Morgunblaðið - 09.07.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.07.2000, Qupperneq 6
6 SUNNUDAUUK9. JUL12000 ERLENT MUKUUNBLADltí Frakkar teknir við formennskunni í ráðherraráði Evrópusambandsins Þolraun fyrir sljórn arsambúð Chiracs og sósíalista BAKSVIÐ Nýjar hugmyndir Jacques Chiracs, forseta Frakklands, um Evrópusamrunann hafa vakið misjöfn viðbrögð. Franski forsætis- ráðherrann Lionel Jospin dregur enga dul á að þeir forsetinn séu ósammála. Engu síður hétu þeir Romano Prodi, forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, í vikunni að Frakk- land muni á hálfs árs formennskutímabili sínu tala einni röddu. Auðunn Arnórsson skoðaði frönsku Evrópu-dagskrána. Jacques Chirac Frakklandsforseti leggur áherzlu á mál sitt er hann kynnti ESB-formennskuáætlun Frakka fyrir Evrópuþinginu. Nicole Fontaine, forseti EÞ, fylgist með. EIR Chirac og Jospin sögðu í byrjun vikunnar að á ESB-formennskumisseri Frakklands myndu þeir einbeita sér að því að ná í höfn samn- ingum um erfiðar umbætur á stofn- anauppbyggingu og ákvarðanatöku í sambandinu og geyma stórtækari markmið varðandi Evrópusamrun- ann til betri tíma. Lýstu þeir því yfir á blaðamanna- fundi í París, eftir að franska ríkis- stjórnin tók þar á móti framkvæmda- stjórn ESB eins og siður er við upphaf hvers formennskumisseris, að umdeild „sýn“ Chiracs á framtíð Evrópusamrunans, að meðtalinni hugmynd hans um evrópska stjóm- arskrá, væri ekki hluti af dagskrá franska formennskumisserisins. I ræðu sem Chirac hélt í þýzka þinginu í Berlín í liðinni viku útmál- aði hann hvemig hann sæi framtíð Evrópusamrunans íyrir sér. Gengu hugmyndimar sem hann lýsti í aðal- atriðum út á að afmarkaður hópur aðildarríkja ESB, með „fransk- þýzka öxulinn" sem driffjöður, ætti að mega fara hraðar í nánari sam- mna en önnur ríki em tilbúin til. Þá vildi hann að unnið yrði markvisst að því að setja Evrópusambandinu stjórnarskrá, þar sem „verkaskipt- ingin“ milli stjómvalda þjóðríkjanna og hinna yfirþjóðlegu valdastofnana ESB væri skilgreind með skýmm hætti. Báðar þessar hugmyndir, „tveggja hraða Evrópa“ og að stofn- sáttmála ESB verði breytt í stjómar- skrá, fela það í sér að ESB fái fleiri einkenni rflds. Gauliistinn Chirac hef- ur þó fram að þessu ekki verið álitinn neinn sambandsrfldssinni í Evrópu- málunum, enda tók hann fram í ræðu sinni að hann vildi frekar sjá „samein- aða Evrópu þjóðríkja“ (Europe unie des étaWUnited Europe of States) verða til en „Bandaríki Evrópu" (Et- ats unies de l’Europe/United States of Europe). Mjög svipaðar áherzlur var að finna í ræðu sem þýzki utanrfldsráð- herrann Joschka Fischer hélt í maí sl. Sú ræða vakti mikil viðbrögð, enda var það yfirlýstur tilgangur Fischers að ýta með henni af stað nýrri um- ræðu um það hvert endanlegt markmið Evrópusamrunans skyldi vera. Hans tillaga að svari við því var að ESB þróaðist í eins konar „sam- bandsríki þjóðríkja", með ríkisstjóm og löggjafarþing, á grundvelli stjórn- arskrár sem kvæði skýrt á um verka- skiptinguna milli stjómsýslustiganna (héraðs, þjóðríkis og Evrópu). Til glöggvunar er rétt að taka fram að grunnreglur Evrópusambandsins, sem skráðar em í stofnsáttmálann, innihalda í flestu svipuð atriði og gegna svipuðu hlutverld og stjómar- skrár þjóðrikja. Ólíkt þjóðríkjunum gefur Evrópusambandið sér þó ekki „stjómarskrána" sjálft. Það em að- ildarríkin sem það gera. Þýzk stjóm- völd hafa mælzt til þess að fljótlega eftir að þeirri endurskoðun stofnsátt- málans sem nú stendur yfir (og snýr að því að búa stofnanir sambandsins og fyrirkomulag ákvarðanatöku und- ir fjölgun aðildarríkja) verði hafizt handa við næstu endurskoðun hans. Þá skuli miðað að því að breyta hon- um í eins konar stjómarskrá sem tryggi skilvirkni stofnana ESB en jafnframt lýðræðislegt lögmæti þeirra í stækkuðu Evrópusambandi. Skammtímadagskráin nýtur forgangs Spennan í „stjómarsambúð" þeirra Chiracs og Jospins kom greinilegar upp á yfirborðið en oft áður eftir Berlínarræðu forsetans. Pierre Moscovici, Evrópumálaráð- herra í ríkisstjóm Jospins, lét svo ummælt að það sem forsetinn hefði sagt í þessari ræðu væri eingöngu bindandi íyrir hann. Chirac sá þá ástæðu til að minna Jospin á að hann, forsetinn, hefði talað í nafni Frakk- lands í Berlín og að Frakkland tali aðeins einni röddu. Þar með var ágreiningurinn opinberlega lýstur úr sögunni. Þykir þetta gefa vel til kynna að í rfldsstjóm sósíalistans Jospins séu menn famfr að ókyrrast eftir að gaullistinn Chirac tók upp á því að reyna að gefa sig út fyrir að vera enn meiri Evrópusinni en sósíal- istarnir í rfldsstjóminni, sem þó hafa sterka hefð fyrir mikilli Evrópu- hyggju. A blaðamannafundinum í París í byijun vikunnar bætti Chirac því við að hugmyndimar sem hann lýsti í Berlín væm nær því að vera lang- tímasjónarmið; önnur mál yrðu efst á baugi næstu mánuðina, þ.e. hin yfir- lýstu áherzluatriði franska for- mennskumisserisins. Sagði hann það vera hlutverk sitt sem forseta for- mennskuríkis ESB að bera upp vangaveltur um hvert stefna skuli og varpa fram hugmyndum í hina opnu umræðu. Það sem hann sagði í Berlín hefði ekki verið hugsað sem eitthvað sem ætti að byrja að hrinda í fram- kvæmd á næstu mánuðum. Jospin, sem fastlega er búizt við að muni etja kappi við Chirac um for- setaembættið þegar næst verður kosið til þess árið 2002, lét svo um mælt að það væri allt í lagi að Chirac viðraði skoðanir sínar á þessu sviði, HERSVEITIR Rússa í Tsjetsjníu gerðu í fyrradag harðar loftárásir á svæði þar sem talið er að tsjetsjensk- ir skæruliðar haldi sig og bjuggu hermenn sig undir fleiri árásir í lík- ingu við þær sem skæruliðar gerðu fyrr í vikunni. Aslan Maskhadov, forseti Tsje- tsjníu, flutti sjónvarpsávarp í fyrri- nótt og hvatti konur og börn til að fara tafarlaust frá borginni Guder- mes þar sem skæruliðar ætluðu að taka borgina um helgina. Gudermes féll í hendur rússneska hersins við upphaf níu mánaða her- farar hans í Tsjetsjníu í nóvember sl. og hafa skæruliðar ítrekað heitið því en þær væru ekki á dagskrá franska formennskumisserisins. Þau atriði sem þar bera hæst snúa, auk áður nefndra kerfisumbóta, í að- alatriðum að því að stuðla að auknum hagvexti í ESB, aðgerðum gegn at- vinnuleysi og félagslegu misrétti (ný „félagsmáladagskrá" til fimm ára), og sitthvers fleira. Fyrir leiðtoga- fundinn í Nizza í desember stendur metnaður Frakka auk þess til að gengið verði frá nýjum sáttmála um grundvallarréttindi borgara ESB, að „evru-ríkin“ ellefu taki upp nánara samráð í efnahagsmálum, þar með talið um skattheimtu, og að unnið verði að gerð sameiginlegrar inn- flytjenda- og ílóttamannastefnu sam- bandsins, svo nokkur helztu atriðin séunefnd. Á þriðjudag kynnti Chirac for- mennskuáætlunina fyrir Evrópu- þinginu í Strassborg. Þar reyndi hann einnig að lægja öldurnar sem Berlínarræða hans hafði valdið á þeim vettvangi. Lýsti þann því yfir að það væri alls ekki ætlun sín að ýta undir nýjan klofning í Evrópu. Frakkland væri staðráðið í að nýta formennskumisserið eftir beztu getu til að þoka áformum um fjölgun aðildarríkja sambandsins áleiðis. En hann sagði að forsenda fyrir stækkun ESB væru umbætur af því tagi sem hann lýsti í Berlínarræð- unni. „Markmiðið er ekki að reka fleyga í milli þjóða álfunnar. Það er öllu heldur að innleiða nýjan sveigjan- leika í starfshætti stækkaðs Evrópusambands, sem gerði þeim sem vildu kleift að stika sömu leiðina að ná borginni, sem liggur um 30 km austur af höfuðstaðnum Grosní. Mik- il spenna ríkir nú í Grosní eftir árásir skæruliða og búast rússnesldr her- menn við hinu versta. Handtökur vegna sjálfsmorðsárása Hafa hersveitir Rússa handtekið tvo skæruliða er taldir eru tengjast einni af sjálfsmorðsárásum Tsje- tsjena í vikunni, sem drógu 33 rúss- neska hermenn til dauða og særðu 84. Samkvæmt heimildum AP hafa mennimir játað að hafa undirbúið árásina sem átti sér stað í Argun, þar sem 26 menn féllu. saman hraðar en ella,“ sagði Chirac. Það var þó einmitt þessi hugmynd sem mestu írafári olli í kjölfar Berlín- arræðunnar, ekki bara hjá pólitísk- um keppinautum Chiracs í Frakk- landi. Viðbrögðin voru sterkust í Bretlandi og ýmsum öðrum aðildar- ríkjum sambandsins. Bretar, sem fram að þessu hafa kosið að standa utan Efnahags- og myntbandalags- ins (EMU), óttast að komi frekari hugmyndir um „tveggja hraða Evrópu" til framkvæmda myndu þeir einangrast meira frá „kjama“ Evrópusammnans og smærri aðild- arríkin, ekki sízt Norðurlöndin, eru vön að vera á varðbergi gagnvart hugmyndum um evrópska stjómar- skrá, þar sem þeim þykir fylgja hætt- an á því að smærri rfldn missi áhrif sem þau hafa að óbreyttu. Wolfgang Schússel, kanzlari Aust- urríkis, sagði í tilefni af ræðu Chiracs og Joschka Fischers að hann hafnaði þessum frönsk-þýzku hugmyndum um breyttar áherzlur í Evrópusam- runanum. Þær myndu leiða til „drottnunar" stóro aðildarríkjanna. Réttindi og áhrif smærri ríkjanna yrði að varðveita. Hinn mjög svo Evrópusinnaði for- sætisráðherra Finnlands, Paavo Lipponen, lét hins vegar svo ummælt eftir Berlínarræðu Chiracs, að ESB ætti að greiða fyrir sveigjanlegum samrona innan þeirrar stofnanaupp- byggingar sem fyrir er. Mikilvægt væri hins vegar að farið væri í öllu að umsömdum reglum við framþróun sambandsins. Sagðist hann ekki hafa neitt á móti sveigjanleika af því tagi sem sjá má í myntbandalaginu eða Schengen-vegabréfasamstarfinu. Þess yrði hins vegar að gæta að sam- starfið innan ESB skiptist ekki upp í mismunandi „deildir"; kerfið mætti ekki verða þannig að sum ríki yrðu sjálfkrafa forvalin í eins konar kjarna sem öðrom væri ekki kleift að eiga aðild að. Öll aðildarríkin yrðu að eiga sömu möguleika á að taka þátt í nán- ari/hraðari samruna; leikreglurnar yrðu því að vera mjög skýrar hvað þetta varðar. í svipaðan streng og Lipponen tók Romano Prodi, forseti framkvæmda- stjórnarinnar, á fundi sínum með Chirac og Jospin í vikunni. „Evrópu- samband með 27, 28 eða fleiri aðild- arríkjum mun þurfa á sterkari stofn- unum að halda, ekki veikari,“ sagði hann og varaði við því að sérsniðin („ad hoc“) form samstarfs myndu eyðileggja það kerfi lýðræðislegs jafnvægis og gagnkvæms aðhalds sem við lýði væri í ESB. Chirac tók undir það, að mikilvægt væri að viðhalda óskiptri stofnana- uppbyggingu sambandsins; ekki beri að byggja upp hliðarstofnanir utan hins sáttmálabundna stofnanakerfis, sem öllum aðildarríkjum væri sam- eiginlegt. BM-VAUÁ Söludeild í Fomalundi Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050 Steypudælur Nýjar steypudælur spara þér tíma og peninga. Kynntu þér öfluga steypuþjónustu á www.bmvalla.is www.bmvalla.is Tsjetsjenar boða árásir Segjast ætla að ná Gudermes Grosní, Nazran. AP, Reutere.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.