Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 70
70 FÖSTUDAGUR1. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Warner-kvikmyndarisinn í vanda Falskur Stormur? -t EIGINKONA og dætur skipstjór- ans Billy Tyne sem George Clooney leikur með miklum tilþrifum í The Perfect Storm hafa höfðað mál gegn framleiðendum myndarinnar Warner-bræðrum fyrir að hafa sýnt hann í „fölsku og niðrandi ljósi“. Þær vilja ennfremur sækja kvik- myndarisann til saka fyrir að hafa gert kvikmyndina án samráðs við sig og þar með ráðist harkalega að friðhelgi einkalífs síns. Warner hefur lýst undrun á þess- um ásökunum og í yfirlýsingu segir þeim verði alfarið neitað og málshöfðuninni varist með kjafti og klóm á grundvelli tjáningarfrelsis. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Sebastian Junger sem studdist einungis lauslega við raunverulega atburði - þ.e.a.s. ein- ungis þá sem áttu sér stað í landi en háskaleikurinn sem Billy Tyne og áhöfnin á Andreu Gail lenti í árið 1991 er getgátur einar. Aðstand- endur skipstjórans halda því fram að myndin gangi hinsvegar mun lengra en Junger í skáldskapnum og hreinlega misnoti minningu raunverulegra einstaklinga í því skyni að kynda undir aðdráttaraflið og gróðavonina. Gerðist þetta kannski aldrei? Reuters . .komið heim0g saman! FJÖLBREYTT ÚRVAL - STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI Úrval HTH-innréttinganna er mjög fjölbreytt, þar sem útfærslur geta verið margvíslegar. Afgreiðslutími á HTH-innréttingum er fjórar vikur, en getur farið í sex vikur ef um sérsmíði er að ræða. ÖLL TÆKI í ELDHÚSIÐ Auk eldhúsinnréttinga er boðið upp á öll tæki, sem þarf í nútímaeldhús, svo sem eldunartæki hvers konar, viftur, háfa, kæliskápa, frystiskápa, vaska, blöndunartæki, Ijós o.fl. Séu raftækin keypt með eldhúsinnréttingunni, bjóðast þau á heildsöluverði. HÖNNUN OG RÁÐGJÖF Við veitum fólki ráðgjöf og leggjum fram hugmyndir að því hvernig best er að haga innréttingunni þar sem þarfir fjölskyldunnar eru hafðar í fyrirrúmi. mi 530 280.0 www.ormsson.is Lfttu inn f glæsflegan sýníngarsal að Lágmúla 8, 3. hæð og kynntu þér málið. Gæði og glæsileiki í fyrirrúmi MYNPBONP Samleikur stórleikkvenna Annars staðar en hér (Anywhere But Here) D r a in a ★★★ Leikstjóri: Wayne Wang. Handrit: Alvin Sargent. Aðalhlutverk: Susan Sarandon, Natalie Portman. (109 mín.) Bandarfkin 1999. Skífan. Öllum leyfð. MÆÐGUR einar á báti flytja þær Sarandon og Portman sig um set vestur eftir til Beverly Hills þar sem rótlausa móðirin Sarandon, uppfull af draumórum, ætl- ar þeim mægðum betra líf og bjartari framtíð. Jarð- bundna dóttirin Portman vildi hins- vegar hvergi fara og undi sér vel við látlaust smábæjar- lífið í faðmi vina og nánustu ættingja. Móðirin getur hinsvegar ekki hugsað sér að líf dótturinnar verði eins dap- urt, tilbreytingalítið og uppfullt af vonbrigðum líkt og hún telur sitt eig- ið hafa verið. Sem búast mátti við reynist Beverly Hills ekki sú paradís sem móðirin gerði sér vonir um en hún lætur sér ekki segjast og er sannfærð um að lukkan snúist þeim mæðgum í hag fyrr en síðar. Þessi hjartnæma mynd Taívan- búans Waynes Wangs fjallar á afar trúverðugan og væmnislausan máta um samskipti ólíkra mæðgna. Trú- verðugleiki myndarinnar og áhrifa- máttur er fyrst og fremst samleik tveggja stórleikkvenna að þakka. Sarandon hefur margsannað styrk sinn en hin unga Portman sýnir hér svo um munar að stórleikurinn í Leon var alls engin byrjandaheppni heldur frumraun upprennandi stórstjömu. Skarphéðinn Guðmundsson ----------------- MYNPBÖND Deilt við dómarann Hinn seki (The Guilty) Spennumynd ★% Leikstjóri: Anthony Waller. Hand- rit: Simon Burke og William Dav- ies. Aðalhlutverk: Bill Pullman, Gabrielle Anwar og Joanne Whall- ey. (107 mín) Bandaríkin, 1999. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. HINN seki er spennumynd í myrkari kantinum, sem lýsir óförum lögfræðingsins Callum Crane (Pill Bullman). Sá hefur byggt upp mikinn starsframa og á von á því að verða út- nefndur hæstarétt- ardómari. Hann fremur glæp hins vegar er hann nauðgar samstarfs- konu sinni á stefnu- móti en reynir síð- an að breiða yfir málið. Kvikmyndin segir frá nokkrum persónum, m.a. syni Cranes, og hvemig örlög þeirra fléttast saman í atburðanna rás. Handritshöfundurinn hefur nokkuð margra þræði í hendi og verður sam- fléttun þeirra dálítið ólfldndaleg. Á móti vegur það hvemig myndin gefur sér tíma í persónusköpun og staldrar við þá sálarangist sem persónumar sem koma að málinu upplifa. Þá kem- ur fléttan nokkuð á óvart þegar líður að síðari hluta myndarinnar, og fær hún plús fyrir það að taka dálítið óvænta stefnu. Of margt er þó of ein- feldningslegt og stirðbusalega fram- sett til að myndin geti talist góð. Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.