Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 27
Fimm látnir laus-
ir í Sierra Leone
Sjö enn í
haldi
Freetown. AFP.
FREKARI tilraunir voru í gær gerð-
ar til þess að fá lausa sjö hermenn
sem uppreisnarmenn í Sierra Leone
hafa í haldi. Fimm gíslar voru látnir
lausir á miðvikudagskvöldið. Sex
þeirra sem enn eru í haldi eru breskir
og einn er heimamaður.
Fimmmenningamir sem sleppt var
komu til búða sinna um 25 km suður
af höfúðborginni Freetown og voru
að sögn yfirmanns þeirra í góðu ásig-
komulagi.
Bresku hermennirnir og Sierra
Leone-búinn voru teknir höndum fyr-
ir viku, og var þar að verki hópur upp-
reisnarmanna sem kallaðir eru West
Side Boys, og eru andvígir stjórn
landsins. 220 manna breskt herlið er í
landinu til þess að þjálfa þarlenda
hermenn samkvæmt samkomulagi
milli landanna. Yfirmaður breska
liðsins vildi í gær ekkert segja um það
hvort lausn fimmmenninganna hefði
verið háð einhverjum skilyrðum.
Leiðangur á óvinasvæði
Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) hafa um
13 þúsund manna friðargæslulið í
landinu og sagði yfirmaður þess að
bresku hermennirnir hefðu farið í
leiðangur inn á óvinasvæði án þess að
láta SÞ vita, en breski sendiherrann
hafnaði því.
Öflugasti uppreisnarmannahópur-
inn í Sierra Leone, Byltingarherinn
(RUF), tók um 500 SÞ-liða tii fanga í
maí sl. og hélt öðrum 230 umkringd-
um í tvo mánuði. Borgarastríð hefur
staðið í landinu í níu ár. Fram-
kvæmdastjóri SÞ, Kofi Annan, hefur
lagt til að fjölgað verði í gæsluliði
samtakanna í landinu í rúmlega 20
þúsund manns.
Hugræn teygjuleikfimi frá Kína er blanda af
nútíma leikfimi og helðbundinní kínverskri leíkfimi
sem á sér aldagamla sögu. Hún eflir bæði
líkamlegt og andlegt heilbrigði. Hún einkennist
af afslðppuðum og mjúkum breyfingum sem þjálfa
í senn líkama og huga.
• Veitir sveigjanleika meððþvinguðum hreyfingum
• Vinnur gegn mörgum algengum kvillum
• Góð áhrif á miðtaugakerfið. dndun og meltingu
• Eykur bláðstreymi um háræðanetið
• Losar um uppsafnaða spennu
• Losar um stirð liðamát
• Dregur út vöðvabálgu
• Styrkir hjartað
líínversH
heilsuiifld
Árnl'jlj l/j ■ l'JJ • jimi j'jí ilii
ERLENT
„Lesaa hugsanir látinna
The Daily Telegraph.
Rannsóknarlögreglumenn kunna
brátt að geta haft hendur í hári
morðingja með því að „lesa“
hugsanir fórnarlamba þeirra, að
því er bresk nefnd hefur spáð. í
ritgerð sem lögð var fyrir þing-
menn af hálfu framtíðarsýnar-
áætlunar breska viðskipta- og
iðnaðarráðuneytisins, segir að
innan 20 ára kunni að verða hægt
að sjá myndir í heila manns í
skamma stund eftir andlát hans.
„Taugaefnatækni kann að veita
betri aðgang að minningum lif-
andi fólks og jafnvel nýlátins,"
segir í ráðgjafaritgerðinni varð-
andi glæpi. „Eins og oft er með
tækni, má telja líklegast að samfé-
lagsleg andstaða, fremur en þró-
un tækninnar, tefji framfarir."
Framtíðarspá þessi vekur víð-
tækar, siðferðislegar spumingar
um eðli meðvitundarinnar og
hvers konar sönnunargögn verði
leyfð fyrir dómstólum. Bruce
Houlder, varaformaður sambands
breskra lögmanna, segir dóms-
kerfið aldrei hafa snúist öndvert
gegn vísindalegri þróun. „Fyrir
tuttugu áram hefði enginn trúað
því að við ættum eftir að geta bor-
ið kennsl á fólk út frá hári sem
fannst á gólfinu."
Dr. Tim Bliss, taugalífeðlis-
fræðingur við bresku læknarann-
sóknarstofnunina (National Inst-
itute for Medical Research), segir
þessa spá „langsótta". „Minningar
eru mynstur tengsla milli tauga-
frumna, en við vitum ekki hvernig
þetta gerist. Að geta „lesið“ þetta
í lifandi veru væri stórt skref, að
ekki sé nú minnst á látna.“
Framtíðarsýnaráætluninni var
hleypt af stokkunum af stjóra
Ihaldsflokksins 1994 og í fyrra
jók stóm Verkamannaflokksins
umsvif hennar. I ritgerðinni sem
lögð var fram af hálfu áætlunar-
innar var ennfremur varað við því
að stórfelldar breytingar muni
verða í Bretlandi á næstu 20 ár-
um.
Byltingar í töl vutækni, erfða-
fræði og samsetningu samfélag-
ins muni breyta í grandvallarat-
riðum öllu frá heilbrigðisþjónustu
til stórinnkaupa, samkvæmt spá
áætlunarinnar. Hin hefðbundna
fjölskylda verður ekki iengur
„undirstaða" samfélagsins, og í
staðinn verða þar allsráðandi
„sjálfhverfar og sérgóðar nautna-
sálir“ með tilheyrandi áhrifum á
atferli.
í áætluninni taka þátt skóla-
menn og vísindamenn sem skipað-
ir era í sérstakar nefndir sem
eiga að veita ríkisstjórninni ráð-
gjöf um þróun sem líklega muni
verða til 2020. Skýrslu er að
vænta í nóvember.
SUSHI
á föstudögum
Tilbúnir bakkar
með blönduðum fisk
og hrísgrjónarúllum
É
náttúrulega!
helsuhúsið
Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi
Flugstöð Leifs Eiríkssonar • Sími: 425 0500
Gleraugnaverslun
á fríhafnarsvæðinn
aðeíns 15 muuítur
Þjónustu og ábyrgðaraðilar eru:
Gleraugnaverslunin í Mjódd • Gleraugnaverslun Keflavíkur • Gleraugnaverslun Suðurlands