Morgunblaðið - 23.09.2000, Page 12
12 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hátíðarmynt
vegna landafunda
Leifs Eiríkssonar
Mjög góð
salaí
Banda-
ríkjunum
MYNT, sem gefin var út í Banda-
ríkjunum nú í sumar til að minn-
ast landafunda Leifs Eiríkssonar
fyrir eitt þúsund árum, hefur selst
mun betur en fulltrúar banda-
rísku myntsláttunnar höfðu gert
ráð fyrir. Sala á myntinni hófst í
Bandaríkjunum 21. júní síðastlið-
inn en bæði er um að ræða ís-
lenska mynt og bandarískan silf-
urdollara. Hefur íslenska myntin
selst í 80 þúsund eintökum en
myntsláttumenn þar vestra höfðu
einungis gert ráð fyrir að selja 50
þúsund eintök af henni á sölu-
tímabilinu öliu, en því lýkur 31.
desember.
Myntpeningarnir tveir eru seld-
ir annaðhvort hvor í sínu lagi eða
sem sett. Að sögn Patricks Ingr-
ams, forsvarsmanns Sjóðs Leifs
Eiríkssonar, hafa selst 80 þúsund
íslenskir myntpeningar, um 147
þúsund eintök af bandarísku
myntinni og því samanlagt um
227 þúsund myntpeningar. Þar af
hafa um 60 þúsund sett verið seld.
Ekki hefur enn verið hafin sala
á myntinni hér á Islandi en stefnt
er að því að hún hefjist í nóvem-
ber. Sagði Ingram, sem er stadd-
ur hér á landi um þessar mundir,
að samkvæmt þessu mætti gera
ráð fyrir að salan fari fram úr
björtustu vonum manna. Aðspurð-
ur sagði hann skýringuna á þess-
um áhuga vestanhafs líklega
tengjast vel heppnaðri víkinga-
sýningu í Smithsonian-safninu í
Washington og almennum áhuga
fyrir Leifi Eiríkssyni, siglingum
hans og afrekum.
„Islendingum hefur sömuleiðis
gengið vel að markaðssetja land
sitt í Bandaríkjunum á undan-
förnum mánuðum, það sést t.d vel
á fjölda greina um ferðalög um _
Island í fjölmiðlum vestanhafs. Eg
geri ráð fyrir að samanlögð áhrif
þessara þátta valdi þessari miklu
sölu á myntinni," sagði Ingram.
Alþingi svarar Blaðamannafélagi íslands vegna heimsóknar Li Peng
Rúmlega 30 þúsund manns sóttu viðburði á Listahátíð í Reykjavík
Hagnaður varð af
vel heppnaðri hátíð
FRAMKVÆMDASTJÓRN Lista-
hátíðai’ í Reykjavík gerði hátíðina
upp í gær með athöfn í Þjóðmenn-
ingarhúsinu. Þar kom fram að ríf-
lega 30 þúsund manns sóttu þá 30
listviðburði sem í boði voru frá 20.
maí til 8. júní síðastliðins. Er þetta
mun betri aðsókn en á síðustu
Listahátíð fyrir tveimur árum.
Sveinn Einarsson, formaður
framkvæmdastjórnar, sagði við
Morgunblaðið að aðsóknartölur
væru sérlega ánægjulegar í ljósi
þess hvað framboð listviðburða
hefur verið mikið á menningar-
borgarári. Þá hefði hátíðin tekist í
alla staði mjög vel og viðbrögð
áhorfenda og gagnrýnenda verið
eftir því. Þetta hefði verið metn-
aðarfull hátíð og gengið vel út frá
listrænum sjónarmiðum séð.
Sveinn sagði fjárhagslega af-
komu hátíðarinnar afar ánægju-
lega. Hagnaður varð upp á milljón
króna en veltan var upp á um 90
milljónir. Listahátíð í Reykjavík
hefur verið verið haldin 16 sinnum
frá árinu 1970 og aðeins tvisvar
áður hefur hún skilað hagnaði.
„Hátíðin er að sjálfsögðu ekki
rekin sem gróðafyrirtæki en það
er æskilegt að menn haldi sér inn-
an fjárhagsramma. Það tókst í
þetta sinn og gott betur,“ sagði
Sveinn en hagnaðinum skal ávallt
verja til nýsköpunar í íslenskri list
fyrir næstu hátíð.
Að sögn Sveins var mikil
áhersla lögð á íslenska sköpun á
Listahátíðinni en vel á þriðja
hundrað íslenskra listamanna
kom fram.
Eins og áður sagði sóttu ríflega
30 þúsund manns hátíðina. Þar af
komu um 17 þúsund manns á tón-
leika og leiksýningar og um 14
þúsund manns á myndlistarsýn-
ingar og aðra viðburði.
Nýtt stjórnskipurit
Fulltrúaráðsfundur Listahátíð-
ar fór fram í gær. Þar tók gildi
Morgunblaðið/Þorkell
Uppgjör Listahátíðar kynnt í Þjóðmenningarhúsinu. Undir ávarpi nýráðins listræns stjórnanda, Þórunnar
Sigurðardóttur, stinga saman nefjum þau Sveinn Einarsson, formaður framkvæmdastjórnar, og Helga
Jónsdóttir, fráfarandi stjórnarmaður, og Björn Bjamason menntamálaráðherra fylgist með.
nýtt stjórnskipurit fyrir næstu há-
tíð. Harpa Björnsdóttir fram-
kvæmdastjóri hefur látið af störf-
um og voru henni færðar kærar
þakkir fulltrúaráðs. Auglýst verð-
ur eftir nýjum framkvæmda-
stjóra. Framkvæmdastjórnin hef-
ur til þessa ráðið listrænni stefnu
en nú hefur verið ráðinn listrænn
stjórnandi til þess, sem er Þórunn
Sigurðardóttir. I nýrri stjórn
Listahátíðar eru Halldór Guð-
mundsson, skipaður af Reykjavík-
urborg, Sveinn Einarsson, skipað-
ur af menntamálaráðuneytinu, og
Karólína Eiríksdóttir, skipuð af
fulltrúaráði hátíðarinnar. Gert er
ráð fyrir að listrænn stjórnandi
geti fengið sérstaka ráðgjafa-
nefnd sér til stuðnings.
Sveinn hefur komið nálægt
Listahátíð frá upphafi. Hann
sagði það í raun ótrúlegt hversu
vel hefði tekist að halda sér við
markmið hátíðarinnar, annars
vegar að fá heimsins bestu lista-
menn til landsins og hins vegar að
ýta undir frumsköpunina heima
fyrir. „Það á að vera viðurkenning
fólgin í því að koma fram á Lista-
hátíð. í upphafi voru menn efins
um að hátíðin myndi lifa af en
núna er ekki nokkur maður í vafa.
Hátíðin er bráðnauðsynleg, fyrir
utan það hvað hún er skemmti-
leg,“ sagði Sveinn Einarsson.
Alþingi leggur
áherslu á góð sam-
skipti við fjölmiðla
ALÞINGI svaraði í gær bréfi
Blaðamannafélags íslands, þar sem
bornar voru fram nokkrar spurn-
ingar vegna heimsóknar Li Peng,
forseta kínverska þingsins.
Bréfið, sem er undirritað af
Helga Bernódussyni, aðstoðarskrif-
stofustjóra Alþingis, verður birt
hér í heild á eftir. Morgunblaðið
hefur fyrr í vikunni birt svör ríkis-
lögreglustjóra vegna fyrirspurna
fréttastjóra og fréttamanns Stöðv-
ar 2-Bylgjunnar um fyrrgreinda
heimsókn:
„Vísað er til bréfs Blaðamannafé-
lags íslands, dags. 15. september
2000, þar sem óskað er svara við til-
teknum spumingum sem beint er
til forsætisnefndar Alþingis og
varða heimsókn Li Peng, forseta
kínverska þingsins, til Islands. Á
fundi forsætisnefndar Alþingis í
dag var fjallað um bréf Blaða-
mannafélagsins og samþykkt eftir-
farandi svör við spurninum félags-
ins:
1. Spurt er: Hvers vegna mis-
munaði lögreglan fjölmiðlum, er-
lendum og innlendum, og veitti
sumum greiðari aðgang að dag-
skráratriðum varðandi heimsókn
kínverska þingforsetans en öðrum?
Svar: Spurningin lýtur að störf-
um lögreglunnar og er því rétt að
spurningunni sé beint til hennar.
2. Spurt er: Var það samkvæmt
fyrirmælum starfsmanna Alþingis
eða ef til vill gestanna?
Svar: Starfsmenn Alþingis gáfu
engin fyrirmæli sem fólu í sér að
fjölmiðlum væri mismunað.
3. Spurt er: Að hve miklu leyti
bera starfsmenn Alþingis ábyrgð á
fyrrgreindum aðgerðum lög-
reglunnar?
Svar: Enga.
4. Spurt er: Hefur Alþingi eða
forsetar Alþingis mótað nýja og
breytta starfshætti varðandi að-
gang fjölmiðla að atburðum sem
þingið stendur fyrir eða þeim gest-
um sem hér eru í boði þingsins?
Svar: Nei. Alþingi hefur alltaf
lagt áherslu á góð samskipti við
fjölmiðla og svo mun verða áfram.
Áðgangur fjölmiðla að gestum Al-
þingis ræðst hins vegar einnig af
óskum gestanna hverju sinni.
Benda má á að föstudaginn 1. sept-
ember sl., daginn áður en forseti
kínverska þingsins kom hingað til
lands í boði Alþingis, dvaldist hér
Wolfgang Thierse, forseti þýska
sambandsþingsins. í samráði við
Thierse var ákveðinn tími tekinn
frá í dagskrá hans þar sem hann
veitti fjölmiðlum færi á viðtölum.
Það er regla við slíkar heimsóknir.
5. Spurt er: Fjölmiðlar fengu
upplýsingar um það hjá Alþingi að
Li Peng hvorki veitti viðtöl né efndi
til blaðamannafundar. Kínverska
sendiráðið segir hins vegar að eng-
ar beiðnir hafi borist um viðtal við
Li Peng. Tók Alþingi það upp hjá
sjálfu sér að synja blaða- og frétta-
mönnum um viðtöl við hinn erlenda
gest - eða hvaða skýring liggur hér
að baki?
Svar: Skrifstofa Alþingis gaf ekki
út tilkynningu þess efnis að forseti
kínverska þingsins mundi hvorki
halda blaðamannafund né veita við-
töl. Ljóst mátti hins vegar vera af
dagskrá sem send var öllum fjöl-
miðlum að ekki yrði efnt til blaða-
mannafundar. Einnig var fjölmiðl-
um afhent yfirlit þar sem var
tilkynnt hvernig háttað yrði
myndatökum við eins konar athafn-
ir heimsóknarinnar. Við gerð dag-
skrár heimsóknar kínverska þing-
forsetans var þeim er undirbjuggu
heimsóknina af hans hálfu boðið af
starfsmönnum Alþingis að setja
blaðamannafund á dagskrána eins
og venja er til. Á því var ekki áhugi.
Fram kom síðar af hálfu blaðafull-
trúa gestanna að biðja yrði um við-
töl með fyrirvara. Skrifstofu Al-
þingis barst aðeins ein formleg
beiðni um viðtal við kínverska þing-
forsetann. Hún barst frá starfs-
manni Morgunblaðsins 1. septem-
ber 2000. Starfsmaður Alþingis
kom beiðninni símleiðis sama dag
til blaðafulltrúa kínversku sendi-
nefndarinnar. Svar barst ekki frá
blaðafulltrúanum. í einu tilviki,
þegar gestimir voru staddir í skoð-
unarferð í raforkuverinu á Nesja-
völlum síðdegis 4. september, til-
kynnti starfsmaður Alþingis
fréttamanni (frá Stöð 2), að tilmæl-
um kínverskra öryggisvarða, að
kínverski þingforsetinn mundi ekki
svara spurningum fréttamanna eða
veita viðtöl í skoðunarferðinni. I
framhaldi af því tilkynnti starfs-
maður Alþingis yfirmanni frétta-
mannsins á Stöð 2 símleiðis að kín-
verski þingforsetinn veitti ekki
viðtal. Þeim skilaboðum var komið
áleiðis að ósk kínverskra öryggis-
varða.
6. Spurt er: Telja forsetar Al-
þingis að þeir atburðir, sem áttu
sér stað í samskiptum fjölmiðla og
lögreglu annars vegar og starfs-
manna Alþingis hins vegar, hafi
verið með eðlilegumóti?
Svar: Forsætisnefnd vill taka
fram að meðan á heimsókn kín-
verska þingforsetans stóð lögðu
starfsmenn Alþingis sig fram um að
eiga gott samstarf við fjölmiðla eins
og endranær. Væntir forsætisnefnd
þess að það góða samstarf haldi
áfram.“