Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aldamótagarð- ur leikskólabarna afhjúpaður LEIKSKÓLABÖRN afhjúpuðu 13 stuðlabergsstöpla í skúgarlundi neðan við Digraneskirkju síðdeg- is í gær. Hefur staðurinn verið nefndur Aldamótagarður, leik- skólalundur í Lækjarnesi. Kópavogsbær, foreldrar leik- skólabarnanna og ýmis fyrirtæki stóðu að þessu verki sem um- hverfisráð Kópavogs hefur mælt með að fái viðurkenningu Sam- bands sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu. I hvern stöpul er höggvið nafn eins leikskóla í Kópavogi og er skjöldur með nöfnum barnanna í viðkomandi leikskóla jafnframt festur á steininn. Eiga steinarnir að marka spor leikskólabarna í Kópavogi inn í nýja öld og vera tákn fyrir unga fólk framtíðar- Samtök gegn fátækt stofnuð Stofnendur segja víða neyðarástand Hún segir að ætlun samtakanna sé að þrýsta á stjórnvöld að þau bæti lífskjör þess fólks sem alverst sé sett. „Sumt fólk er undir hungur- mörkum. Margir tala um að þeir lifi á hafragrauti og hrísgrjóna- grauti síðustu dagana í mánuðin- um og segja að sá tími í lok mán- aðarins sem þeir hafi ekki ofan í sig, sé alltaf að lengjast," segir Sigrún. Hún segir að fólkið, sem um sé að ræða, eigi ekki fyrir reikning- um, hafi ekki nóg að borða allan mánuðinn og geti ekki keypt sér föt. „Þar að auki getur það ekkert veitt sér,“ segir Sigrún. „það getur ekki farið í ferðalög, það getur ekki á nokkurn hátt lyft sér upp. Þetta fer auðvitað illa með fólk andlega og ég hef heyrt fólk segja að það sé hreinlega að koðna nið- ur.“ Fólk leynir fátækt sinni Sigi-ún segir að eitt af því sem geri þennan vanda svona erfiðan viðureignar sé hversu falinn hann er. „Fólki finnst að sjálfsögðu nið- urlægjandi að geta ekki lifað af launum sínum. Islendingur eru stoltir og vilja pluma sig sjálfir. Við erum líka fámenn þjóð og fólk vill ekki láta sjást að það sé fátækt og leynir því fátækt sinni eins lengi og mögulegt er. En þegar farið er að þrengja svona illilega að, þá þarf þetta að koma í ljós,“ segir Sigrún að lokum. samtökin séu „opin öllum þeim sem búa við erfiðan fjárhag og öðrum sem áhuga hafa á þessu málefni“. Sigrún Armann Reynisdóttir formaður samtakanna segir, í sam- tali við Morgunblaðið, að hún hafi lengi talið að þörf væri á samtök- um af þessu tagi hér á landi. Ný- lega ákvað hún að taka af skarið og skrifaði greinar í dagblöð til að kanna hvort grundvöllur væri fyrir stofnun slíkra samtaka. Sigrún segir að nú þegar hafi á þriðja hundrað manns, alstaðar af land- inu, haft samband við sig og lýst yfir áhuga á því að leggja samtök- unum lið. „Ég vissi náttúrulega að ástand- ið væri slæmt, en þetta er miklu verra og útbreiddara en ég hélt, bæði hér í Reykjavík og nágrenni og eins út á landi. Ég myndi segja að víða væri neyðarástand," segir Sigrún. „Það eru ekki aðeins þeir sem þiggja örorkubætur, einstæð- ar mæður eða aldraðir, sem eiga erfitt með að ná endum saman. Fólk sem vinnur fulla vinnu en er á lægstu töxtunum fær lítið meira en sem samsvarar örorkubótum, upp úr launaumslaginu sínu, þegar búið er að draga frá skatta og skyldur.“ Sigrún segir að á stofnfundinum í gær hafi komið fram almenn reiði gagnvart verkalýðshreyfingunni og að skoðun fundarmanna hafi verið sú að hún hefði brugðist í því að gæta hagsmuna þeirra. Hún segir einnig að talað hafi verið um að undanfarið ár hafi ástandið far- ið versnandi. „SAMTÖK gegn fátækt" voru stofnuð í gær í Reykjavík. Í til- kynningu frá hinum nýstofnuðu samtökum segir að tilgangur þeirra sé að „vera málsvari og hagsmunasamtök þeirra sem búa við skertan hag og fátækt" og að Morgunblaðið/Ásdla Vöruskiptajöfnuðurinn 9,6 milljörðum kr. óhagstæðari í JÚLÍMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir tæpa 12,0 milljarða króna og inn fyrir 15,3 milljarða króna fob. Vöruskiptin í júlí voru því óhagstæð um tæpa 3,4 millj- arða króna en í júlí í fyrra voru þau óhagstæð um 2,0 milljarð á föstu gengi. Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar um vöruskiptin við útlönd. Fyrstu sjö mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 83,0 milljarða króna en inn fyrir 104,9 milljarða króna fob. Halli var því á vöru- skiptunum við útlönd sem nam 21,9 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 12,3 milljarða á föstu gengi. Fyrstu sjö mánuði ársins var vöru- skiptajöfnuðurinn því 9,6 milljörð- um króna óhagstæðari en á sama tíma í fyrra. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu sjö mánuði ársins var 1,3 milljörð- um eða 2% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Aukningin stafar af útflutningi iðnaðarvöru, aðallega áli, en á móti kemur að á síðasta ári var seld úr landi far- þegaþota en engin sambærileg sala hefur átt sér stað það sem af er þessu ári. Sjávarafiirðir voru 67% alls útflutnings og var verð- mæti þeirra 2% minna en á sama tíma árið áður. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu sjö mánuði ársins var 10,8 milljörðum eða 12% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Rösklega þriðjungur þessarar aukningar stafar af verðhækkun á eldsneyti. Að öðru leyti má aðal- lega rekja vöxtinn til aukins inn- flutnings á hrávörum og rekstrar- vörum, flutningatækjum og neysluvörum. Verðmæti innfiutnings og útfiutnings jan. - júlí 1999 og 2000 (fob virði í milljónum króna) 1999 jan.- júlí 2000 Breyting á jan.- júli föstu gengi’ Útflutningur alis (fob) 84.888,9 82.993,1 +1,6% Sjávarafurðir 59.191,9 55.709,3 -2,2% Landbúnaðarvörur 1.203,2 1.282,2 +10,7% Iðnaðarvörur 20.259,2 24.311,1 +24,7% Ái 12.688,5 15.211,0 +24,6% Kísiljárn 1.778,2 2.156,4 +26,0% Aðrar vörur 4.234,6 1.690,5 -58,5% Skip og flugvélar 3.492,7 622,2 -81,5% Innflutningur alls (fob) 97.697,9 104.882,8 +11,5% Matvörur og drykkjarvörur 8.764,3 8.786,9 +4,2% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 22.388,8 23.693,7 +10,0% Óunnar 866,9 1.115,9 +33,8% Unnar 21.521,9 22.577,8 +9,0% Eldsneyti og smurolíur 4.801,8 8.693,2 +88,1% Óunnið eldsneyti 138,5 264,2 +98,2% Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 972,2 1.853,4 +98,1% Annað unnið eldsn. og smurolíur 3.691,1 6.575,6 +85,1% Fjárfestingarvörur 24.329,1 23.812,5 +1,7% Flutningatæki 19.876,3 21.401,5 +11,9% Fólksbílar 8.820,0 7.896,4 -7,0% Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, fiugv.) 2.219,4 3.090,0 +44,7% Skip 2.882,5 3.450,1 +24,4% Flugvélar 3.399,5 3.929,9 +20,1% Neysluvörur ót.a. 17.406,6 18.393,3 +9,8% Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 131,1 101,8 -19,3% Vöruskiptajöfnuður 12.809,0 -21.889,8 * Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris í janúar 2000 3,0% lægra en árið áöur. Heimiid: HAGSTOFA iSLANDS VÖRUSKIPTiN VIÐ ÚTLÖND Morgunblaðið/Arni Sæberg Hópferð á flugorrustuafmæli FYRSTA flugs félagið stendur fyrir skipulagðri hdpferð á af- mælisflugsýningu á Duxford flugminjasafninu helgina 8.-11. ágúst í tilefni þess að sextíu ár eru liðin síðan orrustan um Bret- land, sem olli straumhvörfum í síðari heimsstyrjöldinni, var háð. I Duxford er stærsta flug- minjasafn Evrdpu, en í ferðinni verður einnig farið á Hendon- flugminjasafnið í London og ým- islegt fleira. Fararstjdrar ferðarinnar, sem hér sjást við líkan af fyrstu flug- vélinni, sem flaug á Islandi, verða Gunnar Þorsteinsson, formaður Fyrsta flugs félagsins, Sverrir Þdroddsson, Ómar Ragnarsson, Þorsteinn Jdnsson og Ottd Tynes. Nýr framkvæmdastjóri EFTA Kjartan Jóhannsson lætur af störfum KJARTAN Jóhannsson lét í gær af störfum sem framkvæmdastjóri Frí- verslunarsamtaka Evrópu, EFTA. Kjartan tók við stöðu framkvæmda- stjóra EFTA árið 1994 en hann var áður sendiherra og fastafulltrúi ís- lands í Genf. Áður en Kjartan hóf störf fyrir utanríkisþjónustuna var hann þingmaður Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi frá 1978 til 1989. Hann var sjávarútvegsráðherra frá 1978 tU 1980 og viðskiptaráðherra frá 1979 til 1980. Við starfi Kjartans tek- ur William Rossier sem gegndi m.a. stöðu sendiherra Sviss í Genf og var sem slíkur fastafulltrúi lands síns við Alþjóða viðskiptastofnunina (WTO), EFTA og fleiri alþjóðastofnanir. Jafnframt hefur Grétar Már Sig- urðsson verið skipaður aðstoðar- framkvæmdastjóri hjá EFTA. Grét- ar Már er lögfræðingur og á að baki langan feril hjá utanríkisþjónustunni m.a. sem skrifstofustjóri varnarmála- skrifstofunnar og sendifulltrúi ís- lands í Brussel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.