Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 65 í í 1 E | BRIDS Umsjnn Guðniundur I’áll Arnarson SPIL dagsins er frá opnu sveitakeppninni í Stokk- hólmi, þar sem íslenska sveitin vann undankeppnina en datt svo út í næstu um- ferð í stuttum útsláttarleik. Bræðurnir Anton og Sigur- björn Haraldssynir voru með spil NS og fóru í nokk- uð harða slemmu: Norður gefur; allir á hættu. Norður 4 KD4 » G103 ♦ G1094 * AK8 Suður * Á3 v ÁK7654 ♦ KD2 4 D6 Vestur Norður Austur Suður - Anton - Sigur- björn 1 tígull Pass 1 hjarta Pass lgrand Pass 21auf Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 3grönd Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 4spaðar Pass 51auf Pass 5 tíglar Pass 6 hjörtu Allirpass Kerfi bræðranna er „eðli- legt“ að grunni til, en fullt af „óeðlilegum" tækninýjung- um. Fyrst vekur Anton á Standard-tígli og fær hjartasvar. Anton sýnir 12- 14 punkta og jafna skiptingu með einu grandi, en síðan krefur Sigurbjörn með tveimur laufum og fær upp þrílit í hjarta frá makker. Sigurbjörn hækkar í þrjú hjörtu, sem er krafa og slemmuáhugi. Anton segir frá spaðafyrirstöðu, Sigur- björn „bíður“ með þremur gröndum og fær næst að vita um lauffyrirstöðu hjá Antoni. Fjórir tíglar er líka fyrirstöðusögn, en nú vill •Miton ekki gera meira að sinni og slær af. En Sigur- björn heldur áfram með fyr- irstöðusögn í spaða og þegar Anton fer framhjá fjórum gröndum lofar hann stakri tölu iykilspila (einum ás í þessu tilfelli). Sigurbjörn spyr næst um trompdrottn- inguna með fimm tíglum og Anton ákveður að GlOx sé drottningarígildi og stekkur í slemmu! Þetta er löng sagnröð og auðvitað þurftu mótherjarn- m að spyrja vel út í merk- ingu hverrar sagnar. Út- skýringarnar virtust ekki koma vestri neitt á óvart og hann spilaði út laufhundi án þess að hugsa sig mikið um. Það þótti Sigurbirni athygl- isvert. Hann bjóst við að vestur hefði a.m.k. lyft ann- arri augabrúninni ef hann ætti trompdrottninguna og það tæki hann hugsanlega lengri tíma að spila út ef það væru komnar tvær hjarta- drottningar í stokkinn! Sig- urbjörn tók því á hjartaás, fór inn í borð á spaða og svínaði hjartagosa. Það gekk - austur átti Dxx í hjarta. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síman- úmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað hcilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík ÍDAG Arnað heilla leifsson, Hafnargötu 125, Bolungarvík. I tilefni þess bjóða hann og eiginkona hans, Guðrún Sveinbjörns- dóttir, ættingjum og vinum að þiggja veitingar og gleðj- ast með þeim í Félagsheimili Bolungarvíkur frá kl. 18-21 á afmælisdaginn. n /\ ÁRA afmæli. í dag, 1. I V/ september, verður sjötug Erla Hafliðadóttir, Brunnum 14, Patreksfirði frá Hvallátrum í Rauða- sandshreppi. Eiginmaður Erlu var Kristján Jóhannes- son, hann lést 1986. Erla tekur á móti gestum með fjölskyldu sinni í Félags- heimilinu á Patreksfirði í dag milli kl. 17 og 21. Q A ÁRA afmæli. í dag, ÖU föstudaginn 1. sept- ember, verður áttræður Eskhild Jóhannesson, Holtsgötu 1, Sandgerði. Hann tekur á móti ættingj- um og vinum laugardaginn 2. september frá íd. 15-17 í Samkomuhúsinu í Sand- gerði. /? A ÁRA afmæli. í dag, OU fóstudaginn 1. sept- ember, verður sextugur Gylfi Guðmundsson, skóla- stjóri Njarðvíkurskóla, Hamragarði 11, Keflavik. Eiginkona hans er Guðrún Jónsdóttir, kennari. Hjónin eru stödd í Delhí á Indlandi á afmælisdaginn. SKÁK llinsjón Helgi Áss Grétarsson 43...Rf3+! 44.gxf3 gxf3 og hvítur gafst upp enda eru fótgönguliðar svarts á þriðju reitaröðinni engin lömb að leika við! STAÐAN kom upp á ofurmótinu í Polan- ica Zdroj er lauk fyr- ir skömmu með sigri Borisar Gelfands. Hollenski stór- meistarinn Loek Van Wely (2643) hafði svart gegn Vassilí Ivansjúk (2719). Svart.ur á leik. LJOÐABROT SJÓMAÐUR, DÁÐADRENGUR Hann var sjómaður, dáðadrengur - en drabbari, eins og gengur - hann sigldi í höfn um snæfexta dröfn, þegar sfldin sást ekki lengur. Svo breiðan um herðar og háan hjá Hijómskálanum ég sá hann. Hið kyrrláta kveld lagði kvöidroðans eld á flóann svo breiðan og bláan. Nú er skipið hans horfið héðan, ég hef ekki lengi séð hann, en knálegir menn þó koma hér enn - þeir stytta mér stundir á meðan. Samt hendir, ef hálfur er máni, ég haga mér eins og kjáni, í landöldu hljóm ég heyi'i hans róm frá Malmö, Marseilles eða Spáni. Ragnar Jóhnnnesson. STJÖRJVUSPÁ eflír Frances Drake MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú ert gefínn fyrir krefjandi verkefni ogsparar þig hvergi við lausn þeirra. Láttu samt framann ekki biinda þig. Hrútur (21. mars -19. aprfl) Þótt þér finnist hlutirnir aidrei ganga nógu hratt fyrir sig verður þú að venja þig af eilífum aðfinnslum við sam- starfsmenn þína. Beittu lip- urð. Naut (20. aprfl - 20. maí) Vinur er sá sem til vamms segir. Taktu því aðfinnslum vinar þíns vel, en mundu hverjir eru viðhlæjendur og bíða þess eins að þér mistak- ist. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) AA Þú átt í vændum frjótt tíma- bil og ættir að finna þér sem mestan tíma til sköpunar- starfa. Biddu þína nánustu að sýna þér biðiund á meðan. Krabbi (21. júní-22. júlí) Eftir rólega siglingu á lygn- um sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér. Vertu við- búinn því versta, þá áttu hæg- ara með að lægja öldurnar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Þú getur ekki ætlast til þess að mál leysist af sjálfu sér. Þú verður að vera reiðubúinn að leggja þitt af mörkum, þótt það kosti einhverjar fórnir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) Margur verður af aurum api. Gættu sjálfsvirðingar þinnar vel og láttu ekki draga þig út í einhvern dáraskap, þótt heit- ið sé gulli og gi-ænum skóg- um. Vog rrx (23.sept.-22.okt.) Það er aldrei of seint að bæta við menntun sína og til þess eru ótal möguleikar. Kynntu þér framboðið og þú finnur efalaust eitthvað við hæfi. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Þú ættir að byggja meira á innsæi þínu þegar þú ræðst til atlögu við flókin verkefni. Það er góð regla að skrifa hugsanir sínar hjá sér Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) cKO Notaðu vald þitt mildilega og bezt væri að þú þyrftir aldrei til þess að grípa. Þú verður líka að gangast við ábyrgð þinni undanbragðalaust. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) mP Það er engin ástæða fyrir þig að vera með einhvern leikara- skap til þess að ná athygli annarra. Kynntu bara mál- stað þinn af festu. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) wsií Það er aldrei að vita hvenær gamlir vinir birtast á ný og engin ástæða til þess að láta það siá sig út af laginu. Brostu bara að bernskubrek- unum. Fiskar ^ (19. feb. - 20. mars) Það er ekki rétt að bera einkamál sín út á torgum. Taktu þér tíma til þess að fara í gegn um málin og finna lausn á þeim og afgreiddu þau svo. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byégðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Langur laugardagur, opið kl. 10-16 30% afsláttur af blómvöndum og ilmvörum. Tilboðsslá. %istan \_» Laugavegi 99, Laugavegi 99, sími 551 6646 ÚTSÖLULOK 20% AUKAAFSLÁTTUR Nýjar vörur streyma inn Opið laugardag kl. 10-17, sunnudag kl. 13-17 Pokemon Fyrir stelpur og stráka Bolir 1.790 Flísbolir 2.590 Jogging frá 2.990 Fóðraðar buxur frá 2.990 Barrvakot Xringlunni 4-6 sirm 588 1B4o Mörkinni 6, sími 588 5518 Tilboðsslá á löngum laugardegi Nyjar vorur Full búð af nýjum haustvörum Stærðir 36—52 Drastir verð frá 14.900 Kjólar verð frá 6.900 Frakkar verð frá 9.900 t>í&kuhús Hverfísgötu 52,9Ími5625110 Hársnyrtir/sveinn Hársnyrtistofa í Hafnarfirði óskar eftir starfskrafti í hlutastarf. Upplýsingar í síma 865 7750 eða 698 I664.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.