Morgunblaðið - 09.07.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 09.07.2000, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Vísinda- læsi „Fyrir mér vakir að verja það sem mað- urgæti kallað vísindalega heimsmynd. “ Alan Sokal. Það er á fjölmiðlum að skilja að mannkyns- sagan - eða jafnvel veraldarsagan - hafi nýlega stigið risa- skref fram á veginn. Það var þeg- ar kortlagt var genamengi mannsins. Þetta munu vera því- líkar vísindaframfarir að annað eins hefur ekki gerst síðan Ein- stein uppgötvaði afstæðið. Það má vera. Morgunblaðið sagði í leiðara um kortlagningu genamengisins að öðru hvoru yrðu „atburðir í sögu vísinda og tækni sem allir sjá að marka skil og eiga eftir að hafa áhrif á líf manna um ókomna framtíð". Nefndi blaðið meðal annars afstæðiskenningu Ein- steins sem slík skil. Það má vel vera satt að öðru hvoru verði svona ski], en það er vafasamt að „allir“ sjái þau. Við sem erum ekki alveg læs á vísindin höfum ákaflega takmark- aðar for- VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson sendur til að leggja sjálf mat á það hvort þetta eru í rauninni svona svakalegar framfarir eða bara upphrópanir og fagurgali um ekkert, líkt og kaldi samruninn fyrir ekki löngu. Allt sem við getum gert er að trúa vísindamönnunum ogfjölmiðlum. Og við sem erum ekki læs á vís- indin erum mörg. Við erum í meirihluta. Samkvæmtþví sem Vísindaráð Bandaríkjanna segir hefur aðeins einn af hverjum fjór- um nægan skilning á vísindunum til þess að fella sjálfstæða, ígrund- aða dóma um þær vísindaframfar- ir sem fjölmiðlar greina frá. Bandaríski eðlisfræðingurinn Robert Park sagði í viðtali við dagblaðið USAToday nýlegaað Bandaríkjamenn, ásamt Dönum, teldust þjóða læsastir á vísindin. Ekki nefnir hann ísland og kannski eru Islendingar ekki fremstir í heiminum þama - merkilegt nokk. Reyndar væri afskaplega fróð- legt að sjá hvað kæmi út úr því ef Gallup eða Félagsvísindastofnun eða einhver álíka gerði könnun á því hversu margir Islendingar kunna skil á til dæmis því í hverju vísindaleg aðferð er fólgin. Eða því hvers vegna afstæðiskenning Einsteins var svona mikilvæg, sem Morgunblaðið fullyrðir að all- irviti. Þetta er ekki bara prinsipp- atriði, heldur hefur beina nyt- semdarskírskotun. Ein helstu rökin fyrir því að leyfa f slenskri erfðagreiningu að smíða og reka gagnagrunninn eru þau, að um sé að ræða vísindalegar framfarir sem komi öllum til góða. Þetta er ekkert aukaatriði heldur beinlínis meginatriði í málinu (án þess að lítið skuli gert úr vægi siðferðis- legu hliðarinnar), líkt og Kári Stefánsson hefur jafnan ítrekað. Samt fór aldrei mikið fyrir þessu í umræðunni, heldur snérist hún svo að segja eingöngu um sið- ferðisþáttinn (sem er að sönnu mikilvægur) og karakter Kára (sem er kannski síður mikilvægt atriði). Getur verið að fjöldinn áll- ur af fslendingum sé einfaldlega ekki fær um að ræða, svo vit sé í, vísindalegu hliðina á málinu, sem er þó sennilega stærsta hliðin? (Og er auðvitað nátengd siðferðis- legu hliðinni).Gæti kannski verið að jafnvel alþingismenn flestir séu ólæsir á vísindin? Fjölmiðlar á íslandi hafa ef til vill ekki verið nógu duglegir við að leggja sitt að mörkum til að auka vísindalæsi landsmanna, heldur hefur áhersla þeirra verið á pólitík og peninga. Það má auð- vitað halda því fram að það tvennt - pólitík og peningar - sé það sem alla varðar og hafi áhrif á líf okkar allra, en manni sýnist þó, að vís- indi séu farin að vega þyngra en pólitík að því leyti. Heimsmyndin er ekki eins sterklega mótuð af pólitískum átökum og hún var fyrir bara hálfri öld eða svo, þegar kalda stríðið var í algleymingi. Auðvitað eru pólitískar markalínur núna eins og þá, en þær eru ekki eins ráðandi þáttur í skilningi manns á veröldinni. Það er að segja, pólitík skiptir ekki eins miklu máli nú- orðið, og það eru vísindin sem eru að verða ráðandi þáttur í heims- myndinni, samanber orð banda- ríska eðlisfræðingsins Alans Sok- als, sem vitnað er til hér að ofan. Ekki svo að skilja að sú heims- mynd sem vísindin fela í sér sé hin eina rétta. Um marga þætti henn- ar má efast. Til dæmis gerir hún ráð fyrir algerri efnishyggju, það er að segja, því viðhorfí að allt sé efnisbundið - líka hugsanir manns og vitund - og þótt þetta kunni að vera á endanum satt þá er þetta auðvitað umdeilanlegt. En vísindalegur skilningur á ver- öldinni verður sífellt fyrirferðar- meiri (samanber innrás ÍE í ís- lenskt samfélag) og þess vegna er mikilvægt að maður þekki hann. Líka til að geta gagnrýnt hann. Það þarf ekki að gera hávís- indalega könnun til að koma auga á að hlutfall frétta úr vísindaheim- inum er lítið í íslenskum fjölmiðl- um, miðað við fréttir af vettvangi stjórnmálanna. Þarf ekki annað en að fylgjast með forsíðu Morg- unblaðsins í nokkra daga til þess að komast að raun um að heims- myndin sem blaðið sýnir er sterk- lega mótuð af stjórnmálum. Við liggur, að minnstu hræring- ar í fjarlægum þingsölum verði að stórmálum á forsíðu Morgun- blaðsins, fremur en hræringar í vísindaheiminum, sem eru þó bæði líklegri til að skipta beinlínis máli á Islandi og eru þar að auki áhugaverðar vegna hinnar sam- mannlegu skírskotunar sem vís- indin hafa. Án þess að nokkurri rýrð sé kastað á ríkjandi hefðir í frétta- flutningi íslenskra fjölmiðla má halda því fram, að töluvert skorti á, að þeir geri sitt til að auka vís- indalæsi meðal íslendinga. En kannski hafa ríkjandi hefðir bara verið ríkjandi aðeins of lengi. Eða er það kannski fjölmiðlum oíviða að flytja skiljanlegar, áhugaverðar og jafnvel skemmti- legar fréttir af vettvangi vísind- anna? Er vísindalæsi eitthvað sem einungis fáu fólki er gefið, svona eins og tónlistargáfa, eða er það eitthvað sem bara skólar geta veitt? (Ef svo er þarf kannski að stokka eitthvað upp námskrána). Fjölmiðlar gætu þó lagt sitt af mörkum með því einu að draga aðeins úr holskeflu frétta af jafn- vel hinum smásmugulegustu stjórnmálaviðburðum innanlands og erlendis. Fyrsta skrefið væri að litið yrði á fréttir úr vísinda- heiminum sem almennar fréttir, rétt eins og fréttir af gangi mála fyrir botni Miðjarðarhafs eða póli- tískum afdrifum Helmuts Kohls, fyrrverandi Þýskalandskanslara. JOHANNES JENSSON + Jóhannes Helgi Jensson fæddist í Fjarðarstræti 13 á Isafírði 31. ágúst 1945. Hann lést 2. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jens Karl Magnús Steindórs- son frá Melum í Trékyllisvík, Ámes- hreppi, f. 28.10.1902, d. 14.2.1965, ogkona hans, Guðrún Þórð- ardóttir frá Hrúti, Rangárvöllum, f. 4.11. 1905, d. 28.5. 1972. Systkini Jóhannesar em; Katrín Þórný, f. 8.12. 1928, gift Mikael Þórarins- syni, búsett á Siglufirði, Ragnar Steindór, f. 31.3. 1930, búsettur í Reykjavík, Jenný Karla, f. 22.12. 1932, gift Sigurði Sigurgeirssyni, búsett í Hafnarfirði, Guðrún, f. 10.8. 1937, gift Hermanni Stefáns- syni, búsett í Hafnarfirði. Elsku pabbi minn. Þú fórst alltof snöggt. Ég vildi óska þess að þú hefð- ir getað kvatt. Það var svo oft sem ég átti eftir að knúsa þig, svo margt sem ég átti eftir að segja þér. Ég var að reyna að ná í þig á fimmtudaginn til þess að segja þér að ég hefði fengið inngöngu í Tækniskólann og yrði því fastagestur hjá þér hinum megin við götuna uppi á Höfða. En ég náði því ekki. Ég hringdi og hringdi í þig í farsímann þinn á sunnudaginn en þú svaraðir ekki. Ég vissi að þér liði illa vegna fráfalls Júlíönu, ég hafði svo miklar áhyggjur af þér vitandi það að þú værir á leiðinni að norðan á mótor- hjólinu þínu með allar þessar áhyggj- ur á herðum þér og með þitt góða en veika hjarta. Hjarta sem að lokum gafst upp. Jenni bróðir hringdi í mig og sagði mér að þú hefðir dáið í hönd- unum á honum. Ég keyrði strax upp á Höfða með von um að þetta væri nú ekki alvegrétt, en þú varst farinn. Hjarta mitt er svo fullt af sorg og það eru svo margir sem eiga mjög um sárt að binda núna. En tíminn mildar allan tifinningalegan sársauka og við ■ höldumíþávon. Þú varst svo stoltur að eiga öll þessi böm og bamabörn. Og þín ósk var að við systkinin myndum ná bet- ur saman, hefðum meira samband hvert við annað. Þessi mikla sorg hef- ur þjappað okkur saman og erum við ákveðin í því að reyna að styrkja syskinaböndin. Og eram við strax farin að skipuleggja framtíðina sam- an. Þú hafðir svo fágaða framkomu og varst svo mikil tilfinningavera. Ég bar mikla virðingu fyrir þér og er stolt yfir að hafa átt þig sem fóður. Elsku pabbi, ég veit að þig langaði svo að kaupa þér skútu og sigla út í heim, því segi ég, farðu nú og sigldu á nýju skútunni þinni um öll heimsins höf. Hugur minn verður alltaf hjá þér. Við sjáumst síðar þegar minn tími er kominn. Þín dóttir, Gunnlaug. Yndislegi pabbi. Það er erfitt að kveðja þig, það er svo margt sem ég átti eftir að segja við þig. Ég var allt- af á leiðinni til þín eins og þú til mín. Núna er ég búin að vera að hugsa, ef við hefðum verið búin að setjast niður og ræða málin, en ég veit að ég á ekki að hugsa þannig því að núna veistu allt sem mig langaði að segja þér. Það er líka erfitt að hugsa að þið mamma séuð bæði farin, en ég trúi þvi að þið séuð saman hjá Guði og vakið yfir okkur öllum. Ég elska þig og í mínum huga ertu alltaf besti pabbi í heimin- um. Hvíldu í friði elsku pabbi. Þín dótt- ir, Helga Dóra. Mig langar að minnast góðs vinar. Jói, þín er sárt saknað af okkur. Lækkarlífdagasól löngerorðinmínferð faukífarandaskjól Fimmtán ára flutti Jóhannes frá Isafirði og tók að starfa við hin ýmsu störf. Sextán ára fór hann á vertíð í Vestmannaeyjum þar sem hann var í ellefu ár. Gekk hann í hjóna- band með Guðrúnu Óskarsdöttur, f. 26.5. 1945, og áttu þau sam- an tvo drengi, Jens Karl Magnús, f. 26.1. 1965, kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur, f. 8.8. 1967, börn þeirra eru Sigríður Ósk, f. 21.3. 1986, og Ármann Halldór, f. 30.12. 1992, og Brynjar Halldór, f. 18.3.1966, unn- usta hans er Elín Inga Garðar- sdóttir, f. 7.4. 1962. Börn Brynjars úr fyrri sambúð eru Daníel Helgi, f. 13.11. 1992, og Diana Brynja, f. 23.11. 1994. Jóhannes og Guðrún skildu árið 1973. Eftir gosið í Eyj- um, þar sem hann starfaði í feginnhvíldinniverð guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá semaðlögðumérlið Ijósið kveiktu mér hjá. (V. Briem.) Minningamar um þig geymum við í hjarta okkar. Guðný og Ármey í Vestmannaeyjum. Fallinn er frá vinur og frændi, langt um aldur fram. Við Jóhannes vorum bræðrasynir. Það má segja að svipað var með okkur og feðram okk- ar, þar ríkti kærleikur og væntum- þykja. Fyrstu kynni mín af Jóhann- esi urðu þegar ég fór í sveit norður á Strandir og gisti á leiðinni á heimili foreldra hans að Fjarðarstræti 13 á ísafirði um vorið 1949 og upphófst þá sú vinátta sem var órofin eftir það. Jóhannes flutti frá Isafirði á unga aldri til Vestmannaeyja með það í huga að standa á eigin fótum. Og gerði þar eftir. I Vestmannaeyjum kynntist hann Guðránu Óskarsdótt- ur og eignuðust þau saman synina Jens Karl Magnús og Brynjar Hall- dór. Árið 1973 flutti Jóhannes til Reykjavíkur og slitu þau Guðrán samvistum um það leyti. Eftir það eignaðist hann dótturina Gunnlaugu Olsen. Skömmu seinna kynntist hann Júlíönu Gísladóttm- og áttu þau sam- an þrjú börn, Helgu Dóra, Émih'u og Magnús sem syrgja nú bæði fóður og móður sem borin eru til grafar á morgun frá Grafarvogskirkju. Eftir að Jóhannes flutti frá Eyjum kynntist ég betur mannkostum hans, einlægni, trygglyndi og vilja til að gera öðrum gott. Margar veiðiferðir fóram við ásamt okkar félögum og margar ferðir fóram við aðeins tveir og í þeim ferðum styrktist okkar væntumþykja og frændsemi. Oftar en ekki var þá rætt um frændfólk af Ströndum og rakin ætt okkar sem Jóhannes kunni þó nokkur skil á. Einnig fórum við oft í útilegur saman ásamt fjölskyldum okkar. Það voru góðar stundir. Eitt sinn hringdi Jóhannes og spurði mig hvort við ættum ekki að skreppa á Strandir sem við og gerð- um og var það ógleymanleg ferð sem var okkur báðum ávallt minnisstæð. Þá ekki síður þær fjölmörgu ferðir sem við tveir fóram tií lax- og silungs- veiða, þó flestar hafi ferðirnar verið til skotveiða. Komum við oftar en ekki með góða veiði heim og var það ekki síst Jó- hannesi að þakka því hann vai- frá- bær skytta. Feður okkar voru báðir góðir veiðimenn og ólust upp við að veiða til heimilisins. Töluðum við oft um að þeir bræður væru saman hin- um megin á veiðilendunum miklu og þar myndum við allir hittast í fyllingu tímans. Jóhannes tók þátt í hagla- byssuskotkeppnum og vann oft til verðlauna og hlaut hann meðal ann- ars bikarmeistaratitil í þeirri íþrótt. Hann var um tíma formaður Skot- veiðifélags Reykjavíkur og hafði mik- inn áhuga á þeirri félagsstarfsemi. slökkviliðinu og við köfun, kynntist hann Rut Olsen, f. 30.9. 1954, og eignuðust þau eina dóttur, Gunn- laugu Olsen, f. 19.8. 1974, sem er í sambúð með Hólmari Gunnlaugs- syni, f. 22.5. 1973. Á hún úr íyrra sambandi Kristján Helga, f. 3.1. 1992, og eiga þau saman Emelíu Rut, f. 17.3. 1998. Haustið 1974 fór Jóhannes á vertíð á Homafirði. Þar kynntist hann eiginkonu sinni til sautján ára, Júlíönu Gísladóttur, f. 10.11. 1956, d. 30.6. síðastliðinn. Þau giftu sig 1976 og eignuðust þijú börn; Helgu Dóru, f. 4.8.1975, í sambúð með Jóhanni Má Jóhanns- syni, f. 4.4. 1975. Á hún úr fyrra sambandi Jóhannes Helga, f. 26.5. 1995, og saman eiga þau Rebekku Sól, f. 7.5.1999, Emilíu Brynhildi, f. 3.9. 1981, og Magnús, f. 31.5. 1984. Jóhannes og Júlíana skildu haustið 1990. Árið 1979 stofnaði Jóhannes Hífi hf. ásamt Júlíönu og Jóni Helga- syni. Rak Jóhannes það fyrirtæki, sem er orðið mjög umsvifamikið, allt fram til þessa dags. Utför Jóhannesar fer fram frá Grafarvogskirkju á morgun, mánudaginn 10. júlí, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það er erfitt að kveðja kæran vin sem fellur frá svo langt um aldur fram og átti sér marga drauma og svo margt ógert. Hann bar hag sinna barna fyrir brjósti og studdi þau af bestu getu. Þeirra missir er því sár- astur. Með þessum fáu h'num vil ég sýna frænda og kæram vin þá virð- ingu sem hann á skilið frá mér. Við Lillý, Matthildur og Soffía þökkum Jóhannesi hans vináttu í gegnum árin og biðjum góðan Guð að vemda hann. Jens, Brynjar, Gunnlaug, Helga Dóra, Emilía, Magnús og Guðlaugur, guð veri með ykkur. Sigurgeir Vilhelm Sigurgeirsson. Hver minnmg dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærieikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnastþér. (Ingibj.Sig.) Kæri Jói, mig langar til að minnast þín í örfáum orðum. Ég man þegar þú komst til Eyja á vertíð og vannst lengi í Fiskiðjunni aðeins sautján ára gamall. Jói vann mikið til sjós og þeg- ar hann var í landi vann hann mikið við múrvinnu og verkastörf. Hann kynntist Guðránu Óskarsdóttur (Gunnu systur) og varð strax hluti af fjölskyldu okkar á Faxó. Ármann bróðir og Jói voru miklir vinir og brölluðu mikið saman, bæði á sjó og í landi. Jói var mikill veiðimaður og veiddi mikið lunda. Þegar Armann féll frá missti hann sinn besta vin. Gunna og Jói byrjuðu að búa á Landamótum í Vestmannaeyjum og eignuðust þau tvo syni, þá Jens Karl Magnús og Brynjar Karl. Jói var mikill sundmaður og hafði unnið til fjölda verðlauna. Einnig vann hann farandbikar í stakkasundi á sjómannadegimnn. Jói var mikill skákmaður og kenndi mér að tefla og tefldum við oft saman. Landamót brannu árið 1966 og misstu fjórar fjölskyldur heimili sitt í þeim brana. Jói og Gunna fluttu inn í hús sem hét Vatnsdalur en er núna farið undir hraun. Þau fluttu svo inn í Dalabú meðan þau byggðu hús á Smáragötu 3. Jói og Gunna slitu samvistir gosár- ið 1973. Þótt margt hafi drifið á daga okkar hélst vinátta okkar alla tíð. Jói stofnaði kranaleiguna Hífi ásamt Jú- líönu Gísladóttur og Jóni Helgasyni sem seinna varð Hífir Kjamaboran árið 1979. Við áttum mikið saman að sælda út af starfi og vináttu. Úllu kynntist ég í gegnum Hífi og Jóa. Ég veit að böm- in þeirra og systkini sakna þeirra sárt. Ég votta þeim og öllum aðstand- endumsamúð mína._ Óskar Elías Óskarsson og íjölskylda, Vestmannaeyjum. • Fleiri minningargreinar um Jó- hannes Helga Jensson bíða birting- ar ogmunu birtast íblaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.