Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Magnús Baldvinsson óperusöngvari fær góða dóma í Þýskalandi „Skapaður fyrir bassa- hlutverk Verdis“ Magnús Baldvinsson í hlutverki sínu í II Trovatore. MAGNÚS Baldvinsson óperusöngv- ari fékk á dögunum góða dóma í þýska blaðinu Das Opernglas íyrir frammistöðu sína í óperunni II Trova- tore eftir Verdi. Verkið var flutt í óp- eruhúsi Frankfurt en Magnús hefur verið fastráðinn þar síðaðstliðið ár. I dómnum segir eftirfarandi: „Hljómfögur er rödd Magnúsar Baldvinssonar í hlutverki gamla höf- uðsmannsins Ferrando. Þessi fagra og tæknilega fullkomna rödd, með nákvæmum greinarmun og tóntúlk- un á hlutverkinu, er eins og sköpuð fyrir þetta hlutverk og öll bassa-hlut- verk Verdis. Túlkun hans uppfyllti allar óskir áheyrenda og viidu þeir heyra meira.“ Das Opemglas er eitt af stærstu óperutímaritum í Evrópu en í því er lögð mikil áhersla á að gagnrýna söngvara. í viðtali sagðist Magnús að vonum ánægður með umsögnina. „Eg er mjög hress með þetta,“ sagði hann og bætti við að dómur sem þessi væri góður stuðningur og gæti komið sér vel fyrir ráðningar í framtíðinni. Margir málsmetandi menn lesi þetta tímarit og Mti á gagnrýni sem söngv- ararfá. Upphafsarían mikil áskorun Það mun einnig vera samdóma álit þeirra söngvara, hljómsveitastjóra og leikstjóra sem Magnús hefur starfað með að rödd hans henti ein- staklega vel bassahlutverkum Verd- is. Dómurinn í Das Obemglas er því ERLEIVDAR BÆKUR Spennusaga „FRAMED" Eftir Ron Ellis. Headline 2000.278 síður. RON Ellis heitir breskur spennu- sagnahöfundur sem sent hefur frá sér þijár bækur um hinn klóka áhuga- spæjara Johnny Aee í bítlaborginni Liverpool. Sú fyrsta hét „Ears of the City og önnur hét „Mean Streets" en þessi þriðja og nýjasta heitir „Fram- ed og kom hún út í vasabroti hjá Headline-útgáfunni fyrir skemmstu. Hún segir frá því þegar lík af ungri konu finnst hangandi niður úr Ijósa- krónu í íbúð sem Johnny Ace leigir og þótt í fyrstu líti út fyrir að um sjálfs- morð sé að ræða er Ásinn ekki sann- færður og tekur að kafa í málið. Sag- an er heldur langdregin, Ellis er síst spar á orðin, en gátan er forvitnileg. Þúsundþjalasmiður Höfundurinn, Ron Ellis, hefur lagt ýmislegt fyrir sig og má sjálfsagt staðfesting á því sem aðrir hafa áður haldið fram. „Skoðun hljómsveitar- stjórans í óperunni á frammistöðu minni hefur líka skipt miklu og verið stuðningur fyrir mig, en hann er ítalskur og hefur sérhæft sig í óper- um Verdis.“ Höfuðsmaðurinn Ferrando er að- albassahlutverkið í verkinu, en mun þó lítið í samanburði við önnur bassa- hlutverk í óperum Verdis. I upphafi óperunnar er mjög erfið aría sem Magnús kveðst lengi hafa veigrað sér við að syngja. „Þetta er ein af aríun- kalla hann þúsundþjalasmið. Hann gegndi á sínum tíma flestum störfum sem nokkur einn maður hafði með höndum í Bretlandi eftir því sem slúðurblaðið Sun hélt fram, alls ellefu. Hann var m.a. bókasafnsfræðingur, fyrirlesari, sölumaður, leikari (hefur komið fram í þáttunum „Coronation Street og „Brookside), ljósmyndari, blaðamaður, útvarpsþáttastjómandi og nú síðast rithöíúndur. Hann á auk þess fjölda Ibúða sem hann leigir út sem leiðir hugann að því hversu mikið aðalpersónan í sög- um hans, Ásinn, er byggð á honum sjálfum. Ásinn nefnilega leigir út íbúðir og lifir góðu lífi á því og hann stjómar vinsælum útvarpsþætti. Ellis hefur sýnilega farið eftir þeirri gullnu reglu sem höfundur að skrifa um það sem hann þekkir. um sem ég beið með að vinna á þegar ég var í skóla í Bloomington í Banda- ríkjunum því mér fannst hún svo erf- ið. Núna þegar ég hefi sungið hana er hún vitaskuld ekki jafn ógnvænleg enda er maður orðinn eldri og þrosk- aðri,“ sagði hann hlæjandi. Frá Krefeld-Mönchengladbach til Frankfurt Áður en Magnús réði sig til tveggja ára við óperuhúsið í Frankfurt starf- aði hann í þrjú ár hjá óperunni í Kref- eld-Mönehengladbach. „Það er gífur- Kannski er það því engin tilviljun að Ásinn er gaur mikill á miðjum aldri, kvennamaður með a.m.k. þrjár skvísur í takinu og hugrakkur vel, greindur og góðhjartaður, altso gull af manni. Hann er sérlega vel að sér í tónlist, smekkur hans er mjög vand- aður, og hann þekkir vel til á bítla- slóðum í Liverpool. Ásinn á flótta Þannig er að systir konunnar sem lét lífið í íbúðinni hans biður hann að gerast sinn einkaspæjari og komast að því hvers vegna hún framdi sjálfs- morð en leitin að svari við þeirri spurningu er löng og ströng. Hún var í tygjum við dularfullan mann sem kemur í ljós að lýgur flestu sem hann segir, það má vera að hún hafi unnið fyrir sérdeild lögreglunnar en það er legur munur á þessum stöðum," segir Magnús. „Gæði söngvara sem fengn- ir eru í óperuhús Frankfurt eru meiri og einnig er óperuhúsið stærra og veglegra. Borgin er stór miðað við aðrar í Þýskalandi og minnir mig svolítið á þegar ég var í San Francisco á sýnum tíma,“ segir hann. Magnús mun hafa þreytt frumraun sína á Sálumessu Verdis í San Francisco-óperunni og nokkuð ljóst að hann hefur í gegnum tíðina haft mildl viðkynni af verkum þessa tón- skálds. Ekker lát virðist á því, því á næsta ári mun Magnús syngja í Nab- ucco eftir Verdi í Saarbrúcken og fer þar með hlutverk æðstaprestsins Zachai-ias. „Það er eitt af erfiðustu hlutverkum sem Verdi hefur skrifað fyrir bassa,“ segir hann, en það mun vera í fjórða sinn sem hann tekur þátt í uppfærslu á verkinu. Mörg önnur áhugaverð verkefni bíða Magnúsar einnig s.s. hlutverk Commendatore í Don Giovanni eftir Mozart, Daland í Hollendingnum fljúgandi eftir Wagner og Don Basill- io í Rakaranum í Sevilla eftir Rossini. Magnús segist lengi hafa haft mun meiri áhuga á klassískri tónlist en nú- tímalegri og kveðst íremur vilja taka þátt í slíkum verkum í framtíðinni, þó hann vilji ekki útiloka neitt. Hann viðurkennir að hið mikla hrós sem hann fékk hjá gagnrýnendum í Das Obernglas geti haft áhrif á val hans á verkum í framtíðinni og því ekki ólík- legt að viðfangsefni hans næstu ár verði af sama meiði og verið hefur. erfitt að fá það staðfest og það má vera að stór kassi með heróíni spili einhveija rullu. Þar fyrir utan taka vitni að týna lífi til hægri og vinstri svoi líkin hrannast upp. Ásinn þarf að hafa hraðar hendur vegna þess að áður en hann veit af hefur málið snúist þannig í höndun- um á honum að hann sjálfur er helst grunaður um að hafa myrt konuna og verður að leggja á flótta. Líklega má flokka „Framed sem hóflega spennandi samsærissögu en Ellis hefði mátt skera af henni óþarf- lega mikið málæði. Það er undirliggj- andi húmor í sögunni því Ásinn er léttur á bárunni en margt í henni skiptir í raun litlu máli fyrir fram- vinduna. Samtöl eru mörg um lítið áhugaverða hluti og þaðsem Ásinn gerir í einkalífinu varla frásagnar- vert. Á einum stað er lýst bíóferð kappans þegar hann sér stórmyndina „Godzilla og er ekki hrifinn! Það sýnir að Ásinn hefur góðan bíósmekk en hvað hefur það að gera með stelpuna í íbúðinni hans? Flem slíkir kaflar draga áhugavert málið allt á langinn. Er hér því ansi brokkgeng sumar- lesning á ferðinni. Arnaldur Indriðason „Hvolpur“ Koons LISTAMAÐURINN Jeff Koons á heiðurinn af þessum 43 feta „hvolpi" sem þakinn er 70.000 blómum. „Hvolpurinn“ stendur við Rockefeller Center í New York en þetta er í fyrsta skipti sem þessi skúlptúr er sýndur í Bandaríkjun- um. Verkið hefur nú þegar heimsótt bæði Þýskaland og Ástralíu, en annar „Hvolpur“ eftir Koons er hluti sýningargripa í Guggenheim- safninu í Bilbao á Spáni. Koons er þekktastur fyrir skúlptúra sína og ljósmyndir þar sem átrúnaðargoð bandarískrar samtímamenningar eru könnuð. Til þessa nýtir Koons sér gjarnan list sem stundum er lýst sem ómerkilegri og snýr henni upp í hámenningu. M-2000 Sunnudagur 11. júm. Hafnaríjörður. Krýsuvík. Kynning á fuglalífi og berg- nytjum í Krýsuvíkurbergi. Dag- skráin stendur frá 10:30 til 16:30. Hún er hluti af samstarfs- verkefni Menningarborgarinn- ar og sveitarfélaga. Mosfellsbær - Varmáiþing. Menningardagskrá Mosfell- inga, sem einnig er hluti af sam- starfsverkefni Menningarborg- arinnar og sveit- arfélaga stendur til 17. júní. Meðal viðburða eru opn- anir á mynd- listasýningum í Brúnalandi kl. 15 og í Hlégarði kl. 17, þar sem þemað er Halldór Laxness. Lif- andi tónlist verður á Ásláki kl. 22. Menning náttúrlega - Heim- ilisiðnaðarsafn Blönduóss. Kl. 14. Á Blönduósi vinna nemendur Listaháskóla Islands undir stjóm Guðrúnar Helgadóttur og byggja á íslenskri textflhefð með sérstakri áherslu á íslensku ullina. Mánudagur 12. júni. Viðey - Klaustur á fslandi. Sýningunni er ætlað að gefa heildaryfirlit um klaustur á ís- landi í máli og myndum. Verk- efnið er jafnframt hluti af dag- skrá Kristnihátíðar. Eiðar - Bjartar nætur. Menningarhátíð á Austur- landi. Frumsýndur verður Rakarinn í Sevilla eftir Rossini, kl.15.00. Bjartar nætur er hluti af samstarfsverkefni Menning- arborgarinnar og sveitarfélaga. Mosfellsbær - Varmárþing. Meðal viðburða er dagskrá um Laxness í tali og tónum kl. 14, tónleikar í Varmárskóla kl. 21 og Djasstónleikar á Álafoss- föt best kl. 22. Þriðjudagur 13. júní. Mosfellsbær - Varmárþing. Uppákoma í Kjama kl. 15 og gestasýning frá Svíþjóð á Stræti eftir Jim Cartwright kl. 20.30. www.reykjavik2000.is. wa- p.olis.is. Kristinn og Jónas í Salnum SÖN GTÓNLEIKAR Kristins Sigmundssonar bassasöngv- ara og Jónasar Ingimundar- sonar píanóleikara verða í Salnum í Kópavogi þriðju- dagskvöldið 13. júníkl. 20.30. Á efnisskránni eru ítalsk- ar antiche-aríur, sönglög eftir Hugo Wolf og Árna Thorsteinsson og óperuarí- ur eftir Tsjajkovsk(j, Ross- ini, Donizetti og Verdi. * Asinn er engum líkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.