nýja hagkerfið er ekki dautt úr öllum æðum Reuters Tölvan og netið, upplýsingabyltingin, sem svo er kölluð, eru þær lind- ir sem nýja hagkerfið eys af. eftir Rudi Dornbusch © Project Syndicate ÞAR til nýlega blómstraði nýja hag- kerfið í Bandaríkjunum sem aldrei f'yrr; varia nokkur verðbólga, verð- bréf í sögulegu hámarki, fjögur ár með yfir 4% hagvexti, hátt atvinnu- stig og afgangur af ríkisfjárlögum. Jafnvel efasemdamenn urðu að horf- ast í augu við þessar staðreyndir. En nú er öldin önnur. Teikn eru á lofti um að aukna verðbólgu megi þegar merkja í vöruverði og í atvinnulífinu. Spumingin er hvort hagkerfið hægi snögglega ferðina af sjálfu sér eða hvort stjóm Seðlabanka Bandaríkj- anna þurfi að beita handafli á verð- bólguna með því að hækka vexti. Var nýja hagkerfið bara tískubóla eða mun það þola samdrátt? Svar: Það mun Úfa og berast út um heims- byggðina og verða jafn stór þáttur í samfélaginu og ríkið og alrílds- stjómin var á fjórða áratug þessarar aldar. Það mun móta efnahagslífið sem og líf okkar á næstu áratugum. Hvers vegna? Fimm þættir halda nýja hagkerfinu gangandi: tækni, samkeppni, ný hagstjórnarmenning stjómvalda, heimili og viðskipti. Tæknin er einna augljósasti þáttur- inn. Bylting í rafrænum samskiptum hefur mun meira að segja og breiðist hraðar út en símskeytin og síminn gerðu á sínum tíma. Einnig ber að nefna upplýsingabyltinguna og möguleika hennar til að skapa hug- búnað sem kollvarpar eldri aðferð- um, allt frá bókhaldi og farmiðasölu til fjármálaviðskipta, innkaupa og tómstunda. Þessi þáttur byltingar- innar er langt því frá genginn yfir. í raun er þessi bylting rétt að hefjast. Möguleikarnir sem felast í tölvubylt- ingunni munu brátt hafa í för með sér tækifæri sem menn láta sér varla detta í hug þessa stundina. Ekki hefur verið jafn mikil sam- keppni og nú frá því snemma á öld- inni. Aukin samkeppni hefur greini- lega fest sig í sessi í löndum sem hingað til hafa verið andsnúin henni, löndum eins og Þýskalandi, Frakk- landi og Japan svo einhver séu nefnd. Viðskipti heimshoma á milli hafa ýtt undir samkeppnina en þau hafa aukist fyrir tilstilli tækninnar. Afnám hafta heima fyrir og minnk- andi ríkisafskipti hafa einnig sitt að segja. Eigendur verðbréfa heimta sinn skerf af kökunni. Áhættufjár- magn stendur til boða hverjum sem er, ekki eingöngu rótgrónum fyrir- tækjum, og ekkert þak virðist vera á fjárhæðum. Héðan er ekki löng leið inn á verndaða markaði. Nýja hagkerfið felur í sér óttalegt kapphlaup en allir giæða á því, a.m.k. kaupendur. Þriðji þátturinn er breytt hag- stjómarmenning. Stórir bankar og sjóðir hafa áttað sig á að stöðugt verðlag og styrk fjármálastjóm skipta miklu máli til að bæta efna- haginn. Ekki er síður mikilvægt að einstaklingar og íyrirtæki hafa með- tekið tvö mikilvægustu skilaboð þeirrar veraldar þar sem allt er mögulegt: „Nei er ekkert svar!“ og „Ekki bíða eftir ríkisstjóminni ef um vandamál er að ræða. Leysið það sjálf.“ Þessi afstaða gjörbreytir því hvemig heimurinn er orðinn; mið- stýringin, vamarvirki hefðarinnar, er smám saman leyst upp. Líkt og í öðmm byltingum em íylgjendur óbreytts ástands látnir taka pokann sinn. Menn em hvattir til að tala ftjálslega og opið um hlutina og ekki er haldið aftur af þeim. Ungt fólk vill vera með í uppbyggingu fyrirtækja í stað þess að vinna við fjárfestingar hjá rótgrónum bönkum. Missi ein- hver út úr sér að eitthvað sé ómögu- legt birtist einhver annar og segir að hann hafi þegar framkvæmt það. Josef Schumpeter (var fjármála- ráðherra Austurríkis um síðustu aldamót, tuttugu og eins árs en gekk illa í því starfi, varð gjaldþrota bank- astjóri skömmu seinna og síðar frá- bær hagfræðingur við Harvard-há- skóla) kallaði ferli af þessu tagi „skapandi afbyggingu“. Hann sá fyrir sér í framtíðinni viðskipti, breyttar leikreglur eða mikilvægar nýjungar sem myndu skekja marka- ðina og að afleiðingamar yrðu að verð, þátttakendur og leikreglur tækju breytingum samfara breyttu efnahagslífi. Á meðan á umbreyting- unni stæði ættu sér stað miklar til- færingar sem myndu auka fi-am- leiðslu um leið og rótgróin og þreytt fyrirtæki legðu upp laupana. Besta dæmið um skapandi af- byggingu Schumpeter er það sem gerst hefur í Bandaröqunum síðasta áratuginn. En það er nú orðið að sögu fleiri ríkja en Bandaríkjanna. Skapandi afbygging (sem opnari hagkerfi og tækni styrkja) berst nú um heiminn. Efasemdamenn nota enn þau rök að samkeppni og tækni valdi tjóni á Nýja hagkerfið mun hafa mótandi áhrif á efnahagsmálin og líf okkar á næstu ára- tugum helstu stoðum samfélagsins, leiði af sér misrétti og geri atlögu að milli- stéttinni. Satt er það að nýja hag- kerfið er erfitt fyrir þá sem sijta sem fastast á rassinum og lifa á kostnað hlutabréfaeigenda eða skattgreið- enda. Það er einnig satt að það gefur kraftmiklu fólki tækifæri, fólki sem áður fékk ekki að vera með í leikn- um. Athyglisvert er að það hefur haft í för með sér fullt atvinnustig og breytingar til hins betra á fjárhag hinna verst settu. Að vísu þarf fólk að skipta um vinnu og hafa fyrir hlutunum. En hver vill snúa við? Ekki foreldrarnir sem sjá fyrir sér aukinn sveigjanleika og flen-i tæki- færi bömum sínum til handa. Og alls ekki bömin sem hafa aldrei haft það jafn gott og nú. Þrefalt húrra fyrir skapandi af- byggingu. Þrátt íyrir að verðbréfamarkað- urinn hafi tekið dýfu hefúr nýja hag- kerfið slitið bamsskónum. Það færir fólki ekki ríkidæmi fyrirhafnarlaust né tvöfaldar það hagvöxtinn. Ekki er heldur nóg að fá smjörþefinn af því til að eitthvað gerist. Nýja hagkerfið kallar á mikla fyrirhöfn því krafta- verkin era fá en raunveraleg. Á mörgum stöðum hefur það kollvar- pað öllu. Finnland er orðið að mið- stöð hátækni, Þýskaland hefur di'eg- ist aftm- úr þar sem breytingamar njóta ekki sannmælis og efnahagslífi Japans, sem dregist hafði saman, var bjargað vegna framúrskarandi tæknilegrai' getu samfélagsins. Stórii' bankar og sjóðir geta ekki lengur búið til falska velsæld. Og það sem mikilvægast er; kannski hefur okkur tekist að koma í veg fyrir miklar sveiflur í efnahagslífinu. Þótt allt of snemmt sé að blása í lúðra er ljóst að nýja hagkerfið hefur rétt hafið ferð sína. Höfundur er Ford-kennarí í hag- fræði við MIT-háskólann ogfyrrum aðalráðgjafí Alþjóðabankans sem og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stærsti krókó- díllinn 28 ára Starfsmenn dýragarðs í Samutprakarn í Taí- landi stóðu við hlið Chai Yai, stærsta krókódfls sem vitað er um í heim- inum, þegar haldið var upp á 28 ára afmæli hans í gær. Chai Yai er sex metra langur, vegur 1.114 kg og samkvæmt heimsmetabók Guiness er hann stærsti krókó- dfll sem haldið er í dýra- garði. Reuters Gíslamálið á Filippseyjum Krefjast milljónar dala fyrir hvern gísl Jóló. AFP. ÍSLAMSKIR uppreisnarmenn stað- festu á íbstudag að þeir hefðu krafist milljónar dala, andvirði 75 milljóna króna, í lausnargjald fyrir hvern gísl- anna sem þeir hafa haldið á Jóló-eyju í tæpar sjö vikur. Gíslamir era alls 21 og flestir þein'a erlendir. Sendimaður stjómarinnar, sem tekur þátt í samningaviðræðum við uppreisnarmennina, skýrði frétta- stofunni AFP frá þessari kröfu 2. júní en stjórnin hefur neitað að stað- festa að uppreisnarmennirnir hefðu krafist lausnargjalds. Sendimaður- inn sagði að krafan væri einn af helstu ásteytingarsteinunum í við- ræðunum við uppreisnarmennina. Gíslarnir eru frá sjö löndum - Þýskalandi, Frakklandi, Finnlandi, Suður-Afríku, Malasíu, Filippseyj- um og Líbanon - og í haldi liðsmanna uppreisnarhreyfingarinnar Abu Sayyaf. Gíslatökur hreyfingarinnar hafa alltaf endað með því að stjóm- völd á Filippseyjum hafa greitt henni peninga undir því yfirskini að þeir væra fyrir „fæði og húsnæði“ gísl- anna. Samningamenn stjórnarinnar sögðust ætla að ræða kröfu upp- reisnarmannanna í næstu lotu við- ræðnanna. Talsmaður uppreisnar- mannanna sagði að þeir myndu halda öðram kröfum sínum til streitu, svo sem að stofnað yrði íslamskt ríki á sunnanverðum Filippseyjum. Áannað - 1 þúsund tilvitiianii' i vérk Hdlldórs i axness sem allar bera snilld hans fagurt vitni. VAKA-HELGAFELL Siðumúla 6 • Simi 550 3000 Vopnahlé samþykkt á Salómonseyjum Ibúar höfuðborgar- innar leggja á fiótta Honiara. Reuters. MARÚIR íbúar höfuðborgar Saló- •mpnseyja,, Honiatst,.ílúðu borgina.i, gær þar sem þeir óttast að ekki verði hægt að halda þar uppi lög- um og reglu þótt stríðandi fylking- ar hafi samþykkt vopnahlé. Ástralskt herskip flutti einnig um 480 erlenda borgara frá Honi- ara í gærmorgun, þeirra á meðal Ástrala, Ný-Sjálendinga, Kanada- menn, Bandaríkjamenn og Breta. Um 1.300 útlendingar búa á Saló- monseyjum. „Skelfing er líklega of veikt orð til að lýsa ástandinu. Hér er algjör lögleysa þótt enginn hafi beðið :,þana,“-.sagðj. Alfyei, S.^akQ>..,áð,-; stoðarforsíEtisráðÍiérra eyjanná. „Vopnaðir hópar ganga um borg- ina og komast upp með allt. Upp- reisnarmenn eru úti um alla borg- ina.“ Varað við borgarastríði Bardagar blossuðu upp í grennd við höfuðborgina eftir að uppreisn- armenn reyndu að taka völdin í sínar hendur á mánudag og kost- uðu þeir allt að hundrað manns líf- ið. Átökin eru rakin til valdatog- streitu milli íbúa frá -tveimur .eyjutn, Malaitæ ,pg Guadalcanal. Fýikingarnár samþykktu tveggja vikna vopnahlé á föstudag og ekki mun hafa komið til bardaga í gær. Vopnaðir öryggisverðir frá Ástralíu voru á varðbergi við hótel í miðborg Honiara þar sem utan- ríkisráðherrar Ástralíu og Nýja- Sjálands ræddu við leiðtoga upp- reisnarmannanna og Bartholomew Ulufa’alu, forsætisráðherra Saló- monseyja. Utanríkisráðherrarnir hafa varað við því að borgarastríð kunni að blossa upp á eyjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.