Morgunblaðið - 09.07.2000, Page 26

Morgunblaðið - 09.07.2000, Page 26
26 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ h MorgunblaðiðA'aldimar Áhorfendabrekkan var þéttsetin þegar sýningar ræktunarbúa fóru fram á Brekkuvelli. Ekki voru þó allir að fylgjast með því sama. Róleg Ijaldbúðastemmning á landsmóti Sveitin betri en borgin Á TJALDSTÆÐINU í Kríunesi við Elliðavatn era um 60-70 tjöld auk gamallar rútu sem nýtt er sem húsbíll. Björn Stefánsson, sem á og rekur gistiheimilið í Kríunesi, telur að um 100-120 manns gisti á tjald- stæðinu, mest útlendingar. „Stemmningin er auðvitað ekki neitt svipuð og á venjulegu lands- móti,“ segir Björn, sem bjóst reyndar alls ekki við að fá svona marga tjaldgesti. Hann segir að einhver truflun hljóti að verða á næturkyrrðinni við Elliðavatn en Björn segir nágranna sína taka þessu vel, þeir geri sér grein fyrir því að um einstakan viðburð sé að ræða, landsmót hestamanna hafi ekki áður verið haldið í nágrenn- inu. Þar sem Björn gerði ekki ráð fyrir að þurfa að taka á móti flest- öllum tjaldgestum mótsins gafst ekki tími til að koma upp sturtuað- stöðu fyrir alla gesti en tvær sund- laugar séu í göngufæri. „Svæðið er í rauninni ekki hugsað sem tjald- stæði. Eg er bara að hjálpa þeim á landsmótinu." Borgin eins og Bandaríkin - sveitin eins og Danmörk Jprgen Villadsen bar sig fag- mannlega að við prímusinn þar sem hann eldaði kvöldmatinn Morgunblaðið/Rúnar Dönsku hestamennirnir (f.v.) Janne Spannon, Helle Stærmose, Grethe Saether, Jörgen Villadsen og Karen Steen Jörgensen hefðu kosið að fleira fólk hefði sótt tjaldstæðin. Mathilda Östling, Kerstin Bjurnman, Anna Östling og Sofía Palmqvist létu Stefan Bervelius sjá um að elda kvöldmatinn. Utsalan hefst á morgun kl. 8.00 Oáuntv Sími 561 1680. , „ Opið daglega kl. 10-18, tiskuverslun v. Nesveg, . . Seltjarnarnesi ISUflardap kl. 10-14. handa sér og fjórum dönskum vin- konum sínum. Hópurinn kemur víðsvegar að frá Danmörku en þau kynntust fyrir þremur árum þegar þau sóttu námskeið í kynbótarækt- I un hjá Ingimari Sveinssyni á L Hvanneyri. Mikill áhugi er fyrir ís- lenska hestinum í Danmörku og hann fer að sögn vaxandi. Oll eru þau ánægð með að vera komin á landsmót. „Það er auðvitað frábært að sjá bestu reiðmennsku í heimi og hrossin eru framúrskarandi góð,“ segir Grethe Saether, sem er að koma til Islands í fimmta skipti. Jj „Allir eru mjög vingjarnlegir." Jörgen sagðist kannski vera mest undrandi á því að sólin hefði látið sjá sig á föstudagskvöldið en annars töldu þau að nokkuð vant- aði upp á landsmótsbraginn. „Að koma til Reykjavíkur er eins og að vera kominn til Bandaríkjanna," segir Grethe „En þegar maður kemur út í sveit þá er umhverfið og fólkið líkara því sem við eigum að venjast í Danmörku." Gætu staðið sig betur gagn- vart erlendum gestum Jprgen taldi að mótshaldarar hefðu getað gert meira til að skapa landsmótsstemmningu. „Mér finnst skrítið að tjaldstæðin skuli ekki vera nær svæðinu. Þar gæti orðið alþjóðleg stemmning þar sem mað- ur gæti hitt fleira fólk til að ræða um hesta o.þ.h. við.“ Danirnir voru á einu máli um að þulirnir þyrftu , að standa sig betur. „Það er erfitt að fylgjast með hvaða hestur er í brautinni og þá er stutt í að maður ‘ missi þráðinn. Þetta er frekar gremjulegt," segir Janne Spannon. „Þeir tala mikið á íslensku og svo kemur kannski ein setning á ensku og ein á þýsku. Og þá veltir maður fyrir sér hvað þeir vora eiginlega að segja. Það er sjálfsagt mjög áhugavert því oft fara allir að hlæja í brekkunni en sjálfur skilur , maður ekki neitt,“ segir Grethe en bætir við að aðalatriðið sé að lands- mótið sé meiriháttar viðburður sem gaman sé að fylgjast með. Ekki sami andinn og úti í sveit Kvenmenn virtust í öruggum meirihluta á tjaldstæðinu í Kríu- nesi en Stefan Bervelius var einn í hópi fjögurra sænskra stúlkna. Eins og hjá hinum danska Jorgen dæmdist eldamennskan á Stefan. Svíunum þótti landsmótið að flestu leyti vel heppnað en töldu þó frek- ar undarlegt að halda landsmótið í Reykjavík. „Það myndast ekki sami andinn og úti í sveit,“ segir Kerstin Bjurnman. „Eg er vön því að flestir gisti í tjöldum á lands- mótum en nú fara flestir heim til sín á kvöldin." Lýsa yfír stuðning’i við Sleipni AÐILDARSAMTÖK Norræna flutningasambandsins NTF á Is- landi, sem samanstendur af Flug- freyjufélagi íslands, Flugvirkjafé- lagi Islands, Sjómannafélagi Reykjavíkur, Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og Verkamanna- sambandi Islands, samþykkti eftir- farandi: „Aðildarsamtök Norræna flutn- ingamannasambandsins á Islandi lýsa yfir fullum stuðningi við baráttu félagsmanna Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis. Verkfall Sleipnis hefur nú staðið í mánuð. Óbilgirni Samtaka atvinnulífsins er með ólíkindum og ber vott um ný og framandi viðhorf atvinnurekenda til verkfalla á ís- fe lenskum vinnumarkaði. í fyrsta sinn í atvinnusögu íslands eftir síðari i;| heimsstyrjöld reyna atvinnurekend- ™ ur að beita lögbönnum sýslumanna gegn löglega boðuðum vinnudeilum. Slíkar aðgerðir og aðfarir atvinnu- rekenda vega að starfsréttindum verkalýðsfélaga og eiga einungis heima í þjóðfélögum sem ekki virða mannréttindi né önnur lýðréttindi. Aðildarsamtökin hvetja forystu- menn íslenskrar verkalýðshreyfing- fe ar til að beita öllum áhrifum sínum til stuðnings við lögmæta kjarabaráttu Sleipnismanna."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.