Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FRÍÐUR , SIGURÐARDÓTTIR + Fríður Sigurðar- dóttir fæddist að Vatni, Haukadal, Daiasýslu 15. mars 1944. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. ágúst síðastliðinn og var til heimilis að Fjarðar- ási 9, Reykjavík. Hún var dóttir hjónanna Sigurðar Jörunds- sonar, f. 23. júlí 1903, d. 23. júní 1965, bónda á Vatni og Sveinbjargar Krist- jánsdóttur, f. 2. júlí 1904 d. 25. október 1980 kennara. Fríður var yngst fímm systkina, en þau eru: Bogi, f. 21. ágúst 1936, verkamaður, Reykjavík; JökuII, f. 24. október 1938, d. 20. febrúar 1994, bóndi á Vatni, Haukadal; Sigríður, f. 24. október 1938, starfsmaður hjá Búnaðarbanka Is- lands, Reykjavík; Guðrún, f. 24. október 1939, hjúkrunarforstjóri, Neskaupstað. 25. apríl, 1963 giftist Fríður Sig- urgeir J. Jóhannssyni, f. 27. októ- ber 1940, frá Ljósalandi í Lýtings- staðahr. Skagafirði, starfsmanni hjá Húsasmiðjunni. Foreldrar hans voru Jóhann Hjálmarsson og María Benediktsdótt- ir. Fríður og Sigur- geir eignuðust fjóra syni, þeir eru: 1) Jó- hann Hlynur, f. 10. desember 1962, Reykjavík starfsmað- ur Skörunga ehf. og á hann tvö börn: Guðrún María, f. 23. desember 1981 og Sigurgeir, f. 30. nóvember 1991. Sambýliskona Jó- hanns er Brynhildur Káradóttir, f. 1. sept- ember 1958.2) Sigurð- ur Örn, f. 30. júlí 1966, rekur byggingafyrirtækið Skör- unga ehf., kvæntur Guðmundu Bimu Ásgeirsdóttur, f. 17. janúar 1966, hárgreiðslukonu og eiga þau þijú böm: Hjaltey, f. 20. október 1985, Örn, f. 19. janúar 1990 og ís- ak, f. 29. nóvember 1999. 3) Sigur- geir Sindri, f. 5. apríl 1974, bóndi Bakkakoti, Stafht. Borgarfirði, kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur, f. 7. október 1972, húsfreyju og sjúkraliða og eiga þau tvö börn: Lilja Rannveig, f. 14. september 1996 og Kristján Franklín, f. 11. nóvember 1999. 4) Gauti, f. 21. september 1976, sölumaður hjá Iskraft og á hann eina dóttur: Aldís Birta, f. 18. ágúst 1998. Fríður ólst fyrstu árin upp á Vatni og síðar á Langholtsvegi í Reykjavík. Á unglingsámm stund- aði hún kaupamennsku í Dölum og í Borgarfirði bæði hjá frændfólki og vandalausum. Einnig var hún við bamagæslu í Borgarnesi sem ung kona. Samhliða húsmóður- starfi og farsælu drengjauppeldi, stundaði hún ýmis tilfallandi störf m.a. ræstingar. Hún starfaði um tíma við umönnunarstörf á Klepps- spitala. Siðustu árin starfaði hún sem stuðningsfulltrúi við Selás- skóla í Reykjavík. Fríður stundaði á túnabili nám hjá Námsflokkum Reykjavíkur einnig stuðningsfull- trúanám við Borgarholtsskóla og útskrifaðist þaðan síðastliðið vor. Fríður lagði stund á söngnám við Nýja tónlistarskólann og naut dyggrar leiðsagnar Sigurðar Dem- entz Franssonar öll árin, en hún út- skrifaðist með ' einsöngvarapróf þaðan árið 1991. Til margra ára söng hún ásamt vinkonu sinni, Höllu S. Jónasdóttur, við hin ýmsu tilefni og árið 1994 gáfu þær út geisladiskinn „Ætti ég hörpu“. Fríður söng með ýmsum kómm og sönghópum, bæði í almennum kór- söng og einsöng, t.d. með Skag- firsku söngsveitinni, Söngfélaginu Drangey, Kirkjukór Árbæjar- kirkju og Breiðfirðingakómum í Reykjavík. titför Fríðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku mamma. Þá er þessari miklu baráttu lokið. Og eftir sitjum við harmi slegin. Þetta endaði allt miklu fyrr en nokkur hafði hugsað sér, þvílíkt bar- áttuþrek og viljastyrkur hjá einni konu. Það er mér enn efst í huga þegar ég kom og heimsótti þig á spítalann ____ rétt eftir áramótin 1997-1998 og þú sagðir mér að þú hafir greinst með krabbamein, ég brotnaði gjörsam- lega niður en þú hughreystir mig og sagðir að þetta skyldum við sigra öll í sameiningu, og áfram eftir því sem tíminn leið varst það þú sem stapp- aðir stálinu í okkur og varst sko ekki aldeilis að leggja árar í bát, og að hugsa sér í öllum þínum veikindum gafstu þér alltaf tíma til að sinna öðr- um, það var svo oft haft samband við þig og þú varst beðin að hjálpa fólki sem átti við sama sjúkdóm að glíma og aldrei stóð á þér. Þú barðist af þvílíku æðruleysi og ákveðni að það var ekkert sem gat stoppað þig. Það voru öll ráð notuð. Samhliða sjúkrahúsmeðferðum "*voru notuð öll þau óhefðbundnu ráð sem til voru og þegar læknarnir voru búnir að gera það sem þeir gátu var farið að grafast fyrir í útlöndum og þú fékkst leyfi fyrir að flytja inn krabbameinslyf frá Þýkalandi. Þar var þér rétt lýst, ef til voru ráð voru þau notuð. Allan þennan tíma hélst þú fjöl- skyldunni saman og þær eru ófáar stundimar sem við höfum verið sam- an, það er yndisleg minning þessar stundir með þér það var sungið og tralláð og allir skemmtu sér svo vel með þér. Eg er þér óskaplega þakklátur, mamma mín, fyrir það hvað þú hefur gert úr mér og ég á eftir að sakna »*ress svo mikið að geta ekki sest nið- ur með þér og rætt málin við þig eins og við gerðum svo oft og það skipti ekki máli hvert umræðuefnið var, alltaf hafðir þú svör og ráðleggingar á reiðum höndum. Það er líka sárt að litla Aldís Birta skuli ekki njóta leiðsagnar þinnar í gegnum lífið. Þið voruð svo góðir vinir og þér þótti það svo gaman þeg- ar hún söng fyrir þig þetta kríli. Og það lýsti þínum styrk svo vel að síðasta kvöldið sem þú varst hjá okkur varst þú alveg staðráðin í að labba sjálf niður stigann þegar sjúkrabíllinn kom og það stóð heima. Ég kveð ,þig með söknuði, elsku mamma mín, og þakka fyrir að hafa átt svona yndislega móður. Eg söknuð finn er sólin skín, um sérhvert lífsins vor. Hún máist aldrei myndin þín ogmótarsérhvetspor. Að fá að hvíla í faðmi þér ífrjálsumsunnanþey víst aldrei framar auðnast mér áðurenégdey. Og viltu þá leggja á ieiðið mitt, eitt lítið gleym mér ei. Ég bið þig góður guð að styrkja okkur ástvini þína og þá sérstaklega pabba sem hefur misst svo mikið í þessari miklu sorg. Blessuð sé minning þín elsku mamma. Þinn Gauti. Elsku amma okkar. Nú ertu kom- in til himna, þar sem vel hefur verið tekið á móti þér. Og nú ertu laus úr viðjum krabbameinsins og getur sungið þegar þú vilt með fallegu röddinni þinni. Röddinni sem við gleymum aldrei. Þá hljómar engla- kórinn sem aldrei fyrr. Hjartans þakkir fyrir samfylgdina sem við hefðum óskað að yrði langtum lengri. Einhvern tímann seinna tek- ur þú á móti okkur í hlýja faðminn þinn og þá syngjum við öll saman á ný. Fuglinn sefur suðrí mó, sefurkisáíværðogró, sefur.sefurdúfan. Sofðu líka sætt og rótt, sofðuværtíallanótt, sofðu, litla ljúfan. (Freysteinn Gunnarsson.) Elsku besta amma Fríður, við er- um svo rík að hafa átt þig fyrir ömmu. Við söknum þín mikið. Hjaltey, Öm og litli fsak. Fríða mágkona mín er fallin frá langt um aldur fram. Þó aðdragandi þess sem verða vildi sé orðinn nokk- uð á þriðja ár er óhjákvæmilegt að manni bregði og setji hljóðan er yfir lýkur. Það er mikill sjónarsviptir að þessari sómakonu og fjölskylda hennar hefur misst mikið. Hennar er söknuðurinn mestur. Fyrstu kynni mín af Fríðu voru heimsóknir þeirra hjóna, er þá voru búsett í Reykjavík, á æskuheimili okkar bræðra norður í Skagafirði í byrjun sjötta áratugarins. Ég var þá barn að aldri. Síðar átti ég eftir að kynnast henni mun nánar þar sem ég dvaldi um fjögur ár á heimili þeirra Geira bróður í Hraunbænum á skólaárum mínum í Reykjavík. Ekki veit ég nákvæmlega hvernig það æxlaðist að við tvíburabræðurn- ir fórum fyrst til tveggja vetra dval- ar hjá þeim haustið 1967 en ég geri ráð fyrir að þar hafi miklu ráðið um- hyggjusemi mágkonu minnar gagn- vart tengdafjölskyldu sinni. Við vor- um aðeins fimmtán ára óharðnaðir sveitaunglingar er þetta var, og þurftum tilsögn á ýmsum sviðum. Það var einkum Fríða sem sinnti þessu tilsagnarhlutverki við hlið uppeldis ungra sona sinna. Þetta verkefni fórst henni vel úr hendi. Tvö síðustu ár mín í menntaskóla dvaldi ég síðan aftur í góðu yfirlæti hjá þeim hjónum. Eftir að ég fór til námsdvalar erlendis var Fríða um- boðsmaður minn hjá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna en hún hafði svo sannarleg til að bera þá festu og þrautseigju sem nauðsynleg var gagnvai-t þeirri stofnun á þeim ár- um. Þau voru ófá bréfin sem okkur fór á milli vegna þeirra samskipta. Er ég rifja upp kynni mín af Fríðu frá þessum árum og æ síðan er mér þakklæti efst í huga í hennar garð og Geira og virðing gagnvart þeim góðu eiginleikum sem einkenndu hana. En hún var eðlisgreind kona, heil- steypt og hreinlynd í samskiptum og bæði velviljuð og greiðvikin. Hún var jafnframt ljúfmannleg í framkomu, Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ræðin og áhugasöm um hagi annarra þannig að manni leið vel í návist hennar. Hún var jákvæð og afar viljasterk eins og best sýndi sig í baráttu hennar við illvígan sjúkdóm. Þá var Fríða nærgætin og er mér of- arlega í huga sú ræktar- og um- hyggjusemi sem hún sýndi móður okkar bræðra, ekki síst hin síðari ár er heilsu hennar fór hrakandi. Það er mikils virði að fá að vera samferða slíkri ágætis manneskju og ómetan- legt á meðan maður er á mótunar- skeiði. Elsku Geiri, Jói, Siggi, Sindri og Gauti, við Steina og börnin okkar vottum ykkur og fjölskyldum ykkar okkar innilegustu samúð á þessari sám sorgarstundu. Guð veri með ykkur. Frosti Jóhannsson. Fríður mágkona mín er látin, langt fyrir aldur fram. Lát hennar kom óvænt þrátt fyrir að hún háði baráttu við illvígan sjúkdóm í tæp þrjú ár. Héldum við að hún væri að sigra, er halla tók undan fæti nú í sumar. Sigurgeir bróðir minn og Fríða, eins og við kölluðum hana, tóku mig inn á heimili sitt þrettán ára gamlan er ég fór í skóla til Reykjavíkur. Hjá þeim dvaldist ég í fjóra vetur. Er vist minni lauk þar komu tvíburabræður mínir inn á heimili þeirra til dvalar. Mér var ekki ljóst fyrr en fullorðn- um manni hve mikil viðbót og álag þetta hefur verið fyrir Fríðu aðeins átján ára gamla með nýstofnað heimili og barn á fyrsta ári að taka ungling inn á heimilið. Aldrei fann ég annað en þetta væri sjálfsagt og mynduðust á milli okkar góð vinátta sem aldrei rofnaði og síðar við konu mína og dætur. Er ég lít til baka til unglingsára minna á Langholtsveginum rifjast margt upp. Sigurgeir vann langan vinnudag þannig að við Fríða höfð- um mikinn félagsskap af hvort öðru. Við spiluðum mikið á spil og ekki ósjaldan settist hún við gamla orgel- ið sitt og spilaði eftir eyranu og við sungum. Fríða var mikil tónlistar- manneskja og sýndi það vel með því að þegar barnauppeldi var lokið settist hún á skólabekk og lærði söng og hljóðfæraleik sem átti eftir að verða henni og öðrum mikill gleðigjafi. Einnig var hún í fyrsta hópnum sem útskrifaðist sl. vor sem stuðningsfulltrúi grunnskólabarna, en hún vann við Selásskóla síðustu veturna. Heimili Sigurgeirs og Fríðu stóð alltaf opið fyrir móður okkar bræðr- anna er hún var orðin lasburða og hjá þeim hjónum dvaldist hún um lengri eða skemmri tíma þegar þess þurfti og naut umönnunar þeirra. Á milli Fríðu og hennar var mikil vin- átta og trúnaður. Margar voru ferð- irnar sem Fríða fór til móður minnar er hún var komin á dvalarheimili og sá um þá hluti sem hana vanhagaði um og sinnti henni af alúð alla tíð. Margar ánægjulegar stundir höfum við átt saman hér í Skagafirðinum í gegnum árin og einnig á heimili þeirra hjóna þar sem við vorum allt- af velkomin. Éinnig kom fjölskyldan saman á þeirra heimili nú mörg síð- ustu ár þegar tilefni gafst. I júlí sl. heimsóttum við Fríðu í síðasta sinn og dvaldist hún þá í nýja fallega fjölskyldubústaðnum á æsku- slóðum sínum í Dölunum. Það var stutt heimsókn og í Skagafjörðinn ætlaði hún að koma með haustinu. Ég og fjölskylda mín eigum eftir að sakna samverustundanna með Fríðu en viljum þakka allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Sigurgeir bróður mínum og fjöl- skyldu hans sendum við innilegar samúðarkveðjur ásamt öllum þeim sem þótti vænt um Fríðu. Blessuð sé minning mágkonu minnar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymisteigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Ingimar Jóhannsson. Elsku Fríður mín. Mér er orða vant. Þó langar mig til að segja svo ótal margt. Fyrst af öllu vil ég þakka þér fyrir tryggð þína og vináttu sem engan skugga hefur borið á í þessi 20 ár sem liðin eru síðan við hittumst fyrst. Þá var ég nýflutt til borgar- innar og við hjónin að fara á fyrstu æfingu í Skagfirsku söngsveitinni. Þið Sigurgeir buðuð okkur far og þar hófust okkar kynni. Við stóðum hlið við hlið á pöllunum í 14 ár og fórum margar skemmtilegar ferðir m.a. til Ítalíu og Kanada og svo auðvitað norður í Skagafjörð á sæluviku. Þessi söngþörf okkar leiddi til þess að við fórum báðar í söngnám. Það var yndislegur tími, árin okkar í Nýja tónlistarskólanum. Okkar frá- bæri Sigurður Demetz var ekki ein- göngu afbragðs kennari heldur einn- ig sálufélagi og vinur. Manstu þegar við fórum með honum til Ortisei, og okkur fannst við vera í Paradís? Já, hún var góð þessi ferð, en þær voru líka margar góðar ferðirnar okkar innanlands með „Litla ferðafélag- inu“. Þær ferðir voru alltaf sérstak- lega ánægjulegar og lærdómsríkar. En það sem hæst ber í minningunni og hjarta mínu stendur næst eru minningartónleikarnir í júní 1992 á Dalvík. Þú stóðst eins og klettur við hliðina á mér og gafst mér styrk og taldir í mig kjarkinn. Fríður mín, þetta hefði ég aldrei getað án þín. Þú og Kári Gestsson píanóleikari gerð- uð mér kleift að heiðra minningu sona minna á þann hátt sem aldrei mun gleymast. Þau gleyma þér ekki heldur börnin „þín“ í Selásskóla sem þú hefur umvafið hlýju og kærleika. Og þú áttir svo auðvelt með að hrósa og uppörva jafnframt sem þú sýndir bæði börnum og fullorðnum mikinn skilning og umburðarlyndi. Enda fékkstu 10 fyrir ritgerðina þína um „Samskipti" í náminu okkar í vor. Þú varst nú alveg ótrúlega hugrökk og þrautseig, mættir í hvern einasta tíma og dróst hvergi af þér. Það skil- aði sér líka, þú fékkst frábærar ein- kunnir. Það voru glaðar og stoltar konur sem tóku við prófskírteinum í júníbyrjun. Um miðjan júlí dvaldi ég með þér í Fögruhlíð, bústaðnum ykkar glæsilega að Vatni í Haukadal. Það voru dýrmætir dagar í dalnum þínum fagra. Veðrið var eins og best varð á kosið, hæðir og ásar spegluð- ust í vatninu, lækurinn hjalaði og klettakarlarnir kinkuðu kolli til okk- ar. Þessa mynd mun ég geyma í hug- skoti mínu og minningin mun ylja mér og sefa söknuð minn. Elskulega vinkona. Nú ert þú farin í ferðina löngu til fyrirheitna landsins. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Halla. Þegar mér barst fregnin um and- lát vinkonu minnar Fríðar Sigurðar- dóttur var sem dimmt ský liði fyrir sjónir, þrátt fyrir að mér var kunn- ugt um það stríð sem hún háði við ólæknandi sjúkdóm. Það er svo erfitt að sætta sig við, að þessi þrekmikla og trausta kona hafi þurft að beygja sig fyrir slíkum örlögum. Hjá henni var viljastyrkurinn jafnan ráðandi, kom það fram í veikindum hennar, eins og í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Leiðir okkar Fríðar lágu fyrst saman er hún kom með manni sínum Sigurgeiri Jóhannssyni á skemmtun hjá Skagfirsku söngsveitinni, en hann hafði þá gengið til liðs við ten- órinn í kórnum, enda Skagfirðingur. Þetta kvöld vorum við borðfélagar og var að sjálfsögðu „tekið lagið“. Hafði ég strax orð á því við Fríði að kórinn mætti ekki láta slíka sópran- rödd ganga sér úr greipum. Fríður gerðist félagi litlu síðar og starfaði óslitið í 12 ár. Var hún í stjórn kórs- ins um árabil og gegndi mörgum trúnaðarstörfum á þessu tímabili. Margir góðir söngkraftar komu til liðs við kórinn fyrir tilstuðlan Fríðar, bæði úr röðum fjölskyldu þeirra hjóna, svo og aðrir er hún leiddi á vit söngsins eins og henni einni var lag- ið. Fríður lét ekki þar við sitja að syngja í kór, heldur réðst hún í söngnám við Nýja tónlistarskólann. Á sama tíma var undirrituð einnig í söngnámi við sama skóla og báðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.