Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 57 hjá sama söngkennara, Sigurði Demetz, og fylgdumst við Fríður að í gegnum skólann og héldum sameig- inlega 8. stigs tónleika vorið 1990. Oft var ég að því komin að gefast upp á þessum árum þar sem ég bætti krefjandi námi ofan á vinnu mína ut- an heimilis, sem og hún gerði. En alltaf tókst Fríði að „stappa í mig stálinu", baráttuhugur hennar var mér hvatning. Eftir 8. stigið bætti Fríður 2ja vetra framhaldsnámi við söngkunnáttu sína, sem m.a. opnaði henni leið til frekari árangurs. Fríður kom oft fram sem sólóisti með Skagfirsku söngsveitinni og Kirkjukór Árbæjarsóknar, þar sem hún var félagi í nokkur ár. Einnig hélt hún sjálfstæða tónleika ásamt vinkonu sinni Höllu S. Jónasdóttur, sömuleiðis gáfu þær stöllur út geisladiska með einsöng og tvísöng. Eftir að hún greindist með alvarleg- an sjúkdóm hélt hún ótrauð áfram og tók virkan þátt í að endurvekja kór Breiðfirðingafélagsins í Reykjavík og söng m.a. einsöng með félögum sínum á tónleikum í Stykkishólmi og víðar. Fríður Sigurðardóttir var vin- mörg og félagslynd, mikilvirk í öllu sem hún tók að sér. Enginn þurfti að óttast, að verkefnin yrðu sett hjá, þegar þau voru komin í hennar hendur. Fríður og Sigurgeir voru samhent og góð heim að sækja. Stóð fjöl- skyldan þétt saman í veikindum hennar. Vil ég að leiðarlokum þakka bar- áttukonunni sem ég gekk með til góðs, götuna fram eftir veg. Ég sendi eiginmanni, svo og fjölskyldu hennar og öðrum ættingjum samúð- arkveðjur okkar hjóna og bið guð að styrkja ykkur í sorginni. María K. Einarsdóttir. Við viijum minnast góðs kórfélaga Fríðar Sigui-ðardóttur sem lést að morgni 26. ágúst sl. eftir baráttu við þann illvíga sjúkdóm sem mannlegur máttur fær ekki við ráðið. Stolt, sjálfstæð og viljasterk tók hún því sem að höndum bar þar til yfir lauk. Hún var ein af stofnendum Breið- firðingakórsins haustið 1997 og aðal- ráðgjafi hans alla tíð. Söngur hennar og hæfni til kórstarfsins er okkur ómetanlegt innlegg í starf kórsins til framtíðar. Sterk og hlý eru orðin sem lýsa henni og reyndar svo margt annað sem gott er að minnast. I kórinn okkar er komið stórt skarð við fráfall Fríðar. Við missum mikið og verðum nú að standa okkur án hennar þegar starfið hefst í haust. Það er mikill missir að slíkri konu, bæði sem ráð- gjafa í kórstarfinu og vinar okkar allra og ekki síst góðrar söngkonu. Hún gladdi okkur og gesti okkar með söng sínum nú síðast á vortón- leikum sl. vor. Einnig hefur fjölskylda Fríðar lagt sitt af mörkum til kórstarfsins og lýsir það best hversu samhent þessi fjölskylda er, missir hennar er mikill og biðjum við Guð að styrkja hana í sinni sorg. Þökkum þér samveruna, elsku Fríður, og allt sem þú hefur miðlað okkur af þekkingu þinni. Fyrir hönd Breiðfirðingakórsins eru þér færðar þakkir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Stjórn Breiðfirðingakórs- ins í Reykjavík. „Er Fríða frænka nú komin til himna til Jökuls afa - og syngja þau þá fallega saman á himnum núna“? Þessi spuming einnar af litlu frænk- unum kallaði óhjákvæmilega fram bros á vörum viðstaddra og einhvern veginn virtist það gera tilhugsunina um brotthvarf hennar Fríðu frænku okkar ljúfsárari. Það er gott að geta ímyndað sér þau systkinin tvö sam- an syngja fallega í óþekktri veröld. Það er sárt að kveðja góða og hlýja frænku. Einhvern veginn trúð- um við því fram á síðasta dag að hún myndi með viljastyrk sínum og já- kvæðni hafa betur í baráttunni við hinn illvíga sjúkdóm. En svo var ekki. Fríða var ein af þessum hvunndagshetjum sem ekki fór mik- inn heldur steig létt til jarðar og heillaði samferðamenn sína með ljúf- mannlegri framkomu. Á miðjum aldri lét Fríða draum sinn um söngnám rætast og veitti hún gleði og ánægju inn í líf okkar hinna sem fengum notið söngs henn- ar á undanförnum árum bæði í gleði og í sorg. Nú í vor fékk Fríða annan draum uppfylltan, sem var að sjá nýja glæsilega sumarbústaðinn - Fögru- hlíð - rísa á grunni æskuheimilis síns að Vatni í Haukadal. Hún gaf hjarta sitt í þetta verkefni og átti sjálf stór- an þátt í að láta þennan draum verða að veruleika á undraskjótan hátt. Drengirnir hennar og Geiri áttu þar líka stóran hluta að máli. Með þess- um hætti hefur Fríða átt sinn þátt í að þjappa fjölskyldunni saman - og fyrir það ber að þakka. Minning hennar mun alltaf lifa með okkur öll- um og þá sérstaklega mun hún alltaf lifa með okkur þegar við dveljum í Fögruhh'ð. Við vottum Geira, Jóa, Sigga Erni, Sindra, Gauta og fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum Fríðu okkar dýpstu samúð. Okkur langar til að enda þessa kveðju á ljóðlínum sem við sungum oft saman á góðum stundum. Undir Dalanna sól við minn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta fór. UndirDalannasól hef ég lifað mín ljóð ég hef leitað og fundið mín svör. (Hallgrímur frá Ljárskógum.) Hugrún frá Vatni, Sóley, Jörundur, Sigurður, Auður Edda og fjölskyldur. í dag er til moldar borin vinkona mín Fríður Sigurðardóttir. Fríði kynntist ég fyrir hartnær tíu árum þegar ég gekk til liðs við Kór Ár- bæjarkirkju. Fríður er sú þriðja úr þeim litla en samhenta hópi söngvina er starfaði í kirkjunni um nokkurra ára skeið undir stjórn Sigrúnar Steingrímsdóttur organista, sem við kveðjum á þessu sumri. Hin tvö eru þau Þórður Eiríksson og Jóhanna Ógmundsdóttir. Blessuð sé minning þeiira. Það var gott að koma inn í litla kórinn í Árbæjarkirkju og Fríður átti ekki hvað síst þátt í því hve vel var tekið á móti nýjum félögum. Hún skildi vel hve hlýtt viðmót og áhugi á öðru fólki skiptir miklu í mannlegum samskiptum og þannig var reyndar um fleiri í þessum hópi. En Fríður, ásamt sinni bestu vinkonu Höllu S. Jónasdóttur, var lærð söngkona og að öðrum ólöstuðum báru þær uppi sönginn í sópran og sungu oft ein- söng og tvísöng við athafnir í kirkjunni og á tónleikum kórsins. Svo nánar voru þessar tvær vinkon- ur að við kórfélagar þeirra áttum meira að segja erfitt með að greina á milli radda þeirra þegar þær sungu saman. Svo ólíkar sem þær annars voni mátti stundum halda að þær deildu einni sál, enda voru þær gjarnan nefndar saman í okkar hópi. En þær sungu líka mikið saman á öðrum vettvangi, m.a í Skagfirsku söngsveitinni fyrr á árum ásamt eig- inmönnum sínum, sem báðir hafa góðar raddir. Og gott er nú til þess að hugsa að þær vinkonur gáfu út geisladisk fyrir nokkrum árum. Söngur var líf og yndi þeirra hjóna Fríðar og Sigurgeirs og er ánægju- legt að sjá að söngiðkunin heldur áfram meðal afkomenda þeirra. Það er gömul saga og ný að söngfólk lað- ast hvert að öðru og vinátta Fríðar og Sigurgeirs og þeirra Höllu og Tona var einstök. Gætu margir af þeim lært hvernig hægt er að rækta gott vináttusamband. Og farsæl var Fríður í sínu fjölskyldulífi. Mér finnst við hæfi að minnast Fríðar með ljóðinu Máttur söngsins eftir Þuríði Kristjánsdóttur, fyrrum kór- félaga þeirra hjóna í Skagfirsku söngsveitinni: Söngurinn göfgar og glæðir guðleganneistaísál, lyftir oss hærra í hæðir helgarvortbænamál. Sameinaröh'kaanda eykur kærleikans mátt, bægir frá böli og vanda bendir í sólarátt. Harmur úr huganum víki Hamingjantakivöld, ástin að eilífu ríki eflist hún þúsundföld. Farsæld og fegurð glæðir forðast haturogtál, söngurinn sefar og græðir, söngureralheimsmál. Það er trú mín að söngurinn eigi eftir að hjálpa fjölskyldu og vinum Fríðar að græða sárin og halda minningu hennar á lofti. Fríður var myndarleg og vel gerð kona. Hún hafði stórt skap og var föst fyrir ef því var að skipta, en eins og títt er um slíkt fólk bar þó meira á stórum faðmi og hlýju hjarta og hún hafði sannarlega mikið að gefa. Það fengum við vinir hennar oft að reyna. Sjálf á ég Fríði margt að þakka og vinátta hennar þessi ár er mér mjög dýrmæt. Kæmi maður beygður á hennar fund fór maður glaðari í sinni af þeim fundi og það ekkert síður eft- ir að hún var orðin veik. Slíkur var skapstyrkur hennar. Fríður skilur því eftir sig stórt og vandfyllt skarð í hópi vina sinna og fjölskyldu. En minningin um hana lifir og gott er að eiga í minningasjóði skemmtilega at- burði og samverustundir til að rifja upg og ylja sér við. Ég votta Sigurgeiri, sonum þeirra Fríðar og fjölskyldum þeirra, svo og öðrum vandamönnum, mína dýpstu samúð og bið góðan guð að styrkja þau í sorginni. Blessuð sé minning Fríðar Sigurðardóttur. Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir. Það var sl. haust sem við hófum stuðningsfullti-úanám í Borgarholts- skóla, breiður hópur kvenna, úr ýmsum grunnskólum Reykjavíkur og var Fríður þar á meðal. Ekki leið á löngu áður en við sáum að sum ljós skinu skærar en önnur í hópnum. Fríður sýndi strax sína frábæru mannkosti, bæði í starfi og námi og var óspör á að miðla reynslu sinni til okkar hinna. Fríður hafði yndi af söng og feng- um við að njóta hans er þær vinkon- ur Fríður og Halla sungu fyrir okk- ur. Er ógleymanleg stundin þegar þær tóku lagið við útskriftina í vor. Stórt skarð hefur verið höggvið í samstæða hópinn okkar og mun Fríðar verða sárt saknað. Elsku Halla, þinn missir er mikill, við vitum hvað þið vinkonur voruð nátengdar, aldrei var minnst á ykk- ur í hópnum nema í sama orðinu. Við sendum eiginmanni og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúðar- kveðjur við fráfall yndislegrar konu. Blessuð sé minning Fríðar. títskriftarhópur stuðnings- fulltrúa júní 2000. Alltaf jákvæð, sífellt fús, aldrei tregða né eftirtölur, ljúf í viðmóti, yf- irlætislaus, óspör á sjálfa sig, mikill og auðgandi gleðigjafi með söngnum sínum - jafnvel þótt ekki gengi hún heil til skógar um sinn. Þannig var Fríður í öllum samskiptum okkai- við hana. Miklar þakkir fylgja henni því frá Líknar- og vinafélaginu Bergmáli, sem blessar hana fyrir allt sem hún söng þráfaldlega fyrir félagið okkar og gesti þess. Innilegustu samúðarkveðjur sendum við öllum ástvinum hennar og biðjum góðan Guð að hugga þá og styrkja. Blessuð sé minning kærs vinar okkar og söngkonu. Þessari kveðju fylgja einnig ljúfar kveðjur og þakkir frá Kristínu Guð- rúnu Jónsdóttur, sem átti mikið og gott samstarf við hana sem organ- isti. F.h. Bergmáls, Jón Hjörleifur Jónsson. • Fleiri minningargreinar um Fríði Sigurðardóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. í dag, 1. september, eru 100 ár frá fæðingu ömmu minnar og nöfnu Siggerðar Bjarnadótt- ur frá Grímsey. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hennar með nokkrum orðum. Siggerður fæddist á Hóli í Þorgeirsfirði 1. september 1900. For- eldrar hennar voru Inga Jóhannesdóttir frá Kussungsstöðum í Hvalvatnsfirði og Bjarni Gunnarsson frá Hóli í Þorgeirsfirði, hann drukknaði í selaróðri í mars 1907. Seinni maður Ingu var Guð- laugur Óli Hjálmarsson frá Brekku í Hvalvatnsfirði. Börn Ingu og Bjarna voru Guðrún, Siggerður, Óli og Svanfríður, dóttir Ingu og Guð- laugs Óla var Signý. Þau eru öll lát- in. Inga og Guðlaugur Óli fluttu til Grímseyjar 1914 og settust að á Básum. Þangað flutti Siggerður til þeirra 1917. 20. nóvember 1922 gift- ist hún Magnúsi Stefáni Sím- onarsyni síðar hreppstjóra. Hann var sonur hjónanna Jórunnar Magn- úsdóttur og Símonar Jónssonar sem flutt höfðu til Grímseyjar 1920. Magnús fæddist í Sauðakoti á Ufsa- strönd 8. október 1899, hann lést 1. júní 1969. Fyrstu búskaparárin sín bjuggu þau í Syðri-Grenivík, sem Magnús byggði í félagi við föður sinn 1923. Arið 1939-1940 byggðu þau nýbýlið Sigtún, stórt og mikið steinhús. Þar bjuggu þau þar til að Magnús lést. Siggerður bjó tvö ár í eyjunni eftir það, flutti svo til Akur- eyrar. Þar bjó hún ein og hugsaði um sig sjálf í um 15 ár. Síðustu árin bjó hún á dvalarheimilinu Hlíð. Hún lést 26. október 1993. Siggerður og Magnús eignuðust sjö börn. Huldu Ingibjörgu, f. 15. sept. 1922, d. 10. ágúst 1937. Sig- mund Óla, f. 4. des. 1923, kvæntan Guðrúnu Kristjánsdóttur, þau eign- uðust fjögur börn, þar af þrjú á lífi. Búa á Akureyri. Jóhannes Höskuld, f. 20. maí 1925, kvæntan Guðrúnu Sigfúsdóttur (látin), þau eignuðust átta börn, þar af sex á lífi. Hann býr í Grímsey. Jón Stefán, f. 6. október 1926, kvæntan Rögnu Karlsdóttur, þau eiga sex börn. Búa í Ólafsfirði. Bjarna, f. 13. des. 1928, d. 17. des. 1928. Bjarna Reykjalín, f. 30. júní 1930, kvæntan Vilborgu Sigurðar- dóttur, þau eiga fimm börn, búa í Grímsey. Jórunni Þóru, f. 21. júní 1932, gifta Einari Þorgeirssyni, þau eiga þrjú börn. Búa í Grímsey. Amma Gerða var greind og af- burða minnug, hún var reffileg, bar höfuðið hátt og allir sem kynntust henni voru ríkari í hjarta sínu af öll- um þeim fróðleik sem hún miðlaði þeim. Lífið fór ekki alltaf mjúkum hönd- um um hana. Þegar hún var sex ára drukknaði faðir hennar. Ekki voru önnur ráð til hjá móður hennar en senda hana til vandalausra. Þar tóku við nokkur erfið ár, en síðustu árin áður en hún flutti út í Grímsey var hún 1 vist í Sigtúni á Kljáströnd, góðu heimili sem hún talaði oft um hvað sér hefði liðið vel á. Móðir hennar giftist síðan yndislegum manni sem reyndist henni og þeim systkinum afskaplega vel. Það var stórt heimili hjá ömmu og afa og mörg verk að vinna bæði úti og inni. Barnauppeldi og heim- ilishald lenti mest á ömmu því afi var störf- um hlaðinn, utan þess að draga björg í bú var hann hreppstjóri og um tíma oddviti og mörg önnur trúnaðar- störf hlóðust á hann. Mínar fyrstu minning- ar um ömmu og afa eru * tengdar heimsóknum í Sigtún til þeirra. Mér fannst húsið alltaf svo stórt, það var alltaf svo góð lykt þar og allt svo fínt og strokið út úr dyrum. Afi sitjandi á skrifstofunni eða eitthvað að snúast úti við og amma að baka soðiðbrauð, búa til sitt góða skyr eða bara prjóna því aldrei var setið auðum höndum. Enginn fór svangur úr Sig- túni. Margan matarbitann og ég tala nú ekki um Petit súkkulaðið og maltölið, átti amma í okkur barna- börnunum. Umhyggja hennar fyrir afkomendunum var ómæld, hún fylgdist með öllu sem gerðist í fjöl- skyldunni. Ef nýtt barn fæddist, það fékk nafn, einhver gifti sig eða hóf búskap, öllu hafði hún skoðun á og lá ekkert á þeim. Hún var hreinskilin og stundum brá nýjum fjölskyldu- meðlimum og samferðafólki hennar, en hún sagði bara það sem henni bjó í brjósti og var metin að verðleikum fyrir það. Eftir að hún flutti til Ak- ureyrar var hugurinn mikið úti í eyj- unni hennar og þar var fylgst með öllu. Hvernig veðrið var, hvernig fiskiríið var og bara fólkið sem þar bjó, hvernig því reiddi nú af. Ömmu þótti alveg óskaplega gaman að tína ber og margar ferðirnar vorum við - búnar að fara í berjamó nöfnurnar, síðustu ferðina fórum við saman haustið sem hún varð 85 ára. Þetta var alveg sérstök upplifun, henni þótti þetta svo gaman og hún var svo fljót að ég hafði ekki roð við henni. Amma var trúuð kona, við rædd- um oft um lífið og tilveruna, vorum ekki alltaf sammála, sérstaklega eft- ir að ég varð fullorðin og varð fyrir áföllum í lífinu. Ég var ekki alveg til- búin að trúa á sama guð og hún eftir að hafa misst dóttur mína, en þrátt fyrir að hún hefði sjálf misst tvö af börnum sínum ung var trúin óbiluð. Svo miklar áhyggjur hafði hún af því að ég væri trúlaus að hún bað prest að biðja fyrir mér. ^ Það var aldrei lognmolla í kring- um ömmu. Hún var dugleg, ákveðin og hlutirnir skyldu sko ganga, helst í gær, og það er oft haft á orði í fjöl- skyldunni, að sérstaklega hjá kven- fólkinu sé stjórnsemin og taktarnir eins og hjá ömmu Gerðu, og því er ég stolt af. Ég sakna allra góðu stundanna sem við áttum saman. Það er líka margt að þakka, sér- staklega að fá að alast upp með afa og ömmu alltaf nærri og umgangast þau mikið. Mjúku hendurnar hennar ömmu og faðmlögin, fyrst sem barn og síðan sem fullorðin, þar ber hæst alla umhyggjuna og ástúðina sem hún bar fyrir dóttur minni og sú um- hyggja var gagnkvæm. Takk fyrir allt, amma mín. Minningin um þau sæmdarhjón lifír í hugum okkar og afkomenda þeirra. Siggerður H. Bjarnadóttir. SKILAFRESTUR MINNINGARGREINA EIGI minningargrein að birtast á útfarai-degi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist gi-ein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. ALPARMINNING SIGGERÐUR BJARNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.