Morgunblaðið - 23.09.2000, Page 62

Morgunblaðið - 23.09.2000, Page 62
62 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 >------------------------------ MORGUNBLAÐIÐ Ljóska MAAM7I PON T UNPER5TANP TMI5 FIR5T Ql/f 5TI0N..WHICH OCEAN ARE UJE STUPYIN6? Fröken, ég skil ekki fyrstu spurninguna. Hvaða úthaf erum við að fást við? 5PEClFlc)(uJHATEVER^ j meira kyrrahafs? Nákvæmari. Eða þannig. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sólvangur, kyrrð og ró Frá Guðrúnu Emilsdóttur: KYRRÐ og ró, það er það sem við viljum hafa innan dyra og utan á sjúkrastofnun. Því til stuðnings má nefna nýja og glæsilega líknar- deild, sem Oddfellow-reglan kom á fót með miklum glæsibrag. Deild- inni var valinn staður við Kópavog. Og hvað var það sem réð staðarval- inu? Það var fallegt umhverfi, græn tún - kyrrð og ró. Það má segja að í dag sé Sólvangur líknardeild. Þangað fer enginn inn án strangs vistunar- mats fyrir sjúkrarými. Það á jafnt við, hvort sem um skammtímadvöl er að ræða eða vistun til lengri tíma. Þjónustuhópur aldraðra sér um vistunarmatið í samræmi við lög sem sett voru á Alþingi 1. júní 1989. Aður hafði starfað á Sólvangi þjónustuhópur, sem var stofnaður 1975 af þáverandi yfirlækni og hjúkrunarforstjóra Sólvangs. Það var fyrsti þjónustuhópurinn sinnar tegundar hér á landi. Sólvangur var vígður 25. október 1953. Þá voru stórhuga menn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Þá var nóg pláss á Sólvangi bæði utan dyra og innan. Eftir það var farið að kalla svæðið Sólvangssvæðið og það eyrnamerkt öldruðum. Margt hefur breyst á tæpum 50 árum. Bærinn hefur stækkað og þörfin fyrir hjúkrunarrými stór- lega aukist. Sólvangur hefur einnig breyst frá því að vera bæði dvalar- og hjúkrunarheimili í það að vera eingöngu sjúkrastofnun. Arið 1986 samþykkti bæjar- stjórn Hafnarfjarðar einróma að stækka Sólvang. I framhaldi af því var svo samþykkt ný viðbygging til norðurs. Þar átti að verða rými fyrir 40 til 50 sjúklinga. Þar átti líka að verða aðstaða fyrir aðra þjónustu, svo sem sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Einnig var gert ráð fyrir æfingasundlaug í þessari við- bótarbyggingu. En þessar fram- kvæmdir hafa látið á sér standa og örlar ekki á þeim enn í dag. En þótt við hefðum þessa fyrir- huguðu viðbygginu til afnota í dag gætum við ekki fjölgað vistmönn- um. Þeir eru nú tæplega 90 og búa við mikil þrengsli, sem standast hvergi nærri þær kröfur sem nú- gildandi lög gera ráð fyrir. Til þess vantar hvorki meira né minna en tíu fermetra fyrir hvern sjúkling eða um 900 fermetra samtals. Þessi þrengsli há starfsemi Sólvangs verulega og koma þau hvað harðast niður á vistmönnum. Það er því komið harkalega aftan að vistmönnum og starfsfólki Sól- vangs með nýrri samþykkt um að byggja á lóðinni okkar skóla fyrir um 700 börn á aldrinum tveggja til sextán ára, auk íþróttahúss og sundlaugar. Það á aldrei að valta yfir aðra, allra síst sjúka og aldr- aða sem ekki geta varið sig. Þess vegna segjum við einum rómi nei! Það fer engan veginn saman að hafa skólabjölluhringingar tvisvar á klukkustund og leikvöll með ærslum og hávaða fram á nótt við húsgaflinn á sjúkrastofnun. Sama máli gegnir um útblástur frá bílum framan við gluggana, en þar eru fyrirhuguð bílastæði. Auðvitað er nauðsynlegt að leysa skólamálin. En það er ekki viðun- andi að gera það á lóð Sólvangs. Hafnfirðingar! Höldum opnum möguleika á að stækka og bæta þjónustu fyrir aldraða á Sólvangs- svæðinu. Staðsetningin er ákjósan- leg fyrir aldraða, heilsugæslan við bæjardyrnar og miðbærinn í ná- lægð. Við bæjarstjórn segi ég þetta: Leyfið okkur Sólvangsfólkinu, sjúkum, öldruðum og starfsfólki, að vera áfram á okkar lóð í kyrrð og friði. Leggið til hliðar yfirþyrm- andi byggingaráætlanir og umferð á svæðinu. Leysið skólamálin ann- ars staðar og án þess að níðast á sjúkum og öldruðum. Hlustið á all- an þann fjölda Hafnfirðinga sem segja nei við skólabyggingarfyrir- ætlunum á þessu svæði. Þið vitið að víðast þar sem þessar hugmynd- ir ber á góma er svarið: nei - og aftur nei. GUÐRÚN EMILSDÓTTIR, Miðholti 2, Hafnarfirði. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.