Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÚRVERINU Skagstrendingur með 49 milljónir í tap Júpiter ÞH fékk sfld við Norejy Reynt að færa rekstur Nasco til betri vegar Skagstrendingur Úr milliuppgjöri 2000 - Samstæða Rekstrarreikningur jan. -júni 2000 1999 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 1.125 1.162 -3% Rekstrargjöld 862 953 -10% Afskriftir -92 -77 -20% Fjármagnsliðir -52 -3 -1700% Hagnaður af reglulegri starfsemi 119 130 -8% Tekju- og eignarskattur -47 -3 -1500% Hagnaður ársins -49 130 Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 3.505 2.974 +18% Eigið fé 1.041 1.093 -5% Skuldir 2.464 1.880 +31% Skuldir og eigið fé samtals 3.505 2.974 +18% Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting Eiginfjárhlutfall 29,7% 29,7% Veltufjárhlutfall 0,94 0,97 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 209 174 +20% SKAGSTRENDINGUR hf. var rek- inn með 49 milljóna króna tapi fyrstu sex mánuði ársins 2000, en á sama tímabili árið áður var 130 milljóna króna hagnaður af rekstrinum. Hagnaður fyrir afskriftir og vexti nam 263 milljónum króna en á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 209 milljónum króna. Fjármagnsgjöld að frádregnum fjármunatekjum námu 52 milljónum króna en voru þrjár milljónir króna fyrir sama tímabil í fyrra. Meginástaeða hækkunar fjár- magnsgjalda var gengistap sem nam 38 milljónum króna en á sama tíma- bili 1999 var gengishagnaður ein milljón króna. Reiknaðir skattar námu 46,5 milljónum króna en voru þrjár milljónir fyrir sama tímabil í fyrra. Af sköttum eru 45 milljónir króna reiknuð tekjuskattsskuldbind- ing en félagið hefur nú fullnýtt yfír- færanlegt tap fyrri ára. Tap vegna hlutdeildarfélaga 122 milljónir króna Áhrif af rekstri hlutdeildarfélaga voru neikvæð um 122 milljónir króna á tímabilinu en fyrir sama tímabil 1999 voru 3 milljóna króna jákvæð áhrif af rekstri hlutdeildarfélaga. Neikvæð áhrif af rekstri hlutdeildar- félaga fyrstu sex mánuði ársins skipt- ast í hlutdeild í rekstrartapi og af- skrift á yfirverði hlutafjár í Nasco. I fréttatilkynningu kemur fram að gert hafi verið ráð fyrir að rekstrar- forsendur félagsins yrðu heldur lak- ari en á liðnu ári, m.a. vegna olíuverð- hækkana og lækkunar á afurðaverði rækju. „Ef frá er talinn rekstur hlut- deiidarfélaganna Nasco og Laka Ltd skilaði rekstur félagsins því sem áætlað var, en töluvert tap varð á rekstri Nasco og Laka Ltd á tímabil- inu. Skýrist það að mestu af lélegri af- komu rækjuveiða og -vinnslu. Ráð- stafanir hafa verið gerðar til að mæta erfiðu rekstrarumhverfi í rækjuþætti Skagstrendings. í byijun árs voru gerðar umfangsmiklar endurbætur á rækjuvinnslu félagsins á Skaga- strönd sem aukið hafa afköst og lækkað framleiðslukostnað. Rækju- vinnslunni hefur verið tryggt nægj- anlegt hráefni út þetta ár. Ekki gert ráð fyrir að kaupa nýtt skip í stað Tahkuna Gerður hefur verið samningur um sölu á skipi Laka Ltd, Tahkuna EK-9903 og verður skipið væntan- lega afhent nýjum eigendum í byrjun næsta mánaðar. Ekki er gert ráð fyr- ir að kaupa skip í stað Tahkuna að svo stöddu. Með kaupum á 36,6% hlut í Nasco ehf. var stefnt á að efla og tryggja samstarf um útgerð rækju- frystiskipa og hráefnisöflun en rækjufiystitogamir Örvar og Tahk- una hafa verið gerðir út til veiða á Flæmingjagrunni á veiðileyfum sem Nasco hefur aflað. Par sem Nasco byggir rekstur sinn nær eingöngu á útgerð rækjuskipa og rækjuvinnslu, ásamt sölu rækjuafurða og -hráefnis, hefur versnandi rekstrarumhverfi komið illa niður á rekstri félagsins. Markvisst er unnið að aðgerðum af hálfu hluthafa og stjómenda Nasco sem vonast er til að færi rekstur fé- lagsins til betri vegar,“ segir í frétta- tilkynningu. Afkoma seinni hluta ársins ræðst, eins og afkoma annarra sjávarút- vegsfyrirtækja, einkum af því hvem- ig rekstraramhverfi félagsins þróast þar sem gangur veiða og vinnslu, þró- un gengis, olíverðs og afurðaverðs mun hafa afgerandi áhrif á afkomu félagsins. Með fyrirvara um þróun fyrmefndra þátta er gert ráð fyrir að hagnaður verði af reglulegri starf- semi Skagstrendings á árinu, að því er kemur ennfremur fram í fréttatil- kynningu frá Skagstrendingi. Greiningardeild Kaupþings telur jákvætt að framlegð Skagstrendings eykst á milli ára og eins aukning í veltufé. „Sé rekstur Skagstrendings borinn saman við önnur sjávarútvegsfyrir- tæki er staða félagsins nokkuð sterk. Framlegðarhlutfall landvinnslu fé- lagsins hefur verið lágt eða um 4% á síðasta ári en er neikvætt um rúm 2% á fyrri árshelmingi í ár. Framlegðar- hlutfall útgerðar er gott og helst óbreytt í 29% milli ára. Brúttófram- legð er yfir meðaltali og arðsemi eigin fjár út frá hagnaði síðustu tólf mán- aða er með því betra sem gerist í greininni. Veltufé sem hlutfall af tekjum er einnig með því hæsta sem sést í greininni í heild. Markaðsvirði félagsins er í dag um 2,7 milljarðar og V/H hlutfall m.v. tólf mánaða hagnað er 19 og er það með því lægsta sem sést í samanburði við önnur fyrirtæki. Svo virðist sem nokkurra aðgerða sé þörf til þess að ná viðunandi framlegð út úr rekstri hlutdeildarfélaga og arð- semi út úr rækjuvinnslu félagsins," segir í morgunpunktum Kaupþings. 7.300 fyrir tonnið NÓTASKIPIÐ Júpiter ÞH frá Þórs- höfn fékk um 400 tonn af síld í norskri lögsögu á miðvikudag og landaði aflanum í Vedde í morgun. Nú era rúmlega 15.000 tonn era eftir af kvóta íslendinga í norsk-ís- lensku sfldinni. Sjávarútvegsráðu- neytið hefur ákveðið að veiða megi 55% af kvóta í norskri lögsögu og ís- lendingum því heimilt að veiða þar um 8.700 tonn. Að sögn Jóns Axelssonar, skip- stjóra á Júpiter ÞH, fékkst sfldin við Lófóten. Sfldinni verður landað í bræðslu í Vedde, sem er skammt frá Álasundi, en að sögn Jóns era bræðslur í Norður-Noregi lokaðar um þessar mimdir. Hann segir að gott verð fáist fyrir sfldina til bræðslu en hinsvegar sé enn betra verð fyrir sfld til manneldisvinnslu. „Þetta er demantssfld, um 300 grömm og yfir. Aflinn fékkst aðallega í tveimur köstum en við köstuðum reyndar fimm sinnum en sfldin var hinsvegar rosalega stygg. Við náum sfldinni ekki til vinnslu því við eram ekki með kælibúnað um borð. Við voram með ís en það dugar ekki til að kæla aflann, því siglingin er löng, um 400 mflur, og sjórinn er um 12 gráðu heitur. Við ætlum að reyna að taka meira af ís í næsta túr og vera styttri tíma á miðunum til að reyna að koma aflanum í vinnslu. Við fáum 7.300 krónur fyrir tonnið í bræðslu en það fást 17 til 20 krónur fyrir kflóið til vinnslu og verðið fer hækkandi. Norsku og færeysku skipin sem era á þessum veiðum stóla öll á manneldis- vinnsluna og era að skapa gríðarleg verðmæti." Góð veiði í Sfldarsmugunni Júpiter ÞH var eina íslenska skipið á sfldarmiðunum við Noreg en Þor- steinn E A var á leiðinni á miðin í gær. „Við leituðum að sfld í Sfldarsmug- unni en þar hafa Danir fengið góðan afla undanfamar vikur. Það virðist hinsvegar hafa dregið úr því. Við komum síðan í sfld norður af Tromsö og fengum þar 120 tonn og enduðum síðan út af Lófóten. Norðmenn hafa veitt töluvert af sfld á þessu svæði en einkum innan 12 mflna línunnar en þangað megum við ekki fara. Þetta er ágætis upphitun fyrir síldarvertíðina heima í haust,“ sagði Jón skipstjóri. Morgunblaðið/Guðmundur SL Valdimarsson Hvalur sprengdur SPRENGJUDEILD Landhelgis- gæslunnar sprengdi fyrr í vikunni dauðan hval sem var á reki í Faxa- flóa. Um var að ræða 8 metra langa hrefnu en að sögn Krisljáns Þ. Jónssonar, skipherra á varðskipinu Ægi, var talið að af hvalnum stafaði siglingahætta fyrir minni báta. Því hafi verið kallað eftir aðstoð sprengjudeildarinnar. „Það kemur fyrir að eyða þurfi dauðum hvölum á siglingaleiðum. Hræið var drag- úldið og flaut því vel. Það var því mjög erfitt að sökkva því. Það hefði kostað stórfé að draga hræið lengra á haf út, auk þess sem það væri einungis frestun á vandanum en engin lausn,“ segir Kristján. Helgi Jóhannsson hættir hjá Samvinnuferðum-Landsýn HELGI Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða- Landsýnar hf., hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hann seg- ir að þessi ákvörðun sé alfarið hans en að hon- um hafi fundist tími til kominn að breyta til. Hann hafi starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1978 og þar af sem framkvæmdastjóri í 16 ár. „Ég ákvað að klára Flugfrelsishugmynd- ina og þar sem hún er nú komin á finnst mér kominn tími til að nýr maður taki við og haldi þessu starfi áfram. Það er mjög krefjandi að vera framkvæmdastjóri í fyrirtæki eins og Samvinnuferðum-Landsýn í þeirri samkeppni sem verið hefur. Samvinnuferðir-Landsýn hafa á þeim tíma sem ég hef verið fram- kvæmdastjóri margsinnis ratt markverðum nýjungum braut á sviði ferðamála og hafa umsvif ferðaskrifstofunnar aukist verulega á þess- um árum. „Flugfrelsi“ hefur til að mynda án eða haft í för með sér mjög miklar breytingar á ferðamarkaði og aukið mjög framboð ódýrra og hagkvæmra ferðamögu- leika til og frá landinu. Ég er viss um að jafnvel helstu keppinautar fyr- irtækisins myndu sam- þykkja að Samvinnu- ferðir-Landsýn eigi stóran þátt í því að gera ferðalög að almennings- eign. Og við getum full- yrt að umhverfið hér á landi í þessum efnum væri töluvert annað ef Samvinnuferða-Landsýn- ar hefði ekki notið við. Þetta hefur skilað sér mjög ríkulega til almenn- ings. Allan þennan tíma hafa hin ýmsu stéttarfélög og ekki síst stjórn Samvinnuferða-Landsýnar staðið sem klettur að baki mér og hefur stjórnin mátt þola margar óvenju- legar hugmyndir og sýnt mikla framsýni þegar grænt ljós var gefið á þær,“ segir Helgi Kostnaður við hraða uppbygg- ingar Samvinnuferða-Landsýnar hefur verið meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og meðal annars þess vegna hefur rekstrarafkoma þess verið óviðunandi um nokkurt skeið. Helgi segir að ósk hans um að láta af störfum tengist ekki slakri af- komu fyrirtækisins. Hann segist þó ekki víkjast undan þeirri ábyrgð sem hann beri á afkomunni. Fyrir- tækið sé að fara í gegnum mjög merkilega breytingu. Það sé að breytast í að verða eins konar sam- bland af flugfélagi og ferðaskrif- stofu. Hann segir að það verði mjög spennandi verkefni fyrir nýjan framkvæmdastjóra að koma að því. „Það þarf að aðlaga reksturinn þessari nýju mynd á ferðaskrifstof- unni og þar finnst mér að nýr mað- ur eigi að taka við.“ Helgi mun að ósk stjórnar Sam- vinnuferða-Landsýnar gegna starfi framkvæmdastjóra þar til eftir- maður hans tekur til starfa. Helgi Jóhannsson framkvæmdástjóri. Siávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna 14 nemendur frá 11 löndum SJÁVARÚTVEGSSKÓLI Háskóla Sameinuðu þjóðanna verður settur í þriðja sinn í dag. Athöfnin verður í sal á 1. hæð Sjávarútvegshússins við Skúlagötu og hefst kl. 17. Sjávarútvegsskólinn er formlegt samvinnuverkefni Hafrannsókna- stofnunarinnar, Háskóla íslands, Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og Háskólans á Akureyri, en að auki er leitað til fjölda annarra stofnana, fyrirtækja og einstaklinga við fram- kvæmd þess. Fagfólk frá þróunarlöndunum Námið í skólanum tekur sex mán- uði og er sniðið að þörfum fagfólks frá þróunarlöndum þar sem sérstök áhersla er lögð á fiskveiðar í efna- hagslegri og félagslegri uppbygg- ingu. Námið í skólanum er hagnýtt og byggt upp með hliðsjón af vinnu- aðstæðum og forgangsverkefnum heima fyrir eins og kostur er. Sér- verkefni nemenda era sérstaklega sniðin að þörfum hvers og eins og miðað við að þau nýtist nemendum með beinum hætti í starfi. Fyrsta árið komu sex nemendur til náms, annað árið níu og í ár eru þeir 14 talsins. Skólinn er að mestu leyti rekinn sem íslenskt framlag til þróunaraðstoðar, en að auki ber Há- skóli Sameinuðu þjóðanna hluta kostnaðar og að þessu sinni styrkir Þróunarsamvinnustofnun íslands sérstaklega þátttöku tveggja nem- enda og verkefni á vegum Evrópu- bandalagsins einn. Sex konurí hópnum Nemendurnir munu stunda nám á fimm sérsviðum, þ.e. fiskifræði, gæðastjórnun í meðhöndlun og vinnslu sjávarfangs, rekstri sjávar- útvegsfyrirtækja, veiðarfærafræði og veiðistjómun. í hópnum nú eru sex konur og hafa þær aldrei verið fleiri. Nemendur koma frá 11 lönd- um: Úganda, Kenýa, Malaví, Mós- ambík, Grænhöfðaeyjum og Gambíu, Kína, Víetnam og Sri Lanka, og Kúbu og Mexíkó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.