Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Heita vatnið í Stykkishólmi
allra meina bót
Aætlanir um að
gera Stykkis-
hólm að heilsubæ
Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason
Nefndarmenn sem kanna möguleika heita vatnsins í Stykkishólmi til atvinnuuppbyggingar í Stykkishólmi
ásamt Óla Jóni Gunnarssyni bæjarstjóra, Ásthildi Sturludóttur og Ólafi Sveinssyni verkefnisstjóra.
Stykkishóimi - Heita vatnið sem
kemur upp úr borholu hitaveitu
Stykkishólms er einstakt. Fram
hefur farið rannsókn á vatninu og
í ljós kom að vatnið inniheldur
svipuð efni og vatnið í Baden-
Baden, sem er einn frægasti
heilsubaðstaður í Þýskalandi. Þá
telja psoriasissjúklingar sig fá
bata við að baða sig upp úr vatn-
inu ómenguðu.
I mars sl. skipaði bæjarstjórn
Stykkishólms nefnd til að kanna
nýtingu heita vatnsins í Stykkis-
hólmi til heilsutengdrar þjónustu.
Nefndina skipa Róbert Jörgensen,
formaður, Guðbjörg Egilsdóttir,
Sæþór Þorbergsson og Vignir
Sveinsson. Atvinnuráðgjöf Vestur-
lands var fengin til að sjá um
þetta verkefni. Ólafur Sveinsson
forstöðumaður atvinnuráðgjafar
hefur haft yfirumsjón með starf-
inu og Ásthildur Sturludóttur hef-
ur starfað við það í sumar. Hún
hefur safnað upplýsingum um
heita vatnið og möguleika á nýt-
ingu þess til heilsutengdrar þjón-
ustu. í lok verkefnisins mun at-
vinnuráðgjöf Vesturlands skila
skýrslu um niðurstöður sínar og
viðskiptaáætlun.
Fréttaritari hitti þau Asthildi
Sturludóttur og Róbert Jörgensen
til að fræðast um starf nefndar-
innar. Fram kom hjá þeim að
heita vatnið í Stykkishólmi hefur
verið rannsakað og sá Hrefna
Kristmannsdóttir, deildarstjóri
hjá Orkustofnun, um þá vinnu.
Hún efnagreindi vatnið og bar það
saman við heitt vatn á nokkrum
stöðum á íslandi og eins við vatnið
í Baden-Baden i Þýskalandi. í ljós
kom að heita vatnið í Stykkishólmi
er einstakt og mjög líkt vatninu í
Baden-Baden. Það hefur lágt Ph-
gildi (sýrustig) sem veldur því að
húðin er mjúk þegar komið er úr
slíku baði, því að húðfita leystist
illa upp þegar Ph-gildi er svo lágt.
Vatnið er salt og inniheldur mikið
af uppleystum efnum sem talin
eru hafa góð áhrif á húðina.
Stykkishólmur hefur mikla
möguleika sem heilsubær
Nefndin telur að Stykkishólmur
uppfylli meira og minna allar þær
kröfur sem settar eru fyrir hefisu-
bæ. Mikilvægast er tilkoma heita
vatnsins með öllum þeim efnum
sem það inniheldur. Þá er innra
skipulag bæjarins gott, sama má
segja um náttúruna og umhverfið.
Stykkishólmur hefur færst nær
Reykjavík og samgöngur er góð-
ar. Þá er sjúkrahúsið í Stykkis-
hólmi með góða aðstöðu og starfs-
fólk sem sérhæfir sig í bakmeð-
ferðum. Þá er til staðar fjölbreytt
afþreying fyrir gesti í Stykkis-
hólmi og nágrenni.
Það kom fram hjá þeim Róberti
og Asthildi að þau væru mjög
bjartsýn á að hugmyndin yrði að
veruleika. Allar þær upplýsingar
sem komið hafa fram styðja hug-
myndina. Það tekur nokkur ár að
koma henni í framkvæmd og
vanda þarf hvert skref. Stykkis-
hólmur hefur svo margt upp á að
bjóða; náttúrfegurð, einstakt heitt
vatn og milda afþreyingarmögu-
leika. Fólk, bæði hérlendis og er-
lendis, væri farið að hugsa betur
um heilsu sína og líkama og væri
tilbúið að verja tíma sínum og
peningum til að byggja upp heil-
brigðan líkama og til hvíldar. Því
er þetta mjög raunhæfur kostur,
sögðu þau Asthildur og Róbert að
lokum.
Framleiðsla afurða úr loðnuhrognum hafín í Stykkishólmi
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Unnið er af fuilum krafti við viðbyggingu kavíarvinnslu Sigurðar Ágústssonar. Það er Skipavík hf. í Stykkis-
hólmi sem reisir húsið.
Byg’gl við kavíarviimslu
Sigurðar Agústssonar
Stykkishólmi - Unnið er að stækk-
un húsnæðis Kavíarverksmiðju Sig-
urðar Ágústssonar ehf. í Stykkis-
hólmi. Framkvæmdir hófust í
sumar og er áætlað að taka hús-
næðið í notkun í október. Um er að
ræða viðbyggingu sem er 816 fer-
metrar og mun húsnæði verksmiðj-
unnar nær tvöfaldast. Arkitekt
hússins er Bæring Jónsson og
Skipavík hf. í Stykkishólmi tók að
sér að reisa húsið.
Að sögn Sigurðar Ágústssonar'
framkvæmdastjóra hefur rekstur
verksmiðjunnar vaxið undanfarin
ár og því var núverandi húsnæði
orðið of lítið. Nýjar framleiðsluaf-
urðir kalla á aukið húsnæði.
Aðalstarfsemi hingað til hefur
verið vinnsla á grásleppuhrognum.
Sala kavíars er mjög árstíðabundin
ög það hefur leitt til þess að ekki
hefur verið hægt að halda uppi
fullri vinnu allt árið. Á því á að ráða
bót og á undanförnum mánuðum
hefur fyrirtækið verið að þróa
vinnslu afurða úr loðnuhrognum.
Útlit er bjart og þegar sú vinnsla
verður komið í gagnið mun velta
fyrirtækisins stóraukast. í nýja
húsnæðnu mun verða vinnslubúnað-
ur fyrir loðnuhrognin og svo frystir
og kælir. Sigurður segir að með til-
komu viðbyggingarinnar verður öll
aðstaða orðin mjög góð. Hjá kav-
íarvinnslunni vinna 8-10 manns.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Áslaug Einarsdóttir, Sigurður Iljálmarsson og Jón Hjálmarsson að reita
og verka fýl.
Fýllinn
misj afn
Fagradal - Um mánaðamótin ágúst
og september ár hvert byrjar fýls-
unginn að fljúga til sjávar en hann
hefur ekki nægan kraft til að fljúga
alla leið til sjávar og fellur niður á
sandinn og verður þar auðveld bráð
fýlaveiðimanna.
Að sögn Sigurðar Hjálmarssonar
sem hefur tekið fýl mörg undan-
farin ár og býr í Vík er fýllinn mis-
jafn þetta haustið.Hann tekur væna
fýlinn og saltar hann í tunnur en lé-
legri fýlinn hamflettir hann og læt-
ur síðan reykja.
Mikill áhugi er hjá brottfluttum
Mýrdælingum að kaupa verkaðan
fýl en framboð á fýl til sölu hefur
minnkað mikið síðustu ár vegna
mikillar vinnu við að veiða fýlinn og
verka hann.
Bókaðu í síma 570 3030 og 456 3000
fífl 9.930 kr. meJ fíuyvallarsköttum
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is