Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 24
24 í’ÖSTtíDAGUR 1. SEPTEMBER 200Ö
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Wolfgang Thierse, forseti þýzka Sambands])ingsins
Austur-Þjóðverji í
sögulegu hlutverki
Njósnastrfð
Rússar og
Eistlend-
ingar skipt-
ast á brott-
vísunum
Moskvu. Reuters.
STJÓRNVÖLD í Eistlandi ákváðu í
„AUÐVITAÐ verð ég „Ossi“ alla
mína ævi,“ hefur verið haft eftir
Wolfgang Thierse, forseta þýzka
Sambandsþingsins, en „Ossi“ er
það heiti sem Þjóðverjar nota al-
mennt um fyrrverandi borgara
Austur-Þýzkalands. Thierse kem-
ur í tveggja daga opinbera heim-
sókn til Islands í dag, 1. septem-
ber.
Hann vill þó ekki takmarka sitt
pólitíska starf við mál sem varða
vandamál tengd því hvernig íbúar
austur- og vesturhlutans finna
sér samleið í hinu sameinaða
Þýzkalandi. I þingforsetaembætt-
inu, sem Thierse tók við haustið
1998, gefst honum þó kærkomið
tækifæri til að hafa áhrif á þróun
„innri sameiningar“ þjóðarinnar
eftir fjögurra áratuga sundrun.
Og honum er það ekki síður ljúft
að gegna þessu hlutverki eftir að
þingið flutti til heimaborgar hans,
Berlínar, en rétt ár er nú liðið frá
því flutningi þings og ríkisstjórn-
ar frá einni vestlægustu borg
landsins, Bonn, til einnar hinnar
austlægustu lauk.
Thierse er einnig stoltur af því,
að á slíkum tímamótum í þýzkri
þingræðissögu skuli þingforsetinn
ekki aðeins vera Austur-Þjóðverji
heldur einnig að hann skuli vera
jafnaðarmaður - eins og hinn
sögufrægi Paul Löbe, sem á
fyrstu árum fjórða áratugarins
beitti sér af einurð úr sama þing-
forsetastólnum gegn uppgangi
nazista.
Óflokksbundinn
til 1989
Thierse er fæddur árið 1943 í
Breslau í Slésíu (nú í Póllandi) og
ólst upp í Weimar í Þyringja-
landi. Vegna kaþólskrar trúar
sinnar gat hann af kerfislægum
ástæðum ekki orðið blaðamaður
eins og hugur hans stóð til, og
varð hann sér þess í stað úti um
starfsmenntun sem prentsetjari.
Frá árinu 1964 lagði hann stund á
nám í þýzku og menningarfræð-
um við Humboldt-háskólann í
Berlín og vann þar svo við rann-
sóknir og kennslu fram til ársins
1975. Þá hóf hann störf í austur-
þýzka menningarmálaráðu-
neytinu, en var rekinn þaðan árið
eftir vegna gagnrýninnar afstöðu
sinnar til þess hvernig farið var
með trúbadorinn Wolf Biermann
og fyrir að vilja ekki sverta aðra
listamenn þegar stjórnarherrarn-
ir í Austur-Berlín óskuðu eftir
slíku. 1977-1990 vann hann við
bókmenntadeild austur-þýzku vís-
Reuters
Wolfgang Thierse
indaakademíunnar. Hann hélt sig
utan við alla stjórnmálaflokka unz
hann gekk í jafnaðarmannaflokk-
inn SPD í lok umbyltingarársins
1989. Haustið 1989 var hann einn
af stofnendum Neues Forum, fé-
lagsskapar austur-þýzkra um-
bótasinna. Frá júní 1990 fram til
sameiningar Þýzkalands um
haustið það ár var hann formaður
austur-þýzka SPD. Frá því eftir
sameiningu hefur hann átt sæti í
stjórn jafnaðarmannaflokksins og
verið einn af varaformönnum
hans. 1990 til 1998 var hann
varaformaður þingflokks SPD,
unz hann var kjörinn forseti
þingsins eftir kosningasigur jafn-
aðarmanna haustið 1998.
Vegna þess hve ferill Thierses
í áhrifaembætti innan jafnaðar-
mannaflokksins og þingsins í
Bonn var frábrugðinn flestra
þeirra sem þar voru fyrir á fleti
fyrir var hann lengi litinn horn-
auga á þeim vettvengi. Yttu sum-
ir hættir austur-þýzka bók-
menntagrúskarans, svo sem að
láta rautt skegg sitt vaxa mjög
frjálslega og leggja það helzt
ekki á sig að setja upp hálsbindi,
undir sérstöðu hans á sviðinu í
Bonn. I Berlín er hann hins veg-
ar á heimavelli og meðal þing-
heims ríkir víðtæk ánægja með
embættisfærslur hans. Verulega
hefur reynt á hæfni hans á þeim
stutta tíma sem hann hefur setið í
embætti, ekki sízt í tengslum við
fjármálahneyksli stærsta stjórn-
arandstöðuflokksins, Kristilegra
demókrata.
Thierse er kvæntur og tveggja
barna faðir.
gær að reka úr landi tvo rússneska
sendiráðsstarfsmenn fyrir njósnir.
Rússar svöruðu þegar í stað með því
að visa burt tveim eistneskum sendi-
fulltrúum fyrir sams konar sakir. Að
sögn BBC fengu Rússamir tvo sól-
arhringa til að hafa sig úr landi.
Samkvæmt hefð er sagt að þeir
sem reknir séu úr landi fyrir njósnir
hafi reynst sinna störfum sem „ekki
samræmist stöðu þeirra".
„Við vísum algerlega á bug ásök-
unum sem bornar hafa verið fram
gegn rússnesku sendifulltrúunum,"
sagði í yfirlýsingu utanríkisráðu-
neytisins í Moskvu. í annarri yfir-
lýsingu frá ráðuneytinu sagði að
„metnaður leyniþjónustu Eistlands"
spillti samskiptum ríkjanna. Sam-
skipti Rússa og Eistlendinga hafa oft
verið stirð eftir að Eistlendingar not-
uðu tækifærðið 1991 og urðu á ný al-
gerlega sjálfstæðir en Sovétmenn
lögðu landið undir sig í upphafi
seinni heimsstyrjaldar. Um 30%
íbúa Eistlands er af rússnesku bergi
brotinn. Hafa ráðamenn í Moskvu
sakað Eistlendinga um að virða ekki
mannréttindi minnihlutans.
Rússnesk stjómvöld em einnig
mjög andvíg hugmyndum Eistlend-
inga um að reyna að fá inngöngu í
Atlantshafsbandalagið, NATO og
telja að landamæri bandalagsins
væra þá orðin of nálæg.
SMELLTU ÞÉR ALLA LEIÐ TIL SYDNEY A mbl.is
Á nýjum Ólvmpíuvef mbl.is finnur þú allt það markverðasta um Ólympíuleikanna í Sydney 2000
Blaðamenn og Ijósmyndari Morgunblaðsins eru á staðnum og senda nýjar fréttir af framgangi leikanna
Einnig eru upplýsingar um íslensku þátttakendurna
sm
• Saga Ólympíuleikanna.
• Þátttaka íslendinga í Ólympíuleikum.
• Tengingar við aðra Ólympíuvefi.
• Fréttir af helstu greinum og úrslitum.
• Spjallrás, þar sem jafnvel má hitta fyrir
íslensku þátttakendurna.
• Dagbók tveggja ferðalanga í boði íslands-
banka-FBA sem segja frá því sem fyrir augu ber.
OLYMPIULEIKARNIR A
mbl.is