Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Stækki þorskstofninn þarf að draga úr loðnuveiðum ÞETTA var fyrir- sögn fréttar í DV 9. sept. 1996, en þar var sagt frá ráðstefnu um fjölstofnarannsóknir á vegum Hafrannsókna- stofnunar. Þar var orð- rétt haft eftir Hjálmari Vilhjálmssyni fiski- fræðingi: „Það er stað- ífejmd sem lengi hefur verið kunn, að þorsk- urinn lifir að stórum hluta á loðnu. Til að mynda lifir hann nær eingöngu á henni yfir veturinn. Við sáum það á árunum upp úr 1980 og 1990, þegar lítið var um loðnu, að mjög dró úr meðal- þyngd þorsks. Það virðist sem hann geti ekki bætt sér upp loðnuskort- inn. Þess vegna liggur það í augum uppi, að stækki þorskstofninn þurf- um við að sjá til þess að hann hafi næga loðnu, og það getum við ekki nema draga úr veiðunum." Eins og flestum er kunnugt er Hjálmar Vil- Sjálmsson fremsti loðnusérfræðing- ur okkar Islendinga, og hefur hann varpað nýju ljósi á lífsferil og göng- ur hennar. I bók sinni „Islenskir fiskar" (2. útg. 1992) segir Gunnar Jónsson m.a. um fæðu þorsksins: „Þorskur- inn er mjög gráðugur fiskur, og má segja að_ hann éti allt sem að kjafti kemur. í mögum þorska hafa fund- ist flestir ef ekki allir hópar dýra.“ Nokkru síðar segir Gunnar: „Lang mikilvægasta fæðan fyrir fullorðinn orsk (50-90 cm) er loðna.“ Einnig etur Gunnar þess að loðnan sé al- geng á matseðli ýsunnar og fleiri fiska svo sem stórufsa, stórakarfa, grálúðu og lúðu. Þá segir Gunnar, að loðnan sé ofsótt og elt af hvölum, selum og fuglum og á síðari tímum hafi maðurinn bæst í hóp óvina hennar og gerst stórtækur. í bókinni „Fiskarn- ir“ (1926) segir Bjarni Sæmundsson bæði fróðlega og fjörlega frá græðgi þorsksins og því sem fundist get- ur í stórum þorsk- maga, m.a. segir hann: „Einkum heillar loðn- an hann mjög og þegar hann eltir hana, gætir hann oft lítið að því hvert stefnir og hleyp- ur á eftir henni alveg upp að fjörum, en þar getur brimið tekið hann og kastað honum unnvörpum upp á land og gerist slíkt oft hér á suðurströndinni á útmánuðum, einkum á söndum Skaftafells- og Rangárvallasýslu. Treður hann þá magann oft svo út að hann verður þunnur og gegnsær eins og líknar- belgur, enda hefur hann þá gleypt þessa fiska tugum og jafnvel hundr- uðum saman, eftir því hve stór hann er sjálfur og maginn rúmar mikið. A vetrarvertíð má telja 100-160 full- vaxnar loðnur í þorski af vanalegri stærð við suðurströndina og við Langanes hafa verið taldar 267 smáloðnur (um 10 cm langar) úr einum þorskmaga í júli, og auk þess var í honum töluvert af rauðu rnauki." Einnig segir Bjarni: „Óvin- ir loðnunnar eru margir. Hvar sem hún er á ferðinni, svo að nokkru muni, elta hana fuglar, selir, hvalir og fiskar: hvítfugl ýmiskonar, eink- um rita og súla, smáhveli eins og hnísur, skíðishvalir, einkum hrefna og langreyður, og svo þorskur, ufsi og fleiri fiskar. Er þetta fyrirbæri oft ærið stórfenglegt við S-strönd- ina á útmánuðum, þegar loðnutorf- urnar ná yfir svæði sem skifta mfl- um á lengd og nefnist þar sflferð." Um hrygningu loðnunnar segir Gunnar Jónsson í bók sinni: „Loðn- Haukur Ragnarsson Loðnuafli íslendinga og heildar þorskafli á Íslandsmíðum, árin 1964-1998 1.400 Þúsund tonn--------------......—.... 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 1998 Fiskveiðar Sú spurning hlýtur að vakna, segir Haukur Ragnarsson, hvort þessi gífurlega aukning loðnuaflans valdi ekki heilmikilli röskun í líf- 7 ríki sjávarins við Island. an hrygnir eggjum sínum á botninn og límast þau þar við steina og skeljabrot og liggja oft í mörgum lögum. Eggin eru lítil, eða um 1 mm í þvermál, rauðgul á lit og fjöldi þeirra um 30-40 þúsund. Hrygning fer fram allt frá fjöruborði og niður á 70-80 m dýpi. Klakið tekur um 3 vikur, og er lirfan um 5 mm við klak. Ýmsir fiskar éta loðnuhrognin, t.d. ýsa, þorskur o.fl. tegundir." Bæði Gunnar og Bjarni segja að dauði loðnunnar sé því sem næst alger að lokinni hrygningu. Má því ætla að hún sé að hluta til mikilvæg fæða ýmissa þeirra botndýra sem eru hræætur, en að öðrum hluta leysist hún upp í frumefni sín, og sé þannig allmikilvægur hlekkur í næringar- og lífkerfi sjávarins við suður- og vesturströndina og jafnvel víðar. Þessum þremur fiskifræðingum, sem hér hafa verið til nefndir, ber saman um það, að loðnan sé að stór- um hluta aðalfæða þorsksins og jafnframt mikilvæg fæða margra annarra nytjafiska. Segja má að hér við land hafi loðna nær eingöngu verið veidd til beitu fram undir miðjan sjöunda áratuginn, og það var ekki fyrr en stórslátrun norsk- íslenska síldarstofnsins var lokið (að því er virðist í árangursríkri samvinnu beggja þjóðanna) að veruleg sókn hófst í íslenska loðnu- stofninn. Á mynd sem fylgir grein- arkorni þessu má sjá línurit sem sýna loðnuafla íslendinga á árunum 1964 til 1998 og þorskafla á íslands- miðum á sama tímabili. Þótt veru- legar sveiflur hafi verið í loðnuveið- inni hefur hún í heild sinni aukist gífurlega (Brotnu línurnar sýna í hvaða horf hefur stefnt um afla- brögð). Árið 1964 nam veiðin aðeins 8.640 tonnum, en komst árið 1997 upp í 1.313.624 tonn. Á sama tíma hefur þorskveiðin í heild sinni stöð- ugt dregist saman svo sem glöggt má sjá af línuritinu. Sú spurning hlýtur að vakna í huga margra, hvort þessi gífurlega aukning loðnuaflans úr nánast engu upp í milljón tonn og meira, valdi ekki heilmikilli röskun í lífríki sjáv- arins við Island. Það hlýtur að muna um minna. Við þetta bætist sú stað- reynd að afleiðing hvalveiði- bannsins er vaxandi hvalastofn, sem tekur til sín ómældan skerf af ýms- um svifdýrum og fiskum, og þá ekki síst af loðnunni. I ljósi ummæla þeirra þriggja ágætu fiskifræðinga sem að framan getur virðist leikmanni einsýnt að eitthvert samband hljóti að vera milli aukins loðnuafla og síminnk- andi þorskafla. Árið 1996 var talið að þorskstofninn væri í vexti, og hefði því verið eðlilegt að taka mið af áliti Hjálmars Vilhjálmssonar og draga úr loðnuveiðunum. Það var ekki gert. Bæði það ár og næsta urðu metár í loðnuafla eins og sjá má af línuritinu. I riti Hagstofunn- ar, Utvegur 1998, segir að árið 1996 hafi fiskiflotinn stækkað mjög mikið í brúttórúmlestum, aðallega vegna kaupa á loðnuskipum. Það var óheppileg tilviljun. Það ár og næsta fór loðnuaflinn vel yfir milljón tonn. Kann að vera, að við séum að súpa seyðið af því um þessar mundir? Ár- ið 1998 nam loðnuafli íslendinga 748.503 tonnum og var meðalverð þess afla 7,16 kr./kg. Sama ár nam þorskaflinn 241.545 tonnum og var meðalverðið til útgerðar 88,48 kr./ kg. Hvert þorskkíló var þá 12-13 sinnum verðmætara en loðnukflóið. Verðmunur á fullunnum þorsk- og loðnuafurðum er miklu meiri, svo að ekki sé nefnd sú atvinna í landi sem þorskurinn skapar. Hér er um gíf- urleg verðmæti að tefla fyrir þjóð- arbúið. Höfundur er skógfræðingur og elli- lífeyrisþegi. Unnin orrusta en tapað stríð? HÁTT hefur borið í fréttum upp á síðkast- ið að fíkniefnalögregl- an sé búin með „yfir- vinnukvóta" sinn. Það er ekki laust við að þegar slíkar fréttir heyrast að maður leiði hugann að milljarði einum sem framsókn- arflokkurinn lofaði til baráttunnar gegn fíkniefnum fyrir síð- ustu kosningar. Hvar er hann nú? Mér finnst ómögu- legt að stjórnmála- jjaenn geti endalaust baðað sig í ljóma kosningaloforða án þess að nokkuð verði úr efndum. Verra er að fjölmiðlar þessa lands skuli ekki fylgjast betur með efndum slíkra loforða. Raunin verður því miður allt of oft sú að þegar fjölmiðlamir spyrja stjórnmálamenn um slíkar efndir tekst pólitíkusum yfirleitt að snúa út úr spurningum þeirra með því að svara með almennum og innihaldslausum frösum um að „verið sé að skoða málið“, „þessi mál séu nú flókin", „þessi mál séu við- kvæm og erfið úr- lausnar" o.s.frv. En aldrei er nokkuð gert til þess að vinna í málunum og leysa þau. Og er það ekki einmitt hlutverk stjórnmálamannanna að takast á við erfið og flókin mál? Það má líka minna á að fjöl- miðlunum ber skylda til að fylgjast með að- gerðum stjórnmála- manna og efndum lof- orða. En komum þá að öðru. I augum framsóknarmanna er fíkniefnavandinn metinn á millj- arð. Hvers konar siðferði er það? Og hvers konar siðferði liggur að baki því að draga úr baráttunni við eiturlyfjasala? Forvarnir og með- ferð við fíkn eru vissulega þættir í baráttunni við fíkniefnin en það breytir ekki þeirri staðreynd að hér á landi ganga margir eitur- lyfjasalar lausir. Við vitum að lög- regla og tollgæsla sinna skyldum Ingimar Helgason Fíkniefnalögregla Fyrir næstu kosningar eiga framsóknarmenn, segir Ingimar Helga- son, eflaust eftir að vitna í milljarðinn sinn og tína til fjölmörg at- riði sem hann hefur verið notaður til. sínum eftir mætti. En það er sann- gjörn krafa að stjórnvöld reyni frekar að efla þessa baráttu en að draga úr. Á þriðjudaginn var fannst mikið af e-töflum á farþega í Leifsstöð sem var reyndar á leiðinni annað. Það er auðvitað gleðilegt þegar tekst að koma í veg fyrir eitur- lyfjasmygl af einhverju tagi. En ég óttast mjög að yfirvöld eigi eftir að nota þennan tilviljunarkennda fund til að slá sig til riddara og hrósa sigri í stríðinu við eitur- lyfjasalana. En þessi fundur er ekki meira en ein lítil orrusta. í stríðinu sjálfu hafa eiturlyfjasal- arnir því miður betur. Og svo mun verða þangað til stjórnvöld taka sér tak, viðurkenna vandann og fara að berjast gegn honum með öðru en innantómum slagorðum. Það þurfa fjölmiðlar líka að gera. Fyrir næstu kosningar eiga framsóknarmenn eflaust eftir að vitna í milljarðinn sinn og tína til fjölmörg atriði sem hann hefur verið notaður til. En núna þegja þeir þunnu hljóði. Því verð ég að spyrja: Hvað eruð þið að gera? Hvað ætlið þið að gera? Höfundur er íslenskunemi. Yolæði stjórn- arliðsins ÞESSA dagana vol- ar félagsmálaráðherra yfir því að skuldir vegna húsnæðismála- lána til félagskerfisins á Vestfjörðum falli á ríkissjóð, því að sveit- arstjórnir geti ekki staðið við skuldbind- ingar sínar þar vegna fámennis eftir að fólkið hefir verið hrakið burt af svæðinu vegna kvótaleysis. Kemur nú vel á vondan. Hann fær enga samúð því að hann er ábyrgur fyrir ástandinu, þ.e. eyðingu Kvótinn Ofbeldi stjórnarliðsins, — — segir 0nundur Asgeirs- son, kemur greinilegast fram í aðförinni að byggðarlögunum á Vestfjörðum, allra fiskibyggða á Vestfjörðum sem nú er þegar langt á veg komin, en allir Vestfirðir eru allt í einu fluttir í hans kjördæmi og í hans ábyrgð. Kvótinn 2000/2001 var gefinn út 1. sept. í 18. sinn. Nú 316.000 þíg.- tonn alls, en þar af til 25 stærstu út- gerðarfélaganna 206.000 tonn, eða % hlutar allra veiðiheimilda. Sé kvótinn reiknaður þeim á sama verði og þeir selja öðrum, segj- um 100 kr./kg, nemur árlegur styrkur til sjávarútvegsins 31,6 milljörðum en þar af fá þessir 25 stærstu 20,6 milljarða í styrk á ár- inu. Á 18 árum næmu þessar tölur 569 mil- ljörðum í heild, en þar af 371 milljarði til þeirra 25 stærstu. Pró- fessorarnir við háskól- ann, með trúð forsæt- isráðherrans í fararbroddi, dreifa því út um öll lönd, að þetta sé ekki styrkur, því að hann sé ekki borgaður út. Hann er nefnilega að- eins í fríðu, samkvæmt ofbeldis- ákvörðun Alþingis allra íslendinga. Það er sýnilegt að allir Islendingar eru ekki jafn jafnir fyrir lögunum. Á Alþingi Islendinga gildir ekki lýð- ræði, heldur ofbeldi meirihlutans eða þeirra sem mynda slíka klíku á hverjum tíma. Það er sýnilega betra að vera með í meirihlutanum. Það sýnir dáðleysi kjósendanna að þetta skuli vera þolað, en það kemur ekki fram í kosningum eða skoðanakönn- unum að kjósendur séu óánægðir með þessa framkvæmd. Þeir eru jafnvel ennþá að kjósa Framsókn, þótt sá flokkur sé stefnulaus og mesti klíkuflokkur allra tíma, en þingmaður þeirra orðaði klíkust- efnu þeirra þannig fyrir nokkrum árum þannig: „Hvað varðar mig um þjóðarhag?“ Þetta mátti þá nefna 0nundur Ásgeirsson ■ 1 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.