Morgunblaðið - 23.09.2000, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
UMRÆÐAN
Árni Arinbjarnarson.
Morgunblaðið/Kristinn
Orgeltónleikar
í Hallgrímskirkju
ÁRNI Arinbjamarson, organisti
Grensáskirkju, ieikur á tónleikum á
vegum Listvinafélags Hall-
grúnskirkju á morgun, sunnudag,
kl. 17.
Á þessu ári eru 250 ár síðan
Johann Sebastian Bach lést og af því
tilefni hefur tónlist hans verið fyrir-
ferðarmikil á dagskrá Listvinafé-
lagsins. Kantötur og óratóríur hans
hafa verið fluttar og organistar hafa
leikið verk hans á fjölmörgum org-
eltónleikum. Frá því í janúar hafa ís-
lenskir organistar komið fram á sér-
stökum orgeltónleikum sem
tileinkaðir em annars vegar verk-
um Bachs og hins vegar verkum ís-
lenskra tónskálda.
Á efnisskrá Árna eru fyrst þijú
verk eftir Bach, Prelúdía og fúga í
A-dúr, sálmforleikurinn „Wachet
auf, mft uns die Stimme“ (Vakna,
Síons verðir kalla) og Tokkata og
fúg-aíF-dúr.
Islensku orgelverkin eru Prelú-
día, kórall og fúga eftir Jón Þórar-
insson, sálmforleikurinn „Kær Jesú
Kristi“ og Fantasía og fúga eftir Jón
Nordal og verkið Introduktion og
passacaglia í f-moll eftir Pál ísólfs-
son.
Um íslensku verkin á efhisskrá
tónleikanna segir Ámi:
„íslensku verkin em eftir þijá
fyrrverandi kennara mína frá náms-
ámnum í Tónlistarskólanum í
Reylg'avík. Prelúdía, kórall og fúga
samdi Jón Þórarinsson árið 1954 og
tileinkaði Páli ísólfssyni. Lærði ég
þetta verk þegar ég var í námi hjá
Páli Isólfssyni og lék ég það m.a. á
lokaprófi mínu frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík.
Fantasía og fúga eftir Jón Nordal,
samin 1954, hefur ekki verið á tón-
leikaskrá hér síðan dögum Páls fs-
ólfssonar en hann lék þetta verk og
frumfiutti. I einum tímanum hjá Páli
rétti hann mér handritið af þessu
verki og sagði: „Æfðu þetta ein-
hvem tímann og spilaðu það.“ Ætla
ég nú að reyna að uppfylla það.
Introduktion og passacaglia er
eitt af stóm orgelverkunum eftir
Pál ísólfsson, hitt er Chaconnan.
Hér notar Páll orgelið til hins ýtr-
asta enda þekkti hann framar öðr-
um möguleikaþess. Inngangurinn
stórbrotinn og ftjáls í formi og pas-
sacaglían með stefið í bassalínunni
sem byggt er meistaravel ofan á.“
Ámi Arinbjamarson lauk burt-
fararprófi í fiðluleik frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík árið 1956 og
var kennari hans þar Björn Ólafsson
fiðluleikari. Þá lauk hann burtfarar-
prófi í orgelleik ánð 1960. Kennari
hans var dr. Páll ísólfsson dómorg-
anisti. Árai stundaði framhaldsnám
i fiðluleik og orgelleik f Lundúnum
1957-1958. Hann starfaði sem fiðlu-
leikari í Sinfóníuhljómsveit íslands
frá 1960-1996. Hann er nú kennari í
fiðluleik við Nýja tónlistarskólann
og orgelleikari við Grensáskirkju í
Reyjavík.
Olöf Birna Blöndal sýnir
í Galleríi Reykjavík
ÓLÖF Biraa Blöndal opnar einka-
sýningu í sýningarsal Gallerís
Reykjavíkur í dag, laugardag, kl.
15.
Ólöf Birna sýnir að þessu sinni
röð landslagsmynda. Inntak hluta
verkanna er sótt til Mývatns- og
Möðrudalsöræfa með áherslu á
birtu og litaskil í nátttúrunni.
Ólöf Birna hefur ennfremur
fengist við að teikna og mála ýmsa
einstaklinga. I tilefni fimmtíu ára
afmælis Egilsstaða árið 1997 var
haldin sýning á verkum Ólafar
Birnu af 50 Egilsstaðabúum.
Hún hefur einnig myndskreytt
nokkrar bækur, má þar nefna
„Blítt og strítt", þættir úr Mjóafirði
eftir Vilhjálm Hjálmarsson, mynd-
skreytingar við sögu Eiðaskóla o.fl.
Síðastliðin 15 ár hefur Ólöf Birna
nær eingöngu helgað sig myndlist-
inni. Hún er ein af stofnfélögum
Myndlistarfélags Fljótsdalshéraðs,
meðlimur í Félagi íslenskra mynd-
listarmanna (FÍM) og Sambandi ís-
lenskra myndlistarmanna (SIM).
Ólöf Birna hefur haldið fjölda
einkasýninga á Austurlandi og tek-
ið þátt í fjölmörgum samsýningum.
Sýningin er opin virka daga
kl.13-18, laugardaga kl.11-17 og
sunnudaginn 24. september (annan
sýningardaginn) er opið kl. 14-17.
Sýningunni lýkur laugardaginn
7. október.
y<JA-2000
Laugardagur 23. september
USTASAFN REYKJAVÍKUR KL. 14
cafe9.net
WWCA CONTinENT, gagnvirk sýning
listaverka eftir 20 listamenn frá
Frakklandi, Finnlandi og Belgíu. Boð-
ió er upp á umræður og er mögulegt
aó koma með fýrirspurnir frá öðrum
borgum inn íþær. Radiolab/E. S. Ei-
de, hljóðlistamenn frá Bergen og
Brussel spila saman yfir vefmn. Einn-
ig er boðið upp á verkstæði alla laug-
ardaga þarsem fólk vinnur við að
búa til efni fyrir fjölbreytt verkefni ca-
fe9.net.
www.cafe9.net
www.reykjavik2000.is - wap.olis.is
Skattlagn-
ing og efnahagnr
SJÓNARMIÐ sjáv-
arútvegsráðherra um
skattastefnu gagnvart
E vrópusambandsríkj -
um hafa vakið athygli
og umræðu. Þau eru í
fullu samræmi við ríkj-
andi skoðanir innan
okkar flokks. Við vilj-
um gjama nýta þau
tækifæri sem fólgin eru
í efnahagslegum styrk
og stöðugleika og góðri
stöðu rfkisfjármála til
að draga úr skatt-
heimtu og skapa þann-
ig á íslandi starfsum-
hverfi sem er aðlaðandi
fyrir atvinnustarfsemi
sem ekki er staðbundin af öðrum
ástæðum. Umsvif slíkra fyrirtækja
fai'a nú mjög vaxandi og því rík
ástæða til að bregðast við vaxandi
hlut þeirra í efnahagsumsvifum og
atvinnustarfsemi okkar heimshluta.
Við erum ekki einangruð frá þeim
hraðfara breytingum sem nú gerast
í efnahagslífi og atvinnumöguleik-
um.
Minni jaðarskatta
Skattar fyrirtækja og atvinnu-
staifsemi eru ekki einangrað fyrir-
bæri, og fleiri álitaefni eru uppi.
Ákvæði skattalaga og annarra laga
um bætur og lífeyri úr almanna-
tryggingum um skerðingu vegna
annarra tekna, tekna maka, jafnvel
vegna eigna hafa gríðarlega neikvæð
áhrif. Heildaráhrif skattskyldu
tekna og skerðinga lífeyris og bóta,
nefnd jaðarskattar, eru oft hent á
lofti í umræðum um kjör lífeyris-
þega, ungra foreldra og ungs fólks í
húsnæðiskaupum. Að vísu virðast þá
flestir líta hjá persónuafslættinum -
enda sýnast þá jaðarskattar hærri.
Mjög eftirsóknarvert er að skapa
fyrirtækjum og atvinnulífi starfsum-
hverfi sem stenst fylli-
lega samanburð við
grannlöndin. Það laðar
til sín atvinnutækifæri
og leggur grunn að
efnahagslegum styrk
og stöðugleika, sem er
grundvöllur góðrar af-
komu fólks og stað-
bundinnar starfsemi.
Hinu má þó ekki
gleyma að allan þenn-
an áratug hefur verið
rætt um þau efnahags-
leg markmið að lækka
skatta á almennar
tekjur og draga úr
áhrifum jaðarskatta.
Ríkar ástæður eru til
að við það verði staðið. Þær eru að
þannig verða bætt kjör þjóðfélags-
hópa sem minnst bera úr bítum og
verða fyrir tvöföldum áhrifum
ákvæða í skattalögum og almanna-
tryggingalögum vegna viðmiðana
um tekjumörk og eignamörk sem
gilda bæði um skattskyldu tekna og
skerðingu lífeyris og bóta. Við ger-
um okkur flest grein fyrir því að á
öðrum tímum var nauðsyn að beita
skerðingum og hækka skatta. Nú er
hins vegar færi til að draga úr,
minnka og leggja af skerðingar og
lækka almenna skatta. Þannig færi á
að nýta.
Skattar og þensla
Við verðum að gæta efnahagslegs
stöðugleika og forðast verðbólguvít-
in. Aldrei má það gerast aftur að
sparifé og lifeyrisspamaður fólks
brenni upp ásamt rekstrarfjármun-
um atvinnulífsins.
Viðbrögð Framsóknarflokksins
við sjónarmiðum sjávarútvegsráð-
herra voru mjög athyglisverð og
neikvæð. Ég tel að lagfæring á þess-
um ákvæðum í skattalögum og al-
mannatryggingalögum verði ekki sá
Alögur
Mér sýnist bæði lag og
ástæða, segir Árni
Ragnar Arnason, til að
lækka skatta á
almennar tekjur.
þensluvaldur sem hann vildi telja.
Hér er ekki um að ræða þá þjóðfé-
lagshópa sem hafa valdið þenslu á
undanfórnum misseram. Hagtölur
benda ótvírætt til hinna tekjuhæm,
og aðgerðir af þessu tagi munu ekki
breyta miklu þar um. Sú neysla og
fjárfestingar hafa verið fjármagnað-
ar með lánsfé og nú sýnist fólk hafa
aftur náð þeim mörkum í skuldsetn-
ingu sem tekjuhækkanir þola.
Einhverjum kann að vera hulin
ráðgáta að bætt kjör hinna tekju-
lægi-i hafi ják\æð efnahagsleg áhrif.
Það má þó rekja í hagtölum. Bætt
kjör þeirra með þessum hætti hafa
minni áhrif til þenslu eða verðhækk-
ana en almennar launahækkanir
hinna tekjuhærri. Ástæður þess
kunna að vera varfærni hinna tekju-
lægri í skuldsetningu og að hinir
tekjuhærri era miklu áhrifameiri á
efnahagslega mælikvarða.
Mér sýnist bæði lag og ástæða til
að lækka skatta á almennar tekjur
og draga úr skerðingum tekju- og
eignatenginga á lífeyri og bætur til
að bæta kjör hinna tekjulægstu í
þjóðfélaginu. Það á að fara saman
við mótun nýrrar stefnu í skattlagn-
ingu atvinnufyrirtækja, niðurfell-
ingu hátekjuskatts og afnám mis-
mununar í skattlagningu á
sambærilegar tekjui'.
Höfundur er aIþingismaður.
Eru fjármálafyrirtækin
óháð í sínum greiningum?
ÉG ER einn af
þeim sem fjárfesti i
hlutabréfum. Mark-
mið mitt með kaupun-
um er að fá sem
hæsta ávöxtun á pen-
ingana mína til
skemmri og lengri
tíma. Líklega er það
markmið flestra sem
fjárfesta í hlutabréf-
um, innlendum sem
erlendum, þó svo að
vissulega geti önnur
markmið legið að baki
t.d. áhrif í einstökum
félögum. Ríkið hefur
hvatt fólk til að fjár-
festa í íslenskum at-
vinnurekstri með því að veita þeim
sem það gera skattaafslátt sem er
að mínu mati gott mál.
Um daginn þegar ég las Morg-
unblaðið 12. september sl. vakti
fyrirsögnin „Gert ráð fyrir lækk-
andi hlutabréfaverði" athygli mína.
Þetta voru ekki góðar fréttir fyrir
mig þar sem ég vil að mín hluta-
bréf hækki. Við lestur greinarinn-
ar kom í ljós að verið var að vitna í
Mánaðarskýrslu viðskiptastofu
Landsbanka íslands, en slíkar
skýrslur koma reglulega frá grein-
ingardeildum flestra banka. Sem
áhugamaður um þessi mál skaut
upp þeirri hugsun hvort það væri
viðunandi að bankarnir gætu kom-
ið með svona yfirlýsingar út á
markaðinn. Þær geta haft veruleg
áhrif á ákvarðanir fólks og hvatt
það til að kaupa eða selja ákveðin
hlutabréf. Það væri svo sem í góðu
lagi ef bankarnir
væru ekki sjálfir að
kaupa hlutabréf með
sama markmiði og ég
- að græða peninga!
Sú spurning hlýtur
þvi að vakna hvort
bankar og fjármála-
fyrirtæki noti grein-
ingardeildir sínar til
að koma með skilaboð
á markaðinn í nafni
sérfræðiþekkingar á
sama tíma og þeir
sjálfir spila stórt hlut-
verk sem fjárfestar á
hlutabréfamarkaðn-
um? Með því móti
geta þessi fyrirtæki
haft veruleg áhrif á verð hluta-
bréfa (gegnum áhrif á framboð og
eftirspurn) á sama tíma og þau
kaupa og selja út á eigin reikning
og hagnast þannig á öllu saman.
Þarna virðist vera brotalöm og
vanta leikreglur. Þó svo að það sé
eðlilegt að bankar og fjármálafyr-
irtæki hafi greiningardeildir og
reyni að leggja mat á þróun og
markaðshorfur á hlutabréfamark-
aði, mega þau að mínu mati ekki
opinbera mat sitt með svo afger-
andi hætti meðan þeir sitja beggja
vegna borðsins.
Undanfarið hafa fjölmiðlar opn-
að fyrir aðgang sérfræðinga banka
og fjármálafyrirtækja að sér. Sér-
fræðingar þessir koma fram í
nafni traustra fjármálafyrirtækja
með hinar og þessar getgátur (oft
misjafnlega rökstuddar) um hegð-
un markaðarins, án þess að þurfa
Fjármál
Yfírlýsingar banka og
fjármálafyrirtækja eru
eitt helsta stýritækið,
segir Jóhann Kristjáns-
son, á kvikum hluta-
bréfamarkaði.
svo mikið sem standa við nokkuð
af því sem þeir segja. Þó geta þær
haft veruleg áhrif á kaup- og sölu-
hegðun almennings og því er
gagnrýnin umræða á opinberum
vettvangi nauðsynleg.
Ég þekki það af eigin raun að
sjóðstjórar og sérfræðingar fjár-
málafyrirtækja á
hlutabréfamarkaðnum fara yfir-
leitt varlega í að gefa ráð þegar
þeir eru spurðir hvað eigi að
kaupa eða selja hverju sinni enda
erfitt að ráðleggja á þessu sviði.
Yfirlýsingar banka og fjármálafyr-
irtækja era eitt helsta stýritæki á
kvikum hlutabréfamarkaði. Ég
skora því á fulltrúa þessara fyrir-
tækja að misnota ekki stöðu sína
og fara varlega í yfirlýsingar á op-
inberam vettvangi og fjölmiðla að
halda vöku sinni og gagnrýni í
þessum efnum.
Höfundur er rekstrarhagfræðingur.
Jóhann
Kristjánsson