Morgunblaðið - 01.09.2000, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.09.2000, Qupperneq 26
ffl PÖSTOÖM-ítffitlJSEI^RM'HERiaöDO! MOHGHfNBEMHÐ' ERLENT Suharto mætir ekki í eigið rétt- arhald Einræðisherrann fyrrverandi sagður of veill heilsu SUHARTO, fyrrverandi ein- ræðisherra Indónesíu, lét ekki sjá sig þegar söguleg réttarhöld áttu að hefjast yfír honum í Djakarta í gær. Hann er ákærð- ur fyrir spillingu. Lét Suharto afsaka fjarveru sína með því að hann væri veikur. Réttarhald- inu var frestað af þessum sök- umítværvikur. Indónesíska sjónvarpið var með beina útsendingu úr rétt- arsalnum, og áhorfendur vissu ekki fyrr en eftir að réttarhaldið átti að vera hafið að ekkert yrði úr því að Suharto, sem stjórnaði landinu með stuðningi hersins í 32 ár, sæist á sakamannabekkn- um. Suharto hrökklaðist frá völdum fyrir tveimur árum. Hundruð námsmanna hróp- uðu „hengið Suharto" í úrhellis- rigningu fyrir utan byggingu landbúnaðarráðuneytisins í Djakarta, en þar átti réttar- haldið að fara fram. Lýstu níót- mælendumir reiði sinni yfir að einræðisherrann fyrrverandi skyldi ekki hafa látið sjá sig, en ekki kom þó til alvarlegra pústra milli þeirra og lögreglu. Prófsteinn á þroska Iýð- ræðiskerfís Indónesíu Margir fréttaskýrendur telja, að réttarhaldið yfir Suh- arto sé meira en nokkuð annað prófsteinn á hið unga og brot- hætta lýðræðiskerfi Indónesíu, frekar en að það sé raunveruleg tilraun til að endurheimta eitt- hvað af þeim auðæfum sem hann er sakaður um að hafa rakað til sín og síns fólks á valdaárum sínum. Lögmenn Suhartos tjáðu réttinum að læknar hefðu rannsakað heilsufar þjóðarleið- togans fyrrverandi í gærmorg- un og þeir hefðu komizt að þeirri niðurstöðu að hann væri of veill heilsu til að koma fyrir réttinn. Einn lækna Suhartos sagði að hann hefði fengið slag þrisvar sinnum á undanfomu ári. Suharto hefur verið ákærður fyrir að hafa misnotað allt að andvirði um 44 milljarða króna frá sjö góðgerðarstofnunum sem hann fór fyrir á valdaárum sínum. Hershöfðinginn fyrrverandi, sem á yfir höfði sér allt að lífs- tíðarfangelsi verði hann dæmd- ur sekur, mun þó væntanlega aldrei verða færður í jám, þar sem Abdurrahman Wahid, eft- irmaður hans á forsetastólnum, hefur lýst því yfir að hann muni náða Suharto ef hann skyldi verða dæmdur. AP Indónesar fylgjast með útsendingu frá réttarhaldi sem hefjast átti í gær yfir Suharto, fyrrverandi einræðisherra. Islömsku skæruliðarnir á Jolo-eyju Hótað að taka banda- rískan gísl af lífí ifArc APP Manila, Pretoriu. Reuters, AFP. STJÓRNVÖLD á Filippseyjum heita því að kanna allar leiðir til að reyna að fá leystan úr haldi íslamskra skæmliða ung- an Bandaríkjamann, Jeffrey Schilling, sem skæruliðar hóta nú að hálshöggva. Kom þetta fram í ummælum talsmanns Josephs Estrada, forseta Filippseyja. „Ekki er hægt að útiloka neinar lausn- ir á þessu stigi málsins. En við emm ekki þar með að segja að verið sé að íhuga að beita hemum,“ sagði talsmaðurinn, Ricardq Puno. Hann sagði að ríkisstjóm- in hefðí vísað á bug kröfum skæmliða um að fulltrúar frá Kína, írak, Líbýu og Norður-Kóreu yrðu látnir taka þátt í við- ræðum um lausn Schillings úr haldi. Fyrr í vikunni slepptu skæraliðai-nfr, sem em undfr forystu Abu Sayyafs og berjast fyrir sérstöku ríki múslima í suð- urhluta landsins, sex gíslum, tveim Suð- ur-Afríkumönnum, tveim Frökkum, Líb- ana og Þjóðverja fyrir milligöngu Líbýustjórnar. Þeir tóku 21 gísl, aðallega vestrænt fólk, í vor og hafa síðan falið fólkið í búðum á eynni Jolo. Hlýjar móttökur í Suður-Afríku Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, tók hjartanlega á móti gíslunum Callie og Monique Strydom er þau komu heim í gær frá Líbýu þar sem flugvél Muamm- ars Gaddafís, leiðtoga Líbýu, lenti með gíslana fyrrverandi á þriðjudag. Þau vom í haldi í fjóra mánuði og fóm í heimsókn til Mbekis nokkmm stundum eftir heim- komuna til Pretoriu í Suður-Afríku. Hjónin sögðu að tifraunir suður-afrískra stjómai’erindreka til að semja um lausn þeirra hefði haldið við andlegu þreki þeirra en einnig stuðningur samfang- anna. Enn væri fólk í haldi og þyrðu þau ekki að segja allan hug sinn, það gæti komið niður á föngunum. Forsetinn kyssti hjónin á kinnarnar og lék á als oddi. Hann sagði alla landsmenn hafa haft áhyggjur af hjónunum og þakk- aði Gaddafi fyrir að „sinna sérstaklega velferð" Strydom-hjónanna. Sagði Mbeki að það hefði Gaddafi gert vegna þess að hann teldi mikilvægt að aðstoða alla Afr- íkumenn. Skiptar skoðanir eru um þær yfírlýsingar sem varaforsetaefni demókrata í Bandaríkjunum hefur undanfarið gefíð um mikilvægi trúarinn- ar í lífi þjóðarinnar og einstaklinga. New York, Los Angeles, Washington. AFP. SAMTÖK gegn æmmeiðingu (ADL) í Bandaríkjunum, einn helsti and- stæðingur gyðingaháturs í heimin- um, hefur skorað á varaforsetaefni demókrata, Joseph Lieberman, að hætta að gefa „óduldar yfirlýsingar" um trú í kosningabaráttunni. I til- kynningu frá samtökunum (Anti- Defamation League) sl. mánudag sagði að Lieberman, sem er fyrsti gyðingurinn sem er í framboði fyrir annan stóra flokkanna í Bandaríkj- unum, ætti á hættu að fæla banda- rísku þjóðina frá með yfirlýsingum sínum. Þær væm „í andstöðu við bandarískar hugsjónir“, einkum um aðskilnað ríkis og kirkju. Lieberman talar oft um það á úti- fundum að útnefning sín sem vara- forsetaefni hafi verið „kraftaverk“ og nefnir ósjaldan Guð og trú sína þegar hann kemur fram með forsetaefni demókrata, A1 Gore. A fundi í kirkju í Detroit í byrjun vikunnar sagði Lieberman meðal annars að banda- ríska stjómarskráin tryggði „trú- frelsi, en ekki frelsi frá trú“. Bætti hann því við að það yrði að vera og gæti verið „rúm fyrir trú í lífi okkar í samræmi við stjórnarskrá". Bæði Gore og George W. Bush, forsetaefni repúblíkana, tala oft ,um trú sína, og segja fréttaskýrendur að með því vilji þeir halda fjarlægð frá þeim hneykslismálum sem hafa plag- að forsetaembættið í tíð Bills Clint- ons. „Frambjóðendur eiga að geta út- skýrt trúarsannfæringu sína fyrir kjósendum," sögðu Howard Berko- witz, formaður mannréttindasamtak- anna ADL, og Abraham Foxman, framkvæmdastjóri samtakanna, í til- kynningu þeirra. „En engu að síður teljum við að áhersla á trúmál í kosningabaráttu geti komist á það stig að hún verði óviðeigandi og valdi jafnvel óróa í samfélagi sem er jafnmargbreytilegt í trúmálum og okkar er.“ Stofnandi Simon Wiesenthal-mið- stöðvarinnar sagði þessa gagnrýni á Lieberman vera á misskilningi byggða. „Lieberman er ekki að sam- tvinna trú og stjómmál og hann er ekki að reyna að snúa neinum," sagði rabbíninn Marvin Hier, stjómandi og stofnandi miðstöðvarinnar, í yfirlýs- ingu. „En fyrst og fremst er þó stuðningur hans við aðskilnað ríkis og kirkju algerlega óbreytanlegur.“ Hier sagði að bandarískir gyðingar væm enn „sem þmmu lostnir" yfir því að Lieberman hefði verið út- nefndur, og hafi þeir ekki enn getað horfst í augu við þá staðreynd að um sé að ræða mann sem sé „allt oðm vísi en aðrir, þekktir gyðingar sem gegna háum embættum“. Sagði Hier ennfremur að ekki mætti gleyma því að stjómmálamenn notuðu tákn, og þegar Gore hafi talað við fyrrverandi hermenn hafi hann verið með ein- kennishúfu fyrrverandi hermanna. „Þegar Lieberman talaði við hóp trúaðra Bandaríkjamanna af afrísk- um uppmna og vitnaði í lögbók gyð- inga þá var það „hatturinn“ hans.“ Stjómmálaskýrendur segja þessar deilur sýna hversu varlega frambjóð- endur verði að fara þegar þeir tali við kjósendur á trúarlegum forsendum. „Það sem ADL er að skírskota til er að þetta gæti leitt til vandræða," sagði Alan Lichtman, forsetasagn- fræðingur við American-háskólann í Washington. „Maður þarf að feta þröngt, pólitískt einstigi. Þetta er mjög viðkvæmt mál.“ Lichtman segir að menn verði að gæta sín á að verða ekki helgislepju- legir og tryggja að kjósendur - eink- um þeir sem tilheyri minnihluta- trúarhópum - skilji að menn ætli ekki að troða eigin skoðunum upp á aðra. En ekki er útlit fyrir að yfirlýsingar Liebermans um trúna hafi dregið úr möguleikum hans á að ná kjöri. Sam- kvæmt nýlegri skoðanakönnun höfðu 66% aðspurðra „engar áhyggjur" af því að trú hans myndi verða honum fjötur um fót næði hann kjöri. Samkvæmt bandarísku stjómar- Reuters Gore og Lieberman voru á ferð í grennd við Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna í gærmorgun, þar sem þeir fengu sér kaffi og beyglur. skránni er bannað að frambjóðend- um til opinberra embætta sé gert að gangast undir „trúarpróf‘, en enginn forseta landsins hefur verið opinber- lega trúleysingi, og segja fréttaskýr- endur að kjósendur búist við því af frambjóðendum stóm flokkanna að þeir láti eitthvað í ljósi um trúar- afstöðu sína. Bush hefur sagt að Jesús Kristur sé uppáhaldsheimspekingurinn sinn og hefur hrósað góðgerðarsamtökum sem rekin em af trúfélögum. Gore ræðir oft trú sína og hefur sagst vera „endurborinn“ til kristinnar trúar. „Það sem við eram nú vitni að, ekki bara hjá Lieberman, heldur í kosn- ingabaráttunni allri, era mun beinni, jákvæðari og skýrari trúaryfirlýsing- ar en hafa eiginlega nokkra sinni sést,“ segir Lichtman. Bæði The Washington Post og The New York Times hafa gert yffrlýs- ingar Liebermans um trúmál undan- farið að umfjöllunarefni í leiðuram nú í vikunni, og sagði fyrrnefnda blaðið að hann hefði „farið yfir strikið“ sem aðskilji trúmál og stjómmál og ætti að bakka. Vitnar blaðið í orð hans í Detroit er hann sagði: „Sem þjóð verðum við að endurnýja trú okkar og ítreka að þjóð okkar og við sjálf erum: helguð Guði og markmiði Guðs.“ Segir blaðið að þótt þetta sé sannfæring Liebermans sé þetta ekki sannfæring allra Bandarikjá- rpahna, sem engu að síður eigi að litjð á sig sem hluta þjóðarinnar. : Afstaða The New York Timei br ekki ósvipuð, og segir blaðið að Lieberman eigi umlram allt að tala áí' einlægni um trú sína, kjósendur þurfi að vita hvað blási í brjóst og sé lqiðar- Ijós hugmynda manns sem só í’frarn- boði til opinbers embættis. En hætt- an sé fólgin í pólitískri skírskotun sem sé svo ofstopafull, að hún valdi óróa hjá Bandaríkjamönnum sem séu annarrar trúar, og valdi því að þeim finnist þeir vera annars flokks borgarar, eða leiði til stjómarstefnu sem kúgi þá sem ekki era trúaðir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.