Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞORUNN ÁSGEIRSDÓTTIR + Þórunn Ásgeirs- ddttir fæddist á Ósi í Hrófbergs- hreppi í Stranda- sýslu 8. maí 1919. Hún ldst á Sjúkra- húsi Akraness 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásgeir Jdnsson Búsk, sjdmaður, f. 14. október 1866 á Þdrustöðum í Ön- undarfirði, d. 13. maí 1922 og Guðmundína Kristín Ingimundar- ddttir, f. 12. febrúar 1892 í Hlíðarhúsum, N-Isafjarðar- sýslu, d. 21. ágúst 1965. Þórunn dlst upp lyá mdður sinni og stjúp- fóður, Gísla Jdni Gíslasyni, f. 5. desember 1901, d. 6. janúar 1962. Bræður hennar sammæðra eru: Olgeir, f. 21. mars 1930, Ólafur, f. 21. mars 1932 og Gísli Jdn, f. 26. mars 1936. Systkini hennar sam- feðra voru: Kristín Bjarney, f. 1. september 1900, Guð- rún Hallddra, f. 31. maí 1902 og Páll Sig- urjón, f. 29. júní 1907. Þau eru öll látin. Þórunn giftist 31. desember 1940 Sam- úel Jdni Guðmunds- syni, sjdmanni, f. 11. nóvember 1910 á Dvergasteini í Álfta- firði, d. 27. desember 1971 á Akranesi. Þau hdfu búskap á Isafirði en fluttu árið 1956 til Akraness og bjd Þór- unn þar til æviloka. Börn þeirra eru: 1) Ásgeir, f. 31. ágúst 1938, maki Hildigunnur Engilbertsddttir, f. 10. janúar 1939, d. 15. mars 1999. Börn þeirra eru Þdrunn, Einar, Hrönn og Svandís. 2) Guðrún Friðgerður, f. 16. oktdber 1939, maki Haraldur Sigurðsson, f. 8. janúar 1934, d. 22. mars 1993. Synir þeirra eru Sig- urður Guðni og Arni. Sambýlis- maður Guðrúnar er Magnús Guð- mundsson. 3) Guðmundína Þdrunn, f. 30. nóvember 1940. Dóttir hennar er Þdrunn Selma Hrafnkelsddttir. 4) Samúel Þdr, f. 17. maí 1943, maki Ólöf G. Krist- mundsddttir, f. 12. ágúst 1943. Börn þeirra eru Ólafur Einar, Berglind og Sigrún Jdna. 5) Reyn- ir Már, f. 16. desember 1949, maki Svanhvít Erla Einarsddttir, f. 29. mars 1950. Börn þeirra eru Brynj- dlfur Einar og Hrafnhildur Ásta. 6) Sigríður Karen, f. 31. júlí 1952, maki Guðjdn Sdlmundsson, f. 9. maí 1948. Börn þeirra eru Guðrún Hjaltalín, Rannveig Björk, Karen Ösp og Samúel Þdr. 7) Drengur, f. 31. júlí 1954, d. sama dag. Afkom- endur Þdrunnar og Samúels eru nú 55 talsins. Þdrunn sinnti húsmdður- og uppeldisstörfum meirihluta starf- sævi sinnar en jafnframt heimilis- störfum tdk hún að sér vélprjdn. Einnig vann hún ýmis störf tengd fiskvinnslu og niðurlagningu mat- væla. Síðastliðið ár bjd hún á Dvalar- heimilinu Höfða á Akranesi. Utfor Þdrunnar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14. Nú er hún elsku Tóta amma farin frá okkur, traustur þáttur í lífi okkar er horfinn. Nú þegar söknuðurinn -^sækir að okkur minnumst við heim- sóknanna á Bárugötuna og við sjáum ömmu fyrir okkur, þessa vinnusömu konu, að nostra við blómin sín eða önnum kafna við prjónavélina. Amma var mikil prjónakona, hvort sem var á vél eða í höndum og meðan heilsa hennar entist nutu allir henn- ar afkomendur og fleiri góðs af því, og það er stór hópur. Samt var alltaf tími til að spjalla og spauga við okk- ur og það var fastur liður að amma laumaðist inn í prjónaherbergi og náði í gula sverðið sem hún hafði geymt síðan við vorum lítil. Þessara stunda minnumst við með þakklæti. Þetta eru ljúfar minningar sem við munum alltaf varðveita. Hvíl þú í friði, elsku amma, og hafðu þökk fyrir allt. Hrafnhildur og Binni. Elsku amma nú er komið að kveðjustund. Ekki grunaði okkur að síðast þeg- ar við kvöddum þig yrði það okkar hinsta kveðja. Þó að við byggjum á Húsavík á síðari árum reyndum við að komast í heimsókn til þín eins oft og við gát- um, og alltaf var gaman þegar þú komst til okkar. Þó að heilsu þinni hafi hrakað síð- ustu árin þá varst þú alltaf ánægð, þú gast ennþá gert þína handa- vinnu. Alltaf varst þú prjónandi, oft var það prjónavélin á daginn og það saumað saman eða prjónað á kvöld- in. Enda voru það ekki fáar flíkurnar sem við fengum frá þér og svo seinna langömmubömin þín. Þér var margt til lista lagt í sam- bandi við handavinnu og þú skildir eftir þig marga fallega hluti. Margar eru minningarnar sem við munum geyma í huga okkar. Nú vitum við að Sammi afi hefur tekið á móti þér eftir langan aðskiln- að. Margs ér að minnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig biessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, sárt við eigum eftir að sakna þín og líka litlu langömmu- börnin þín sem mörg hver em svo heppin að eiga eftir góðar minning- ar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning ömmu. Ólafur Einar, Berglind, Sig^ún Jóna og fjölsk., Húsavík. Tóta amma er dáin.Tóta amma er uppi hjá Guði. Bless Tóta amma. Legg ég nú bæði líf og önd, Ijúfi Jesús í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr.Pét.) Haraldur Ari Ámason. Elsku Tóta amma! Nú er sú stund mnnin upp að leiðir okkar skilja. Nú tekur þú þátt í nýju ævintýri og hitt- ir fyrir aðra ástvini okkar sem taka á móti þér fagnandi á meðan við hin kveðjum þig með söknuði. Þær hafa verið ansi margar, góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Sú síðasta situr föst í minningunni um þig. Þá komum við fjölskyldan í heimsókn til þín á Höfða. Þar hittust þið Arnór Tumi í fyrsta og síðasta skiptið. Þú fræddir okkur um Arnór afa þinn og sagðir okkur sögur að vestan. Eg vil þakka þér fyrir stuðninginn þegar þess var þörf og sömuleiðis þakka þér fyrir að taka þátt í gleði okkar. Vertu bless, amma mín, Guð geymiþig. I faðmi Qalla blárra, þarfreyðiraldanköld. I sölum hamra hárra, á huldan góða völd. Er lætur blysin blika, um bládimm klettaskörð. Og kvöldsins geislar kvika, ogkyssaísafjörð. (Guðm. Guðmundsson.) Árni, Ester og börn. Með þessum orðum vil ég kveðja mikla sómakonu, Þórunni Ásgeirs- dóttur. Hugurinn reikar nærri 50 ár aftur í tímann til Isafjarðar, fyrst í Smiðjugötu 4 og síðar í Tangagötu 17. Oft var líf og fjör á stóru heimili en alltaf var rúm fyrir einn í viðbót, hvort sem var í mat eða gistingu og fyrir það þakka ég nú. Hún Tóta mín var mikil prjónakona og voru það ófáir bolirnir, klukkurnar og sokk- amir sem komu frá henni, íyrst til mín og síðar til bamanna minna. Allt jafn listilega prjónað og frágengið. Lækkarlífdagasól. Löngerorðinmínferð. Faukífarandaskjól, feginn ég hvfldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gledduogblessaðuþá semaðlögðu mérlið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Ég kveð þig, Tóta mín, með þínum orðum: Vertu sæl ljúfan mín, við sjá- umst síðar. Systkinunum öllum og fjölskyldum þeirra flyt ég samúðar- kveðjur frá fjölskyldu minni. Guðbjörg M. Friðriksddttir. + Sigrún Jdnsddtt- ir fæddist á Hafrafelli 3. ndvem- ber 1934. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Eg- ilsstöðum 24. ágúst sfðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jdn Ólafsson, f. 19. ágfúst 1901, d. 24. , febrúar 1971 og Anna Runölfsddttir, f. 8. mars 1909, d. 8. oktöber 1983. Sig- rún dlst upp á Hafrafelli með syst- ur sinni Guðlaugu Erlu, f. 7. desember 1936. Henn- ar maður er Ólafur Gunnarsson, þau eru búsett í Kópavogi. Þeirra böm eru: Arnheiður Anna, gift Jdni Baldvini Pálssyni og eiga þau tvö böra; Hafþór, kvæntur Ásthildi Lóu Þdrsddtt- ur og eiga þau tvo syni; Bjargey, gift Mikael Smára Mikaelssyni. Sigrún giftist Brynjölfi Berg- steinssyni, f. 2. janúar 1928 frá ^ Ási í Fellum, hans foreldrar voru Bergsteinn Brynjdlfsson, f. 16. desember 1891, d. 29. ágúst 1973 og Margrét Jónsdóttir, f. 9. Andlát tengdamóður okkar hefur haft langan og strangan aðdrag- anda. Saman stóðu þau hjónin leng- ur en stætt var. Hún náði að sjá barnabarnabarnið sitt á viljastyrkn- um einum. Óréttlátt segjum við, því nú var loksins tími til að hún nyti verka sinna að loknum skyldum sem bornar voru möglunarlaust. í «oánu sambýli á bóndabæ kynnist fólk á annan hátt en í bæ. Lífsaf- koman er sameiginlegri og sambúð- in oft viðkvæmari. Hljóðlega var okkur tengdabörnunum gefið rými og tekið vel á móti okkur hvoru á sínum tíma, svo og börnunum okk- ar. Sigrún var ákveðin í að uppeldið væri okkar mál en hún hafði þá 1 september 1894, d. 14. ágúst 1969. Systkini Brynjdlfs eru: Rdsa, Þor- björn, Þorbjörg og Jón. Brynjólfur og Sigrún hafa búið á Hafrafelli frá 1956. Þeirra börn eru: 1) Margrét, f. 15.12. 1955, gift Gunnari Smára Björgvins- syni. Þeirra böra eru: a) Brynjdlfur Rúnar, b) Bergvin Fannar, sambýlis- kona hans er Snjölaug Svana Þorsteinsddttir, þeirra sonur Gunnar Darri, c) Rut Berglind, d) Jdnfna Björt. 2) Jdn Rúnar, verkamaður Fellabæ, f. 23.11. 1957. 3) Bergsteinn, f. 21.8. 1964, kvæntur Ónnu Heiðu Ósk- arsddttur. Börn þeirra eru Emil Atli, Óðinn Breki og Una Sól- veig. Utfdr Sigrúnar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í heimagrafreit á Hafra- felli. skoðun að nýta ætti hverja mínútu til að kenna bömunum og þess nutu bömin okkar. Um leið og hún vann sín verk kenndi hún börnum okkar vísur og sögur um hvernig áður var, borða það sem á borðum var, lét þau borða undir ævintýri, kenndi þeim lestur, reikning og að spila, sem var sameiginleg skemmtun hennar og þeirra. Allt þetta gerðist án þess að þau eða við eiginlega vissum. Allt í einu gátu bömin lesið á skilti, og allt í einu kunnu þau sagnir í bridge (og þá komin fram úr okkur). Leti var ekki leyft hugtak og sóun ekki held- ur. Hún fór vel með og hafði list- ræna hæfileika sem hefðu getað fleytt henni langt hefði hún verið ung í dag. Hún nýtti þá best við saumavélina og saumaði á okkur og börnin okkar allt sem þeim og okk- ur datt í hug, frá leðurjökkum, smókingum og sófasettum til dúkkufata. Hún var óeigingjörn á eigin tíma og fyrir það þökkum við um leið og við vottum Brynjólfi samúð okkar. Tengdabörn. Það haustar að þegar Sigrún kveður þennan heim södd eftir stríð við sjúkdóminn óvæga. Hugurinn reikar 30 ár aftur í tímann. I ágúst- rökkrinu riðu vinnumenn á Hafra- felli út undir því yfirskini að þjálfa þyrfti hrossin fyrir göngurnar. Þeir áttu von á hlýjum móttökum við langborðið í eldhúsinu, að reiðtúr loknum. Á Hafrafelli var margt í heimili yfir sumartímann. Húsið var ekki stórt í fermetrum talið en ávallt var nóg rými fyrir alla, við langborðið var þéttsetið. Frú Sig- rún sat ekki, heldur stóð við bekk- innn og sá til þess að bera mat eða kaffi í mannskapinn. Við langborðið voru rædd landsins gagn og nauð- synjar þ.m.t. pólitík og allir höfðu skoðanir á málefnum líðandi stund- ar, einnig við óharnaðir unglingarn- ir. Við vorum allt í einu farnir að taka afstöðu í landsmálunum. Sig- rún hafði sína skoðun og fór ekki dult með hana. Sveitin, byggðir landsins og velferð þeirra voru henni hjartans mál. Flutningar fólks á mölina voru henni ekki að skapi. Mörg voru handtökin í sveit- inni en vinnan var fjölbreytt og nán- ast alltaf skemmtileg. Jafnvel mjalt- irnar voru skemmtilegar en þar nutu eiginleikar Sigrúnar sér sem best, natni við skepnurnar svo og dugnaður og nákvæmni við vinnuna. Og bókhneigð bóndakonan kunni að segja sögur og vitna í vísur. Ungl- ingnum af mölinni var dvölin á Hafrafelli mikilvægt nesti fyrir lífið, ekki síst sú grundvallarafstaða Sigrúnar sem skilaði sér án þess að hún segði það berum orðum - að vinnan er dyggð. Efst í huga mínum er þakklæti fyrir samfylgdina og veganestið verðmæta. Jón Steinar Jdnsson. Fóstra mín góð. Á kveðjustund leitar hugurinn aftur í tímann - rösk 35 ár. Ellefu ára polli er að fara í sveit í fyrsta skipti. í Hafrafell til ykkar Binna. Sennilega í fyrsta skipti sem hann yfir höfuð fer að heiman til að dvelja eina nótt hvað þá meira í burtu frá pabba og mömmu. í minningunni finnast engin merki um kvíða eða heimþrá og næstu vor var þess beð- ið með tilhlökkun að komast í sveit- ina. Og þótt ekki væri langt heim var ekki sóst í að eyða tímanum í heimsóknir þangað og lengi mundir þú þegar hann nennti ekki með ykk- ur á 17. júní-hátíð á Egilsstaði, harðneitaði að fara, kvaðst búa í lýðfrjálsu landi og fór hvergi. Þetta var á þeim árum þegar hvorki sjónvarp né videó drápu tím- ann og útvarpið var fyrst og fremst til að taka veðrið og hlusta á fréttir, en framhaldsleikrit og sögur flutu með fyrir konur, börn og gamal- menni. Því var ungum bókaormi beitt miskunnarlaust á bókahillur heimilisins og var húsfreyja ekki að flokka bókmenntirnar eftir nútíma- skilgreiningu; ástir og örlög greifa í Mið-Evrópu, kósakka á steppum Rússlands, afdalabænda í Noregi og á íslandi - Bjarnargreifarnir, Dokt- or Zívagó, Gróður jarðar, Dalalíf, allt var þetta jafngott andlegt fóður ungri sál. Ekki voru eilífðarmálin heldur skilin útundan og lástu ekki á skoðunum þínum á þeim og reynd- ir að koma sauðþráum drengstaula í skilning um einfaldleika og fegurð lífsins fyrir handan, en hafðir þar ekki erindi sem erfiði. En ekki þurfti síður að hugsa um líkamlegar þarfir vinnumannsins. Á þessum ár- um þótti lágmark að hafa heita tví- réttaða máltíð tvisvar á dag og svo þurftirðu að kenna drengstaulanum að borða það sem eldað var, „rusk- era“ í hann fiskinn og jafnvel að brytja í hann kjötið. Svo þurfti að sjá til þess að hann þvæði sér sæmi- lega, léti ekki „stóra hringinn" nægja, heldur þvæði eyru og háls og hendurnar upp fyrir úlnliði. Og vafalaust hefurðu séð til þess að hann skipti um föt stöku sinnum, en því er hann löngu búinn að gleyma, enda löngum flokkað slíkt undir hreinasta óþarfa, sem menn láta þó yfir sig ganga. Öllu þessu sinntir þú með öðrum heimilisverkum og öðru heimilisfólki. En útiverkunum þurftir þú einnig að sinna og þar var ykkar helsti samstarfsvettvangur fjósið. Þú tókst við honum lágt sett- um kúarektor sem varla gat haldið í hala á kvígubjána og missti fjós- hauginn langleiðina upp í Fjallsel, en útskrifaðir fullgildan fjósamann sem sveiflaði 40 lítra brúsa einn upp í kerið og hlóð fjóshaugnum upp í áður óþekktar hæðir. Þannig liðu þessi sumur við leiki og störf, í minningunni full af birtu og gleði. Á fermingarári þótti við hæfi að senda sveinstaulann í daglaunavinnu frek- ar en í sveitina, hvað hann lét yfir sig ganga, þó sárnauðugur. Hvert tækifæri var notað til að fara í Hafrafell og reynt að hjálpa til við bústörfin. Alltaf var honum tekið opnum örmum, alltaf var pláss við eldhúsborðið fyrir hann og stundum fylgisveina, þótt þröngt væri fyrir; einn til tveir sumarstrákar og for- eldrar þínir komnir í hornið. Stund- um fékk hann líka að hreiðra um sig í stofunni ef ferðir heim að kvöldi féllu ekki. Og þegar hann að loknu stúdentsprófi þurfti að ákveða hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór fékk hann að dvelja hálfan vetur í Hafrafelli hjá ykkur Binna, enda það góður staður til að taka stórar ákvarðanir. Með árunum fækkaði ferðum mínum í Hafrafell og æ sjaldnar varst þú heima þegar ég kom. Fyrst olli því vinna þín utan heimilis, en síðan langdvalir á sjúkrahúsum. En þó að samverustundunum fækkaði slitnaði sá þráður, sem þú hófst að spinna milli okkar fyrir þrjátíu og fimm árum, ekki fyrr en þú kvaddir þennan heim eftir langa baráttu við óvæginn sjúkdóm. Ég vona að engum finnist á sig hallað þótt ég kalli mig yfirheimilis- draug á Hafrafelli. í krafti þeirrar nafnbótar vil ég fyrir hönd allra þeirra barna, sem þar dvöldu lengur eða skemur undir þínum verndar- væng, þakka samveruna, þolinmæði þína og umburðarlyndi á hverju sem gekk. Óli Grétar Metúsalemsson. SIGRUN JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.