Morgunblaðið - 06.10.2000, Side 6

Morgunblaðið - 06.10.2000, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Víkingaskipið fslendingur komið í höfn í New York eftir tæplega fiögurra mánaða siglingu * Víkingaskipið Islend- ingur kom til New York á hádegi í gær og var það lokaáfangi skipsins í siglingunni frá íslandi til Ameríku sem Gunnar Marel Eggertsson og áhöfn hans lögðu upp í 17. júní sl. Margrét S veinbj örnsdóttir blaðamaður og Einar Falur Ingóifsson ljós- myndari fylgdust með þegar nútímavíkingarn- ir íslensku stigu á land í South Street Seaport og var vel fagnað. AUSTANKALDINN á oss blés, söng Egill Ólafsson á hafnarbakkan- um í South Street Seaport þegar ís- lendingur lagði að landi kl. 12 á há- degi í gær. Reyndar blés gjólu- strengur af norðri og það var alskýjað en 17 stiga hiti. Fremst á hafnarbakkanum biðu eftirvænting- arfullar eiginkonur skipverja - og eiginmaður einu konunnar í leið- angrinum - og tóku hlýlega á móti mökum sínum eftir langan aðskilnað. Aðrir viðstaddir hylltu þá einnig með áköfu lófataki um leið og Egill kynnti áhafnarmenn einn af öðrum þar sem þeir gengu á land. „Takmarkinu er náð,“ sagði Gunn- ar Marel Eggertsson, skipstjóri ís- lendings, þegar hann hafði siglt skipi sínu heilu í höfn. Að baki eru 4.000 sjómílur og hálfs fjórða mánaðar sigling í kjölfar Leifs Eiríkssonar, en ferðin var farin til að minnast þess að þúsund ár eru liðin frá því að nor- rænir menn settust að í vesturheimi. „Mér líður vel og ég er mjög ánægð- ur með að hafa klárað þetta og kom- ist hingað. Það var aldrei alveg gefíð að við myndum komast alla leið án þess að hálfsökkva skipinu eða jafn- vel sökkva því alveg,“ sagði hann, þreyttur en ánægður. Aðspurður um hvað nú tæki við kvaðst hann fyrst ætla að byija á því að taka sér frí með fjölskyldunni í einn til tvo mán- uði. „Ég hef ekki tekið frí síðan 1994 þegar ég byrjaði að smíða skipið.“ Erum orðin eins og systkini Jón Baldvin Hannibalsson, sendi- herra íslands í Bandaríkjunum, bauð hina íslensku nútímavíkinga velkomna og minntist þeirra sem á undan þeim komu, Leifs Eiríkssonar og Guðríðar Þorbjarnardóttur. Guðmundur Ámi Stefánsson, fyrsti forseti Alþingis, lýsti stolti ís- lensku þjóðarinnar yfir hugrekki Gunnai's Marels og félaga og sagði skipið hafa sýnt sig að vera stórkost- legur farkostur og leiðangurinn allan verðuga Islandskynningu, sem hefði styrkt mjög þau góðu bönd sem eru milli íslands annars vegar og Græn- lands, Kanada og Bandaríkjanna hins vegar. Guðmundur Árni afhenti fulltrúa borgarstjóra New York, Henry Stern, yfímanni garða New York-borgar, nýja heildarútgáfu ís- lendingasagnanna í enskri þýðingu. Stern þakkaði höfðinglega gjöf og sagði að hún myndi skipa virðingar- sess í bókasafni borgarinnar. Hann rifjaði upp að hann hefði komið til Is- lands ungur maður árið 1968 og keypt þar fallega lopapeysu sem hann hefði notað lengi en með ár- unum hefði mölur grandað henni. Hann varð því afar glaður þegar Jón Baldvin færði honum nýja íslenska peysu. „Hún fer ekki á bókasafnið," sagði Stern. Blaðamaður hitti Ellen Ingvadótt- ur, skipverja á íslendingi, sæla á svip með eiginmann sinn, Þorstein Inga Kragh, sér við hlið að móttöku- athöfninni lokinni. Aðspurð um hvað henni væri efst í huga við komuna í Morgunblaðið/Einar Falur 5. október 2000. Víkingaskipið Islendingur kemur til New York og iýkur ferðinni sem hófst á íslandi 17. júní. Gunnar Marel fagnar er hann gengur á land í New York að ferðalokum. höfn sagði hún: „Það er stoltið yfir því að vera í áhöfninni. Okkur hefur tekist að ná því marki sem við sett- um okkur og sem kona er ég afskap- lega ánægð með það að við í áhöfn- inni erum orðin nánast eins og systkini. Ég hef eignast átta bræður sem hafa virkilega látið mig vinna fyrir brauði mínu og ég hef lært gíf- urlega mikið á þessum tíma,“ segir Ellen og bætir við að hún verði marga mánuði að vinna úr þeirri reynslu. „Ég held að þetta hafi í raun og veru verið miklu meira ævintýri en þau gerðu sér nokkum tíma í hug- arlund,“ segir Þorsteinn. Hefur haft gríðarlega þýðingu fyrir alla kynningu á Islandi Magnús Bjarnason, viðskiptafull- trúi utanríkisráðuneytisins í New York, sagði í samtali við Morgun- blaðið að sigling víkingaskipsins Is- lendings hefði haft gríðarlega þýð- ingu fyrir alla kynningu á Islandi vestanhafs. „Það segir dálítið mikið að ísland er búið að vera meira í fjölmiðlum hér í landi en nokkurt hinna Norðurlandanna. Það hefur verið fjallað um ísland í öllum meiri háttar fjölmiðlum sem ná til landsins alls og í öllum svæðisfjölmiðlum á þeim stöðum þar sem skipið hefur komið. Og þá erum við ekki bara að tala um víkingana og söguna, heldur einnig íslenska menningu; tónlist, leiklist, myndlist, mat, hestar, skák, allt mögulegt - allt undir kjörorðinu „Iceland naturally“. Við erum að kynna Island og selja íslenska fram- leiðslu, við erum byggja upp ímynd hreinleika landsins og ég held að sú ímynd eigi eftir að gagnast okkur um ókomna framtíð. Og það er engin spurning að við höfum náð að koma skilaboðunum frá okkur og við erum ekki í nokkrum vafa um að við erum að senda rétt skilaboð. Við erum heldur ekki í vafa um að við munum uppskera - og uppskeran verður í formi meiri eftirspumar og þar með hærra verðs,“ segir Magnús. Fólk farið að halda að viking- arnir hafi verið hið besta fólk „Kannski er okkar vandamál orðið það að þessi ótrúlega landkynning, þeim stöðum sem skipið hefur komið er ótrúlegt - og það sannar bara eitt: þetta ævintýri; örfáir einstaklingar á opnum bát, gagnvart þessu víðáttu- mikla úthafi, hefur kveikt í hug- myndaflugi fólks, þetta vekur ósvik- inn áhuga og aðdáun, og frammi- staða Gunnars skipstjóra hefur verið landi og þjóð til sóma. Maðurinn er svo gegnekta - það finna það allir," segir hann. Hvað er skipstjóri án áhafnar? „Hvað er skipstjóri án áhafnar?" spurði Gunnar Marel í ávarpi sínu og bað félaga sína í áhöfninni að stíga fram, við mikið lófatak viðstaddra. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að nú væri komið að því að reyna að slaka aðeins á og létta á huganum. „Nú hef klárað það sem ég ætlaði mér í upphafi. Mínu hlutverki í sambandi við skipið er eiginlega lokið.“ Aðspurður um hvað verði um íslending segir hann það allt enn óljóst. „Ég veit satt að segja ekki hvað verður með hann. Það eru alls konai' tilboð og hugmyndir á lofti um áframhaldið. Það hefur jafnvel kom- ið til tals að sigla honum eitthvað meira um Bandaríkin á næsta ári - en skipið er til sölu og ég vona að hver sem það verður sem kaupir það þá muni hann hugsa um skipið þann- ig að það geti gegnt sínu hlutverki áfram sem íslenskt víkingaskip og breiði út okkar orðstír eftir sem áð- ur. Ég held að það þurfi ekkert að vera verra að skipið verði hér í Bandaríkjunum." Að móttökuathöfninni við South Street Seaport lokinni var siglt út að Frelsisstyttunni og í gærkvöld bauð svo Jón Baldvin Hannibalsson áhöfninni og öðrum gestum til mót- töku. I gærkvöld voru einnig íslensk- ir rokktónleikar á höfninni, þar sem hljómsveitirnar Ensími og Jagúar tróðu upp ásamt Páli Óskari Hjálm- týssyni. Þá munu Tríó Björns Thor- oddsen og Egill Ólafsson einnig skemmta um helgina, m.a. með dag- skránni Heimsreisa Höllu. Skipið verður opið almenningi og skóla- börnum til skoðunar fram til 22. október. 5. október 2000. Víkingaskipið íslendingur kemur til New York og lýk- ur ferðinni sem hófst á íslandi 17. júní. Eiginkonur Jóels Gunnarssonar og Gunnars Marels fagna þeim þegar þeir ganga á land að ferðalokum. 5. október 2000. Víkingaskipið fslendingur kemur til New York og lýk- ur ferðinni seni hófst á íslandi 17. júní. Skipverjar sigla fslendingi fram- hjá frelsisstyttunni í hafnarmynni New York-borgar. sem er langt umfram nokkuð sem mönnum datt í hug fyrirfram og langt umfram þá kynningu sem nokkru sinni hefur verið á Islandi, fer að skila sér í öllum ferðalöngun- um sem vilja sækja heim þetta tísku- land, þá getum við ekki tekið við þeim. Við verðum að fjárfesta miklu meira í því sem þarf til að taka á móti gestum af öllu tagi því að ísland er í tísku og víkingar eru í tísku - menn eru farnir að halda að þetta hafi ver- ið hið besta fólk,“ segir Jón Baldvin. „Úrklippusafnið úr blöðum frá öllum Áhöfnin hyllt með lófa- taki er hiín gekk á land

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.