Morgunblaðið - 09.07.2000, Side 14

Morgunblaðið - 09.07.2000, Side 14
14 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Helst óbreytt ástand í japönskum stjórnmálum eftir nýafstaðnar þingkosningar? Gömlu vald- hafarnir fá enn og aftur meirihluta Nýkjörið þing Japans kom saman í fyrsta sinn í vikunni eftir kosningar sem fram fóru hinn 25. júní. Fór svo, að ríkisstjórnin undir forystu Frjálslynda lýðræðisflokksins og Yoshiro Mori, arftaka Keizos Obuchis á forsætisráðherrastólnum, hélt velli þrátt fyrir lítinn áhuga kjósenda. Hulda Þóra Sveins- dóttir, fréttaritari í Japan, skýrir hér ástandið í japönskum stjórnmálum. Reuters Yoshiro Mori, endurkjörinn forsætisráðherra Japans, hugar að hálstauinu í hópi ráðherra sinna fyrir mynda- töku eftir athöfn í keisarahöllinni í Tókýó, þar sem keisarinn staðfesti hina nýju ríkisstjórn formlega í embætti. ó að fylgi japönsku ríkis- stjómarinnar hafi hrunið síðustu vikur samkvæmt skoðanakönnunum, hélt hún velli í kosningunum til neðri deildar þingsins sem haldnar voru 25. júní síðastliðinn. Ríkisstjómin, skipuð af Frjálslynda lýðræðis- flokknum (hér eftir FLF), Komeito, og nýja íhaldsflokknum, náði 271 sæti af 480, og hefur þar með góðan meirihluta. Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu þó allir fylgi. FLF tapaði 38 sætum af þeim 271 sem hann hafði fyrir kosningamar, íhaldsflokkur- inn missti 11 sæti og hefur nú ekki nema sjö þingmenn og Komeito tap- aði níu sætum og hefur 31 þing- mann. Stærsti stjómarandstöðu- flokkurinn, Lýðræðisflokkurinn, bætti hinsvegar vel við sig og fór úr 97 sætum upp í 127. Þessi fylgis- aukning dugir þó ekki til að ýta nú- verandi ríkisstjóm frá og eru því litlar breytingar sjáanlegar. Þá vek- ur það athygli að aðeins 35 konur vora kosnar til þings, og teljast þær ekki nema 7,3 prósent þingmanna. Stutt kosningabarátta sem vakti lítinn áhuga Hin formlega kpsningabarátta í Japan stendur mjög stutt og hófst hún ekki fyrr en tæpum tveimur vikum fyrir kosningar. Frambjóð- endur nota tímann vel í kosninga- baráttunni, keyra um kjördæmi sitt í litlum sendiferðabíl, gala áskoranir til almennings um að kjósa sig og veifa hanskaklæddri hendi til veg- farenda. Er hvíti hanskinn tákn um hreinleika og veitir ekki af nú þegar stór hluti almennings lítur svo á að japönsk stjómmál séu svo spillt og stöðnuð að það sé ekki þess virði að kjósa. Mikið er um opinber ræðu- höld á fjölfömum götum og standa þá frambjóðendur gjaman uppi á þaki sendiferðabfls til að ná til fjöld- ans. A ferðum sínum um kjördæmið leggja frambjóðendur enn mikla áherslu á það að heilsa sem flestum kjósendum með handabandi til að vinna þá yfir á sitt band. Japanskir fjölmiðlar og stjórn- málamenn lögðu mikla áherslu á það að þessar kosningar væra valið um stjórnmál 21. aldarinnar og var mikill áróður hafður uppi til að hvetja fólk til að kjósa en þátttaka hefur aldrei verið minni en í síðustu kosningum fyrir fjórum árum þegar aðeins 59,65% kusu. Kjósendur virt- ust hinsvegar ekki taka áskoraninni og var kosningaþátttaka enn mjög dræm, eða 62,49%. Var veðrið talið draga þátttöku niður en það rigndi í vesturhluta Japans á kosningadag- inn. Nú er talið að að minnsta kosti 35 prósent allra kjósenda í Japan fylgi ekki ákveðnum stjómmálaflokki en áætlað er að meira en 70% af at- kvæðum þessara kjósenda fari til stjórnarandstöðuflokkanna. Var það því stjórnarandstöðunni mikilvægt að tryggja góða kosningaþátttöku. FLF byggir hinsvegar fylgi sitt á vel skipulögðum stuðningsmanna- hópum. Vakti það því mikla hneykslun og þótti ekki bera mikilli lýðræðisást vitni þegar Yoshiro Mori forsætisráðherra lét þau orð falla stuttu fyrir kosningarnar að hann vonaði að óháðu kjósendurnir lægju heima sofandi á kosningadag- inn. Helstu stefnumálin Japan stendur frammi fyrir fjöl- mörgum alvarlegum vandamálum sem aðkallandi er að leysa. Þar er fyrst að nefna efnhagsvandann sem enn er mikill þó svo ýmis batamerki séu á lofti. Þá hefur atvinnuleysi haldið áfram að aukast, sérstaklega meðal ungs fólks. Velferðarkerfið þarfnast umbóta til að takast á við hlutfallslega fjölgun gamals fólks. Og ekki má gleyma mjög svo um- deildu máli, endurskoðun stjómar- skrárinnar. Það má samt segja að helsta kosningamálið hafi verið hvort rfldsstjómarflokkarnir fengju stuðning til áframhaldandi stjórnar- setu, en þeir höfðu lýst því yfir að þeir stefndu að samstarfi ef meiri- hluti fengist og þá undir forystu Mori. Stjórnarandstaðan reyndi hinsvegar að gera það að einu af helstu kosningamálunum hvort Mori væri hæfur til að leiða Japan inn í nýja öld. Á þeim rúmu tveimur mánuðum sem Mori hefur verið við stjórnvöl- inn í kjölfar skyndilegra veikinda Obuchi, hefur hann verið mjög um- deildur. Mori hefur látið ýmis um- mæli falla síðustu vikurnar sem benda til þess að hann trúi því að keisarinn sé ekki aðeins sameining- artákn þjóðarinnar, eins og stjórn- arskráin mælir á um, heldur að full- veldi ríkisins sé í höndum keisarans. Fjölmiðlar og stjómarandstaðan, með Yukio Hatoyama, formann Lýðræðisflokksins í broddi fylking- ar, gagnrýndu forsætisráðherrann harðlega og sögðu ummæli hans vera andstæð stjórnarskrá landsins sem kveður á um að fullveldi sé í höndum þjóðarinnar. Hefur álit al- mennings á Mori hlotið mikinn hnekki og var stuðningur við ríkis- stjórnina kominn niður í rúm 12 prósent þegar kosningar skullu á. Óánægjan náði inn í raðir FLF. Að sögn dagblaðsins Asahi Shimbun af- þökkuðu þó nokkrar héraðsskrif- stofur flokksins boð forsætisráð- herrans um að hann heimsækti þær frambjóðendum til stuðnings í kosn- ingabaráttunni. Ríkisstjórnarflokkarnir lögðu fram sameiginlega stefnuskrá. Þeir hétu því að halda áfram efnahags- stefnu Obuchi sem felst í því að moka gífurlegu fjármagni inn í efna- hagskerfið í von um efnahagsbata og auka enn frekar opinberar fram- kvæmdir. Stjórnarflokkarnir hétu ennfremur atvinnusköpun með því að styðja frekar við upplýsinga- og tækniiðnað. Lýðræðisflokkurinn lagði hinsvegar áherslu á að minnka skuldir ríkisins og auka aðhald í fjármálum þess. Hann lagði meðal annars til að opinberar framkvæmd- ir yrðu skornar niður til að draga úr útgjöldum, og að lækka skattleysi- mörkin til að auka tekjur ríkisins. Lítið bar hinsvegar á því máli sem halda má fram að verði eitt af mikilvægustu málunum í Japan á næstu áram, það er endurskoðun stjórnarskrárinnar. Var það aðeins Sósíaldemókrataflokkurinn sem gerði varðveislu hennar að sínu helsta kosningamáli og sakaði FLF um að þegja málið í hel. Á síðasta ári vora settar á fót nefndir í báðum deildum þingsins sem eiga að end- urskoða stjórnarskrána sem skrifuð var árið 1947 þegar Japan var her- setið af Bandaríkjunum. Var skipun nefndanna mjög umdeild þar sem ákveðin friðhelgi hefur ríkt yfir stjórnarskránni síðan í byrjun 6. áratugarins. Hin nýstofnuðu ráð eiga að starfa í um 5 ár en hafa ekki rétt til að leggja fram framvörp til breytinga heldur aðeins rétt til skýrslugerðar um efnið. Endur- skoðun níundu greinar stjórnar- skrárinnar sem kveður á um að Jap- an skuli ekki hervæðast eða sýna árásarhneigð gagnvart öðram þjóð- um er þar vafalaust umdeildust. Að sögn vinstri sinnaða dagblaðs- ins Asahi Shimbun er ástæðan fyrir þögn stjómmálaflokkanna sú að skoðanir eru mjög skiptar bæði inn- an ríkisstjórnarinnar og innan Lýð- ræðisflokksins um stjórnarskrána. Það er skoðun FLF og nýja íhalds- flokksins að stjórnarskráin hafi ver- ið skrifuð af Bandaríkjamönnum og þvinguð upp á Japan. I ljósi þess og breyttra alþjóðlegra aðstæðna telja þeir þörf á róttækri endurskoðun og afnámi 9. greinarinnar sem gæfi þar með Japan rétt til að hervæðast að fullu. Komeito er fylgjandi endur- skoðun en vill halda í 9. greinina. Margir innan Lýðræðisflokksins era h'ka hlynntir endurskoðun til að gefa Heimavarnaliðinu, en svo kall- ast japanski herinn, það lagalega gildi sem þarf til að Japan geti tekið þátt í alþjóðlegu friðarsamstarfi. Fjölmargir meðlimir Lýðræðis- flokksins eru hinsvegar fyrrverandi flokksmenn Sósíaldemókrataflokks- ins og fylgja enn stefnu síns gamla flokks um málið. Sósíaldemókrata- flokkurinn og Kommúnistaflokkur- inn era því algerlega mótfallnir að hreyft sé við stjórnarskránni og benda á að hún hafi gert efnahags- undrið mögulegt með því að halda hemaðarkostnaði í lágmarki. Ríkis- stjórnin og stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn vildu því ekki gera stjórnarskrána að kosningamáli þrátt fyrir að undirbúningur að endurskoðun sé hafinn og málið augljóslega mjög mikilvægt fyrir framtíð Japans. Vantar traust á stjórnarandstöðunni En hvers vegna urðu svo litlar breytingar í nýliðnum kosningum þegar kjósendur virtust svo óánægðir með ríkisstjórnina og for- ystu Mori? Helsta skýringin er lík- lega sú að þrátt fyrir mikla gagn- rýni á ríkisstjórnina síðustu vikurnar fyrir kosningarnar tókst stjórnarandstöðunni ekki að sann- færa kjósendur um að hún gæti tek- ið við stjórnartaumunum. Ríkis- stjómarflokkarnir þrír fóra út í kosningabaráttuna með þá skýra stefnu að þeir myndu halda áfram stjórnarsamstarfinu ef nægilegt fylgi fengist. Þrátt fyrir að Lýðræð- isflokkurinn gagnrýndi FLF harð- lega fyrir baktjaldamakk og slæma stjórnarhætti skýrði hann aldrei nægilega vel fyrir kjósendum hvers konar samsteypustjórn gæti tekið við af núverandi ríkisstjórn. Ljóst var að stjórnarandstöðuflokkarnir vora ekki sammála um viðeigandi efnahagsráðstafanir og stjórnar- skrána. Lýðræðisflokkurinn hafði einnig tekið það skýrt fram að hann myndi ekki vinna með Kommúnista- flokknum og því vora möguleikar á myndun meirihlutastjórnar á vegum stjórnarandstöðunnar nánast engir. FLF notfærði sér þessa óákveðni mjög í kosningabaráttunni til að gagnrýna Lýðræðisflokkinn og hvatti kjósendur til að kjósa áfram- haldandi stöðugleika. Fjölmiðlar hér höfðu spáð því að ef kosningaþátt- taka ykist ekki töluvert í þessum kosningum væru litlar líkur á breyt- ingum. Sú von stjórnar- andstöðunnar að óháðir kjósendur myndu flykkjast til að kjósa gegn Mori og ummælum hans rættist ekki og Lýðræðisflokkurinn leið fyr- ir það. Lýðræðisflokkurinn vinsæll í þéttbýli Lýðræðisflokkurinn er nokkuð nýr flokkur, en hann var stofnaður stuttu fyiár síðustu kosningai' til neðri deildar. Hann hefur því ekki fest þær rætur sem FLF hefur í kjördæmunum. FLF hefur á löng- um stjórnarferli sínum byggt upp sérstök stuðningssamtök við ein- staka þingmenn í kjördæmunum sem hafa sterk tengsl við viðskipta- og iðnaðarsamtök í þeirra héraði og smala saman atkvæðum. Lýðræðis- flokkurinn og aðrir stjórnarand- stöðuflokkar hafa ekki skipulags- einingar sem era jafn áhrifamiklar. Lýðræðisflokkurinn var studdur af Verkalýðshreyfingunni í þessum kosningum en treystir einnig mikið á óháða kjósendur sem gerir gengi hans valt. Flokkurinn gerði það gott í þéttbýli en í sveitahéraðum hefur Fæðingum fækkar enn í Japan Ottast skort á vinnuafli Tókýtí. AFP. FÆÐINGARTÍÐNI í Japan hélt áfram að lækka í fyrra og elur það á ótta japanskra yfirvalda við að upp kunni að koma sú staða, að ekki verði nógu mikið af vinnandi fólki til að halda uppi hinum sí- stækkandi hópi ellilífeyrisþega. Meðaltal yfir fjölda þeirra barna sem hver kona eignast á æv- inni náði í fyrra sögulegu lágmarki þegar það mældist 1,34. Árið áður hafði meðalfjöldi bama á hverja konu mælst 1,38. Það var fyrst ár- ið 1975 að fæðingartíðnin f'éll niður fyrir tvö börn á hverja konu og hefur hún síðan lækkað ár frá ári. Breyttir lífshættir era taldir ein aðalorsök þessa en japanskar kon- ur hefja nú bameignir síðar en áð- ur tíðkaðist. I fyrra mældist með- alaldur þeirra kvenna, sem vora að eignast sitt fyrsta barn, 27,9 ár í stað 25,7 árið 1975. „Það vekur sannarlega upp viss vandamál varðandi ellilífeyri og al- mannatryggingar að meðalaldur skuli vera að hækka en vinnandi höndum að fækka,“ sagði Taka- yoshi Kitagawa, prófessor í félags- vísindum við Nagoya-háskóla. Samkvæmt útreikningum jap- önsku ríkisstjórnarinnar er talið að um 32,3% þjóðarinnar verði yfir 65 ára aldri árið 2050. Fæðingar- tíðni í Japan er hærri en á Ítalíu þar sem hver kona eignast að með- altali 1,19 böm, en lægri en í Þýskalandi, Svíþjóð og Bretlandi þar sem meðalfæðingatíðni er á bilinu 1,41-1,70.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.