Morgunblaðið - 23.09.2000, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 25
„Erfitt að
ímynda sér
eymdina“
Miklir efnahagsörðugleikar einkenna rúss-
neskt þjóðlíf og stór hópur manna lifír
undir fátæktarmörkum. Anna Sigríður
Einarsdóttir ræddi við Michael Shultz,
frá Alþjóðasambandi Rauða krossins,
sem hefur undanfarin ár haft umsjón
með hjálparstarfi í Rússlandi.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Schulz segir berkla- og alnæmissjúkum fjölga hratt í Rússlandi og erfitt sé fyrir Rauða krossinn að sinna öllum.
„VESTURLÖNDUM hættir gjaman
til að koma fram við Rússland eins og
fátækt þróunarríki í hjálparstarfinu,"
sagði Schulz, sem nú starfar hjá Al-
þjóðaskrifstofu Rauða krossins í Genf
og staddur var á íslandi nýlega til að
ræða heilbrigðisaðstoð Rauða kross
íslands við Rússland. „Við eram vön
ríkjum Afi-íku og Asíu og hættir því til
að gleyma að Rússland var, og að
mörgu leyti er enn, háþróað ríki.“
Schulz útskýrir að hann eigi þar við
íbúa landsins, sem séu margir há-
menntaðir en skorti tækifæri til að
beita þekkingu sinni vegna efnahags-
örðugleikanna.
Að hans sögn búa því margir við
sára fátækt og samkvæmt upplýsing-
um Rauða krossins virðast
bammargar fjölskyldur, ellilífeyris-
þegar, fatlaðir og heimilislausir verða
einna verst úti. „Rússland er nú að
ganga í gegnum breytingar sem eiga
sér ekkert fordæmi og þróun og um-
bætur era tveir gjörólíkir hlutir,"
sagði Schulz og kvað Rússa aðeins að
litlu leyti hafa náð að bæta efnahag
landsins. Sagði hann 90 milljónir
Rússa búa við mikla fátækt, 40 millj-
ónir við þó nokkra fátækt og fimm
milljónir til viðbótar ættu á hættu að
bætast í þann hóp vegna streitu,
atvinnuleysis, áfengissýki, næringar-
skorts, skorts á hreinlæti og hraðrar
útbreiðslu berkla og eyðni en þess má
geta að Rússar era 145 milljónir tals-
ins.
,Aðstæður era slæmar fyrir millj-
ónir manna. Ríkisstjómin þarf að
sinna skyldum sínum, en ástandið er
slíkt að hún getur ekki sinnt öllu,“
sagði Schulz og kvað Rauða krossinn
og aðrar hjálpai'stofnanir aðstoða
stjómvöld við að styrkja undirstöð-
urnar svo stjórnir héraða verði færar
um að veita slíka aðstoð í framtíðinni.
Neyðin nú meiri í dreifbýli
Á undanfömum áram hefur vand-
inn, að sögn Schulz, verið að færast
frá þéttbýli Rússlands til dreifbýlli
svæða og sagði hann aðstæður þar oft
mjög sérstakar, en Rauði krossinn
hefur m.a. beint athygli sinni að
norðausturhluta Rússlands, einkum
Kamsjatka, Tsjúkotka og Magdan.
„Kuldinn þar er oft gífurlegur og
fer jafnvel 30-4Ó niður fyrir frost-
- mark. Að veðurfarinu frátöldu er fólk
síðan að berjast við hrjóstragt lands-
lag, fátækt og ýmsar venjur og hefðir
sem geta hamlað því,“ sagði Schulz.
„Það er ekki hægt að breyta veðurfar-
inu og því verðum við að leita leiða til
að laga byggðarfélögin að veðrinu.
Þörfin á aðstoð er hvergi meiri og
þarna þurfum við að hjálpa fólki að
bjarga sér sjálft.“
Vel menntaða íbúa, fólk á borð við
verkfræðinga og kennara, sagði
Schulz oft vera í betri stöðu en aðra.
„Þetta fólk á auðveldara með að færa
sig um set og leita að vinnu annars
staðar, en slíkt er erfitt lyrir ómennt-
að verkafólk sem á á hættu að lenda í
jafnvel enn verri stöðu, því í dag á það
alla vegna heimili."
Schulz nefndi sem dæmi slæma
stöðu margra þeirra sem leitað hefðu
gæfunnar í Moskvu, en þar kveða
reglugerðir svo á að fólk þarf að út-
vega sér dvalarleyfi í borginni innan
14 daga svo vera þess þar teljist lög-
leg. „Fólk þyrpist inn til stórborg-
anna og það er einfaldlega ekki hægt
að sjá öllum farborða. Það er erfitt að
ímynda sér eymd þessa fólks, það hef-
ur ekki bara yfirgefið heimkynni sín,
heldur skortir það vinnu og auk þess
er vera þess óæskileg. Þegar svo er
komið er líf manna á hraðri niðurleið.“
Lífsskilyrði barna slæm
Lífsskilyrði rússneskra bama era
oft á tíðum slæm og segir Schulz þetta
mikið áhyggjuefni. „Stjómvöld hafa
ekki efni á að veita þá aðstoð sem þörf
er á og það er illskUjanlegt hvemig
mörg bamaheimili og aðrar stofnanir
virðast vera rekin án nokkun'ar ríkis-
aðstoðar." Kostnaðarsamt sé að sjá
fyrir bömum því húsaskjól, fæði,
klæði og læknisaðstoð kosti sitt.
„Séu fjárframlög ekki fyrir hendi
þá versna lífsskilyrði bamanna enn
frekar. Þau verða þá vannærð og líða
fyrir skort á menntun og hreinlæti.
Faii síðan stór hópur bama á mis við
alla menntun þá mun slíkt hafa í för
með sér frekari þjóðfélagsvanda og
nái hluti þjóðarinnar ekki að taka út
fullan þroska þá gera vandamál því
tengd vart við sig í nokkra áratugi á
eftir,“ segir Schulz. Hann kveður
þetta ekki síst erfiða tilhugsun í Ijósi
þess háa menntastaðals sem áður
einkenndi Sovétríkin.
„Stundum þarf aðstoðin ekki að
vera flóknari en fatagjaftr,“ segir
Schulz og vitnar til þeirra fatagáma
sem Rauði kross íslands hefur sent til
Rússlands á undanfömum árum. „Vel
klætt bam getur varið sig kulda og
leyft sér að fara út úr húsi og í skóla
þó kuldinn sé gífurlegur."
Berklasmituðum fjölgar hratt
Rauði kross Islands hefur tekið
þátt í hjálparstarfi í Rússlandi frá því
1998. í samstarfi við íslensk stjóm-
völd dreifði Rauði krossinn í fyrra
fiskafurðum í Rússlandi og nutu hátt í
250.000 manns góðs af aðstoðinni, en
kostnaður hérlendra stjómvalda og
Rauða krossins af aðstoðinni til þessa
nemur um 32,7 millj. kr.
Frekara hjálparstarf er þá í upp-
siglingu, en verja á fimm milljónum
króna til baráttunnar gegn berklum
og alnæmi í Rússlandi. Berklar, sem
vora víða algengir kringum aldamót-
in, hafa nú skotið upp kollinum á ný í
Rússlandi og hefur berklatilfellum
fjölgað þar hratt sl. áratug, en um
10% aukning hefur mælst á ári
hveiju, auk þess sem dauðsföll af
völdum berkla hafa margfaldast.
„Berklar era dæmigerður sjúk-
dómur sem leggst á þá sem búa við fá-
tækt,“ sagði Schulz og kvað skort á
mat og hreinlæti veikja ónæmiskerfi
manna og gera þá móttækilegri fyrir
berklum. Fjöldi Rússa er því sjúk-
dómnum auðveld bráð og smittíðni
berkla er þar hærri en áður þekktist.
Áður náði hver berklasjúklingur að
smita tvo til þrjá aðra á meðan hann
nær að smita 15 til viðbótar í Rúss-
landi. Röng notkun sýklalyfja hefur
þá leitt til þess að ónæmir stofnar
berklabakteríunnar era mjög út-
breiddir og því erfitt að ráða niðurlög-
um sjúkdómsins, sem krefst sex mán-
aða flókinnar lyfjameðferðar.
Alnæmisjúkum hefur ekki síður
fjölgað í Rússlandi sl. áratug og hálp-
arstarf Rauða krossins því einnig
beinst að forvömum gegn alnæmis-
veirunni. Að sögn Schulz er algeng-
asta dánarorsök alnæmissjúkra
Rússa í dag berklar, en alnæmisveir-
an veikir þann hluta ónæmiskerfisins
sem vinnur gegn berklabakteríunni.
Veraleg þörf er því á að vinna á út-
breiðslu berklabakteríunnar sem
heldur áfram að dreifa sér jafnt og
þétt. Árið 1996 var vitað um 111.000
berklatilfelli í Rússlandi. í dag telur
Schulz hins vegar ekki ólíklegt að hátt
í milljón Rússa greinist með berkla.
„Þetta er því veraleg fjölgun,“ sagði
Schulz.
„Yfir 2.000 hjúkranarkonur sækja
fólk heim og þær era bókstaflega að
drakkna í hjálparbeiðnum. Þöríin á að-
stoð er síðan enn að aukast og íjár-
hagstakmarkanir gera það að verkum
að okkur er ómögulegt að sinna öll-
um,“ sagði Schulz og kvað erfitt að
velja og hafna hveijum hjálpa skyldi.
i ‘Tunts
Túnis býður ekki aðeins upp á góða golfvelli.
Saga og menning, loftslag og staðsetning
landsins við Miðjarðarhafsströndina gera
Túnis ákaflega spennandi til heimsóknar.
► Hvernig væri að framlengja golfsumarið við kjöraðstæður?
► Búa á fyrsta flokks strandhótelum f þægilegum hita,
► borða góðan mat,
► leika golf á 4 góðum golfvöllum.
Ferðaskrifstofa Vesturlands býður upp á 10 daga golfferð til Túnis,
þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð.
Sagt eftir seinustu ferð:
Gestur Sæmundsson, Golfklúbbi Ólafsfjarðar:
Hafliði Pórsson, Golfklúbbnum Odda:
Haukur Þórisson, Golfklúbbnum Leyni:
Hörður Þórleifsson, Golfklúbbi Akureyrar:
Vilhjálmur Hjálmarsson, Golfklúbbi Reykjavíkur:
Golfvellirnir einstaklega skemmtilegir.
Öll þjónusta til fyrirmyndar.
Loftslagið ákaflega þægilegt.
Maturinn bæði góður og ríkulegur.
Sérlega áhugaverður menningarheimur.
Brottför 16. febrúar. Fararstjóri er Sigurður Pétursson, golfkennari.
Brottför 27. apríl. Fararstjóri er Sigurður Pétursson, golfkennari.
Verð kr. 113.800 á mann í tvíbýli að viðbættum flugvallarsköttum, innifelur:
Flug, fararstjórn, akstur, gistingu á fyrsta flokks hótelum,
hálft fæði, 7 vallargjöld og skoðunarferð til Karþagó.
Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323.
j - j j j
FERÐASKRIFSTOFA
VESTURLANDS
Síml 437 2323, fax 437 2321. Netfang travest@simnet.is