Morgunblaðið - 01.09.2000, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 01.09.2000, Qupperneq 51
MÖRGEFNBT/AÐX©' MINNINGAR FiÖST,UBAGU'RUVSEI3TEM.BERi2000! 51t HALLA AÐAL- STEINSDÓTTIR + Halla Aðalsteins- dóttir fæddist í Reykjavík hinn 24. janúar 1923. Hun lést á heimili sínu að morgni 23. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Aðal- steinn Kristinsson, framkvæmdastj óri Sambands fslenskra samvinnufélaga og eiginkona hans Lára Pálmadóttir. Systir Höllu er Heiður sem dvelst á Hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Halla lauk stúdentsprófi frá Mcnntaskólanum í Reykjavík 1941. Halla giftist hinn 24. júní 1948 Guðmundi Árnasyni, f. 17. ágúst 1921, forstjóra í Reykjavík. For- eldrar hans voru Ámi J. I. Árna- son og Helga Guðmundsdóttir. Börn Höllu og Guðmundar eru: 1) Ámi Árnason, f. 26.4.1949, maki hans er Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Böm þeirra eru: Gunnlaugur, f. 1.3. 1974, maki Svava Kristjáns- dóttir og Halla, f. 22.9. 1977, inaki Sveinn Ögmundsson. 2) Aðalsteinn Áma- son, f. 12.6. 1950, maki hans er Þórný Eiríksdóttir. Böm þeirra eru: Eiríkur, f. 26.11. 1971, sam- býliskona Heiða Bjarnadóttir. Sonur þeirra er Bjarni Steinn, f. 7.10. 1998. Guðmundur, f. 4.4. 1974. Halla, f.13.12. 1976, maki Gunnar Einarsson. Guðlaug- ur 22.9. 1980. 3) Helga Lára, f. 30.10. 1951, maki hennar er Björn Guð- mundsson. Synir þeirra eru: Guð- mundur, f. 31.10. 1977 og Hall- grímur f. 2.12.1980. 4) Margrét, f. 16.1.1954, maki hennar er Lúðvíg Lárusson. Börn þeirra eru: Edda Lára, f. 2.3.1984 og Lárus Guðjón, f. 17.4.1986. Halla og Guðmundur bjuggu öll sín búskaparár í Reykjavík, síð- ustu tæpa fjóra áratugina í Brekkugerði 34. Útför Höllu fer fram frá Grens- áskirkju. í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag verður elskuleg tengdamóð- ir mín, Halla Aðalsteinsdóttir, lögð til hinstu hvíldar í Gufuneskirkjug- arði. Eftir lát hennar reikar hugur- inn og minningar um áratuga sam- vistir standa ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Ég kynntist Höllu fyrir rúmum 30 árum þegar við Árni vorum að draga okkur saman. Fyrstu kynni mín af Höllu vom afar góð og hún tók mér einstaklega vel sem tilvonandi tengdadóttur sinni. Eftir að við Árni trúlofuðum okkur í ágúst 1970 hélt hann erlendis til náms. Ég sat þá í festum í foreldra- húsum þar til við giftum okkur í ágúst 1971 og ég hélt með honum til Bandaríkjanna. Árið sem Árni dvaldi erlendis án mín hélt ég miklu sambandi við tengdaforeldra mína og heimsótti þau oft í Brekkugerðið. Mér fannst ég strax vera orðin ein af fjölskyld- unni og undi mér vel með tengdafor- eldrum mínum og systkinum Árna. Á þessum tíma gafst mér einstakt tækifæri til þess að kynnast mann- kostum Höllu. Hún var greind og vel menntuð kona og stórglæsileg í allri framkomu. Hún hélt heimili þeiira Guðmundar með myndarbrag og smekkvísi hennar og reglusemi blasti þar við hvar sem augum var litið. Þótt tengdaforeldrar mínir ættu marga vini voru þau um margt sjálfum sér nóg. Þau ferðuðust mikið saman, bæði hérlendis og erlendis, og fylgdi Halla tengdaföður mínum iðulega í veiðiferðirnar. Að renna fyrir lax var lengstum þeirra mesta tómstundagaman. Árin, sem við Árni bjuggum í Bandaríkjunum, skrifuðumst við Halla reglulega á. Á þann hátt héld- um við sambandinu. Þegar Gunn- laugur sonur okkar fæddist árið 1974 gladdi það okkur mikið þegar tengdaforeldrar mínir komu langan veg að heimsækja okkur til þess að sjá barnabarnið sem fæddist í Bandaiíkjunum. Ég veit að tengda- mömmu var líka mikið farið að langa til þess að hitta Anna sinn, eins og hún ein gjarnan kallaði Árna. Eftir að við fluttumst heim til ís- lands hittumst við reglulega og tím- inn hefur flogið frá okkur ótrúlega hratt. Við Árni komum í heimsókn til þeirra með börnin okkar og tengda- foreldrar mínir heimsóttu okkur. Fyrir kom einnig að við fórum með þeim í veiði í Svarthöfðann eða í Veiðivötn. Halla hafði mikinn áhuga á vel- gengni barna sinna, tengdabarna og barnabarna og fylgdist vel með þeim öllum. Hún hafði oft á orði hversu lánsama hún taldi sig að eiga svo heilbrigða og vel gerða afkomendur. Síðasta mannamótið sem Halla fór á var brúðkaup Höllu dóttur okkar fjórum dögum fyrir andlát sitt. Hún er fögur minningin um svip Höllu, er hún horfði á Árna leiða nöfnu sína inn kirkjugólfið, hann lýsti svo mik- illi gleði og stolti. Halla hefur ávallt komið fram við mig af hlýhug og ég vona að mér hafi tekist að sýna henni þann hlýhug sem hún hefur svo sannai-lega átt skilinn af mér. Með mikilli virðingu og þakklæti kveð ég tengdamóður mína. Megi góður guð veita tengda- föðm- mínum styrk og huggun því að hans missir er mestur. Börnum og barnabörnum Höllu votta ég samúð mína. Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Halla tengdamóðir mín er látin 77 ára að aldri. Ég kom fyrst á heimili þeirra Guðmundar aðeins 17 ára og var mér frá upphafi tekið vel. Það var ekki alveg einfalt að koma inn á heimilið þar sem talsverð formfesta ríkti. Halla var húsmóðir af lífi og sál og lagði allt í að gera maka sínum og börnum gott heimili. Hefðarkona er það orð sem helst kemur upp í hug- ann. Mikið var lagt upp úr að hafa góðan mat og á sunnudögum var jafnan veisla í hádeginu. Halla lét að jafnaði ekki aðra koma of mikið ná- lægt eldhúsi sínu. I allmörgum veið- itúrum sem við fórum í fékk ég þó leyfi til að elda en hinn síðasti slíkur var fyrir rúmi ári í Svarthöfða. Mai’gar ánægjustundir áttum við í Birkihvammi, sumarbústað þeirra hjóna við Hreðavatn, en þau voru rög að fara þangað ein og nýttu hann því miður ekki sem skyldi m.a. af heilsufarsástæðum. Halla hafði alla tíð ánægju af útiveru og voru þau hjón dugleg að ferðast, oftast í þeim tilgangi að renna fyrir lax eða silung en auk þess að taka þátt í veiðinni naut hún sín ætíð vel á árbakkanum við gönguferðir og útveru. Fyrir um 15 árum veiktist Halla af nýrnasjúkdómi en hún bar sig alltaf vel og þegar hún veiktist alvarlega fyrir fjórum árum og var vart hugað líf kynntist maður vel æðruleysi hennar og þótt síðustu árin hafi að mörgu leyti verið henni erfið kvart- aði hún aldrei. Það er vart hægt að hugsa sér betri tengdamóður en Höllu. Alltaf hlý og hjálpleg og m.a. passaði hún syni okkar heilan vetur á þáverandi heimili okkai’ í Kópavoginum. Við kveðjum því í dag góða konu sem öll- um þótti vænt um og sendum Guð- mundi eiginmanni hennar hlýjar kveðjur en hans missir er mikill. Björn Guðmundsson. Minningarnar koma róti á hug- ann. Barnsárin birtust okkur ljóslif- andi þegar við barnabörnin komum saman og minntumst ömmu. Það var svo margt og hvar á að byrja? Ein- hver sagði að hún hefði verið glæsi- leg og við hin kinkuðum kolli. Ömmu var sérstaklega annt um okkur og hún lét sig það varða hvernig okkur vegnaði í lífinu. Hún spurði okkur um áhugamálin, um íþróttirnar, um skólann og hvort við ættum nokkuð kærasta eða kærust- ur, þess á milli sem hún læddist í nammiskúffuna og bauð okkur kon- fekt. Minnisstæð eru okkur fjölskyldu- boðin og heimsóknirnar í Brekku- gerðið. Þar var alltaf eitthvað gott á boðstólum. „Lítil kók í gleri,“ segir Gulli hans Steina. „Og Fresca," segir hinn Gullinn. Frá ömmu fórum við alltaf með fullan maga af góðgæti. Lárus og Edda Lára tala um spila- mennskuna og okkur hlýnar um hjartaræturnar. Amma spilaði við okkur öll. Mörgum stundunum eydd- um við með ömmu þar sem við töluð- um um daginn og veginn og spiluð- um á spil. „Rommý,“ segir Halla hans Steina og nafna hennar hans Ama kannast líka við það. Það var þá sem við náðum best til hennar. Stundum var langt á milli, sum okkar fædd og búsett erlendis. En í huganum var aðeins steinsnar í Brekkugerðið og þangað heimsótt- um við hana reglulega. Þangað var oft gott að koma. „Við horfðum alltaf á Butch Cassidy og Sundance Kid,“ segir Mummi og því man Halli bróð- ir hans eftir. Við hinir strákarnir - Eiríkur, Gullarnir og Gummi, mun- um líka eftir því. Lárus var of lítill og átti heima í Danmörku. í staðinn fékk hann sent páskaegg og kókó- puffs frá íslandi. Amma var dugleg og drífandi. Hún veiddi lax á flugu löngu áður en það þótti fmt og var með fyrstu kon- um á íslandi til þess að taka bflpróf. Hún var alltaf með á nótunum og vissi hvað gekk á í samfélaginu. Það var sárt að sjá hana missa heilsuna, en ellinni tók hún létt í lund og lét ekki bilbug á sér finna. Þegar maður er ungur finnst manni ekkert geta dáið. Þess vegna var svo erfitt að trúa því að hún amma okkar væri dáin. Ekkert meira konfekt og kókið búið. En við erum þakklát fyrir að hafa þekkt hana, en sár að hafa ekki kynnst henni betur. Ef hún hefði getað staldrað aðeins lengur við svo við gætum tekið eitt spil í viðbót, bara eitt, en eflaust er spilað á spil þarna í himnaríki. Megi guð geyma þig elsku amma. Við söknum þín sárt. Drottinn mun vemda þig fyrir öllu illu, hann mun vemda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu. (Sálmur 121, Nýja testamentið.) Afa okkar biðjum við guð að varð- veita og styrkja því að hans er sár- astur treginn en sorgina ber hann með reisn. Barnabörn. Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem ijallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró-og greiðslukortaþjónusta t Okkar ástkæra, LOVÍSA MARGRÉT ÞORVALDSDÓTTIR, Snorrabraut 56, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn 29. ágúst. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þriðju- daginn 5. september kl. 15.00. Einar Páll Stefánsson, Guðfinna Ingólfsdóttir, Sólveig Stefánsdóttir, Snorri Loftsson, Bjarghildur Stefánsdóttir, Jón Kárason, Davíð Stefánsson, Inger Stefánsson og fjölskyldur. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁGÚSTA SIGURJÓNSDÓTTIR, áður Hafnargötu 51, Kefiavík, lést á Garðvangi, Garði, mánudaginn 28. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánu- daginn 4. september kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Jónsdóttir, Jóhann Hjartarson, Ásdís Jónsdóttir, Hilmar Pétursson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN GUÐLAUGSSON, Kirkjuvegi 1, Keflavík, lést þriðjudaginn 29. ágúst á Landspítalanum. Jarðarförin auglýst síðar. Þórunn Kristín Teitsdóttir, Guðlaugur Kristjánsson, Hanna Sigurðardóttir og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR S. ÓLAFSSON rennismiður, Álfheimum 29, Reykjavík, lést aðfaranótt fimmtudagsins 31. ágúst á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Sóley Tómasdóttir, Jakob H. Ólafsson, Steinunn Theódórsdóttir, Jón V. Ólafsson, Kristín Elva Bragadóttir, Jóhannes Ó. Ólafsson, Ingveldur Pálsdóttir, Borgar V. Ólafsson, Hildur Eyjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. < ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. a 895*9199 , L. Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is té
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.