Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR1. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ekkí einkavæðing? Katrín Ásta Fjeldsted Möller Undirritaðar, sem eru þingmenn Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík og sér- stakir áhugamenn um íslenzka heil- brigðisþjónustu, rak í rogastanz við lestur fréttar á forsíðu Dags fimmtudaginn 24. ágúst sl. Fyrirsögn fréttarinnar er „Ekki cinkavæðing" og byggist hún á viðtali við Ingibjörgu Pálmadóttur, heil- brigðis- og trygg- ingaráðherra. Þar er haft eftir ráðherra að frekari einkavæðing í heilbrigðis- kerfinu sé ekki á döfinni - og við það stönzuðum við stöllur. Stjórnarsáttmálinn í stjórnarsáttmála núverandi rík- isstjórnar segir m.a. eftirfarandi um skipan heilbrigðismála: „Skoðaðir verði möguleikar á breyttu rekstr- arformi einstakra þjónustuþátta eða stofnana heilbrigðisþjónustunn- ar til að tryggja landsmönnum góða þjónustu en auka jafnframt ábyrgð stjórnenda á rekstrinum. Kannaðir verði möguleikar á auknu samstarfi og verkaskiptingu sjúkrastofnana þannig að nýjungar og fjölbreytni í þjónustu fái notið sín og faglegur metnaður aukist. Skilja þarf á milli hlutverks ríkisins sem kaupanda þjónustu annars vegar og veitanda hennar hins vegar í því skyni að auka ráðdeild. Mikilvægt er að virkja áfram hugvit og þekkingu starfsfólks í greininni þannig að aukinni ábyrgð fylgi ódýrari og betri þjónusta." Með slíka stefnuyf- irlýsingu í farteskinu er ferðin í átt til einkavæðingar í heilbrigðiskerf- inu rétt nýhafin og fjarri lagi að hér skuli láta staðar numið. Þótt ýmis- legt hafi verið gert á undanförnum árum í þessa veru þarf að taka rétt- an pól í hæðina nú. Meira sjálfstæði Á undanförnum árum hafa fjöl- margir hópar heilbrigðisstarfs- manna lýst áhuga sínum á að takast á við rekstur einstakra þátta heil- brigðisþjónustunnar. íslenzkt heil- brigðisstarfsfólk er vel menntað og hefur til að bera sterkan vilja, frum- kvæði, hugvit og sjálfstæði til að skipuleggja og veita tiltekna heil- brigðisþjónustu í samræmi við þekkingu sína og kröfur heilbrigðis- yfirvalda og fagfélaga á hverjum tíma. Við sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala nýver- ið hafa skapazt ótal mörg tækifæri til að brjóta upp starfsemi sjúkra- hússins í smærri einingar og taka ákvörðun um að færa rekstur ein- stakra eininga á hendur fagfólks, skv. sérstökum samningi stjórnar sjúkrahússins eða yfirvalda þar um. Einnig er nauðsynlegt að skoða rekstur stoðstarfsemi sjúkrahúss- ins og leita til utanaðkomandi aðila varðandi þá starfsemi. Er eðlilegt að okkar mati að yfirmenn spítalans og stjórnvöld hrindi slíkum hug- myndum í framkvæmd sem allra fyrst. Ríkið þarf ekki að miðstýra öllu Tímabært er að taka nýja stefnu í rekstri í heilsugæzlunni. Þjónusta heilsugæzlunnar og umfang er af þeim toga að kjörið er að flytja Rekstrarfyrirkomulag Heilbrigðisþjónusta er á Islandi talin til samfé- lagslegrar þjónustu, segja Ásta Möller og Katrín Fjeldsted. Um það er almenn samstaða í þjóðfélaginu. ábyrgð á rekstri einstakra stöðva alfarið í hendur fagaðila. Með því móti má bera saman rekstur, gæði og árangur þjónustunnar, auk þess sem samkeppnisandinn er skerptur. Vitað er að mesta starfsánægja er meðal fagfólks sem fær sjálfstæði og sjálfræði til að móta starf sitt í samræmi við beztu þekkingu á hverjum tíma. Margt má gott segja um miðstýrt heilsugæzlufyrirkomu- lag hér á landi einkum vegna þess að til starfa í heilsugæzlu hefur fengizt einvalalið. Hins vegar hafa tækifæri til að gera þjónustusamn- inga við fagfólk um rekstur læknis- og hjúkrunarþjónustu í heilsugæzl- unni ekki verið nýtt og er það mið- ur. Fagfólk í heilsugæzlu hefur margoft lýst yfir vilja til gera sam- komulag við heilbrigðisyfirvöld um rekstur heilsugæzlustöðva á eigin ábyrgð. Sterk hefð er fyrir því hér á landi að einkaaðilar beri ábyrgð á og reki hjúkrunarheimili fyrir aldr- aða. Það er skoðun okkar að áfram skuli haldið á þeirri leið og fögnum við nýgerðum samningi um rekstur hjúkrunarheimilis við Sóltún. For- sendur fyrir slíkum samningum eru að fyrir liggi ákveðin gæðaviðmið um þjónustu sem veita á og hefur sérlega vel verið staðið að þeim þætti í samningum við væntanlegan rekstraraðila þessa nýja hjúkrunar- heimilis. Virkjum frumkvæðið Heilbrigðisþjónusta er á íslandi talin til samfélagslegrar þjónustu. Um það er almenn samstaða í þjóð- félaginu. Vegna eðlis þjónustunnar er eðlilegt að stærstur hluti hennar sé fjármagnaður af hinu opinbera. Framangreindar hugmyndir breyta því viðhorfi ekki. Hins vegar gætu þær leitt til betri nýtingar þess fjár sem til ráðstöfunar er til heilbrigð- ismála um leið og frumkvæði og starfsgleði fagfólks er nýtt og gæði þjónustunnar aukin. Það á ætíð að vera markmiðið. Ásta Möller er hjúkruimrfræðingur og Katrín Fjeldsted læknir. Þær eru þingmenn Reykvíkinga. BRIDS Uinsjón Arnðr G. Ragnarsson Bridsdeild Félags eldri borgara Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ fimmtud. 24. ágúst. 22 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Ólafur Ingvarss. - Jóhann Lútherss. 244 AuðunnGuðm.-AlbertPorsteinss. 236 Halla Ólafsd. - Margrét Margeirsd. 235 Árangur A-V: Bergljót Rafnar - Soffía Theódórsd. 272 Bergur Porvaldss. - Þórólfur Meyv. 246 Helga Helgad. - Þórhildur Magnúsd. 241 Tvímenningskeppni spiluð mánud. 28. agúst. 22 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: AlbertÞorsteinss.-AuðunnGuðm. 254 Þórarinn Árnas. - Fróði B. Pálss. 253 Þorsteinn Sveinss. - Jóhann M. Guðm. 247 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss.247 Árangur A-V: Magnús Halldórss. - Þorsteinn Laufdal 287 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 250 Bysteinn Einarss. - Kristján Ólafss. 239 Bridsfélag Suðurnesja Næstkomandi mánudag hefst haustdagskrá félagsins með upphit- unartvímenningi. Viku síðar hefst fyrsta verðlaunamót vetrarins en það er þriggja kvölda tvímenningur þar sem tveir bestu telja til verð- launa. Kappkostað verður að hefja spilamennsku ekki síðar en 19.40. Það hefst ekki nema félagar mæti fyrir 19.30. Bridsdeild Sjálfsbjargar Vetrarstarf Bridsdeildar Sjálfs- bjargar hefst mánudaginn 4. sept- ember næstkomandi kl. 19, með eins kvölds tvímenningi. Spilað verður í félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu Hátúni 12. Frekari upplýsingar gefa Páll í síma 551-3599 eða 891-8139 og Karl í síma 562-9103 eða 898-9014. oa VWMWÍÖ <s Skólavö Póstsendum Skólavörðustíg 12, sími 561 6111 m Tilboðsdagar Úrval af rúmfatnaði Myndefni í metratali Ungbarnafatnaður o.fl. Njálsgötu 86, sími 552 0978 Verð áður 3.995 nú 2.495 Póstsendum samdægurs STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Domus Opið frá kl. 10-16 Ef þú kaupir Maxi Cosi (0—13 kg) barnastól þessa helgi, færðu pokann á 950 kr. (fúllt verð 3.950) 9ifífa Klapparstíg 27, ALLT FYRIR BÖRNIN sími 552 2522. 15% afsláttur á morgun og ncestu viku af bámullargarni □ansarar frá dansskóla Auðar og Johanns Arnars syna línudans. Eikólalúðrasveit Kopavugs marserar niður Laugaveginn í fjörugum takti ng harmonikku- leikari verður á ferðinni ng þenur nikkuna af list. tVljnlkursamsalan verður með kgnningu á því sem í buði er af mjnlkurdrgkkjum fgrir skálabömin í vetur. Langur laugardagur Loðfóðraðir barnakuldaskór Teg.: 3389 Litir: Brúnn og svartur Stærðir: 23-33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.