Morgunblaðið - 23.09.2000, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000
HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Breiðagerðisskóli þurfti að skerða lengda viðveru vegna skorts á starfsfólki
Var komið út fyr-
ir öryggismörk
Smáíbúðahverfi
BREIÐAGERÐISSKÓLI
hefur skert lengda viðveru
8-9 ára barna um allt að
tveimur og hálfri klukku-
stund á dag vegna skorts á
skólaliðum til starfa. Guð-
björg Þórisdóttir, skóla-
stjóri, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að hún
hefði metið það svo að
ástandið væri komið út fyrir
öryggismörk og því væri
óhjákvæmilegt að skerða
þjónustuna.
Auglýst var eftir skólalið-
um til starfa á dögunum og
kveðst Guðbjörg bjartsýn á
að takist að ráða nýtt fólk til
starfa á næstu dögum því
viðbrögð við auglýsingunni
hefðu verið góð.
Hún sagði starfsfólk skól-
ans mjög gott, réttindakenn-
arar væru í öllum stöðum og
ófaglært starfsfólk væri
mjög hæft þótt allar stöður
væru ekki mannaðar. Þrátt
fyrir það reyndu hún og
starfsfólk skólans af bestu
getu að framfylgja stefnu-
mótun borgarinnar og
fræðsluráðs um lengda við-
veru til kl. 17.15 fyrir 6-9 ára
börn og veita þá þjónustu
sem að er stefnt. Til dæmis
sagðist hún reyna að tryggja
að álag á það starfsfólk, sem
er við störf, væri ekki of
mikið og því tæki hún að sér
skúringar og þrif, ef á þyrfti
að halda, en þau störf eru á
verksviði skólaliða.
Skólastjórar
ganga í þrif
„Við skólastjórar þurfum
að ganga í mörg störf,“ segir
Guðbjörg. „Ef það vantar
kennara þá þurfum við að
kenna og ef hér eru skítug
klósett er það ekkert
ómerkilegra starf í mínum
huga að þrífa það en að
manna forfallakennslu. Við
reynum öll eftir bestu getu
að halda þessu gangandi í
þessari manneklu."
Hún sagði að þrátt fyrir
að allir legðu sig fram hefði
það ekki reynst nóg til þess
að hægt væri að sinna gæslu
8 og 9 ára barna að loknum
skóladegi og því hefði hún
neyðst til að skerða hana um
allt að tvo og hálfan tíma á
dag við lítinn fögnuð for-
eldra, sem þyrftu meiri
gæslu en er í boði þessa dag-
ana þegar börnin eru send
heim strax og aðstoð við
heimanám lýkur.
Ekkert grín að bera
ábyrgð á 400 börnum
„Eg er ráðin hér til að
framfylgja lögum og reglum
og ákvörðunum fræðsluráðs
um að bjóða börnum og for-
eldrum örugga gæslu 6-9 ára
barna til klukkan 17.15. En
mér fannst álagið orðið of
mikið þannig að ég ákvað að
skerða þjónustuna meðan
við værum að leita leiða til
að manna stöðurnar. Verk-
efni okkar er að tryggja
börnunum frið og ró og gef-
andi aðstæður og tryggja að
þeim líði vel en mér fannst
þetta komið út fyrir öryggis-
mörk vegna álagsins. Það er
ekkert grín að taka ábyrgð á
400 börnum og erfiðastur er
óttinn um að það verði slys,“
sagði Guðbjörg, sem kvaðst
vera ásamt samstarfsmönn-
um sínum að leita leiða til að
bæta úr. Kennarar væru
þegar í talsverðri yfirvinnu
og reynt væri að forðast að
„kreista síðasta orkudrop-
ann“ úr hverjum starfs-
manni. Vandinn væri sá að
það þyrfti marga einstakl-
inga til starfa þegar álagið
Morgunblaðið/Kristinn
Elísabet Brand telur Höfða rétta staðinn lyrir minnisvarða um íslandsferð Churchills 1941
enda gisti hann í húsinu.
Vill minnisvarðann
við Höfða
Reykjavík
„MÉR FINNST að minnis-
varði um komu Churchills
ætti að standa við Höfða.
Hér gisti hann meðan hann
dvaldi á íslandi,“ segir Elísa-
bet Brand, kennari og leið-
sögumaður.
Hún tekur undir þá upp-
ástungu Stefáns S. Guðjéns-
sonar viðskiptafræðings að
borgaryfirvöld minnist ferð-
ar leiðtoga breska heim-
sveldisins í seinni heims-
styijöldinni liingað til lands
árið 1941 með viðeigandi
hætti.
f bréfi Stefáns Guðjóns-
sonar til borgaryfirvalda var
nefnt að Reykjavíkurhöfn
gæti komið til greina sem
staður fyrir minnismerkið en
Elísabet segist telja Höfða
rétta staðinn enda tengist
hann bæði dvöl Churchills
hér á landi og sé eitt þekkt-
asta kennileiti borgarinnar.
Hún vitnar í að samkvæmt
íslandshandbökinni hafi
Winston Churchill gist í
Höfða meðan hann dvaldi
hér. Húsið komst svo í eigu
Breta 1942 og sagnir eru um
að reimleikar hafi hijáð
scndimenn þeirra í húsinu.
Hvað sem því líður virðist
Höfði hafa verið talinn sá
staður í borginni sem helst
var talinn samboðinn helsta
leiðtoga Bandamanna í
heimsstyrjöldinni árið 1941,
alveg eins og húsið varð fyr-
ir valinu við fund leiðtog-
anna Reagans og Gorbatjovs
árið 1986.
Elísabet segir að hvort
sem hún tali sem leiðsögu-
maður eða kennari sé þörf
fyrir minnisvarðann.
„Hingað er farið með er-
lenda leiðsögumenn í skoð-
unarferðir. Breskum ferða-
mönnum finnst sérstaklega
gaman að frétta að húsið
hafi verið í eigu Breta um
tíma og að Chuchill hafi gist
hér,“ segir hún.
Elísabet kennir m.a. sögu
og landafræði á ungl-
ingastigi og hún segir að
minnisvarði um komu Chu-
rchills muni líka hafa þýð-
ingu varðandi það að kenna
unglingunum sögu þessa
tímabils. Með því að vísa til
einhvers áþreifanlegs í um-
hverfinu á borð við minnis-
varða sé auðveldara að vekja
athygli þeirra á atburðum og
persónum sögunnar.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Guðbjörg Þórisdóttir segist vonast til að nýtt fólk komi til starfa næstu daga þannig að hægt
verði að lengja viðveruna í það sem að var stefnt.
væri mest yfir daginn en
hins vegar vildi enginn ráða
sig til vinnu í 2 tíma á dag.
Hún kvaðst vonast til að fyr-
irspurnir sem þegar hafa
borist um skólaliðastörfin
leiddu til þess að fólk yrði
ráðið. Skólaliðar sinna ræst-
ingum í dagvinnu, auk starfa
við lengda viðveru, og Guð-
björg kvaðst telja að fyrir-
komulagið gæfist vel og
betra væri að hafa sem flest
starfsfólk innan um börnin
meðan þau væru í skólanum
heldur en að sérstakur hóp-
ur mætti að loknum skóla-
degi til að ræsta.
Metnaðarfullt
skólaumhverfí
Guðbjörg lagði í samtali
við blaðamann áherslu á að
þótt skólaliða vantaði til
starfa og skerða hefði þurft
lengda viðveru væri mikið og
gott starf unnið í skólanum.
Fjöldi barna væri á lúðra-
sveitaræfingum á hverjum
degi, fjölbreytt tómstundatil-
boð væru í gangi, þátttaka í
kór og margt fleira.
Hún sagði að mikill metn-
aður einkenndi reykvískt
skólaumhverfi um þessar
mundir. „Það er gaman að
taka þátt í þeirri uppbygg-
ingu sem er í gangi,“ sagði
Guðbjörg Þórisdóttir.
Framkvæmdir við fyrrverandi húsnæði
Hagabúðarinnar hefjast innan skamms
Húsið stækkað og
önnur hæð byggð
Vesturbær
INNAN skamms hefjast
framkvæmdir við Hjarðar-
haga 45 til 49, þar sem
Hagabúðin var áður til
húsa, en til stendur að
stækka húsið og byggja
hæð ofan á það. Tillaga um
breytt deiliskipulag lóðar-
innar var samþykkt í borg-
arráði nú í vikunni með fjór-
um atkvæðum gegn þremur
og á fimmtudag staðfesti
borgarstjórn samþykkt
borgarráðs með átta at-
kvæðum gegn sjö.
Fyrirtækið Stoðir á hús-
næðið sem um ræðir og seg-
ir Jónas Þorvaldsson fram-
kvæmdastjóri Stoða að til
standi að stækka grunnflöt
hússins um rúmlega 100
fermetra og verður jarð-
hæðin þá um 490 fermetrar
en önnur hæðin um 440 fer-
metrar. Jónas segir að 10-
11 muni koma upp verslun á
jarðhæðinni, en önnur hæð
hússins verði leigð undir
hverfisbundna þjónustu, en
samkvæmt
samþykkt frá borgar-
skipulagi hafi nýting hús-
næðisins verið skilgreind
með þeim hætti að þar yrði
slík starfsemi.
Á efri hæðinni verður
hverfisbundin þjónusta
Jónas segir að ekki sé
búið að ráðstafa húsnæðinu
en margir hafi sýnt því
áhuga, enda hafi framboð af
slíku húsnæði í hverfinu
verið lítið sem ekkert und-
anfarin ár.
Fyrir um ári síðan stóð til
að efri hæð hússins yrði
nýtt undir íbúðir, en að sögn
Jónasar voru gerðar at-
hugasemdir við þá áætlun
þegar hún var kynnt þannig
að skipulagið var endur-
skoðað og var samþykkt í
vor að húsnæðið skyldi nýta
undir hverfisbundna þjón-
ustu. Þá sé gert ráð fyrir að
starfsemin í húsinu feli í sér
sem minnsta umferð inn í
hverfið og segir hann hver-
famiðstöð eða tónhstarskóla
geta verið dæmi um slíkt.
Jónas segir að vonast sé
til að framkvæmdir geti
hafist í október og að gert
sé ráð fyrir að þeim ljúki í
lok vetrar þannig að hægt
verði að taka húsnæðið í
notkun í apríl.
Gert í andstöðu
við íbúa á svæðinu
Fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins greiddu atkvæði
gegn deiliskipulagstillög-
unni bæði í borgarráði og
borgarstjórn. I borgarráði
óskuðu þeir jafnframt eftir
því að bókað yrði að tillagan
um nýja hæð ofan á verslun-
arhúsnæði við Hjarðarhaga
45, 47 og 49 fæli í sér 70%
aukningu byggingarmagns
á lóðinni. Þetta væri gert í
algjörri andstöðu við íbúa á
svæðinu, en það sé engin
forsenda verslunarreksturs
á 1. hæð að byggð verði hæð
ofan á húsið. Einnig segir
að miklar líkur séu á því að
deiliskipulagstillagan upp-
fylli ekki skilyrði skipulags-
og byggingarlagareglu-
gerða. I bókuninni segir
jafnframt að „yfirlýsing um
takmörkun á landnotkun
við svokallaða hverfis-
bundna þjónustu sem til
stendur að þinglýsa á 2.
hæð“, sé óskilgreind og að
ólíklegt sé að hún standist.
Þörf er fyrir slíkt hús-
næði í Vesturbænum
Fulltrúar Reykjavíkur-
listans greiddu atkvæði með
tillögunni bæði í borgarráði
og borgarstjórn og óskuðu
eftir því á borgarráðsfundi
að bókað yrði að umrædd
lóð sé að mörgu leyti vel
fallin til uppbyggingar og að
ekki verði séð að rúmlega
400 fermetra hæð ofan á
húsinu gangi gegn hags-
munum nágranna né rýri
með nokkrum hætti gæði
þess umhverfis sem þeir nú
búi við. Einnig segir; „Ljóst
er að þörf er fyrir húsnæði í
Vesturbænum fyrir hverf-
istengda þjónustu sem rek-
in er í þágu Vesturbæinga
allra og ólíklegt að hægt sé
koma henni fyrir svo vel sé
annars staðar í hverfinu."
Jafnframt segir í bókuninni
að slík þjónusta á annarri
hæð hússins sé að auki lík-
leg til að renna styrkari
stoðum undir verslunar-
rekstur í húsinu sem hefur
legið alllengi niðri.