Morgunblaðið - 01.09.2000, Page 4

Morgunblaðið - 01.09.2000, Page 4
4 FÖSTUDAGUR1. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Fermingarbörn sækja nú fræðslunámskeið í Neskirkju. Pétur Sólnes Jónsson og Thelma Marfn Jónsdóttir láta vel af fermingar- fræðslunni í Neskirkju. 80 fermingarbörn sækja sumarnámskeið í Neskirkju ÁTTATÍU fermingarböm sækja nú fræðslunámskeið í Neskirkju. Sr. Öm Bárður Jónsson hefur yf- immsjón með námskeiðinu. Að hans sögn er þetta nýjung í Nes- kirkju og Iáta krakkamir vel af framtakinu. „Námskeiðið er til- raunaverkefni Neskirkju og fræðslu- og þjónustudeildar kirkjunnar,“ segir Öm. „Við vild- um bjóða krökkunum upp á tvo valkosti. Annars vegar að sækja sumarnámskeiðið, sem hófst með guðsþjónustu á sunnudaginn var, og hins vegar að koma hingað einu sinni í viku yfir veturinn. 80% krakkanna völdu sumarnámskeið- ið, en við reiknum með að ferma um hundrað böra,“ segir Öm. Öm segir sumarnámskeiðið kærkomið fyrirkomulag. „Þetta hentar mörgum fjölskyldum mjög vel. Flestar þeirra eru komnar úr sumarleyfum og foreldramir em famir að vinna aftur. Börnin em ein og skólinn er ekki byrjaður," segir Örn. Hann segir sumar- námskeiðið frábrugðið hinum hefðbundnu vetrarnámskeiðum. „ Bömin fara í vettvangsferðir, kynnast hjálparstarfi kirkjunnar og horfa svo á kvikmynd um Jesú sem byggð er á Lúkasarguðspjalli. Myndin er sýnd í fjórum hlutum og þau vinna verkefni upp úr henni. Með þessu fyrirkomulagi höfum við meiri tíma með börnun- um þessa viku fyrir skólasetningu. Börain fara öll í Hagaskóla og verður skólinn settur á föstudag- inn næstkomandi. Að skólasetn- ingu lokinni förum við með börnin að Úlfljótsvatni og lýkur ferðinni svo í Skálholti. Við reynum að virkja foreldrana og fá þá til þess að taka þátt f fermingamndirbún- ingnum, en að námskeiðinu loknu sækja börnin guðsþjónustu reglu- lega og vinna svo tengd verkefni á Netinu." Sniðug hugmynd Thelma Marín Jónsdóttir og Pétur Sólnes Jónsson sækja nám- skeiðið og láta vel af. „Mér finnst þetta mjög sniðug hugmynd," seg- ir Thelma. „Það er miklu þægi- legra að sækja svona námskeið áð- ur en skólinn byijar. Ég er mikið í íþróttum og á mér mörg önnur áhugamál sem einungis er hægt að sinna utan skólatfma. Það hent- ar mér því tnjög vel að fara í fermingarfræðsluna núna.“ Pétur Sólnes er sammála Thelmu. Hon- um finnst gott að fá að kynnast krökkunum áður en hann byrjar í skólanum. „Ég var í Vesturbæjar- skólanum og er sá eini þaðan. Með því að sækja þetta sumarnámskeið get ég kynnst krökkunum sem ég fermist með áður en ég byija í skólanum," segir hann og bætir við að hann sé þegar búinn að kynnast skemmtilegum krökkum. „Maður hefur heldur ekkert að gera síðustu vikuna áður en skól- inn byijar og það er ágætt að nota tfmann. Eg æfi sund á vet- uma og get því einbeitt mér að því eftir skóla.“ Landssíminn með 656 milljónir í hagnað LANDSSÍMINN 00^^ Úr milliuppgjöri 2000 Rekstrarreikningur jan. -júni 2000 1999 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 7.913 6.689 +18,3% Rekstrargjöld 4.576 3.916 +16,9% Afskriftir 2.083 1.590 +31,0% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) -227 -152 +49,4% Hagnaður fyrir skatta 1.028 1.032 -0,4% Áhrif dótturfélaga -31 -20 +57,5% Hagnaður tímabilsins 656 651 +0,8% Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 27.624 25.543 +8,1% Eigið fé 13.437 13.004 +3,3% Skuldir og skuldbindingar 14.187 12.543 +13,1% Skuldir og eigið fé samtals 27.624 25.543 +8,1% Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting Eiginfjárhlutfall 49,0% 51,0% Veltufjárhlutfall 0,78 1,43 +25,4% Veltufé frá rekstri Milljónir króna 2.852 2.274 Grunnskdlarnir byija í dag Fjölmargar sektir vegna hraðaksturs GSM- kerfið skilar miklum hagnaði LANDSSÍMI íslands hf. skilaði í gær milliuppgjöri þar sem fram kemur að hagnaður á fyrri árs- helmingi hafi verið 656 milljónir króna, sem er nánast sami hagnað- ur og á sama tímabili í fyrra. Áætlanir gerðu ráð fyrir heldur minni hagnaði, 600 milljónum króna, og þær gera ráð fyrir 1.292 milljóna króna hagnaði fyrir árið í heild. Miðað við þá tölu og eigið fé í upphafi ársins, sem var þrettán milljarðar króna, þá verður arð- semi eigin fjár tæplega tíu prósent á þessu ári. Þórarinn V. Þórarinsson, for- stjóri Landsímans, segist vera sáttur við afkomu fyrirtækisins. Ávöxtun eigin fjár sé heldur að batna, vöxturinn sé heilbrigður og afkoman hafi haldist þrátt fyrir mikla lækkun á mikilvægum þátt- um í þjónustunni. Verð á milli- landasímtölum hafi til að mynda lækkað um 37% frá því fyrir ári. Stærstur hluti hagnaðarins, 549 milljónir króna eða 84%, hefur orðið til vegna farsímaþjónustunn- ar. Þetta er hærra hlutfall en í fyrra, en þá var hlutur farsíma- kerfisins í hagnaði innan við sex krónur af hverjum tíu yfir árið í heild. Fjárbinding í farsímakerfinu er um 12% af heildarfjárbindingu fyrirtækisins. Þórarinn segir af- komu fyrirtækisins byggjast í óheppilega miklum mæli á GSM- rekstrinum og að þessu þurfi að breyta, m.a. með því að ná niður kostnaði í fastlínukerfinu. Sérstök afskrift viðskiptavildar að fjárhæð 420 milljónir króna kemur inn í reikninginn vegna endurmats á verðmæti Pósts og síma. Þessi afskrift nam 197 millj- ónum króna í fyrra, en viðskipta- vildin er afskrifuð á fimm árum og verður að fullu afskrifuð í lok árs- ins 2001. Þegar þessar sérstöku afskriftir hafa verið dregnar frá tölunum í ár og í fyrra sést að aðr- ar afskriftir hafa hækkað um 39% á milli ára. í fréttatilkynningur frá Símanum kemur fram að þessi aukning afskrifta stafi einkum af mikilli fjárfestingu í tæknibúnaði á síðustu árum, en hann afskrifist hratt. Mikil aukning fjárfestinga í öðrum félögum Fjárfestingar Símans í félögum í tengdri starfsemi hækkuðu úr 88 milljónum króna á fyrri hluta síð- asta árs í 836 milljónir króna nú. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að fjár- festingar þessar skili auknum tekjum á næstu árum, auki arð- semi þess og renni fleiri stoðum undir reksturinn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Á fyrstu mánuðum ársins var hlutur dótturfélaga í rekstri Sím- ans neikvæður um 31 milljón króna og er það 11 milljónum króna verri niðurstaða en á sama tímabili í fyrra. Þegar Þórarinn er spurður um hvaða áhrif það hafi að ríkið eigi allt hlutafé í Landssímanum segir hann að það þurfi ekki fara í graf- götur með það að eignaraðild rík- isins hljóti alltaf að setja vissar hömlur á það hversu hratt fyrir- tækið geti brugðist við nýjum að- stæðum og inn á hvaða svið það geti farið. Af þeim ástæðum sé af- ar æskilegt að fá inn fleiri eigend- ur að fyrirtækinu. ALLS höfðu 91 ökumenn verið sekt- aðir vegna hraðaksturs síðastliðna þrjá daga, samkvæmt upplýsingum lögreglu í gærdag. Umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík hefur verið með sérstakt átak í tilefni þess að skólar eru að hefja göngu sína á nýj- an leik eftir sumarleyfi og tekið upp reglubundnar hraðamælingar í íbúð- arbyggð í nágrenni skóla í borginni. Auk sekta er eitthvað um að öku- menn hafi verið sviptir ökuréttind- um vegna hraðakstur. Sautján ára piltur var t.d. sviptur ökuréttindum til þriggja mánaða í fyrradag eftir að hann mældist á 107 km hraða á Strandvegi 1 Grafarvogi en þar er leyfilegur hámarkshraði 50 km/klst. „Við gerum þetta til að hægja á umferðinni á þessum stöðum," sagði Karl Steinar Valsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn í samtali við Morgun- blaðið. Karl Steinar segir að lögreglan Stjórn SAMFOK hefur afhent Ingi- björgu sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra og Guðrúnu Ebbu Ólafsdótt- ur, formanni samninganefndar félags grunnskólakennara, bréf þar sem lýst er þungum áhyggjum vegna yfirvofandi kennaraskorts í skólum í vetur. í fréttatilkynningu frá stjóminni segir að óvissa sú, sem ríkir vegna skorts á kennurum og öðru starfs- fólki grunnskóla og stöðunnar í samningaviðræðum kennara og við- semjenda þeirra, sé óþolandi. í bréfi sínu til borgarstjóra og for- manns samninganefndar kennara muni áfram fylgjast sérstaklega vel með umhverfi grunnskóla á næstu dögum. Lögreglan verður síðan með sérstakan viðbúnað á mánudag og þriðjudag í næstu viku þegar yngstu nemendur grunnskóla hefja skóla- göngu. „Við erum þá við skólana í upphafi skóladags og fylgjumst með að allt fari vel fram og ökumenn aki á réttum hraða í grennd skólanna. Karl Steinar segir að mörg þús- und nemendur sem nú hefja skóla- göngu hafi farið í gegnum umferðar; skóla lögreglunnar í síðustu viku. I næstu viku mun lögreglan í sam- vinnu við Strætisvagna Reykjavíkur kenna nemendum í 3. bekk um- ferðarreglur í kringum strætis- vagna. „Það hefur verið geysilega mikil þátttaka í þessu verkefni und- anfarin ár. Það hefur líka skilað ár- angri því að slysum bama í kringum stóra bíla hefur fækkað verulega undanfarin ár.“ segir m.a. að Jjóst sé að kennara- skortur leiði af sér ólgu í skólastarfi og óöryggi fyrir nemendur og kenn- ara. „Stjórn SAMFOK hvetur samningsaðila til að nýta vel þann tíma sem framundan er og hefja við- ræður þegar í stað því Ijóst er að kjarasamningar kennara eru afar flóknir og krefjast töluverðra endur- bóta og yfirlegu. Þannig aukast lík- urnar á því að viðunandi samkomu- lag náist milli aðila, fleiri kennarar fáist til starfa og þungum áhyggjum verði létt af nemendum og foreldrum um framtíð skólastarfs í Reykjavík." Stiórn SAMFOK + —u---------- Oþolandi óvissa vegna skorts á kennurum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.