Morgunblaðið - 23.09.2000, Síða 17

Morgunblaðið - 23.09.2000, Síða 17
>2000 Litningalækningar (genalækningar) 1997 Orlístat vekur nýjar vonir varðandi meðferð offitusjúkdóma. 1998 Ný gigtarlyf, svoköiluð koxíblyf koma fram. 1988 Sýruhemjandi lyfið ómeprazól veldur þáttaskilum í meðferð magasýrutengdra sjúkdóma. Útrýmir nær magaskurðaðgerðum. 1990 Súmatríptan, lyf sem stórbætir mígrenimeðferð, kemur til sögunnar. 1985 Fyrsta blóðfitulækkandi statín-lyfið veldur mikilli framþróun í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma, eitt stærsta heilbrigðisvandamál nútímans. 1987 Fyrsta lyfið við HIV sjúkdómnum, zídóvúdín, kemurá markað. 1980 Ónæmisbælandi lyfið ciklosporín gjörbreytir meðferð eftir líffæraflutninga með því að koma í veg fyrir höfnun á nýja líffærinu. 1985 Fram kemur lyfið flúoxetín sem veldur straumhvörfum í meðferð á geðdeyfð. 1967 Nýtt lyf, karbamazepín, kemur á markað. Vinnur gegn verkjum í svonefndri þríburataug og vissum tegundum flogaveiki. 1978 Cimetidín, lyf sem dregur úr myndun saltsýru í maga, er tekið í notkun. Lyfið byltir meðferð sýrutengdra sjúkdóma. 1965 Levódópa umbyltir meðferð á Parkinsonsveikinni. Hefur einnig ákveðin áhrif á stjarfa eins og fjallað er um í frægri kvikmynd. 1965 Hjartalyfið própranólól og fleiri svokallaðir betablokkarar koma fram og stórbæta meðferð á háþrýstingi. 1960 Azathíópín, ný tegund af krabbameins- og ónæmisbælandi lyfjum. 1957 Geðhvarfalyfið litíum umbyltir lyfjameðferð við geðhvarfasýki. 1955 Pillan, getnaðarvörnin öfluga, kemur fram. 1941 ■ Penisillín fyrst gefið sjúklingi, en 1928 hafði A. Fleming uppgötvað virkni myglusveppsins Penicilium notatum. Lyfið olli þáttaskilum í meðferð margra sjúkdóma, s.s. lungnabólgu. 1922 Hinn 11. janúarfær 14 ára sykursýkissjúklingur, Leonard Thomson, insúlín sem Fredrik Bánting gefur honum. Banting tekst fyrstum manna að hreinsa insúlín það vel að unnt sé að gefa það mönnum. 1884 Koller uppgötvar að kókaín verkar sem staðdeyfingarlyf og læknar gátu nú í fyrsta sinn staðdeyft þau svæði líkamans sem þörfnuðust meðhöndlunar. 1871 Fyrsta hjartalyfið, digoxín, einangrað frá efni úr fingurbjargarblómi. Lyfið dregur úr hjartsláttaróreglu og eykur samdráttarhæfni hjartans. 1847 Þrjú undursamleg svæfingar- og deyfilyf komin í notkun: eter, klóróform og hláturgas. Áður var skurðlæknaformálinn þessi: „Þú hellir manninn fullan og lætur halda honum föstum, bítur á jaxlinn og drífur aðgerðina af.“ 1805 Fredric Sertumer einangrar morfín úr ópíum. Þetta var fyrsta hreina lyfið sem var einangrað. 1960 Berkjuvíkkandi lyfið ísóprenalín kemurfram og stórbætir astmameðferð. 1957 Tíazíð þvagræsilyf bæta meðferð við háþrýstingi. 1955 Sannanir fyrir verkun reserpíns á miðtaugakerfið marka tímamót í meðferð geðsjúkdóma og þróun lyfja innan þessa lyfjaflokks. 1943 Waksman og samstarfsmönnum tekst að þróa lyfið streptómysín við hinum skæða sjúkdómi berklum, sem fram að þessu hafði verið talinn nærri ólæknanlegur. 1932 í leit sinni að vopni í baráttunni við keðjusýkla (streptókokka) kemur Gerrhard Domagk fram með súlfalyfin og tekst þar með að sigra þá sýkla sem nefndir höfðu verið „foringjar í liði dauðans". 1903 Fischer og von Mering birta skýrslu um uppgötvun sína á barbitol-lyfjum. Nú var hægt að veita þeim sem þjást af svefnleysi, t.d. af völdum sársauka eða óróa, líkn svefnsins. 1877 Dr. William Murrel notar nítróglýserín við hjartaöng í fyrsta sinn. 1853 Frakkinn Gerhardt býr til acetylsalicylic sýru, kvalastillandi sótthitalyf, sem Þjóðverjinn Hoffmann einangrar og gefur heitið aspirín 1897. Nýttist einnig gegn gigtarsjúkdómum. 1820 Pelletier kemst að því að kínín, efni unnið úr berki quinaquina- trésins, læknar malaríu. Nokkrir merkir áfangar í sögu lyflækninga Mannvit gegn sjúkdómum 1800-2000 Tilkoma lækningarlyfja hefur gerbreytt mannlífi á 200 árum. Lyf veita líkn í þjáningu, bata þar sem vonleysi grúfði yfir og auka lífsgæði og möguleika nútímamannsins. Baráttan við sjúkdóma heldur þó áfram og víst er að ný stórvirki verða unnin á 21. öld. Lyf skipta sköpuml Samtök verslunarinnar, sími: 588 8910 Fræðsiuhópur lyfjafyrirtækja Austurbakki hf. • Delta hf. • Farmasía ehf. • Glaxo Wellcome ehf. • Gróco ehf. • ísfarm ehf. • Lyfjaverslun íslands hf. • Medico ehf. NM Pharma ehf. • Omega Farma ehf. • Pharmaco hf. • Thorarensen Lyf ehf. EFLIR / HNOTSKÓQUR LF 300-00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.