Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 63 FRÉTTIR Messa og útivist í Viðey KOMANDI helgi verður hin næst- síðasta með ákveðinni dagskrá í Við- ey. Áfram verður þó, að venju, hægt að biðja staðarhaldara um göngu- ferðir, staðarskoðun o.fl. fyrir hópa. Klaustursýningunni var lokað á fimmtudag og hestaleigan hætti um síðustu helgi. Gönguferð laugardagsins verður um Vestureyna. Farið verður frá kirkjunni kl. 14.15, gengið sem leið liggur framhjá Klausturhól, um Klif- ið niður á Eiðið og þar yfir á Vestur- eyju. Þar verða Afangar, hið þekkta umhverfislistaverk R. Serra, skoðað, steinar með áletrunum frá 19. öld, gömul ból lundaveiðimanna og fleira. A þessari leið er margt örnefna í eynni og nágrenni hennar. Þau eiga mörg skemmtilega sögu, sem reynt verður að draga fram í dagsljósið á göngunni. Fólk er beðið að búa sig eftir veðri og vera vel skóað. Gangan tekur rúma tvo tíma. Gjald er ekki annað en ferjutollurinn, sem er 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. A sunnudag verður messa kl. 14. Sr. Hjalti Guðmundsson messar með aðstoð Dómkórs og dómorganista. Sérstök bátsferð verður með kirkju- gesti kl. 13.30. Eftir messu verður staðarskoðun. Hún hefst í kirkjunni, sem verður sýnd ásamt Stofunni, fornleifagreftrinum og öðru þar í næsta nágrenni. Staðarskoðun tekur rúma klukkustund. Veitingahúsið í Viðeyjarstofu er opið og reiðhjól lánuð án endurgjalds við bryggjusporðinn í Bæjarvör. ---------------------- Laugardags- kaffi Samfylk- ing-arinnar FYRSTI laugardagsfundur Sam- fylkingarinnar í Reykjavík verður nk. laugardag á kaffihúsinu Sólon Islandus, á mótum Ingólfsstrætis og Bankastrætis. Yfirskrift fundarins er „Staða menntunar á íslandi“. Fjallað verður um kjör kennara, þær afleiðingar sem kennaraskortur hefur á skólahald og hvernig bæta megi úr. Leitað verður svara við eftirfar- andi spurningum á fundinum: Hver er staðan? Hver er vandinn? Hvern- ig má bæta? Hver er menntastefna Samfylkingar? Framsögumenn á fundinum verða tveir, Svanfríður Jónasdóttir, alþingismaður Samfylk- ingarinnar og fyrrum kennari, og Guðrún Ebba Olafsdóttir kennari, formaður Félags grunnskólakenn- ara. Fundurinn hefst kl. 11 stundvís- lega. Folaldið Gæfa er í Dýragarðinum Slakka ásamt fleiri dýrum. Síðasta starfs- helgin í Slakka SUMARSTARFI Dýragarðsins í asti starfsdagurinn á sunnudag. Slakka, Laugarási, Biskupstung- Opnað verður aftur 1. júní á næsta um, lýkur nú um helgina og er síð- ári en aðsókn hefur verið mjög góð. Tísku- og Ijósmyndaförðun hefst 11. sept. Skráning í síma 562 7677 FLOTT FÖT Full búð af ttýjum vörum fyrir skólami Air Force dúnúlpurnar komnar! Ekta dúnn, vind- og vatnsheldar, margir litir Kringlunni ZEAL er ó neðstu hæS við hliðina ó Nanoq og síminn er 588 7171. Bómullar- og rúllukragabolir fró kr. 790 til 990 ang- og flísgallar fró kr. 1.290 til 2.990 uxur kr. 1.290 Flís peysur fró kr. 1.990 til 2.700 Buxur fró kr. 1.990 til 2.490 Anorakkar með flís fóðri kr. 2.990 Úlpur kr. 4.500 Kuldagallar kr. 5.990 Pæju Íeðurlíkis jakkar kr. 2200 - 2290 Grafarvogs- dagurinn á morgun GRAFARVOGSDAGURINN er nú haldinn hátíðlegur í þriðja sinn laug- ardaginn 2. september og er í ár einn- ig viðburður í menningarverkefninu Ljósbrot, sem er á dagskrá hjá Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000. Á Grafarvogsdaginn verður Mátt- arstólpinn, hvatningarverðlaun hverfisnefndar Grafarvogs og Mið- garðs, afhentur við hátíðlega athöfn. Ahersla er lögð á að verðlauna þá sem vinna sjálfboðastörf í þágu Grafar- vogsbúa og standa lýrir nýsköpun fremur en starfsemi sem launuð er af opinberum stofnunum. Á dagskrá Grafarvogsdagsins er einnig hin árlega Grafarvogsglíma, þar sem lið frá stofnunum og félögum í hverfinu (m.a. lögreglan, Fjölnis- menn og leikskólastjórar) taka þátt í spennandi keppni sem felst í margvís- legum óvenjulegum þrautum. Dagskrá hefst kl. 9.30 með göngu- ferð frá Iþróttamiðstöðinni Dalhús- um. Einar Bimir verður leiðsögumað- ur og segir frá áhugaverðum stöðum á leiðinni. Kl. 10-12 í íþróttamiðstöð- inni og sundlauginni verður yoga í há- tíðarsal Fjölnis, efri hæð: Þórður Marelsson kynnir yoga og skráning hefst á námskeið sem hefjast 11. sept- ember. Vatnaleikfimi í sundlauginni. Kl. 13-14.30 verður Fjölnis-messa í Grafarvogskirkju. Kvintett úr Skóla- hljómsveit Grafarvogs spilar. Af- hending Máttarstólpans: Formaður hverfisnefndar, Guðrún Erla Geirs- dóttir, afhendir hvatningarverðlaun Hverfisnefndar Grafarvogs og Mið- garðs. Kl. 15-21 verður dagskrá við Gufunesbæ: Handverksmarkaður, veitingatjald, hestar, tónlist, klifur, leiktæki, grill o.fl. Kl. 15-16 er Graf- ^ arvogsglíman, kl. 16-17 Kassabílara- lly og kl. 16-18 er Söguherbergi: Börn af leiknámskeiðum hafa skreytt söguherbergið þar sem skáld úr hverfinu lesa fyrir krakkana. Kl. 18 hefst samkeppni um bestu köku Graf- arvogs og kl. 19.30-21 verðrn- síðan varðeldur og brekkusöngur: Skátar hverfisins halda uppi stemningunni. Kl. 20.30 hefst flugeldasýning og að því loknu verður ball fyrir alla fjöl- skylduna í félagsmiðstöðinni Fjörgyn til kl. 24. Hljómsveitin Á móti sól leik- ur. Fjörug fjölskylduskemmtun. Að- gangseyrir 500 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd med fullorðnum. Leðurkápa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.