Morgunblaðið - 09.07.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 09.07.2000, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN2/7-8/7 ► Ari Skúlason, fram- kvæmdastjóri ASI, segir að sér sýnist allt benda til þess að uppsagnarákvæði kjarasamninga verði virkt vegna verðlagsþróunar undanfarið. Hann segir þurfa nánast kraftaverk tU að verðlagsforsendur kjarasamninga bresti ekki um áramót, í kjölfar verð- hækkana undanfarið. ► Landsmót hestamanna stendur nú yfir í Víðidal í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið í höfuðborginni. ► Sljórnvöld hafa ákveðið að veita 75 milljónir til byggingar vistmenningar- húss í Sólheimum í Gríms- nesi. I vikunni var haldið upp á 70 ára afmæli Sól- heima að viðstöddu fjöl- menni og við það tækifæri var Inguhús formlega tek- ið í notkun. ► Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi ellefu menn í fangelsi í vikunni, fyrir að smygla 4000 e-töflum til landsins, dreifa þeim og selja. Sá sem þyngstan dóminn hlaut var dæmdur í sjö ára fangelsi. ► Til stendur að sameina Isfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðina hf. í Vestmannaeyjum og mun hið nýja félag bera nafnið Isfélag Vestmannaeyja. Aflaheimildir þess eru um 22 þúsund tonn í þorsk- ígildum, en verðmæti þess er um 22 milljarðar króna. Með þessu verður til eitt stærsta útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki landsins. Sjóvá-Almennar hækka bflatryggingar um 29% Iðgjöld á lögboðnum ökutækjatrygg- ingum hjá Sjóvá-Almennum hækkuðu um 29% að meðaltali í vikunni og Kas- kótryggingar um 15%. Einar Sveins- son framkvæmdastjóri Sjóvár-Al- mennra segir að hækkunina megi rekja til stóraukinnar tjónatíðni auk þess sem kostnaður við hvert tjón hafi aukist talsvert. Hækkanir á iðgjöldum eru fyrirhugaðar hjá öðrum trygg- ingafélögum. Ari Skúlason framkvæmdastjóri ASÍ segir boðaða hækkun þessara trygginga vond skilaboð frá aðila inn- an Samtaka atvinnulífsins. 36% hækkun á flugvélabensíni Flugvélabensín hækkaði um 36% í verði um mánaðamótin. Að sögn Krist- ins Björnssonar forstjóra Skeljungs er um að ræða hækkun á flugvélabensíni sem fyrst og fremst er sett á einka- flugvélar en ekki vélar í millilanda- og innanlandsflugi. Hjartaþræðingartæki keypt fyrir framlag Jónínu S. Gísladóttur Jónína S. Gísladóttir hefur lagt fram 200 milljónir króna sem stofnfé í gjafa- og styrktarsjóð sem ber nafn hennar. Sjóðurinn hefur það meginhlutverk að efla hjartalækningar á Landspítala -háskólasjúkrahúsi og styrkja og vinna að velferð hjartasjúklinga. Akveðið hefur verið að kaupa nýtt og fullkomið hjartaþræðingartæki fyrir fyrsta framlag úr sjóðnum. Nýr forseti Mexíkó MEIRA en sjö áratuga einræði PRI- flokksins í Mexíkó lauk í vikunni er frambjóðandi íhaldsflokksins, Vicente Fox, bar sigur úr býtum í forsetakosn- ingum í landinu. Sigraði Fox með um 38% atkvæða en aðalandstæðingur hans, PRI-liðsmaðurinn Francisco Labastida, hlaut um 35% atkvæða. Eru úrslitin talin vera jafn afdrifarík þáttaskil í sögu Mexíkó og hrun kommúnismans var fyrir Rússa. Stuðningsmenn Fox fögnuðu úrslit- unum ákaft og innilega á götum úti á mánudag og markaðir hafa tekið fregnum af sigri Fox afar vel og alla vikuna hækkaði gengi hlutabréfa. Fox hefur lofað nýju efnahagsundri og kveðst ætla að stuðla að 7% hag- vexti, koma verðbólgunni í 2% og skapa 1,3 milljónir nýrra starfa. Þá hefur hann heitið því að uppræta land- læga spillingu innan mexíkóska stjómkerfisins, bæta kjör hinna fá- tæku og stuðla að réttlátri skiptingu þjóðarauðsins. Friðarfundur ísraela og Palestínumanna BILL Clinton Bandaríkjaforseti til- kynnti á miðvikudag að leiðtogar ísra- els og Palestínumanna myndu koma til fundar til sfn í Camp David í Banda- ríkjunum í næstu viku í því skyni að greiða fyrir því að endanlegt sam- komulag næðist fyrir botni Miðjarðar- hafs fyrir miðjan september nk. Frelsissamtök Palestínu (PLO) lýstu því yfir á þriðjudag að Palestínu- menn myndu lýsa yfir stofnun sjálf- stæðs palestínsks ríkis þann 13. sept- ember nk. ísraelsmenn brugðust ókvæða við yfirlýsingu Palestínu- manna og sagði David Levy utanríkis- ráðherra að sjálfstæðisyfirlýsing þýddi að friðarferlið væri úr sögunni. ► JÚGÓSLAVNESKA þingið samþykkti á fímmtu- dag breytingar á sljómar- skrá landsins sem gera munu Slobodan Milosevic forseta kleift að silja tvö kjörtímabil til viðbótar. Þá var ennfremur samþykkt að breyta tilhögun þing- kosninga sem leiða mun til þess að fulltrúar Svart- ljallalands, annars sam- bandsrfkis Júgóslaviu, hafí minna vægi en áður. Svart- fellingar telja að verið sé að vega að þeim og samþykkti þing landsins á föstudag að hafna breytingum á júgó- slavnesku stjórnarskránni. ► HELMUT Kohl, fyrrver- andi kanslari Þýskalands, bauð sérskipaðri rannsókn- arnefnd þýska þingsins birginn á fimmtudag er hann bar öðm sinni vitni fyrir henni um fjármála- hneyksli innan fíokks síns, Kristilegra Demókrata. ítrekaði hann að hann hefði alls ekki í hyggju að greina frá nöfnum þeirra er greiddu í ólöglega kosn- ingasjóði flokksins. ► BANDARÍSK hermála- yfírvöld gerðu á aðfaranótt laugardags tilraun sem ráðið getur úrslitum um hvort Bandaríkjasljóm láti verða af fyrirætlunum sín- um um að reisa eldflauga- vamakerfí til að veijast hugsanlegum árásum „út- lagaríkja". Var tilraunin talin afar mikilvæg fyrir framvindu málsins, sem hlotið hefur mikla gagn- rýni að undanförnu. Sams konar tilraun mistókst í janúar. Geir á markaðnum fyllir körin af ís. Morgunblaðið/Kristínn Kerin gerð klár Nú nota menn ekki lengur skóflur við að ísa fisk, a.m.k. ekki á fiskmarkaðinum við Faxagarð í Reykjavík. Þau gömlu sannindi að vinnan sé besta leikfimin virðast óðum vera að missa gildi sitt. Gömlu handtökin víkja fyrir nútímaþæg- indum á flestum sviðum, en það er þá alltaf hægt að komast í líkams- ræktarstöðvarnar til að hreyfa sig. Skortur á innlendu vinnuafli í byggingariðnaði Yfir þrjátíu erlcndir verkamenn hjá Istaki VERKTAKAR í byggingariðnaði hafa í sumar þurft að leita út fyrir landsteinana eftir erlendum starfs- mönnum vegna skorts á íslensku vinnuafli. Eru yfir 30 verka- og iðn- aðarmenn frá ýmsum Evrópulönd- um starfandi hjá Istaki hf. í sumar. Loftur Árnason, yfirverkfræðing- ur hjá ístaki hf., segir að fyrirtækið hafi síðustu tvö ár haft um þrjátíu er- lenda verka- og iðnaðaiTnenn í vinnu. „í sumar höfum við 15 portú- galska smiði, 12 smiði frá Svíþjóð og fjóra almenna verkamenn frá Pól- landi í vinnu hjá okkur. Einnig erum við með fímm verkamenn sem koma annarstaðar að úr Evrópu." Að sögn Lofts er auðveldara að fá vinnuafl inn í landið frá þjóðum sem eru aðilar að Evrópusambandinu. „Sumir mannanna sem störfuðu hjá okkur í fyrra sumar hafa komið aftur í ár,“ sagði hann. „Með því að vinna hér um tíma geta þeir aukið tekjur sínar, en laun eru oftast hærri hér, og þeir fá meira fyrir krónuna í heimalandinu," sagði Loftur, en er- lendir verka- og iðnaðarmenn hljóta sambærileg laun hér og innlendir stéttarbræður þeirra. Aðspurður um ástæðuna fyrir þessum skorti á vinnuafli í sumar, sagðist Loftur halda að góðærið hefði mikið um það að segja. „Það eru miklar framkvæmdir í gangi í sumar. Einnig hefur það mikið að segja að iðnaðarmenn í landinu hafa meiri peninga á milli handanna en oft áður og taka þá frekar sumarfrí, sem er alveg skiljanlegt. Þetta fyrir- komulag hentar okkur mjög vel, en við höfum líka áhuga á því að reyna fyrir okkur erlendis og höfum þegar gert.“ Aðspurður hvort hann hræðist er- lenda samkeppni á íslandsmarkaði svaraði Loftur: „íslenskir bygging- arvertakar hafa alltaf staðið sig vel gagnvart erlendum fyrirtækjum og við erum ekkert smeykii’ við erlenda samkeppni hér á landi." Borun eftir heitu vatni á Sigtúnum í Eyjafjarðarsveit frestað Árangurinn ekki í sam- ræmi við væntingar BORUN eftir heitu vatni á Sigtún- um í Eyjafjarðarsveit hefur verið hætt, í bili að minnsta kosti, og þessa dagana eru nú unnið að því að færa borinn Sleipni að Laugalandi á Þela- mörk þar sem framkvæma á svokall- aða stefnuborun út úr holu sem ekki hefur nýst. Franz Árnason, fram- kvæmdastjóri Hita- og vatnsveitu Akureyrar, sagði að árangurinn af boruninni á Sigtúnum hefði ekki ver- ið í samræmi við væntingar og að það væru vissulega nokkur vonbrigði. Á Sigtúnum var borað niður á 1.000 metra og var hitastigið í botni holunnar um 90 gráður en afar lítið vatn. „Eftir þessa mælingu ætluðum við að bora dýpra en þá fór að koma hrun og borun gekk illa og sl. sunnu- dag var ákveðið að hætta fram- kvæmdum, í bili að minnsta kosti, og skoða framhaldið. Það er ekkert nýtt að það mistakist hola hér í firðinum og ekkert annað að gera í stöðunni en bora annars staðar eða hugsa upp aðgerðir til að komast þarna niður aftur. Franz sagði að menn hefðu þó séð að þarna væri sá hiti sem vonast var eftir en lítið vatn. „Vatnsæðar hér í firðinum eru yfirleitt þröngar og vont að hitta á þær, eins og sýndi sig á Sigtúnum, þótt dýpri borun kynni að hafa skilað einhverju. Hita- og vatnsveita Akureyrar skrifaði í byrjun maí sl. undir samn- ing við Jarðboranir hf. um borun á áðumefndum tveimur holum í Eyja- firði. Samningurinn hljóðaði upp á liðlega 40 milljónir króna en heildar- kostnaður við verkið er áætlaður 55- 60 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.