Morgunblaðið - 09.07.2000, Síða 50
50 SÚNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000
MORGÚNBLÁÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Jagúar fer hringinn
Listin að fön
Birgisson og Samúel Jón Samúelsson
yfír kaffíbolla.
mjómsveitin Jagúar er að fara í túr um landið.
Á SAMA tíma og músíkmaskínumar
með sólskinsbrosin fylla hvert sveita-
ballið á fætur öðru ætlar fönksveitin
Jagúar að gera heiðarlega tilraun til
þess að endurvekja hefð sem hefur að
mestu gleymst í þynnkuhausverkjun-
um á milli helganna. Það er sú þraut
að ferðast út á land um sumartíma í
þeim tilgangi að halda tónleika í stað
balla. Til þessa eru það einungis
trúbadúramir sem hafa haldið líftór-
unni í þessari hefð enda afar lítill
' kostnaður sem fylgir flutningi þeirra.
Hljómsveitarmeðlimir Jagúars
hafa verið að slá persónuleg met í
símnotkun síðustu mánuði því þeir
hafa séð um að bóka sveitina á nánast
hverju einasta kvöldi í tæpar þrjár
vikur á menningarsvæðunum fyrir
utan borgarmörkin.
Fönklífið er ekki auðvelt
,Ástæðan fyrir því að þessar
hljómsveitir haifa ekki verið að gera
þetta er sú að þetta er náttúrulega
v erfitt,“ segir Börkur Birgisson gítar-
leikari Jagúars. „Við eram búnir að
kynnast því núna eftir að hafa gengið
á milli stofnana, nefnda, fyrirtækja og
ráðuneyta í von um aðstoð. Við eram
með skothelt ferðaplan sem við sjáum
alveg um sjálfir. Það er ekki eins og
við sitjum á rassgatinu og bíðum eftir
því að hlutimir gerist fyrir okkur...“
„Lengur,“ bætir Samúel Samúels-
son básúnuleikari við og glottir úr
sófahorninu sem hann hefur komið
sér svo þægilega fyrir í.
„Við höfum verið að leggja þessa
góðu áætlun fyrir fólk í nefndum og
það verður að segjast eins og er að ís-
lenskir ráðamenn mega skammast
sín,“ klárar Börkur eftir glettilegt
innskot vinar síns.
„Þrátt fyrir það að ’97 skrifaði há-
vær hópur um útrás íslenskrar tón-
listar þá hefur ekkert gerst síðustu 3
ár,“ bætir Daði Birgirsson við, bróðir
Barkar og hljómborðsleikari Jag-
úars.
Það er orðið blaðamanni fullljóst að
Jagúar-menn era ekki sáttir við hve
ólíkum höndum ráðamenn þjóðarinn-
ar taka á íslenskum listgreinum. Það
ætti ekki að koma neinum á óvart þar
sem meðlimir sveitarinnar era í stöðu
sem þekkist vart í íslenskum tónlist-
ariðnaði í dag. Þeir era nefnilega at-
vinnutónlistarmenn. Sem dæmi má
nefna að enginn tónlistarmaður sem
býr til klassíska tónlist hefur nokkum
tímann fengið listamannalaun.
„Þetta er náttúralega klárleg og
skýr mismunun," segir Daði.
„Önnur mismunun er sú að tónlist-
arfólk borgar 24,5% í vask á meðan
bókmenntafólkið borgar 14%,“ bætir
Börkurvið.
Enginn hávaði
Hljómsveitin er samt staðráðin í
því að fönka upprétt þó á móti blási.
Tónleikaferð þeirra hefst í Reykjavík
með tvennum tónleikum þann 12. júlí,
um daginn spila þeir á Vegamótum en
skokka svo með græjumar yfir á
Gauk á Stöng fyrir kvöldið. Eftir það
verður hljóðfæranum pakkað niður í
bfla og lagt af stað til Keflavíkur.
„Við ætlum að heimsækja þá staði
sem höfðu áhuga á því að fá, að okkar
mati, góða tónlist og menningu inn á
staði sína,“ segir Daði. „Við ætlum að
búa til eitthvað skemmtilegt annað en
dansleik. Þetta er undir formerkjun-
um „menningarlegir atburðir". Við
ætlum að stóla svoldið á hljómburð
staðanna og vera ekki með stór
kerfi.“
„Vera samt bara eins og við erum,“
segir allt í einu maðurinn úr sófa-
hominu. „Við ætlum ekki að fara að
spila eitthvað órafmagnað. Það orð
kemur hvergi nálægt sögu.“
„Þetta verður enginn hávaði," bæt-
ir Daði svo við og lítur til Samúels
sem hefur komið sér aftur þægilega
fyrir í sófahominu.
Á tónleikadagskrá sveitarinnar
verður að finna lög af breiðskífu
sveitarinnar sem kom út síðasta
haust auk efnis af næstu. Áætlað er
að sú breiðskífa komi út á næstu mán-
uðum. En Samúel bendii- þó glögg-
lega á að það sé „teygjanlegt hugtak“.
Tilraunir
hljómsveitarmeðlima
uppréttur
Hljómsveitin Jagúar er að fara í hringferð
um landið að spila. Birgir Örn Steinarsson
^ hitti þá Börk Hrafn Birgisson, Daða
Tveir fyrir einn til
Barcelona
19. júlí
,»17.450
Einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja r
kynnast þessari heillandi borg sem er Síðustu
tvímælalaust ein mest spennandi
borg Evrópu í dag. Nú getur þú | Q SðBtÍil
tryggt þér sæti til Barcelona á
frábærum kjörum. Þú bókar tvö sæti, greiðir eingöngu
fyrir eitt og getur valið um úrval gististaða í hjarta
Barcelona með Heimsferðum.
Verðkr. 17.450
K HEIMSFERÐIK
Verö pr. sæti, kr.34.900.-12- 17.450.- Skattar kr. 2.490 p.mann, ekki innifaldir.
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Ámyndbandi 11. júlí
ÆGISSÍÐU 123
SlHll SS1-S292
NÚPALINO 1 KðP.
gjHI, B64 BBPO
FURUGRUND 3 KÓP.
StMll S54-1S17
LAUGAVEGUR 1S4
SlHSSSmUM
MOSFELLSBÆ
SlMb SSS BO«
HAFNARFIRÐI
fjHh m|) IfjflP
■ÞAR SiM NÍJUSTU MYNDIRNAR fÁST"
„Þessi ferð er eiginlega þríþætt,"
segir Börkur. „Fyrst og fremst er
hún til þess að kynna okkar eigið efni,
svo er hann til að komast að því hvort
þessi hljómsveit hafi burði til þess að
gera svona hlut. Eftir þessa ferð vit-
um við hverjir verða áfram í hljóm-
sveitinni og hverjir ekki. I þriðja lagi
eram við að fara í tónleikaferð til
Skandinavíu næsta vor og þú ferð
ekkert í svoleiðis ferð nema að vera
með traustan hóp og svona reynslu á
bakinu.“ Þess má til gamans geta að
hljómsveitin hefur hingað til ekki far-
ið lengra út fyrir bæjarmörkin en til
Akraness að spila.
Það verður engin hljómsveitarrúta
sem ber piltana bæjanna á milli. Einn
sendibfll sér um hljóðfærin og tvo
meðlimi á meðan hinir fjórir ferðast á
einkabflum.
„Þama komumst við að því hve
þolinmæðiþröskuldur hljómsveitar-
meðlima er hár,“ segir Daði og brosir.
En við hverju búast Jagúar-menn
með útrás sína út á landsbyggðina?
„Að allir þeir sem áhuga hafa á
góðri músík mæti,“ segir Daði. „En
við eigum ekkert eftir að ríða feitum
hesti úr þessari ferð.“
Samtaka /
núlw^
Áfengiskaun
fyrir unglinga
eru lögbrot
»1H IIM.T.1gWmWJHWM