Morgunblaðið - 23.09.2000, Side 28
28 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Lgósmynd/Presslink
Barn leikur sér að því að gera sig rangeygt. Ekki geta 811 börn haft fulla
stjórn á því hvert augun leita.
Foreldra skortir
upplýsingar
New York. Reuters Health.
LATT AUGA er algengur augnkvilli
hjá bömum, en oft er hægt að laga
hann með því einu að nota augnlepp.
Margir foreldrar gæta þess aftur á
móti ekki að halda meðferðinni áfram
og telja ranglega að hún hafi annað-
hvort engin áhrif eða að það megi
fresta henni. Er þetta niðurstaða at-
hugana breskra vísindamanna.
Böm með latt auga (amblyopia)
hafa laka sjón á öðm auganu og því
verður að venja veika augað á að sjá
um sjónina. Er það gert með því að
leppurinn er látinn hylja heilbrigða
augað. Besti tíminn til að leiðrétta
kvillann er í bamæsku. Rannsókn á
57 bömum með latt auga, sem unnin
var af David Newsham við Háskól-
ann í Liverpool, leiddi í ljós að í yfir
50% tilfella vora foreldramir ódug-
legir við að láta böm sín vera með
augnleppinn.
Yfirleitt gerðu foreldramir sér
ekki ljóst mikilvægi meðferðar á
unga aldri til þess að koma í veg fyrir
varanlegan sjónskaða. Newsham
greinir frá niðurstöðum sínum í
læknaritinu British Journal of
Ophtahlmology. Þátttaka foreldra er
lykilatriði ef meðferðin á að gera
gagn og þess vegna skiptir öllu að
þeir viti um alla þætti kvillans, segir
Newsham.
Rannsókn hans leiddi í Ijós að í
flestum tilfellum skorti foreldra
þessa nauðsynlegu þekkingu og um
fjórðungur þeirra vissi ekki að ekki
er hægt að beita meðferðinni nema
upp að ákveðnum aldri. Segir News-
ham ennfremur, að upplýsa verði for-
eldra fyllilega um það hversu mikið
sé í húfi og að þeir verði að fylgja
meðferðinni til hlítar.
TENGLAR:
Optometrists Network: http://
www.children-special-needs.org/
American Academy of Ophthalmo-
logy: http://www.eyenet.org/-
public/faqs/amblyopia_faq.html
American Optometric Association:
http://www.aoanet.org/cvc-lazy-
eye.html
Hættara við sykursýki
New York. Reuters Health.
MEIRI hætta er á að böm eldri
kvenna, einkum framburar, fái syk-
ursýki á bamsaldri, að því er niður-
stöður nýrrar rannsóknar benda til.
í ljós kom að barni, sem 45 ára kona
eignaðist, var meira en þrefalt hætt-
ara við sykursýki en barni sem tví-
tug kona eignaðist.
Hærri aldur föður jók líka áhætt-
una nokkuð, þótt aukningin væri
ekki eins mikil, samkvæmt niður-
stöðunum, er birtar voru í British
Medical Joumal 12. ágúst. Þessi
uppgötvun kann að útskýra hvers
vegna sykursýki meðal bama hefur
farið vaxandi frá því á sjötta ára-
tugnum, að því er aðalhöfundur
rannsóknarinnar, dr. Polly J. Bing-
ley, við Háskólann í Bristol, tjáði
Reuters.
Fólk víða í heiminum er nú farið
að stofna fjölskyldu síðai' á ævinni en
áður var. Bingley og samstarfsfólk
hennar nefnir, að í Englandi og Wal-
es hafi hlutfall barneigna hjá konum
á aldrinum 20-24 ára minnkað úr
37% 1970 í 19% 1996. Á sama tíma
jókst hlutfall fæðinga hjá konum á
aldrinum 30-34 ára úr 15% í 28%.
Samkvæmt niðurstöðum Bingleys
kann frestun bameigna að útskýra
11% aukningarinnar á sykursýki
meðal barna.
Mikilvægi niðurstaðnanna er enn-
fremur það, að mati Bingleys, að þær
benda til þess að þættir í fæðingunni,
sem ekki era arfgengir, ráði ein-
hverju um ástæður þess að böm
verða sykursjúk og ef hægt væri að
greina nákvæmlega hverjir þessir
þættir era væri hægt að draga úr
hættunni.
Sykursýki meðal bama lýsir sér
með þeim hætti, að ónæmiskerfi
líkamans ræðst gegn frarnum sem
framleiða insúlín. Því kann að vera,
að einhver tengsl á milli ónæmis-
kerfis móðurinnar og bamsins séu
ástæðan, að mati Bingleys. Því velti
vísindamennirnir því fyrir sér hvort
Eitthvert af þessum nýfæddu bömum fær kannski sykursýki þegar
fram lfða stundir.
breytingar, er verði á ónæmiskerfi
móðurinnar þegar hún eldist, kunni
að hafa einhver áhrif á það hvernig
ónæmiskerfi barnsins þróast og lær-
ir að gera greinarmun á „aðskota-
hlutum“, sem því ber að ráðast gegn,
og eigin líkamsvefjum, sem ekki á að
ráðast gegn.
Streita og öndun
MAGNUS JOHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: Mig langar til að vita
hvernig ég get bragðist við mjög
leiðinlegum kvilla sem ég hef.
Hann lýsir sér með því að þegar ég
verð æstur eða stressaður er eins
og ég fái ekki nægt súrefni og ég
verð móður og andstuttur. Ég
missi líka einbeitingu sem er mjög
slæmt því þegar mikið liggur við
þarf ég á allri minni einbeitingu að
halda.
Svar: Við æsing eða streitu verður
aukin virkni eða starfsemi í þeim
hluta ósjálfráða taugakerfisins sem
nefnist adrenvirka taugakerfið.
Ósjálfráða taugakerfið heitir svo
vegna þess að við getum ekki
stjómað því með vilja okkar og það
skiptist í tvo meginhluta, kólínvirka
og adrenvirka kerfið. Ur taugaend-
unum losna taugaboðefni, sem
tengjast hinum ýmsu framum lík-
amans og hafa áhrif á starfsemi
þeirra, acetýlkólín er boðefnið í kól-
ínvirka kerfinu og noradrenalín og
adrenalín era boðefnin í adrenvirka
kerfinu. Ástand margra líffæra
eins og m.a. augna, hjarta og blóð-
rásar, lungna, meltingarfæra og
þvagblöðru ákvarðast að nokkru
leyti af jafnvæginu milli kólínvirka
og adrenvirka kerfisins hverju
sinni. Þegar við eram afslöppuð og
södd í ró og næði er kólínvirka
kerfið ríkjandi en við streituástand
eins og hræðslu eða reiði snýst
þetta við og adrenvirka kerfið verð-
ur ríkjandi.
Þegar líkaminn er í afslöppun
verður virknin í kólínvirka kerfinu
yfirgnæfandi og þá þrengjast ljós-
op augná, hjartsláttur verður hæg-
ur, öndun verður grann og róleg en
meltingarfærin starfa hins vegar á
fullu og þvagblaðran herpist sam-
an. Við streitu verður adrenvirka
Taugakerfið
kerfið ríkjandi og til viðbótar
taugaboðum streymir adrenalín úr
nýrnahettumerg út í blóðið og hef-
ur áhrif vítt og breitt um líkamann.
Þetta hefur þau áhrif að ljósop
augnanna stækka, hjartað slær
hratt og kröftuglega þannig að við
fáum hjartslátt, við verðum föl
vegna minnkaðs blóðstreymis í
húð, öndun verður djúp og hröð,
hreyfingar minnka í meltingarfær-
um og þvagblöðru, við svitnum í lóf-
um og iþum og á síðari hluta með-
göngu slaknar á legvöðvanum.
Ýmis af þessum áhrifum era vel
þekkt eins og t.d. að fá ákafan
hjartslátt við hræðslu eða aðra
geðshræringu, hvítna af reiði og
grípa andann á lofti.
Margt af þessu getum við not-
fært okkur til lækninga og fjölmörg
lyf verka með áhrifum sínum á
ósjálfráða taugakerfið.
Þekkt eru nokkur afbrigðileg
viðbrögð sem ekki passa við lýsing-
una að ofan og koma einstaka sinn-
um fyrir en frægast þeirra er
sennilega að pissa í buxurnar af
hræðslu. Annað afbrigðilegt við-
bragð er það sem bréfritari lýsir,
að verða móður og andstuttur við
streitu en þá er eðlilegra að öndun
verði djúp og hröð. Afleiðing af
þessari traflun á öndun er síðan
væntanlega að missa einbeitingu.
Langbesta ráðið sem hægt er að
gefa er að forðast æsing og streitu
eftir fremsta megni, ná betri tökum
á lífi sínu og losna þannig við þessi
óþægindi. Ef það gengur ekki
mætti reyna slökunarleikfimi, jóga
eða annað slíkt til að sjá hvort það
hjálpar. Ef allt annað bregst mætti
hugsa sér lyfjameðferð en ástandið
yrði að vera alvarlegt áður en slíkt
væri réttlætanlegt vegna hættu á
aukaverkunum.
Á NETINU: Nálgast má skrif
Magnúsar Jóhannssonar um lækn-
isfræðileg efni á heimasíðu hans á
Netinu. Slóðin er: http://
www.hi.is/-magjoh/
» Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn
um það sem þeim liggur á hjarta. Tckið er á
móti spurningum á virkum dögum milli
klukkan 10 og 17 ís(ma 5691100 og bréfum
eða sfmbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222.
Einniggeta lescndur scnt fyrirspurnir sínar
með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhanns-
sonar: elmag@hotmail.com