Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Aðstandendur hæsta tilboðs í Esjuberg við Þingholtsstræti
Verði miðstöð fyrir
frumkvöðla
unga
ÞEGAR TILBOÐ í húsið Esjuberg
við Þingholtsstræti sem áður hýsti
Borgarbókasafn Reykjavíkur voru
opnuð í fyrradag reyndist hið
hæsta vera 70 milljónir króna. Að
því tilboði stendur Guðjón Már
Guðjónsson ásamt fleirum.
Að sögn Guðjóns hyggst hópur-
inn sem stendur að tilboðinu koma
upp svonefndu frumkvöðlasetri í
húsinu og að þar verði miðstöð fyr-
ir frumkvöðla og hugvitsfólk fram-
tíðarinnar á sviði hátækni, en setr-
inu er ætlað að hvetja ungmenni á
aldrinum ellefu til átján ára til
dáða og rækta með þeim frum-
kvöðlahugsun.
„Þar verður skapað umhverfi
þar sem ungmennin takast á við
raunveruleg verkefni, setja sig í
spor atvinnurekenda, hafa aðgang
að nýjustu tækni sem völ er á og
stofni jafnvel ný fyrirtæki í fram-
haldi af hugmyndavinnunni eða í
samstarfi við önnur nýsköpunar-
fyrirtæki," segir Guðjón og bætir
við að hugmyndin hafi blundað með
sér undanfarin sex til sjö ár. „Eg
hef verið mjög heppinn með tengsl
mín við atvinnulífið og öðlast mikla
reynslu fyrir vikið og langar að
skila einhveiju af þeirri reynslu til
baka til þjóðfélagsins. Mér hefur
líka alltaf þótt skemmtilegast að
vinna með ungu fólki, enda er hug-
ur að mótast þá mjög hratt og mjög
spennadi að fá að taka þátt í því.“
Guðjón stofnaði fyrsta fyrirtæki
sitt tólf ára með Róberti Bjarnasyni
félaga sínum og kallaði GR-
Hugbúnaður. „Þegar við vorum
síðan orðnir þrettán ára breyttum
við nafninu í GR-Intemational,“
segir Guðjón, “og fannst við vera
komnir á það stig með reksturinn
eftir fimm mánaða starf. Það besta
við ungmenni á þessum aldri er að
þau vita ekki hvaða ljón eru á veg-
inum, vita ekki hvað ekki er hægt
að gera og gera það því. Ef þau fá
stuðning og finna að það er ckkert
að hræðast þá eru miklu meiri líkur
á því að þau hrindi nýstárlegum
hugmyndum í framkvæmd þegar
þau eru orðin 24 til 25 ára.“ Átján
ára gamall stofnaði Guðjón síðan
fyrirtækið OZ ásamt öðrum og tók
Morgunblaðið/Sverrir
Á borgarráðsfundi í næstu viku verða tekin fyrir þau tilboð sem bárust í
húsið Esjuberg við Þingholtsstræti, sem áður hýsti Borgarbókasafnið.
Þriggja mánaða
fangelsi fyrir að
stela koníakspela
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær
mann í fangelsi fyrir að stela kon-
íakspela úr verslun ÁTVR í Kringl-
unni, en maðurinn hefur ítrekað
gerst brotlegur við lög.
Maðurinn gaf þá skýringu að
hann hefði verið með pelann í vas-
anum er hann kom inn í ÁTVR til
að kaupa bjór. Þar sem hann var
með slæman brotaferil að baki taldi
hann að það liti illa út ef hann væri
stöðvaður með pelann í vasanum.
Hafi hann því tekið pelann úr vas-
anum og komið honum fyrir í inn-
kaupakörfu. Er hann kom að kass-
anum hafi hann tekið pelann úr
körfunni og stungið honum aftur á
sig svo að hann þyrfti ekki að borga
pelann aftur.
Hæstiréttur sagði skýringu
mannsins fráleita og staðfesti 3
mánaða dóm héraðsdóms. Frá ár-
inu 1975 hefur maðurinn, sem er 42
ára, hlotið 17 refsidóma, þar af eru
þrír hæstaréttardómar. Hann hefur
m.a. verið dæmdur fyrir manndráp,
þjófnað, fjársvik, skjalafals, nytja-
stuld, umferðarlagabrot og áfengis-
lagabrot.
Sýnikennsla í innbrotum
Annar maður var í Hæstarétti
dæmdur í þriggja mánaða fangelsi
fyrir þjófnað úr skrifstofuhúsnæði
og tveimur verslunum, en á þessum
stöðum stal hann ásamt félögum
sínum varningi fyrir rúmlega 200
þúsund krónur. Hann var hins veg-
ar sýknaður af ákæru um innbrot í
bíla og kvaðst aðeins hafa horft á
eins og lærlingur þegar félagi hans
sýndi honum hvernig best væri að
fara inn í bíla án þess að skemma þá
og fá á sig háa bótakröfu.
Maðurinn er 28 ára. Á síðustu 11
árum hefur hann þrívegis gengist
undir sátt og tólf sinnum hlotið dóm
fyrir skjalafals, auðgunarbrot,
nytjastuld, fikniefnalagabrot og
umferðarlagabrot.
síðar þátt í stofnun Íslandssíma,
HomePortal og Maskina.
Ekki tilviljun
Guðjón segir það enga tilviljun
að Esjuberg hafi orðið fyrir valinu,
húsið hafi togað mikið í hann und-
anfarin ár eftir að hann fór að velta
hugmyndinni um frumkvöðlasetrið
betur fyrir sér, enda stórglæsilegt
hús og að hans mati eitt glæsileg-
asta hús borgarinnar.
„Það hafa einhver yfirnáttúruleg
öfl togað í mig að þarna verði
frumkvöðlasetrið að vera en ekki i'
einhverjum herbergjum í iðnaðar-
húsnæði uppi á Höfða. Mér finnst
það heillandi hugmynd að hafa svo
virðulega og glæsilega umgjörð um
starf ungs fólks að nýrri hugsun,
nýjum timum. Það á vitanlega eftir
að taka ákvörðun um hvort gengið
verði að hæsta tilboði, en við vorum
svo heppnir að eiga það tilboð og
vonandi á það eftir að ganga upp,
vonandi eiga frumkvöðlarnir,
krakkarnir, eftir að fá húsið.“
Guðjón er í forsvari fyrir Frum-
kvöðlasetrinu en hann segir að
Landsbankinn hafi lagt verkefninu
lið sem Ijárhagslegur bakhjarl.
„Það koma sfðan fleiri að þessu og
margir hafa Iýst miklum áhuga á
að taka þátt í þessu framtaki."
Andlát
Davíð Oddsson forsætisráðherra um kröfur eldri borgara
Kaupmáttur hefur auk-
ist um 20% á fimm árum
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segir að talnaleikur af því tagi sem
stundaður hefur verið í tengslum við
umræðu um bætur og tryggingar
eldri borgara sé ekki boðlegur. Hann
heldur fast við fyrri yfirlýsingar um
að kaupmáttur tryggingabóta hafi
aukist talsvert á undanfömum árum.
í Morgunblaðinu í gær kom fram í
máli Benedikts Davíðssonar, for-
manns Landssambands eldri borg-
ara, að grunnlífeyrir almannatrygg-
inga og tekjutrygging þurfi að
hækka um 18% til að ná sama hlut-
falli af almennum verkamannalaun-
um á höfuðborgarsvæðinu og það var
árið 1991. Voru þeir útreikningar, að
sögn Benedikts, byggðir á tölum
Þjóðhagsstofnunar, kjararannsókn-
arnefndar og Hagstofu Islands.
Utreikningarnir eru byggðir á því
að lífeyririnn er borinn saman við
meðaldagvinnulaun verkamanna á
höfuðborgarsvæðinu á þessu tíma-
bili.
Um þetta segir forsætisráðheira
að endalaust sé unnt að finna ein-
hveijar viðmiðunartölur í þessu sam-
bandi. Hann segir að aldrei hafi verið
lofað að bæturnar fylgdu þeim töxt-
um sem hafa hækkað mest. „Það er
bara ekki rétt. Staðreyndin er hins
vegar sú að kaupmátturinn hefur
aukist um 20% á fimm árum og það
hefur aldrei gerst áður,“ segir hann.
Tekjutenging maka frá 1972
Davíð bendir einnig á að tenging
við tekjur maka hafi verið komið á
1972 en ekki í tíð núverandi ríkis-
stjómar eins og stundum sé látið í
veðri vaka á mótmælafundum.
„Þessi ríkisstjórn er hins vegar sú
fyrsta sem dregur úr slíkri tengingu.
Það er eins og það sé einskis metið
og því haldið fram að þessar tekju-
tengingar eigi rót í verkum núver-
andi ríkisstjórnar. Því fer auðvitað
fjairí."
Davíð segist telja að þau skref sem
stjórnvöld hafa stigið til að draga úr
tekjutengingu maka séu skynsamleg
en hann er ekki þeirrar skoðunar að
leggja beri þær af, vilji menn á annað
borð gera vel við þá sem lakast eru
settir.
Ellilífeyrisþegar
margbreytilegur hópur
Hann bendii' á að upplýst hafi ver-
ið að slíkt myndi kosta á ársgrund-
velli 12-15 milljarða króna og ekki
endilega skila mestu til þeirra sem
verst eru settir.
„Ellilífeyrisþegar eru auðvitað
margbreytilegur hópur. Sumir í
þessum hópi hafa það mjög gott og
miklu betra en unga fólkið sem er að
koma sér þaki yfir höfuðið en sumir
hafa það vissulega erfitt eins og í öll-
um hópum. Mér finnst að í þessari
umræðu verði menn að forðast að
vera með upphlaup og yfirboð og
taka heldur á málum af sanngimi og
skynsemi."
MAGNÚS
HELGASON
MAGNÚS Helgason,
stjómarformaður
Hörpu, lést á Land-
spítalanum í Fossvogi í
gærmorgun eftir stutta
sjúkdómslegu. Hann
var 83 ára að aldri.
Magnús fæddist í
Reykjavík 24. nóvem-
ber 1916, sonur hjón-
anna Oddrúnar Sigurð-
ardóttur húsmóður og
Helga Magnússonar
kaupmanns. Magnús
lauk verslunarprófi frá
Verslunarskóla íslands
árið 1936 og stundaði
nám næstu tvö árin í verslunarskól-
um í Bretlandi, Þýskalandi og Dan-
mörku. Magnús var framkvæmda-
stjóri hjá fyrirtæki föður síns Helga
Magnússyni & Co frá 1939 til 1961.
Hann var framkvæmdastjóri og
stjómarformaður Hörpu hf. frá 1961
til 1992 og stjómarformaður fyrir-
tækisins frá 1992 til dauðadags.
Magnúsi vom falin fjölmörg trún-
aðarstörf um ævina. Hann átti sæti í
stjóm ýmissa verslunarfyrirtækja,
var um skeið í stjórn Félags ís-
lenskra byggingar-
efnakaupmanna,
Kaupmannasamtaka
íslands og Verslunar-
ráðs íslands. Hann átti
einnig sæti um tíma í
stjórn Knattspymufé-
lagsins Vals, Heimdall-
ar og Sambands ungra
sjálfstæðismanna, og
var formaður Lions-
klúbbsins Þórs. Þá átti
Magnús sæti í stjórn-
skipaðri nefnd um við-
skiptasamning við Sov-
étríkin, ýmist sem
fulltrúi Verslunarráðs
eða Félags íslenskra iðnrekenda, frá
1970-1985. Hann sat í bankaráði
Iðnaðarbankans sem aðal- eða vara-
maður á ámnum 1974-1990 og átti
sæti í stjóm Eignarhaldsfélagsins
Iðnaðarbankinn hf. frá 1990.
Eftirlifandi eiginkona Magnúsar
er Katrín Sigurðardóttir húsmóðir.
Þau eignuðust tvo syni, Helga, við-
skiptafræðing, endurskoðanda og
framkvæmdastjóra Hörpu, og Sig-
urð Gylfa, sagnfræðing og háskóla-
kennara.
Sýknudómi vís-
að heim
HÆSTIRÉTTUR hefur ómerkt
sýknudóm Héraðsdóms Norðurlands
vestra í máli manns sem ákærður var
fyrir kynferðisbrot gegn ungum
firænda sínum. Hæstiréttur vísar
málinu til munnlegs málflutnings og
dómsálagningar að nýju, á þeirri for-
sendu að héraðsdómur hafi við mat
sitt á trúverðugleika mannsins átt að
líta jafnt til játningar hans sem síðari
neitunar.
Maðurinn var ákærður fyrir brot
gegn systursyni sínum, sem var 11 til
12 ára þegar hin meintu brot áttu sér
stað. Hann játaði tvö tilvik við lög-
reglurannsókn, en dró framburð
sinni til baka íyrir dómi. Hann sagði
að sér hefði skilist á þáverandi lög-
fræðingi sínum að ef hann játaði ætti
drengurinn rétt á bótum úr ríkissjóði.
Skýrsla lögreglu í málinu bar ekki
með sér að maðurinn hafi notið þeirra
meginréttinda að sakborningi sé
óskylt á öllum stigum opinbers máls
að svara spumingum sem varða
refsiverða hegðun sem honum er gef-
ið að sök og beri yfirheyranda að
benda sakborningi ótvírætt á þennan
í hérað
rétt sinn. Reglan er ein af grundvall-
arreglum opinbers réttarfars þai'
sem kveðið er á um að sakaður maður
skuli teljast saklaus uns sekt hans sé
sönnuð. Héraðsdómur taldi því ekki
unnt að byggja sakfellingu á fram-
burði mannsins fyrir lögreglu, gegn
síðari neitun hans.
Hæstiréttur tók hins vegar sama
pól í hæðina og einn dómara í héraði
hafði gert og benti á að skýrsla
mannsins fyrir lögreglu var gefin að
viðstöddum verjanda ákærða, eftir að
þau höfðu talast einslega við. Einnig
yrði að hafa í huga að við síðari
skýrslutöku hjá lögreglu var vísað til
fytri skýrslu, án þess að fram kæmu
fyrirvarar af hálfu ákærða. Héraðs-
dómi hefði verið rétt í heildarmati
sínu á trúverðugleika og sönnunar-
gildi framburðar ákærða fyrir dómi
að líta til fyrri framburðar mannsins
og skýringa á fráhvarfi frá honum.
Auk þessa hafi niðurstaða héraðs-
dóms um sönnunargildi munnlegs
framburðar ekki verið nægilega skýr
og ótvíræð og samningu dómsins
áfátt að því leyti.
Lést af
slysförum
MAGNÚS Hvanndal Hannesson lést
af slysförum á Spáni 28. september.
Magnús varð fyrir bíl á götu í
Benidorm laugardaginn 23. septem-
ber og var meðvitundarlaus þegar
komið var með hann á sjúkrahús í
þorpinu Villa Joyosa. Þar lést hann
að morgni fimmtudagsins 28. sept-
ember.
Magnús fæddist 2. febrúar 1929.
Hann var athafnamaður og rak ýmis
fyrirtæki. Magnús skilur eftir sig sex
uppkomin böm og sambýliskonu.
Hann bjó í Reykjavík en hafði nýlega
flutt heimili sitt til Spánar.