Morgunblaðið - 23.09.2000, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 23
Flokkur Paisleys sigrar í aukakosningum á N-Irlandi
Áfall fyrir Trimble
og friðarsamninginn
Beifast. Reuters, AP, AFP.
ANDSTÆÐINGAR friðarsamnings-
ins á Norður-írlandi í stærsta flokki
mótmælenda gerðu í gær harða hríð
að leiðtoga sínum, David Trimble for-
sætisráðherra, eftir að flokkurinn
missti eitt af öruggustu þingsætum
sínum í aukakosningum í fyrradag.
Eru úrslitin mikið áfall fyrir Trimble
og aðra stuðningsmenn Belfast-sam-
komulagsins, sem samþykkt var í
þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveimur
árum.
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn
(DUP), sem er andvígur friðarsamn-
ingnum, bar sigurorð af flokki
Trimbles, Sambandsflokki Ulster
(UUP), í Suður-Antrim í aukakosn-
ingum sem haldnar voru vegna frá-
falls fulltrúa kjördæmisins á breska
þinginu. Sigurvegarinn sagði úrslitin
endurspegla vaxandi andstöðu meðal
sambandssinna við friðarsamninginn.
Frambjóðandi DUP, klerkurinn
William McCrea, fékk 38% atkvæð-
anna en frambjóðandi UUP, David
Burnside, 35%.
N æstöruggasta
vígið fallið
Úrslitin ollu miklum titringi í flokki
Trimbles, enda hefur Suður-Antrim
verið álitið næstöruggasta kjördæmi
UUP sem sigraði þar með miklum
mun í síðustu kosningum árið 1997.
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn,
undir forystu klerksins Ians Paisleys,
hefur notið fremur lítils stuðnings í
kjördæminu til þessa og var ekki með
frambjóðanda þar í síðustu kosning-
um.
McCrea sagði að kjósendurnir
hefðu sent skýr skilaboð til Trimbles.
„Gríðarmikill meirihluti sambands-
sinna hefur í dag kveðið upp dóm sinn
yfir Balfast-samkomulaginu - þessu
óréttláta samkomulagi sem hefur
eyðilagt lýðræðið í landi okkar,“ sagði
sigurvegari kosninganna. „Þetta er
sögulegur dagur.“
Lagði leiðtoga-
stöðuna undir
Báðir flokkarnir sækja fylgi sitt til
mótmælenda, sem eru í meirihluta á
Norður-írlandi. Paisley nýtur ein-
dregins stuðnings flokksbræðra
sinna í andstöðunni við friðarsam-
komulagið en það hefur hins vegar
valdið djúpstæðum ágreiningi í flokki
Trimbles.
Forsætisráðherrann lagði
leiðtogastöðuna undir þegar hann
beitti sér fyrir samkomulaginu og
féllst á að mynda heimastjórn með
aðild Sinn Fein, stjórnmálaflokks
írska lýðveldishersins (IRA).
Martin Smyth, sem beið nauman
ósigur fyrir Trimble í leiðtogakjöri
UUP fyrr á árinu, sagði að ósigurinn í
Suður-Antrim sýndi að stefna forsæt-
isráðherrans nyti ekki stuðnings
flokksbræðra hans. Smyth kvaðst
ætla að íhuga vandlega hvort hann
ætti að bjóða sig fram aftur gegn
Trimble. „Hann verður að gera það
upp við sig hvort hann ætlar að
stjórna flokknum í andstöðu við viija
sambandssinna eða hvort hann ætlar
nú að gerast sá forystumaður sem
þeir telja sig þurfa,“ sagði Smyth.
Þingmaðurinn Jeffrey Donaldsson,
sem margir telja að verði leiðtogi
flokksins, sagði að UUP ætti að
ganga úr heimastjóminni. Flokkur-
inn gæti ekki lengur átt aðild að
stjóm með Sinn Fein meðan IRA
neitaði að láta vopn sín af hendi.
Trimble kveðst
ekki gefast upp
Trimble kvaðst ekki ætla að segja
af sér. „Við höldum áfram. Jú, við
urðum fyrir áfalli. En við gefumst
ekki upp. Við vissum að þetta yrði
ekki auðvelt," sagði forsætisráðherr-
ann. „Ég veit að til eru menn í Lýð-
ræðislega sambandsflokknum sem
yrðu himinlifandi ef ég léti af embætti
forsætisráðherra."
Trimble sagði að ósigurinn væri
skýr vísbending um að meirihluti
mótmælenda væri mjög andvígur
áformum bresku stjórnarinnar um að
gera róttækar breytingar á Konung-
legu lögreglusveitunum í Ulster,
RUC, sem börðust við IRA í 30 ár.
Kjósendur úr röðum sambandssinna
hefðu fyrst og fremst verið að mót-
mæla þessum áformum með því að
kjósa flokk Paisleys.
Trimble bætti við að úrslitin sýndu
einnig að mótmælendur teldu að IRA
yrði að hefja afvopnun eins og kveðið
er á um í friðarsamningnum. „Það er
nú orðið mjög brýnt að raunveruleg-
ur árangur náist mjög fljótt.“
Bertie Ahem, forsætisráðherra Ir-
lands, varaði menn við því að gera of
mikið úr áhrifum kosninganna á frið-
arsamninginn og sagði að aukakosn-
ingar gætu ekki orðið honum að falli.
Stefiiir að því að
verða stærstur
Helstu skæruliðahreyfingamar á
Norður-írlandi hafa staðið við vopna-
hlésyfirlýsingar sínar en nokkrir
andófshópar mótmælenda og kaþ-
ólskra hafa gert árásir endrum og
eins til að reyna að grafa undan frið-
arsamningnum. Blóðugar illdeilur
stríðandi fylkinga herskárra mót-
mælenda hafa einnig valdið spennu.
Norður-írland er með átján sæti á
breska þinginu og Lýðræðislegi sam-
bandsflokkurinn er nú með þrjá þing-
menn eftir aukakosningamar. Flokk-
urinn telur sig nú geta sigrað flokk
Trimbles í næstu þingkosningum,
sem verða hugsanlega haldnar á
næsta ári, og orðið stærsti flokkur
mótmælenda í fyrsta sinn. Tækist
honum það yrði hann í aðstöðu til að
binda enda á sameiginlega heima-
stjóm kaþólskra Norður-íra og mót-
mælenda.
Sigurvegari aukakosninganna,
McCrea, er prestur í Óháðu öldunga-
kirkjunni í Úlster, sem Paisley stofn-
aði. McCrea er ef vill þekktastm- sem
söngvari í heimalandinu því hann hef-
ur gefið út rúmlega tuttugu hljóm-
plötur með kristilegum söngvum og
fer reglulega í tónleikaferðir um
landið.
Liðsmenn IRA hafa reynt að ráða
hann af dögum, síðast árið 1994 þegar
ráðist var á heimili hans með vélbyss-
um. Hann hefur einnig verið umdeild-
ur vegna stuðnings síns við herskáa
mótmælendur, síðast árið 1997 þegar
hann lét taka myndir af sér með Billy
„Rottukóngi" Wright, leiðtoga ill-
ræmdrar skæraliðahreyfingar sem
leggst gegn friðarsamningnum.
McCrea hélt því fram á þessum tíma
að hann hefði aðeins viljað verja
málfrelsi Wrights sem var myrtur
skömmu síðar í tilræði öfgamanna úr
röðum andstæðinga mótmælenda.
GeœcalBectnc
General Electric
DDE5602 Barkaþurrkari,
veltir í bá&r áttir,
krumpuvörn, barki fylgir,
yérf) Ju. 21.900,- í.ln.
General Electric
DDE7602 Barkalaus þurrkari,
stáltromla, veltir í báðra áttir,
krumpuvörn ofl.
Verð kr. 39.900,- stg.
m ELECTRIC
HEKLA
HEKIUHÚSINU • LAUGWEGI172 • SlMI 569 5770 • HEIMASÍDA www.lnkla.lj • HETFANG hekla@hekla.ls
KENWOOD
Kenwood hrærivélarfrá kr. 25.900.'
AP
Stuðningsmenn Lýðræðislega sambandsflokksins á N-Irlandi halda á
William McCrea, sigurvegara kosninganna í Suður-Antrim í fyrradag.
Tilboðin
J
.10.2000