Morgunblaðið - 01.09.2000, Side 6

Morgunblaðið - 01.09.2000, Side 6
Steypudælur Nýjar steypudælur spara þér tíma og peninga. Kynntu þér öfluga steypuþjónustu á www.bmvalla.is Söludeild í Fornalundi Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050 STEYPU ÞJÓNUSTA www.bmvalla.is 6 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hópur fslandsvina á EXPO 2000 Morgunblaðið/RAX Veiðimaður brytjar selkjöt ofan í hundana sína. Ragnar tók þessa mynd á hafísnum iyrir utan Thule árið 1988. Ragnar hefur unnið að verkefn- inu í 15 ár. Hann hefur ferðast vítt og breitt um Grænland, Færeyjar og ísiand og skráð lífshætti sem eru við það að hverfa á norðurslóð- um. Sýndar verða 120 myndir sem hann hefur að miklu leyti tekið á ferðalögum sínum fyrir Morgun- blaðið, en hann hefur einnig fengið styrki til einstakra hiuta verkefnis- ins. Sýningin fer fram að kvöldi til í útileikhúsi sem tekur 5.000 gesti. Ljósmynd/Christian Augustin Hjónin Vera og Werner Heimann eru miklir fslandsvinir og hyggja á sjöundu pílagrímsferð sína þangað á næsta ári. Á milli þeirra stendur Lovísa Haddorp, leiðbeinandi Veru við íslenskunámið. Þeir sem lengst eru komnir lesa Snorra-Eddu >• , Meðal gesta á þjóðardegi Islands á Heimssýningunni í Hannover í fyrradag var hópur íslenskunemenda frá Hamborg, undir leiðsögn Lovísu Haddorp. Sigurbjörg Þrastardóttir hitti Lovísu og lærisveina hennar við íslenska skálann. LOVÍSA Haddorp hefur nær alla sína ævi búið í Þýskalandi, en í tæpa hálfa öld hefur hún aðstoðað Þjóð- verja við íslenskunám. Sjálf hefur hún ávallt haldið lifandi tengslum við land og þjóð, talar hiklausa ís- lensku og kemur reglulega í heim- sókn til ættingja á Islandi. „Móðir mín var íslensk, úr Mosfellssveit, en giftist til Þýskalands. Eftir stríð, ár- ið 1947, fór ég til íslands og nam norræn fræði í fjögur ár við Háskóla Islands. Um tíma var ég á báðum áttum hvort ég ætti að setjast þar að, en á endanum ákvað ég að fara aftur til Þýskalands þar sem ég hef búið síðan.“ Lovísa starfaði lengst af sem grunnskólakennari en þegar hún lét af störfum tók hún að sér kennslu í íslensku fyrir almenna borgara í Hamborg. „Fyrst voru þetta eins konar námsflokkar á veg- um borgarinnar, en nú er þetta eig- inlega á einkavegum, þó í húsnæði sem borgin leggur til. Við hittumst einu sinni í viku og námsefnið er af ýmsum toga. Til dæmis lesum við mikið Morgunblaðið - ég fæ laugar- dagsblaðið alltaf sent. Svo erum við líka með hefðbundnar kennslubæk- ur og fagurbókmenntir, allt upp í Snorra-Eddu á forníslensku fyrir þá sem lengst eru komnir.“ Nemendur Lovísu hafa verið á öllum aldri í gegnum tíðina, en tíu af hinum tryggustu brugðu sér með henni á heimssýninguna í tilefni þjóðardags íslands. „Sumir eru búnir að vera hjá mér lengi, eins og hún Vera hérna sem hefur sótt hjá mér tíma í tuttugu og fjögur ár,“ segir Lovísa og tekur utan um Veru Heimann, sem hjá henni situr. „Flest af þessu fólki hefur heimsótt Island oft, því sá sem fer þangað einu sinni langar alltaf þangað aft- ur.“ Vera segist sex sinnum hafa kom- ið til Islands og hyggur á sjöundu ferðina á næsta ári ásamt manni sín- um Werner. „Já, þá ætlum við að ferðast um hálendið, Mýrdalsjökul, Lakagíga og ekki síst Herðubreið- arlindir í átt að Kverkfjöllum,“ segir Werner og ber öll örnefnin skamm- laust fram þótt ekki sæki hann ís- lenskutíma sjálfur. Þær Vera og Lovísa tala hins vegar íslensku við blaðamann og kveðjast alsælar með heimsókn sína á heimssýninguna. „Það er svo gaman að heyra ís- lensku útundan sér á förnum vegi, eins og hér á svæðinu í kringum ís- lenska skálann. Svo eru íslensku hestarnir alltaf skemmtilegir," segir Vera. Lovísa er á leið á Sjálfstætt fólk í Schauspielhaus Hannover og hlakkar mikið til. „Þetta er allt dá- samlegt og það er óvenjumikið fjör í fólkinu hér í dag.“ Þá eru þær roknar, en áður taka þær loforð af blaðamanni um að póstsenda greinina til Hamborgar um leið og hún birtist. „Það yrði vel þegið. Þá getum við nefnilega ljós- ritað hana og notað í kennslustund." ujosmyna/>Jnnsuan Augustm Friðrik Sophusson og Ólafur Ragnar Grímsson voru báðir á ráðstefn- unni um íslenska orku. s Islensk orka í alþjóðlegu samhengi ISLENSK orkufyrirtæki stóðu í gær fyrir ráðstefnu um orkumál á Islandi á heimssýningunni í Hann- over. Áttatíu gestir frá ýmsum þjóð- löndum sóttu ráðstefnuna sem þótti takast vel. Meðal gesta var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands. Ráðstefnan bar yfirskriftina „ís- lensk orka í alþjóðlegu samhengi.“ Erindi á ráðstefnunni fjölluðu um orkumál á íslandi út frá þremur meginþáttum; vatnsafli, jarðhita og áform um að gera ísland að fyrsta vetnissamfélagi í heimi. Rætt var um hvernig Islendingum hefði tek- ist að nýta sér þá orku sem landið býr yfir og nýjungar á því sviði. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði gesti ráðstefnunnar einkum hafa verið frá fjármála- og tæknifyrir- tælqum og hafi komið víða að. Meðal þess sem fjallað var um á ráðstefnunni var tilraunaverkefni Islenskrar Nýorku hf. sem vinnur að tilraunum með notkun vetnis á strætisvagna í Reykjavík. Landsvirlqun, Órkuveita Reylqa- víkur, Hitaveita Suðurnesja og RARlK stóðu að ráðstefnunni. Ásdís Halla Braga- dóttir bæjarstjóri Garðabæjar BÆJARSTJÓRN Garða- bæjar réð í gær Ásdísi Höllu Bragadóttur stjórn- málafræðing í starf bæjar- stjóra Garðabæjar. Hún tekur við af Ingimundi Sig- urpálssyni. Asdís Halla lauk B.A.-prófi í stjórn- málafræði frá Háskóla ís- lands árið 1991 og meist- aragráðu í opinberri stjómsýslu frá Harvard-háskóla vorið 2000. Minni- hluti bæjarstjómar Garðabæjar- greiddi atkvæði gegn því að Ásdís Halla yrði ráðin og sagði hana langt frá því að vera hæfasta umsækj- andann um stöðuna. í yfirlýsingu sem minnihlutinn sendi frá sér í gær segir að menntun Ásdísar taki ekki reynslu mai'gra annarra umsækjenda fram auk þess sem hún sé „gjörsamlega óskrifað blað í sveitarstjórnarmálum." Minni- hlutinn átelur aðdraganda og vinnu- brögð SjáKstæðisflokksins við ráðningu bæjarstjórans. Auglýsingin um starfið hafi verið sjónarspil og ætlað að slá ryki í augu fólks. Frá upphafi hafi verið stefnt að því að ráða Ásdísi Höllu. Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar, vísar þessari gagnrýni á bug. „Við myndum aldrei nokkum tímann leyfa okkur slík vinnubrögð," sagði Laufey. Hún segir Ásdísi Höllu hafa öðlast mikla innsýn í sveitarstjórnarmál í þegai’ hún var aðstoðarmaður menntamálaráðhema frá 1995-1999. Ásdís Halla sagðist í gær vonast eftir því að sér tækist að vinna að upp- byggingu Garðabæjar í sátt og sam- lyndi við minnihluta bæjarstjómar. Hún taldi menntun sína og reynslu nýtast vel í starfi auk þess sem hún hafi lengi búið í Garðabæ og því kunn- ug málefnum bæjarfélagsins. Verk Ragnars Axelssonar í Frakklandi VERK Ragnars Axelssonar Ijós- myndara hafa verið valin til sýn- ingar á árlegri hátfð og ráðstefnu frétta- ogtímaritaljósmyndara sem haldin verður í Perpignan í Frakk- landi 2.-17. september. Stjórnend- ur hátíðarinnar velja á hverju ári 8-10 verkefni til að sýna á tveimur skyggnusýningum sem haldnar eru í fyrstu viku hátíðarinnar, en hana sækja margir atvinnumenn í fag- inu. Þangað flykkist mikill fjökli ljósmyndara, myndstjóra og um- boðssala hvaðanæva úr heiminum. Mjög eftirsóknarvert telst að fá verk sín valin til sýningar af að- standendum ráðstefnunnar, en Is- lendingur hefur ekki hlotið þann heiður fyrr en nú.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.