Morgunblaðið - 23.09.2000, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 43
UMRÆÐAN
„DRAUMAPILLAN“
EF lyfjaframleið-
endur gætu framleitt
pillu sem gerði allt í
senn þ.e. lækkaði
blóðþrýsting, drægi
verulega úr hættunni
á að fá hjarta- og æða-
sjúkdóma og ýmsar
tegundir krabba-
meina, lækkaði heild-
arblóðfitu og blóð-
þrýsting hjá mörgum,
auðveldaði þyngdar-
stjórnun, drægi úr
hættunni á beinþynn-
ingu og bjúmyndun í
fótum, auk þess að:
Hilmar Björnsson
bæta svefn og auka al-
mennt þol og starfs-
getu, þyrftu þeir ekki
að hafa áhyggjur af af-
komunni í framtíðinni.
Þessi pilla er því
miður ekki til, en það
er til ráð til þess að ná
fram sömu verkan og
draumapillan hefði.
Rannsóknir Hjarta-
verndar hafa leitt í ljós
helstu áhættuþætti
hjarta- og æðasjúk-
dóma. Þær hafa sýnt
fram á að þú getur sem
einstaklingur með lífs-
stíl þínum náð fram svipuðum áhrif-
um. Það er nefnilega þannig að
hreyfing (þjálfun) hefur veruleg
áhrif á alla framangreinda þætti, og
það jákvæða er að þessi hreyfing
þarf ekki að vera neitt verulega
mikil. Rannsóknir sýna að tveggja
til þriggja tíma hreyfing á viku er
nægjanleg til þess að ná fram þess-
um jákvæðu þáttum. Minni hreyf-
ing er af hinu góða en aðalatriðið er
að hreyfmgin sé reglubundin.
Hvaða hreyfíngu erum
við að tala um?
1. Hreyfingu sem eykur hjart-
slátt og súrefnisflæði um líkamann.
Hreyfing
Rannsóknir sýna segír
Hilmar Björnsson, að
tveggja til þriggja tíma
hreyfíng á viku er
nægjanleg til þess að ná
fram þessum
jákvæðu þáttum.
Dæmi um slíka hreyfingu er að
ganga (skokka), hjóla, synda,
skauta, ganga á skíðum, stunda al-
menna líkamsrækt, auk ýmissa
daglegra starfa eins og að vinna í
garðinum, mála húsið, moka snjó
o.s.frv.
2. Styrkjandi og liðkandi æfingar.
Almenn leikfimi með styrktaræfi k
ingum og teygjum, líkamsrækt með
lóðum og tækjum.
Hér eru tekin dæmi um jákvæða
hreyfingu sem flestir geta stundað
óháð efnahag og aldri.
Það er ekki tilviljun að hreyfing
varð fyrir valinu sem þema fyrsta
alþjóðlega hjartadagsins sem hald-
inn verður um allan heim á morgun
hinn 24. september.
Sænskt máltæki segir: „Farið út
að ganga með hundinn, þótt þið eig-
ið engan."
Höfundur er íþróttafræðingur og
stjómarmaður í Hjartavemd.
kallar
'
..
Fjölhæfari og þægilegri fjölskyldubíU
% ý. v
, J,-
■
Renault Scénic RT
21.198,
á mánuði*
íifciteJiS®
Verð 1.738.000,- 5 dyra - 5 gíra - 1600cc - 4 loftpúðar - abs bremsur ■
fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar
Renault Seénic RT sjálfskiptur
22.460,-
á mánuði*
Verð 1.838.000,- 5 dyra - 4 þrepa sjálfskipting - 1600 cc - 4 loftpúðar - abs
bremsur - fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar
Renault Scenic RX4
29.134,-
á mánuði*
Verð frá 2.390.000,- 5 dyra - 5 gíra - 2000cc - 4 loftpúðar - abs bremsur -
fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar
Söludeild 575 1220
*meðalgreiðsla á mánuði miðað við 25% útborgun (t.d. notaðan bíl) og afganginn á 84 mánuðum.
Prófaðu Renault Scénie til að svara kalli fjölskyldunnar um þægilegri
bíl sem hægt er að aðlaga sérlega vel að hverri ferð fyrir sig.
1
RENAULT